Morgunblaðið - 15.09.2014, Page 14

Morgunblaðið - 15.09.2014, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Leiðtogar stóru bresku stjórn- málaflokkanna, David Cameron, Íhaldsflokknum, Ed Miliband, Verkamannaflokknum og Nick Clegg, Frjálslynda lýðræð- isflokknum, slepptu spurningatíma forsætisráðherrans í neðri deild breska þingsins miðvikudaginn 10. september og héldu norður fyrir England til Skotlands í von um að þeir gætu komið í veg fyrir að Skotar kysu að verða sjálfstæðir í atkvæða- greiðslu fimmtudaginn 18. sept- ember. Aðdragandi atkvæðagreiðslunnar hefur verið langur. Hún blasti þó við sem pólitísk staðreynd í Skotlandi í maí 2011 þegar Skoski þjóðern- isflokkurinn hlaut hreinan meirihluta (69 af 129 þingmönnum) á skoska þinginu í Edinborg. Flokkurinn rekur sögu sína 80 ár til baka eða til ársins 1934 en sérstakt þing fyrir Skotland árið 1999 skapaði vexti hans hæfilega umgjörð. Flokk- urinn myndaði minnihlutastjórn und- ir forsæti Alex Salmonds, formanns síns, árið 2007 og síðan hlaut hann hreinan meirihluta árið 2011. Að þjóðernissinnar fengu meiri- hluta í skoska þinginu kom mörgum í opna skjöldu. Þegar forystumenn Verkamannaflokksins samþykktu stofnun þingsins á sínum tíma töldu þeir sig hanna kosningalöggjöfina á þann veg að enginn einn flokkur gæti fengið hreinan meirihluta. Kosn- ingakerfið er sambland af einmenn- ingskjördæmum og hlutfallskosn- ingum. Kerfið dugði ekki til að halda þjóðernissinnum frá að ná meirihluta. Þótt aðdragandi þjóðaratkvæða- greiðslunnar hafi verið langur og í nóvember 2013 hafi legið fyrir 630 blaðsíðna löng hvítbók, Scotland́s Future, þar sem skoska ríkisstjórnin lýsti því hvað fælist í sjálfstæði Skot- lands hljóp ekki hiti í baráttuna fyrr en eftir sunnudaginn 7. september þegar birt var niðurstaða í skoð- anakönnun sem sýndi í fyrsta sinn meirihluta sjálfstæðissinna (51% gegn 49%). Skotar kjósa 59 þingmenn til setu á þinginu í London, Westminster, 40 þeirra eru úr Verkamannaflokknum en aðeins einn úr Íhaldsflokknum. Miðað við skipan í Westminster á þessu kjörtímabili þar sem íhalds- menn mynduðu samsteypustjórn með frjálslyndum vegna þess að þá skorti 21 þingmann til að hafa meiri- hluta hefðu íhaldsmenn 20 sæta meirihluta væru þar engir þingmenn frá Skotlandi. Miklir hagsmunir í húfi Flokkshagsmunir knýja leiðtoga Verkamannaflokksins til dáða sam- hliða viljanum til að halda Sameinaða konungdæminu (United Kingdom, UK) við lýði sem einni heild. Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráð- herra Verkamannaflokksins, er í for- ystu samtaka sambandssinna, Better Together. Gordon Brown, fyrrver- andi forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, þingmaður fyrir sveita- kjördæmið Kirkcaldy and Cowdenbeath í Skotlandi, greip op- inberlega til vopna gegn sjálfstæð- issinnum mánudaginn 8. september. Fyrir David Cameron forsætisráð- herra er ekki eins mikið flokks- pólitískt í húfi og leiðtoga Verka- mannaflokksins. Hann hefur hins vegar heiður hins sameinaða ríkis að verja. Splundrist það á hans vakt sem forsætisráðherra verður það eilífur blettur á stjórnmálaferli hans. Came- ron segist ætla að sitja áfram þótt meirihluti Skota segi já. Aðrir líkja atburðum í Skotlandi við það sem gerðist árið 1782 þegar nýlendur Breta í Bandaríkjunum slitu sam- bandi við herraþjóðina og North lá- varður, þáv. forsætisráðherra, sagði af sér. Alex Salmond sagði það sanna styrk sjálfstæðissinna og ótta valda- manna í London að þeir skyldu fjöl- menna norður yfir landamærin til þátttöku í kosningabaráttunni. Þeir riðu ekki feitu hrossi aftur til London. Skotar létu þessa menn ekki segja sér fyrir verkum. Andúð á Westminster Hinn virti blaðamaður Charles Moore sagði í helgardálki í sínum í The Sunday Telegraph hinn 7. sept- ember að Salmond hefði náð beint til áheyrenda í öðru sjónvarpseinvígi sínu og Alistairs Darlings þegar hann minntist á Westminster og hóf að gagnrýna þingið og ríkisstjórnina í London. Eftir þann sigur, 79% gegn 21%, sóttu sjálfstæðissinnar mjög í sig veðrið. Þriðjudaginn 9. september birti Ríkisútvarpið fréttaviðtal við Alex Salmond og sagði hann þá: „Hroki stjórnarinnar í Lundúnum er alræmdur. Þetta eru sömu menn- irnir og lýstu Íslendinga hryðju- verkamenn, Gordon Brown og Alist- air Darling og þeirra líkar gerðu það til að réttlæta gerðir sínar. Það er sama hvaða mistök voru gerð á Ís- landi, í Lundúnum, Edinborg og New York þá voru þetta ekki hryðjuverk.“ Forsætisráðherra Skota gat ekki valið betri leið en þessa til að sann- færa Íslendinga um að ekki væri unnt að eiga hag sinn undir stjórn- málamönnum af þeirri gerð sem ráða í Westminster. Hörð pólitísk átök um sjálfstæði  Skotar kjósa um það á fimmtudaginn hvort þeir vilji verða sjálfstæðir  Hiti hljóp í kosningabar- áttuna þegar birt var niðurstaða í skoðanakönnun sem sýndi í fyrsta sinn meirihluta sjálfstæðissinna AFP Barátta Alex Salmond, formaður Skoska þjóðerisflokksins, hefur lagt dag við nótt í baráttunni fyrir sjálfstæði. Skotland kýs um sjálfstæði SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is REDKEN Iceland á vertu vinur SÖLUSTAÐIR REDKEN FAGFÓLK SALON REYKJAVÍK SENTER SCALA SALON VEH PAPILLA KÚLTÚRA LABELLA MEDULLA N-HÁRSTOFA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA MENSÝ REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi Blonde Idol FYRIR LJÓST HÁR All Soft FYRIR ÞURRT HÁR Curvaceous FYRIR KRULLAÐ HÁR Smooth Lock FYRIR ÚFIÐ HÁR Color Extend Magnetics FYRIR LITAÐ HÁR Real Control FYRIR ÓRÓLEGT HÁR Body Full FYRIR FÍNGERT HÁR Diamond Oil FYRIR LÍFLAUST/ SKEMMT HÁR Cerafill FYRIR HÁRLOS OG ÞUNNT HÁR Extreme FYRIR SKEMMT HÁR Color Extend Sun FYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ Clear Moisture FYRIR ÓLITAÐ HÁR Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hét því í gær að berjast gegn gyðingahatri í landinu. Kom þetta fram í ávarpi sem kanslarinn flutti á fjöldafundi sem haldinn var gegn hatursumræðu og árásum í garð gyðinga, en slíkt var áberandi í Þýskalandi í kjölfar átakanna á Gaza. Um 5.000 manns mættu á fundinn sem haldinn var undir yfirskriftinni: „Á móti gyðingahatri – aldrei aftur!“ „Baráttan gegn gyðingahatri er borgaraleg skylda okkar,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. „Ég mun ekki við- urkenna gyðingahatur og enginn hér heldur.“ Á sama tíma og árásir Ísraelshers á Gaza voru í há- marki, í júlímánuði síðastliðnum, fordæmdi gyðingasam- félagið í Þýskalandi „sprengingu illsku og ofbeldis gegn gyðingum“ á fjöldafundum sem haldnir voru til stuðnings Palestínu. Ekkert rými fyrir mismunun Í dag búa um 200.000 gyðingar í Þýskalandi en í ræðu sinni sagði Merkel þá staðreynd að gyðingar byggju enn í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöld kraftaverki líkasta. „Samfélag gyðinga á heima hér og er hluti af einkenni okkar sem þjóð. Það má ekki vera neitt rými hér fyrir mismunun,“ sagði Merkel sem m.a. hefur verið heiðruð af Ísraelsmönnum fyrir baráttu sína gegn gyðingahatri. Kanslarinn mun berjast gegn gyðingahatri AFP Á fundinum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, berst nú gegn fordómum. „Við þurfum að takast á við þessa ógn. Við þurfum, skref fyrir skref, að reka aftur, sundra og að end- ingu tortíma Rí og því sem sam- tökin standa fyrir,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Breta, í gær, en á laugardag var birt mynd- band af því þegar liðsmenn Ríkis íslams tóku hjálparstarfsmanninn David Haines af lífi. Í myndbandinu beinir morðingi Haines orðum sínum að stjórnvöld- um í Bretlandi og segir að bandalag þeirra með Bandaríkjunum muni hraða tortímingu þeirra. „Cameron mun aðeins draga ykkur og þjóð ykkar inn í annað blóðugt og óvinn- andi stríð,“ segir hann. Cameron ítrekaði í gær að íslam væru friðsamleg trúarbrögð en sagði um liðsmenn Ríkis íslams: „Þeir eru ekki múslimar, þeir eru skrímsli.“ Þá sagði hann að Bretar myndu ekki víkja sér undan ábyrgð og m.a. taka þátt í aðgerðum undir forystu Bandaríkjamanna. Rí-liðar „skrímsli“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.