Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014
Guðbjörg Ringsted myndlistarkona opnar
sýningu á málverkum í Menningarhúsinu
Bergi á Dalvík í dag, laugardag, klukkan 14.
Þetta er þrítugasta einkasýning Guðbjargar
en sex ár eru síðan hún sýndi síðast á Dalvík.
Þema málverkanna er útsaumsmunstur af
íslenska þjóðbúningnum en í meðförum lista-
konunnar öðlast munstrin sitt eigið líf. Þau
ýmist standa kyrrlát, að hennar sögn, eða
flögra um á myndfletinum. Frelsisþráin kem-
ur einnig við sögu; löngunin til að slíta sig úr
viðjum vanans.
Guðbjörg er fædd á Akureyri árið 1957 og
útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands árið 1982. Hún er félagi í SÍM, félaginu
Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu.
GUÐBJÖRG SÝNIR Í BERGI
MYNSTUR
Útsaumsmynstur á íslenska þjóðbúningnum er
þema málverka Guðbjargar Ringsted.
Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson
koma fram ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur.
Morgunblaðið/Eggert
Söngvarinn Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari og Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari flytja fjórtán ný söng-
lög eftir Þorvald Gylfason við ljóð Kristjáns
Hreinssonar á tónleikum í Salnum á sunnu-
dag klukkan 16.
Ljóðaflokkurinn er sagður óður til lífsins
með fegurð himinsins að leiðarljósi. Tón-
leikar handa þeim, sem unna fögrum skáld-
skap og kjósa helst að koma syngjandi heim
úr Salnum.
Þórir Baldursson hefur útsett sönglögin.
Kristján mun flytja stuttar skýringar með
kvæðunum.
KRISTINN OG JÓNAS Í SALNUM
NÝ SÖNGLÖG
Bandaríski djasspíanistinn
George Colligan kemur
fram á tónleikum í Kalda-
lóni í Hörpu á sunnudags-
kvöld klukkan 20. Með
honum leika þeir Þor-
grímur Jónsson á kontra-
bassa og Scott McLemore
á trommur.
Colligan er djassunn-
endum vel kunnugur, til að mynda fyrir leik
með víðkunnum listamönnum á borð við
Jack DeJohnette, Cassöndru Wilson og Don
Byron en hann hefur leikið inn á um eitt
hundrað geisladiska. Colligan er einnig lið-
tækur trommari, trompetleikari og orgel-
leikari. Hann hefur hljóðritað 24 diska undir
eigin nafni þar sem athyglisverðar tónsmíðar
og framúrskarandi tækni hans fá að njóta sín.
Hann hefur hlotið verðlaun fyrir tónsmíðar
jafnt sem leik sinn og er eftirsóttur meðleik-
ari.
GEORGE COLLIGAN Í HÖRPU
DJASSHETJA
George Colligan
Málþing um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara og verkhans verður haldið í Listasafni Íslands í dag, laugardag,klukkan 12.45 til 17, í tengslum við yfirlitssýninguna á
verkum listamannsins, „Spor í sandi“, sem nú stendur yfir í safn-
inu við Fríkirkjuveg og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og dönsku.
Fyrirlesarar verða dönsku listfræðingarnir Jens Peter Munk,
umsjónarmaður höggmynda á vegum Kaupmannahafnarborgar,
og Charlotte Christensen, bandaríski listfræðingurinn Kerry
Greaves, Æsa Sigurjónsdóttur, listfræðingur og sýningarstjóri,
Aðalstein Ingólfsson, listfræðingur, og Pétur H. Ármannsson arki-
tekt. Munu þau takast á við ólíka þætti á ferli og í sköpun Sigur-
jóns.
Sigurjón Ólafsson (1908-1982) lærði klassíska höggmyndagerð í
Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn og þegar á náms-
árum sínum braust hann út úr viðjum hinnar akademísku hefðar
og gerði tilraunir með efni og form. Á meðan Sigurjón dvaldi í
Danmörku vann hann mikilvæg tímamótaverk undir formerkjum
módernismans. Verk hans vöktu í senn athygli, aðdáun og gagn-
rýni og hann hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir andlitsmyndir
sínar.
RÝNT Í SKÖPUN MERKS FRUMHERJA
Málþing um
verk Sigurjóns
Hver sem efniviðurinn var, klassísk andlitsmynd í leir eða frjáls skúlptúr, var
innsæi Sigurjóns og skilningur á efninu ætíð framúrskarandi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
VIRTIR FRÆÐIMENN FJALLA UM SIGURJÓN ÓLAFS-
SON Á MÁLÞINGI Í LISTASAFNI ÍSLANDS
Menning
Í kvöld flytja Stuðmenn á tvennum tón-leikum í Hörpu tónlistina af Tívolí, einnivinsælustu hljómplötu sem út hefur kom-
ið hér á landi. Tívolí var önnur plata Stuð-
manna, var hljóðrituð í Lundúnum, og kom á
markað árið 1976. Á henni eru mörg lög sem
löngu eru orðin sígild, til að mynda „Hveiti-
björn“, „Frímann flugkappi“, „Bíólagið“, „Á
skotbökkum“ og „Hr. Reykjavík“. Þema
plötunnar var gamli Tívolígarðurinn í Vatns-
mýrinni sem starfræktur var á árunum 1946
til 1962 en hann var á plötunni gerður að
spegilmynd samfélagsins, þar sem skotbakk-
ar urðu til dæmis tákn hervæðingar og Frí-
mann flugkappi tákn varnarliðsins, Fjall-
konan var fjöllynd en vígbúin og Drauga-
salurinn var tákn Alþingishússins.
Tómas Magnús Tómasson, bassaleikari
Stuðmanna síðan útgáfusaga þessarar sí-
vinsælu hljómsveitar hófst árið 1975, segir
meðlimi sveitarinnar ekki hafa slegið slöku
við á æfingum fyrir tónleikana. Að þeim
loknum blæs hljómsveitin síðan til dansleiks
í húsinu og færir sig þá úr Eldborgarsalnum
yfir í Silfurberg.
„Við vorum með tónleika í Hörpu fyrir
tveimur árum og rifjuðum þá upp Með allt á
hreinu-kvikmyndina. Það gekk svo ljómandi
vel að okkur þótti við hæfi að fara aðeins
aftur á bak og taka að þessu sinni fyrir Tív-
olí, aðra stóru plötu Stuðmanna sem kom út
árið 1976. Ég geri ráð fyrir að á næstu stóru
tónleikum tökum við fyrir Sumar á Sýrlandi.
Við fikrum okkur hægt og rólega aftur á
bak,“ segir hann.
– Tívolí er goðsagnakennd skífa, mikið eft-
irlæti margra. Nokkur lög af plötunni hafa
ætíð verið á efnisskrá Stuðmanna en hvernig
finnst þér verkið lifa í heild?
„Það hefur verið skemmtileg upplifun að
rifja tónlistina upp,“ segir Tómas. „Sjálfur
hef ég ekki átt þessa plötu í tugi ára. Það
var gaman að setjast niður og hlusta á þetta.
Ég hlusta lítið á plötur sem ég hef spilað á,
en það var gaman fyrir mig, og allan hópinn
held ég, að nálgast þetta að nýju.
Lögin samin í bílnum
Við erum búin að velta okkur nokkuð upp úr
þessum lögum. Á sínum tíma var platan unn-
in mjög hratt, og hljómsveitin var ekki
endanlega formuð. Við notuðum breska
stúdíóleikara, trommuleikara og fleiri, á
þessari plötu. Það voru engar æfingar, við
hentum okkur inn í stúdíó og reyndum að
klára lögin eins hratt og við gátum. Það er
allt öðruvísi að setjast niður í dag þegar við
erum með fastan trommuleikara og heila
hljómsveit. Ég myndi segja að í meðförum
okkar núna væri hljómsveitin enn álitlegri.“
Á sviðinu í kvöld verða þeir Egill Ólafsson,
Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guð-
jónsson og Tómas, og þá koma auk þessa
gamla kjarna Stuðmanna fram með þeim
Ragnhildur Gísladóttir söngkona og Guð-
mundur Pétursson gítarleikari, sem hefur
verið fastráðinn í sveitinni síðustu árin, rétt
eins og Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari.
„Margt sem við gerum á þessum tónleikum
verður eyrnakonfekt fyrir gesti. Að sjálf-
sögðu höldum við trúnaðarsambandi við upp-
haflegu útsetningarnar, við ætlum ekkert að
breyta Tívolí í aðra plötu,“ segir Tómas.
– Þið eruð engu að síður þroskaðri hljóð-
færaleikarar í dag, rödd söngvaranna hefur
breyst og nýja fólkið hefur sín áhrif.
„Jú, og kannski er mesti munurinn sá að á
bak við þessa tónleika liggja tæplega þrjátíu
æfingar en ekki bara hoppað beint upp á
svið og reynt að spila þetta eftir minni.“
Þegar Tívolí var hljóðrituð í Lundúnum
voru þeir Tómas og Jakob búsettir þar en
hinir meðlimirnir, Egill, Valgeir og Sigurður
Bjóla, höfðu unnið að laga- og textasmíðum
og komu með afraksturinn til Bretlands.
„Þeir tóku ferjuna Smyril til Skotlands og
komu keyrandi til London. Mér skilst að
nokkur lög hafi orðið til á leiðinni. Eitthvað
var tilbúið heima á íslandi, en tvö, þrjú lög
með textum voru víst samin í bílnum. Kassa-
gítar var með í för.
Þeir komu til að taka upp með okkur, við
rétt hittumst, svo mættu einhverjir trommu-
leikarar sem höfðu aldrei heyrt neitt. Hvað
mestur tími fór í að koma þeim í skilning um
hvað ætti að gera,“ segir Tómas og hlær.
– Hvernig mótaðist tívolí-konseptið sem
platan og textarnir byggjast á?
„Ég er ekki höfundur laga á plötunni en
geri ráð fyrir að þeir hafi verið búnir að
hgsa þetta konsept nokkuð áður; þetta var
STUÐMENN LEIKA TÍVOLÍPLÖTUNA Í HEILD Í ELDBORG
Halda trúnaðarsambandi
við upphaflegar útsetningar
BASSALEIKARI STUÐMANNA SEGIR HLJÓMSVEITINA ENN ÁLITLEGRI Í DAG EN ÁRIÐ 1976 ÞEGAR PLATAN TÍVOLÍ
KOM Á MARKAÐ. HLJÓMSVEITIN FLYTUR ÖLL LÖG PLÖTUNNAR Á TVENNUM TÓNLEIKUM Í HÖRPU Í KVÖLD.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Stuðmenn tróðu upp í Hörpu fyrir tveimur ár-
um og fluttu tónlistina úr Með allt á hreinu.
Morgunblaðið/Ómar