Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Qupperneq 24
V
ið erum átta hluthafar að opna búð með
vönduðum hönnunarvörum, bæði vörum sem
við höfum hrifist af á sýningum og ferða-
lögum og svo náttúrlega vörum sem við
höfum sjálfar hannað og unnið. Okkur langar að búa
til fallega búð með góðri stemningu þar sem við get-
um boðið upp á það sem okkur þykir fallegast og
skemmtilegast,“ segir Elín Hrund Þorgeirsdóttir, ein
af stofnendum verslunarinnar UniKat. UniKat reka
níu íslenskar konur, þær Bríet Ósk Guðrúnardóttir,
Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Sonja Bent,
Elena K. Pétursdóttir, Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá
Hring eftir hring, Nína Björk Hlöðversdóttir, Ólöf
Jakobína Ernudóttir og Guðbjörg Káradóttir hjá
Postulínu og Hlín Reykdal.
Elín segir að sig hafi lengi dreymt um að stofna
búð og þegar þær stöllur duttu niður á fallega hús-
næðið á Frakkastígnum hafi tækifæri gefist en Elín
telur það jafnframt kost að geta rekið búðina allar
saman.
„Við erum flestar að gera þetta í fyrsta skipti.
Þetta er búið að vera ofsalega skemmtilegt ferli og
við erum enn að læra, reka okkur á og hvetja hver
aðra áfram. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er
samstarfið; við lærum mikið hver af annarri og
skiptumst á skoðunum. Það getur verið erfitt að
opna verslun einn og sjálfur og þess vegna stukkum
við á þetta tækifæri, að geta gert þetta saman. Það
eiginlega gerði það að möguleika að við gátum farið
út í þetta ævintýri,“ útskýrir Elín Hrund og bætir
við að það sé mikil vakning fyrir gæðavörum.
Búðin er afskaplega litrík og skemmtilega inn-
réttuð. Elín segir það góðan kost við húsnæðið að
við það sé skemmtilegt port og það sé rétt við
Laugaveginn. „Það er frábær stemning í miðbænum
og ennþá margir ferðamenn sem koma. Frakka-
stígurinn er miklu fjölfarnari gata en ég hélt,“ segir
Elín og hlær.
Mikið hefur verið lagt upp úr því að búðin sé falleg og þar sé góður andi.
Búðin er sérlega björt og skemmtilega litrík.
Krúttlegir lampar frá Hjarn.is.
Morgunblaðið/Eva Björk
GAMAN AÐ GETA BOÐIÐ UPP Á FALLEGAR HÖNNUNARVÖRUR
Samstarfið gerði ævin-
týrið að möguleika
UNIKAT ER NÝ VERSLUN Á HORNI FRAKKASTÍGS OG LAUGAVEGS SEM SELUR VANDAÐAR
HÖNNUNARVÖRUR FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. VERSLUNIN, SEM VAR STOFNUÐ Í
SUMAR, ER REKIN AF ÍSLENSKUM HÖNNUÐUM OG TVEIMUR VEFVERSLUNAREIGENDUM.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Guðbjörg Káradóttir, Nína Björk Hlöð-
versdóttir, Elín Hrund Þorgeirsdóttir,
Ólöf Jakobína Ernudóttir, Bríet Ósk
Guðrúnardóttir, Sonja Bent, Hlín Reykdal
og Elena Pétursdóttir reka verslunina.
Á myndina vantar Steinunni Völu.
Elín Hrund Þorgeirsdóttir hönnuður rekur
UniKat ásamt átta öðrum.
Púðar frá Dýrindi og Notknot.
Fallegir skartgripir eftir Steinunni Völu hjá Hring eftir hring.
* Okkur langarað búa til fal-lega búð með góðri
stemningu þar sem
við getum boðið
upp á það sem okk-
ur þykir fallegast.
Heimili
og hönnun *Hið virta danska hönnunarhús NormannCopenhagen hefur hafið framleiðslu árenndum vaðfuglum íslenska hönnuðar-ins og rithöfundarins Sigurjóns Pálssonarúr tré. Normann Copenhagen keyptifuglana af hönnuðinum til framleiðslu enþeir eru nú fáanlegir hér á landi í verslun-
inni Epal.
Normann Copnhagen og íslensku vaðfuglarnir