Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 49
Þórhallsdóttur á stóra sviði Borg- arleikhússins. Verkið var unnið út frá eldra verki höfundanna, sem nefndist Belinda og Gyða og var sýnt á Reykjavík Dance Festival ár- ið 2011. Fyrra verkið var mjög áhugavert. Dramatík og fyndni voru tvinnuð saman á einstakan hátt þar sem hreyfiform, sem rekja má til hreyfinga hestsins, voru not- uð í tengslum við hið kvenlega eðli. Það var því spennandi að sjá hvern- ig þær myndu þróa verkið áfram í viðamikilli uppfærslu með níu döns- urum. Upphafsatriði Reið var mjög vel gert hvað alla efnisþætti varðar og lofaði verkið því góðu. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var nægt kjöt á beinunum, látlausari framsetning hentaði þemanu betur og litlu var við að bæta. Búningarnir voru til- gerðarlegir og hljóðmyndin skringilega unnin. Reykjavík Dance Festival 2014 var einstaklega vel heppnuð hátíð sem sýndi ólíkar hliðar danslist- arinnar. Góð mæting var á allar sýningar og nú er bara að vona að þróun hátíðarinnar haldi áfram á þessari braut. Ljósmynd/Steve Lorenz Reið Að mati rýnis hentaði látlausari framsetning á þemanu um tengsl kvenna og hryssna betur og reyndist litlu við að bæta í nýja verkinu. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Leikstjórinn HafsteinnGunnar Sigurðssonstimplaði sig inn á kvik-myndasviðið með mynd- inni Á annan veg sem frumsýnd var árið 2011. Í annarri frásagnarmynd sinni vinnur hann með handritshöf- undinum Huldari Breiðfjörð en hugsjón leikstjórans verður þó ekki undir því nýja myndin er að mörgu leyti keimlík frumrauninni, bæði í efni og stíl. Hafsteinn notast aftur mikið við langar tökur, hreyfanlega tökuvél og nokkuð víða römmun myndefnis þannig að leikararnir fá nægjanlegt rými til að láta ljós sitt skína. Hann lætur einnig kyrrlátt og gráleitt sögusviðið þrengja að söguhetjunum og notar hæfilega hressa og afkáralega tónlist Prins Póló sem undirleik til að hnykkja á eymd þeirra. Sagan segir af Huga (Birni Thors), manni á fertugsaldri sem á í vonlausu ástarsambandi og flýr á náðir dreifbýlisins til að reyna að ná áttum. Á Flateyri tekst með honum og fjórum öðrum karl- mönnum, sem allir eiga í sambæri- legri tilfinningakreppu, ólíkleg og stirðbusaleg vinátta. Óvirki og óframfærni alkinn Svavar (Sigurður Skúlason) reynir að ganga Huga í föðurstað á meðan meira neistar á milli Huga og fyrrverandi tengda- sonar Svavars, auðnuleysingans Richards (Jóns Páls). Barnabarn Svavars, hinn níu ára gamli Albert (Haki), virðist hins vegar ná bestu tengslunum við Huga en þegar fað- ir Huga, hinn óútreiknanlegi og óforskammaði Veigar (Helgi Björns), skýtur upp kollinum riðlast jafnvægi allra þessara brothættu sambanda með stórkostlega snaut- legum afleiðingum. Fullorðnu karlmennirnir eru allir eins og óálitlegir, ófleygir strútar sem bregðast ókvæða við og eru í hættu staddir þegar ný „rándýr“ birtast í heimkynnum þeirra. Þegar þeim er ógnað reyna þeir að fela sig með því að leggjast flatir eða þeir hlaupa eins hratt og þeir geta í burtu. Strákurinn Albert er sá eini sem virðist geta átt sér viðreisnar von, hann reynir að minnsta kosti að standa keikur. Leikararnir standa sig allir afburða vel í hlut- verkum misheppnaðra feðra og sona og ná að skapa aðdáunarverða togstreitu sín á milli. Kreppa karlanna og hreinskiptin afhjúpun varnarleysis þeirra er þungamiðja myndarinnar en þó er einni kvenpersónu, Ernu (Nönnu Kristínu), teflt gegn þeim. Persóna hennar fær þó ekkert rúm til að kynna sig og hegðun hennar virðist að mestu óskiljanleg. Hálfdrætt- ingstilvist hennar er því eins og ljótt lykkjufall í annars ágætlega spunnum söguþræði. Annaðhvort hefði persónusköpun hennar þurft að vera sterkari eða hlutverkið til muna minna en þó skal tekið fram að Nanna Kristín gefur sig alla í þetta takmarkaða hlutverk. Einvera í dreifbýlinu hafði göfg- andi áhrif á persónurnar í Á annan veg. Á Flateyri er hún hins vegar fremur innilokandi og kynngi stað- arins nýtur sín alls ekki þannig að á köflum er jafnvel eins og verið sé að gera grín að menningarlegum fá- breytileika og nægjusemi persóna sem og annarra íbúa. Á annan veg er í raun sterkari og þéttari mynd þar sem persónurnar náðu að læra hver af annarri og styrkjast í leið- inni. Hugi og félagar virðast aftur á móti alltaf höggva í sama knérunn; þeir þroskast ekkert og halda áfram sinni einfeldningslegu strúts- hegðun með tilheyrandi feluleik eða flótta. Engu að síður ber margt fyndið á góma í myndinni, til dæmis er sprenghlægilegt að sjá Svavar stýra af formfastri röggsemi þriggja manna AA-fundi þar sem hinir tveir fundargestirnir eru fyrr- verandi tengdasynir hans. París norðursins er heilt á litið mjög áferðarfögur og oft afar glett- in, sérstaklega þar sem ekkert er skafið af varnarleysi og krísu karl- persónanna, en stundum verður óskammfeilinn neðanbeltishúmor of fyrirferðarmikill og það rænir tölu- verðu af dramatískum skriðþunga framvindunnar. Karlar sem stinga höfðinu í sandinn Óskammfeilinn Helgi Björnsson í hlutverki Veigars. Hér sést hann fljótandi á vindsæng í sundlaug þorpsins á meðan hópur kvenna dansar sundhringdans. Smárabíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Keflavík París norðursins bbbnn Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Sigurðs- son. Handrit: Huldar Breiðfjörð. Aðal- hlutverk: Björn Thors, Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Skúlason, Jón Páll Eyjólfsson og Haki Lorenzen. 98 mínútur. Ísland, 2014. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 10 10 JENNIFER ANISTON ISLA FISHER Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 ÍSL. TAL L L 12 12 12 14 PARÍS NORÐURSINS Sýnd kl. 8 - 10:10 LIFE OF CRIME Sýnd kl. 5:30 - 8 TMN TURTLES 3D Sýnd kl. 3:25 - 5 TMN TURTLES 2D Sýnd kl. 2 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 10:10 LUCY Sýnd kl. 8 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2 - 5 DINO TIME Sýnd kl. 1:30 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.