Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  247. tölublað  102. árgangur  UNGMENNI SITJA Í STÆRSTU NEFNDUNUM LÍFIÐ ER YNDISLEG SÝNING SPAUGSAMI UPPREISNAR- MAÐURINN SKAPANDI DRULLUMALL 30 RITDÓMUR 31SELTJARNARNES 14 Morgunblaðið/Golli Frummælendur Að lokinni framsögu var opnað fyrir fyrirspurnir úr salnum.  Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir það ekki vera í anda samkomulagsins sem gert var á milli ríkisins, Reykja- víkurborgar og Icelandair ef neyðarbrautinni verði lokað vegna framkvæmda á Hlíðarenda. Kom þetta fram á fjölsóttum fundi sem Hjartað í Vatnsmýrinni stóð fyrir. Meginskilaboð frummælenda voru þau að Rögnunefndin svo- nefnda ætti að fá frið til þess að ljúka störfum áður en tekið yrði til við framkvæmdir sem þrengdu að starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Í lok fundar var opnað fyrir fyr- irspurnir og var ekki að heyra ann- að en að þorri fundargesta væri sammála frummælendum um nauð- syn neyðarbrautarinnar. »2 Ekki í anda sam- komulagsins um Rögnunefndina Samlokur bannaðar » Í september sl. tók gildi reglugerð frá ESB á Íslandi sem bannar innflutning á tyrk- neskum samlokum. » Um er að ræða skelfisk og er ástæðan skortur á hreinlæti. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnkerfið hefur ekki undan við innleiðingu tilskipana frá ESB og kvarta opinberir starfsmenn undan því að hafa hvorki fé né mannafla til að fylgjast með reglugerðunum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er óánægja meðal starfs- manna umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins vegna aukins álags við innleiðingu tilskipana. Það álag hafi aukist með fækkun starfsfólks. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu, segir tilskipanir og gerðir frá Evrópusambandinu út- heimta mikla sérfræðivinnu. Ráðuneytið þyrfti að hafa „meiri mannafla og getu til þess að fylgjast með því hvaða gerðir eru í farvatninu og hverjar eru til meðferðar í sér- fræðinganefndum ESB“. Jón Gíslason, forstjóri Matvæla- stofnunar, segir æskilegt ef stofnun- in gæti sent fulltrúa sína til Brussel vegna tilskipana í vinnslu. „Okkar starfsfólk sækir ekki fundi í Brussel þegar reglurnar eru á vinnslustigi. Það væri mjög æskilegt að geta komið að málum … Við höf- um ekki tök á því. Það er til lítið af fjármunum,“ segir Jón. MTilskipun »4 Leiðir til útgjalda og álags  Óánægja í stjórnkerfinu vegna mikils álags við innleiðingu tilskipana frá ESB  Skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytis segir þetta kosta mikla sérfræðivinnu Ljósmynd/Gavia Djúpfar Einn dvergkafbátanna frá Gavia í Vesturvör í Kópavogi. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í Vesturvör í Kópavogi vinna 25 manns við hönnun, framleiðslu og sölu á dvergkafbátum eða svonefnd- um djúpförum. Byggist starfsemin á íslensku hugviti og tækniþekkingu. Hafa 50 djúpför verið smíðuð frá því fyrirtækið var stofnað fyrir nokkr- um árum undir nafninu Hafmynd. Það heitir nú Teledyne Gavia og er í bandarískri eigu, en nánast öll starf- semin fer fram hér á landi. „Sumir viðskiptavina okkar verða hissa þegar þeir uppgötva að þetta er framleitt á Íslandi,“ segir Arnar Steingrímsson sölustjóri. Djúpförin hafa þann kost að vera búin til úr einingum sem kaupandi getur sett saman að vild. Hægt er að setja í þau ný mælitæki eða nema þegar þau koma á markað. Einnig hvers kyns myndavélar. Kaupendur dvergkafbátanna eru nær eingöngu erlendir aðilar. Þeir eru notaðir til varna og gæslu, björg- unar, olíuleitar og hvers kyns rann- sókna í hafinu á vegum háskóla, stofnana og fyrirtækja. »14 Sumir verða hissa á þessu  Fyrirtæki í Kópavogi hannar og smíðar dvergkafbáta Um 500 félagsmenn í Félagi tónlistarskólakenn- ara eru komnir í verkfall. Sáttafundi sem stóð allan daginn í gær lauk án þess að samningar tækjust. Á fjölmennum baráttufundi tónlistar- kennara í Kaldalóni Hörpu kvaðst formaður fé- lagsins trúa því að verkfallið yrði stutt. Tónlist- arkennarar hvíldu sig frá ræðuhöldum og reyndu að efla samstöðuna með því að humma saman og stíga létt dansspor. »2 Fimm hundruð tónlistarkennarar í verkfall Morgunblaðið/Golli Fjölmennur baráttufundur kennara í Hörpu í gærkvöldi  Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbank- anum, segir tölu- verða forræðis- hyggju endurspeglast í kröfu Íbúðalána- sjóðs um að 400 eignir, sem sjóð- urinn setti í sölu- ferli í síðustu viku, haldist áfram á leigumarkaði. Svo virðist sem sjóðurinn sé að þjóna því pólitíska markmiði að byggja upp leigumarkað á Íslandi. brynja@mbl.is »16 Forræðishyggja í söluskilmálum ÍLS Ari Skúlason Minni óvissa, vaxandi kaupmáttur, auknar framkvæmdir og bjartari horfur í efnahagslífinu en verið hafa um langt árabil eru meðal megin- atriða í nýrri hagspá hagdeildar ASÍ. Þar er þó varað við undirliggjandi veikleikum í hagkerfinu og bent á að hætta sé á að tímabil verðstöðug- leika taki enda á næsta ári en í byrj- un þess verða kjarasamningar á vinnumarkaði endurskoðaðir. Kjara- málin verða til umræðu meðal 300 fulltrúa á þriggja daga löngu þingi ASÍ, sem hefst í dag. »6 Kaupmáttur vex Verðbólga á ársgrundvelli 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 % ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 Spá ‘15 Spá ‘16 Spá Heimild: Spá ASÍ, Seðlabanki Íslands, Hagstofan  ASÍ varar við veik- leikum í hagkerfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.