Morgunblaðið - 06.09.2014, Page 52
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ingó og Rakel María geisluðu
2. Flogið yfir gossprungur
3. Fékk bátsflak í nótina
4. „Ég vil bara fá peninginn“
Rúmlega tuttugu þúsund gestir
hafa lagt leið sína í Ljósmyndasafn
Reykjavíkur, á 6. hæð Grófarhússins,
til að skoða yfirlitssýningu á verkum
ljósmyndarans Ragnars Axelssonar,
Rax, sem nefnist „Spegill lífsins“. Er
það metaðsókn í safnið, fleiri gestir
en komu til að mynda á sýningar með
verkum Henri Cartier-Bresson og
Viggos Mortensen, og segir starfs-
fólk safnsins stanslausan straum
gesta hafa verið í allt sumar, að
skoða ljósmyndirnar og horfa á róm-
aða heimildarmynd um störf Ragn-
ars. Sýningunni lýkur um helgina og
verður ljósmyndarinn með leiðsögn á
ensku fyrir gesti á laugardag klukkan
15 og áritar um leið bækur sínar.
Morgunblaðið/Kristinn
Metaðsókn á sýningu
Ragnars Axelssonar
KK, Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal
og Júníus Meyvant koma fram á tón-
leikum um helgina í Rokksafni Ís-
lands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ
og eru tónleikarnir liður í bæjarhátíð-
inni Ljósanótt. Júníus hefur leik í dag
kl. 16 og Pétur Ben kl. 17. Á morgun
kl. 16 kemur Ragnheiður Gröndal
fram og kl. 17 er komið að KK. Rokk-
safn Íslands er nýtt safn um sögu
popp- og rokktónlistar á Íslandi og
meðal muna í því er trommusett
Gunnars Jökuls, það sama og hann
lék á við upptökur á plötunni Lifun
með Trúbroti, LED-
ljósabúningur Páls
Óskars og tré-
skúlptúr af reggí-
hljómsveitinni
Hjálmum.
Halda tónleika í
Rokksafni á Ljósanótt
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 5-13 m/s um landið V-vert og súld eða lítils
háttar rigning. Hægari vindur A-til og bjartviðri. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn.
Á sunnudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og súld eða rigning V-til. Hægari vindur á A-
verðu landinu, þurrt veður og bjart með köflum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
Á mánudag Gengur í sunnan og suðaustan 10-15 m/s eftir hádegi með rigningu, en
þurrt NA-til. Hiti svipaður.
Nýr formaður Frjálsíþrótta-
sambands Íslands verður kjörinn á
þingi þess á Akureyri um helgina.
Jónas Egilsson gefur ekki kost á
sér til endurkjörs og þeir Einar Vil-
hjálmsson, Íslandsmethafi í spjót-
kasti og þrefaldur íþróttamaður
ársins, og Benóný Jónsson, vara-
formaður sambandsins, slást um
formannsstöðuna. »1
Einar og Benóný í for-
mannsslag á Akureyri
Haukar taka á móti Dinamo
Astrakhan frá Rússlandi í
fyrstu umferð EHF-bikars
karla í handknattleik á
morgun. Patrekur Jóhann-
esson, þjálfari Hauka, segir
að Dinamo sé ekta rúss-
neskt lið með bæði stóra og
snögga leikmenn innan-
borðs. Hans menn muni
leggja upp með að vinna
heimaleikinn og sjá svo til.
»2
Haukar fá Rússa í
heimsókn
Tyrkir mæta með firnasterkt lið á
Laugardalsvöllinn næsta þriðjudags-
kvöld. Spánarmeistarinn Arda Turan
er fremstur í flokki hættulegra miðju-
manna. „Keisarinn“ tók aftur við lið-
inu og undir hans stjórn
leggja leikmenn hjarta
og sál í leikinn.
Þeir eru sókn-
djarfir og
skemmtilegir
en varnarleikur
liðsins er ekki
traustur. Þar
gætu mögu-
leikar Ís-
lands legið.
»2-3
Sókndjarfir Tyrkir á
leiðinni í Laugardalinn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Umræðan um Breiðholtið hefur
lengi verið frekar neikvæð og því er
þetta það besta sem gat gerst með
hagsmuni hverfisins í huga og það
heldur flaggi þess hátt á lofti.“
Þetta segir Kjartan Örn Þórðar-
son, formaður meistaraflokksráðs
Leiknis, um árangur karlaliðsins í
knattspyrnu, sem tryggði sér í
fyrrakvöld sæti í efstu deild í fyrsta
sinn í um 40 ára sögu félagsins.
Samfara uppbyggingu í Efra-
Breiðholti var farið að huga að
æskulýðsstarfi. Framfarafélag
Breiðholts 3 var stofnað í ársbyrjun
1973. Ragnar Magnússon, fyrsti for-
maður Leiknis, segir að eitt af því
fyrsta sem fyrsti formaður Fram-
farafélagsins, Hjálmar W. Hann-
esson, sendiherra og nú aðalræðis-
maður í Winnipeg í Kanada, hafi
lagt fyrir stjórn Framfarafélagsins
til umræðu hafi verið íþrótta- og
æskulýðsmál. ÍR var þá flutt í neðra
Breiðholt eða Breiðholt 1, en hafi
ekki sinnt Efra-Breiðholti. Þess
vegna hafi verið ákveðið að stofna
íþróttafélag. „Ástæðan fyrir stofnun
Leiknis 1973 var því fyrst og fremst
sinnuleysi ÍR,“ segir Ragnar.
Erfið fæðing
„Foreldrarnir héldu félaginu
gangandi og Kvenfélagið Fjallkonur
var þeim mjög innan handar,“ held-
ur hann áfram, en eiginkona hans,
Guðlaug P. Wium, var formaður
kvenfélagsins. Hann leggur áherslu
á að þetta hafi verið mikið basl en
árangurinn nú réttlæti það allt.
„Þarna var ákveðin kjölfesta, en ég
minnist þess ekki að menn í knatt-
spyrnudeildinni hafi rætt um að
fara með liðið í efstu deild. Nú, þeg-
ar það er orðið að veruleika, er ekki
annað hægt en að gleðjast, því þetta
er glæsilegur árangur.“
Þórður Einarsson, framkvæmda-
stjóri Leiknis, byrjaði í 7. flokki
1988. Hann bendir á að fram að því
hafi aðstöðuleysi háð félaginu, en
gervigras hafi verið lagt á völlinn
1993 og nýi grasvöllurinn tekinn í
notkun skömmu síðar. „Ég, eins og
aðrir krakkar í hverfinu, vann við
það að setja klemmur á hitakerfið
sem er enn undir gervigrasinu,“
segir hann. Núverandi stjórn hafi
tekið við 1999, tekið á fjárhagsvand-
anum og eftir að félaginu hafi verið
breytt í knattspyrnufélag fyrir um
áratug hafi boltinn farið að snúast
fyrir alvöru. Stefnan hafi síðan verið
mörkuð með ráðningu Sigursteins
heitins Gíslasonar sem þjálfara
haustið 2008. Kjartan Örn tekur í
sama streng. Hann bætir við að
æskuvinirnir hafi tekið höndum
saman og dæmið hafi nú gengið
upp.
Best fyrir Breiðholtið
Árangur Leikn-
is heldur flaggi
hverfisins á lofti
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrsti formaður Leiknis Ragnar Magnússon steig stoltur út á Leiknisvöllinn í Breiðholti í gær.
Morgunblaðið/Eva Björk
Pepsi-deildin 2015 Mikil gleði ríkti á Leiknisvellinum í fyrrakvöld.