Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014
Gunnar Bragi utanríkisráðherra segir aðsig bráðlangi til að setja meira al-mannafé í NATÓ. Þannig megi styrkja
varnir Íslands. Þar er ég á öndverðum meiði en
leyfi mér að spyrja af þessu tilefnihvort við gæt-
um sameinast um annars konar varnaraðgerð fyr-
ir Ísland; varnir fyrir öræfin og hálendið. Tillagan
er sú að við kaupum Grímsstaði á Fjöllum, eign-
umst þessa 300 ferkílómetra jörð sem er eins kon-
ar útvörður hásléttunnar sem hefur að geyma ein-
hver fegurstu náttúrudjásn Íslands.
Kannski hefði mátt setja það undir einhvers
konar varnarmálaskilgreiningu þegar því var
forðað að kínverskur auðmaður keypti þessa
miklu jörð. Það var ekki nóg með að hann hefði
áform um að raska öræfarónni með húsakosti
miklum og mannmergð. Þarna átti líka að verða
flugvöllur!
Af þessu varð ekki – í bili. Eftir sátu með sárt
ennið eigendur Grímsstaðajarðarinnar. Hafi þeim
gramist skil ég það en tek þó jafnframt eftir æðru-
leysi þeirra almennt þegar peningarnir eru ann-
ars vegar.
En hvers vegna ekki að setja einhverja peninga
í þeirra vasa og tryggja þar með eignarhald
þjóðarinnar á þessari miklu jörð? Grímsstaðir
mynda einskonar kraga utan um hálendið ásamt
fleiri miklum jörðum á þessum slóðum sem þegar
eru í almannaeign. Þar nefni ég Möðrudal.
Skrítið hve lítið hefur verið gert með áskorun á
annað hundrað Íslendinga í þessa veru fyrir rétt-
um tveimur árum. Um var að ræða fyrrverandi
forseta Íslands, lækni og ljósmóður, leigubíl-
stjóra, verktaka, Megas og formann Sambands
ungra bænda. Þessir einstaklingar sameinuðust í
áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að ríkið
festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og tryggði
jörðina í þjóðareign. Á undirskriftalistanum voru
vel á annað hundrað manns, ungir og aldnir, kon-
ur og karlar og alla vega á litinn í pólitík. Gamall
ágreiningur horfinn því þarna voru þeir af póli-
tískum ritstjórnum fyrri tíðar, Morgunblaðinu,
Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu: Styrmir, Helgi
Már og Kjartan Ólafsson – og Matthías. Líka Óm-
ar, Páll Skúlason, Ágúst Valfells, Björk, Guðrún
Kristjánsdóttir myndlistarkona, Guðmundur
sundkappi Gíslason og Ólafur Stefánsson, hand-
boltastjarna. Þarna voru fyrrverandi forsetar Al-
þingis, Halldór Blöndal, Guðrún Helgadóttir og
Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi þingmenn úr öll-
um flokkum, Hjörleifur, Guðni, Eiður og Svavar,
Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðmundur H.
Garðarsson, Páll Pétursson, Ingvar Gíslason,
Guðrún Agnarsdóttir, Ragnar Arnalds og margir,
margir fleiri.
Þegar ég mælti fyrir þingsályktunartillögu á
síðasta þingi, sem byggðist á áskorun þessa fólks,
setti marga hljóða. Það hlaut að verða hlustað á
þennan þverskurð þjóðarinnar. Enn hefur það
ekki verið gert. Nú verður þingmálið flutt að nýju.
Skyldi nú verða hlustað?
Verður nú hlustað?
* Grímsstaðir mynda einskonar kraga utan umhálendið ásamt fleiri miklum
jörðum á þessum slóðum sem
þegar eru í almannaeign.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Fátt kemst að í fréttum þessa dag-
ana annað en eldgosið í Holu-
hrauni, enda skiljanlegt. Gosið er
hreint stórkostlegt sjónarspil,
móðir náttúra
gríðarlega öflug.
Það sem margir
hafa klórað sér í
kollinum yfir er að
nefna nýja hraunið
sem rennur um Holuhraun. Bragi
Valdimar Skúlason stendur fyrir
sínu að vanda: „Ég get ómögulega
gert upp við mig hvort hraunið ætti
að heita Bungubunga eða Lekandi“.
Hann heldur áfram: „Einmitt.
Vísindamenn kallaðir úr Holu-
hrauni til að bíða öruggir í Dreka-
gili. Af hverju í djúpfrystum dauð-
anum er þessum örnefnum ekki
víxlað?! Maður þyrfti ekki að
skammast sín fyrir vel útilátið
Drekagilsgos.“
Nafni hans Bragi Skaftason lætur
ekki þar við sitja og slær út grínið:
„Gos virðist nú vera hafið í Slöku-
gígum og stefnir á Meðaltind. Vís-
indamenn bíða spenntir í of-
anverðu Fjáransflottahrauni eftir
frekari upplýsingum.“
Á meðan sumir pæla í gosinu
velta aðrir fyrir sér gríninu, eitt-
hvað verður fólk
að hafa til að
gleðjast yfir, eins
og til dæmis Mar-
grét Erla Ma-
ack. „Dagligdags
er ég frekar nei-
kvæð týpa og hef ekki gaman af
mörgu, en ég hef sannarlega gaman
að Cookie Monster og finnst hann
alltaf fyndinn. Næsta mál á dagskrá
í lífi mínu: Cookie monster-
barnabúningur.“ Eitthvað til að
hlakka til yfir.
Gömlu félagarnir úr stundinni
okkar, Felix Bergsson og Gunn-
ar Helgason,
hafa mikið brallað
saman í gegnum
tíðina en grínið
þeirra á milli renn-
ur seint út. „Að
eyða morgni með
Gunnari Helgasyni er einkar góð
skemmtun. A.m.k. 2 hlátursköst
bara í morgun! Gömlu mennirnir
hugsa sér til hreyfings.“ Eitthvað er
á döfinni hjá þeim félögunum.
AF NETINU
Hrafn Gunnlaugsson, kvikmynda-
gerðarmaður, fagnar sumarlokum
og efnir til mikillar veislu á heimili
sínu fyrir gesti og gangandi að
Laugarnestanga 65 í Reykjavík,
laugardaginn 6. september. Þar
verða haldnir stórskemmtilegir tón-
leikar og munu hljómsveitirnar
Bláskjár, Lucky Hymnist, Kira
Kira, Kría Brekkan og Grúska Ba-
búska leika ljúfa tóna ásamt því sem
grillaðar verða pulsur og verða veig-
ar í boði á sanngjörnu verði. Við-
burðurinn hefst klukkan 21 og miða-
verð er 1000 krónur og frítt fyrir 12
ára og yngri.
Hrafn Gunnlaugsson
býður heim
Morgunblaðið/Kristinn
Vilja
þakka
Ljósinu
Systurnar Helga
Björnsdóttir og
Hólmfríður Björns-
dóttir með dóttur
Helgu, Margréti
Kjartansdóttur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Systurnar Helga Björnsdóttir og
Hólmfríður Björnsdóttir hafa tekið
til í fataskápum sínum og munu
selja veglegar flíkur og varning í
Kolaportinu á laugardag. Erindi
þeirra þangað hefur fallegan til-
gang en allur ágóði sem safnast mun
renna óskipt til Ljóssins, endur-
hæfingar- og stuðningsmiðstöð
krabbameinsgreindra og aðstand-
enda.
„Í dag, laugardaginn 6. septem-
ber, eru þrjú ár frá því að móðir mín
greindist með krabbamein. Hún og
við fjölskyldan fengum mikinn
stuðning frá Ljósinu. Starfsfólkið
þar er frábært og algjörlega
ómetanlegt og viljum við þakka
þeim fyrir allt það sem þau gerðu
fyrir okkur,“ segir Helga. Systurnar
eru þekktar fyrir fágaðan smekk og
því má búast við flottum fatnaði og
fylgihlutum. „Við stöndum vaktina í
Kolaportinu í bás 6C frá 11-17 og
bjóðum alla velkomna þangað.“
Vettvangur