Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Síða 11
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Á dögunum voru haldnir áHvammstanga minningar-tónleikar um Gretti Björns-
son harmonikuleikara og systkini
hans, sem kennd eru við Bjarg í
Miðfirði. Það var frændfólk Grettis
sem stóð að þessari samkomu, en
það er af fjölmennri ætt í Húna-
þingi vestra.
Systkinin frá Bjargi voru börn
Margrétar Jónínu Karlsdóttur. Hún
var fædd 1893 og dó í ágúst 1991.
Ung missti Margrét eiginmann
sinn, Axel Valdemar Vilhelmsson,
og eftir það ól hún börn sín fjögur,
Önnu, Karl, Pál og Sigurgeir, að
mestu upp með stórfjölskyldu sinni
á Bjargi, þar sem hún átti sterkar
rætur. Í Miðfirðinum eignaðist
Margrét soninn Gretti Björnsson,
sem ungur gat sér gott orð sem
snjall harmonikkuleikari og var
þjóðþekktur sem slíkur. Síðar gift-
ist Margrét Arinbirni Árnasyni og
eignuðust þau soninn Árna, einnig
kunnan hljómlistarmann.
Gædd mikilum hæfileikum
Grettir fæddist 1931 og ólst að
hluta upp á Bjargi, meðal annars
hjá Páli, móðurbróður sínum. Hann
stofnaði heimili í Reykjavík með
konu sinni, Ernu Geirsdóttur. Þau
eignuðust fjögur börn og bjuggu í
um áratug í Vancouver í Kanada.
Fjölskyldan kom aftur til Íslands
og stundaði Grettir húsamálun, en
tónlistin var þó alltaf rauði þráður-
inn í lífi hans og starfi. Grettir lést
árið 2005.
Öll börn Margrétar, sem voru
sex alls, voru gædd miklum tónlist-
arhæfileikum. Allir synirnir léku á
harmonikkur og sumir á fleiri
hljóðfæri. „Söngur og tónlist var
þessum systkinum og reyndar allri
ættinni eðlislægur, svo sem var alla
tíð á Bjargsheimilinu,“ segir Karl
Sigurgeirsson á Hvammstanga,
fréttaritari Morgunblaðsins þar.
Hann var meðal þeirra sem að tón-
leikunum stóðu, en frumkvæðið átti
Elínborg systir hans.
Fjallarefur og
Austfjarðaþoka
Dagskrá tónleikanna á Hvamms-
tanga var fjölbreytt. Þar komu
meðal annars fram ýmsir af
Bjargsættinni og fólk sem henni
tengist. Geir Jón Grettisson, sonur
Grettis Björnssonar, sýndi svörtu
og hvítu harmonikkurna sem faðir
hans átti og lék nokkur lög. Þá
voru leikin lög sem Grettir er
þekktur fyrir svo sem Austfjarða-
þokan, Þórshafnarskottís, Fjallaref-
urinn og Á kvöldvökunni. Margir
samstarfsmenn Grettis komu og
heiðruðu minningu hans með tón-
list, meðal annarra Bragi Hlíðberg
og Reynir Jónasson.
HVAMMSTANGI
Tónlist ættinni eðlislæg
GRETTIR BJÖRNSSON OG
TÓNLIST HANS VAR Í ÖND-
VEGI Á TÓNLEIKNUM SEM
HALDNIR VORU NYRÐRA.
Á minningartónleikunum um Gretti lék og söng frændfólkið sem hér sést. Frá
vinstri; Einar F. Björnsson, Sigurður H. Oddsson og Ingibjörg Friðriksdóttir.
Ljósmynd/Arinbjörn Sigurgeirsson
Grettir Björnsson þenur nikkuna á
góðri stundu á tónleikum árið 1982.
Morgunblaðið/Emilía
Sveitarstjórn í Mýrdal hefur sett reglur um breytingar á
notkun íbúðarhúsnæðis, en sókn er í það af hálfu ferða-
þjónustunnar. Stendur nú til að skerpa á leyfismálum og
endurskoða fasteignagjöldin.
Mýrdalur
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Þriggja sæta sófimeð legubekk. L 250 cm. Fallegt og endingargott
áklæði. 119.900 kr.
Bora-sófi
Hornsófi. L 313 x D248 cm. Fallegt og endingargott áklæði. 189.900 kr.
Bora-sófi
Kopar vírkarfa 35 cm. 7.995 kr.
45 cm. 9.995 kr.
Dolor
Borðlampi askur/hvítur.
44 cm. 24.995 kr.
Play
Sængurverasett 140x200 cm. Hannað af ljósmyndaranum
Lone Stokholm fyrir ILVA. 100% bómull. 13.995 kr.
Simply flower
119.900 kr.
189.900 kr.
Nýtt
Nýtt
Sæblátt eða brúnt
kaffiglas. 12 cm. 995 kr.
Coffee cups
124.800 kr.
Millistíf dýnameð5 svæðaBonell pokafjöðrun. 260 stk.m² þykkt
1,8/2,0mm. Verðmeð40mmsvampdýnu. 124.800 kr.
Höfuðgafl seldur sér 34.900 kr.
Dreamzen zone-rúm180x200cm
Viðbygging við skólahúsið við
Norðurgötu á Siglufirði var tekin í
notkun á dögunum þegar vetrar-
starf Gunnskóla Fjallabyggðar
hófst. Viðbygging þessi er áföst
gamla barnaskólahúsinu sem Rögn-
valdur Ólafsson arkitekt teiknaði,
en hinn 18. desember á síðasta ári
var rétt öld síðan starfsemi hófst.
Grunnskóli Fjallabyggðar var
stofnaður 2010 og tók við af grunn-
skólunum í Ólafsfirði og á Siglu-
firði. Síðan þá hafa skref verið stig-
in í þá átt að fækka skólahúsum og
hagræða jafnframt því að bæta
vinnuumhverfi nemenda og starfs-
fólks. Haustið 2012 var viðbygging
við skólahúsið við Tjarnarstíg í
Ólafsfirði tekin í notkun og nú var
röðin komin að Siglufirði. Með
þessu hefur starf Grunnskóla
Fjallabyggðar flust úr fjórum hús-
um í tvö. Ávinningur fyrir nem-
endur þykir mikill, til dæmis þurfa
nemendur nú ekki að fara á milli
húsa til að sækja verkgreinatíma
og mötuneyti er í skólahúsum í
báðum byggðakjörnum. Ótalin er
þá hagræðing í rekstri skólans við
það að skólahúsið við Hlíðarveg á
Siglufirði er lagt af og tæki og bún-
aður nýtt betur.
SIGLUFJÖRÐUR
Grunnskóli í einu húsi
Í nýrri viðbyggingu við Norðurgötuna er öll aðstaða fyrsta flokks og nem-
endur og kennarar hafa góð tækifæri til að sinna öllum sínum störfum.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Gamla skólahúsið við Hlíðarveg stendur autt og bíður nýs hlutverks.