Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014 H ún keypti sér striga- skó þegar hún byrj- aði í nýju vinnunni en dauðsér eftir að hafa ekki fengið sér skrefamæli líka. Hún hefur nefni- lega gengið og jafnvel hlaupið ófáa kílómetrana í útvarpshúsinu í Efsta- leiti síðustu vikur og mánuði enda hvílir umsjón með þeim miklu breytingum sem þar standa yfir á hennar herðum sem formanns vinnuhóps um húsnæðisbreytingar. Og Andrea Róbertsdóttir nýtur hverrar mínútu í þessari „25 stunda og átta daga vinnuviku“. Hér er hún í essinu sínu. Það kemur sér stund- um vel að vera hvort tveggja í senn, „excel“ og „fiðrildi“. „Það þýðir ekkert að vera á pinnahælum og dragt í þessu starfi,“ segir Andrea hlæjandi með- an hún sýnir mér aðstæður í Efsta- leitinu. Búið er að brjóta niður veggi og auka flæðið í húsinu til muna. Tilgangurinn er einfaldur: Að þétta raðirnar og hvetja starfsfólk til að tala meira saman, óháð miðl- um og deildum. „RÚV er eins og mannslíkami,“ segir Andrea. „Við erum öll að vinna verðmæt störf, líkt og líffæri hafa sín hlutverk. Við getum ekki öll verið eins og því er mikilvægt að fagna fjölbreytileik- anum og átta sig á að við getum verið ólík en jafn góð.“ Hún brosir. Majónesið gulnar ekki hér! Það er lítill stofnanabragur á And- reu þar sem hún skoppar um ganga á strigaskónum, heilsandi fólki kumpánlega, hægri, vinstri. Vel er tekið undir kveðjurnar. Auglýs- ingadeildin heilsar meira að segja í einum kór – og brestur svo í hlátur. Augljóslega einhver innanhúshúmor. „Mér hefur aldrei þótt óþægilegt að fara út fyrir rammann, reyna á mig og læra nýja hluti,“ trúir Andrea mér fyrir, „og fer ekkert að breyta því hérna. Ég er ennþá að læra að vera Andrea mannauðsstjóri RÚV og hef upplifað fjölmörg „aha- augnablik“ síðan ég tók við. Það eru næg verkefni á borði mannauðs- stjóra og mikilvægt að forgangsraða og minna sig stöðugt á hvernig á að borða epli, taka einn bita í einu. Alltaf er ég að læra eitthvað nýtt, geri mistök eins og hver annar og óska mér á stundum að eiga stórt strokleður. En svona er lífið. Það eina sem býr mann undir lífið er líf- ið sjálft!“ Iðnaðarmenn heilsa líka hver af öðrum – með baráttuhróp á vörum. „Hvað heldur þú?“ svarar Andrea einum þeirra. „Majónesið gulnar ekki hér!“ Það hefur ekki verið létt verk að snúa RÚV á hvolf, Andreu reiknast til að búið sé að færa flesta starfs- menn, ef ekki alla. „Ég þekki orðið hvern krók og kima í þessu húsi og gæti bent þér á hverja einustu inn- stungu,“ heldur hún áfram brosandi. Kannski seinna! Eins og fram hefur komið er búið að tæma tvær efstu hæðir útvarps- hússins með það fyrir augum að leigja þær út. Það er, að sögn And- reu, afleiðing en ekki orsök breyt- inganna. „Þegar við fórum að skoða málið kom í ljós að unnt var að rýma fjórðu og fimmtu hæðina og núna bíðum við bara spennt eftir leigjendum,“ segir hún. Andrea hefur reynslu af verk- efnastýringu og því að flytja fyrir- tæki en hún var forstöðumaður mannauðssviðs Tals þegar fjar- skiptafyrirtækið flutti af Suður- landsbraut og upp í Grímsbæ. „Að- búnaður og þá jafnvel flutningar hvíla oft á herðum mannauðsstjóra og bæði hafa þessi verkefni verið mjög skemmtileg enda þótt þau séu ólík að því leyti að Tal flutti milli staða en hérna erum við að flytja fólk til innanhúss. Það er að sumu leyti snúnara að flytja innanhúss og ég segi stundum að þetta sé dálítið eins og að pakka svefnpoka. Frekar auðvelt til að byrja með en síðan verður þetta erfiðara og þá er mikil- vægt að búa að þekkingu og lagni. Ég er ekki týpan sem gefst upp. Reyni reglulega að gera það sem ekki á að vera hægt. Samkvæmt Vísindavefnum á til dæmis hvorki að vera hægt að kítla sjálfan sig né hnerra með opin augun og auðvitað hef ég reynt bæði.“ Ein af nýjungunum í útvarpshús- inu er Torgið, þar sem starfsmenn koma saman og fá sér kaffi eða aðra slíka heilsustyrkjandi drykki í amstri dagsins. Torgið leysir af hólmi hina ýmsu kaffikróka sem áð- ur voru í húsinu. „Okkur þótti mikil- vægt að búa til sameiginlegt rými á góðum stað í húsinu, þar sem fólk gæti komið saman, fengið sér kaffi og skipst um leið á skoðunum og hugmyndum. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir og það er alltaf líf og fjör við kaffivélina. Þar rekst maður líka á gesti á leiðinni úr og í viðtöl og jafnvel grímuklætt fólk sem er í pásu frá sjónvarps- eða kvikmyndaupptökum. Það er upp- lifun að mæta til vinnu. Það hefur Það blundar í mér bóndi ANDREA RÓBERTSDÓTTIR, SEM NÝLEGA TÓK VIÐ STARFI MANNAUÐSSTJÓRA RÍKISÚTVARPSINS, MÆTIR TIL VINNU MEÐ JÁKVÆÐNINA OG GLEÐINA AÐ VOPNI. HÚN HEFUR UNNIÐ „25 STUNDIR Á DAG, ÁTTA DAGA VIKUNNAR“ UNDANFARIÐ VIÐ AÐ ENDURSKIPULEGGJA HÚSAKYNNI RÚV Í EFSTALEITINU EN HVERGI ER ÞÓ AF HENNI DREGIÐ. ANDREA ER LÍKA ÞEKKTUR ORKUBOLTI MEÐ ÓLÆKNANDI KLÚBBABLÆTI. HÚN ELSKAR AÐ ELDAST OG SÉR SJARMANN Í KYRRÐINNI. GOTT EF ÞAÐ BLUNDAR EKKI Í HENNI BÓNDI. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.