Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir var í haust ráðin aðstoðarskólastjóri í Austurbæjarskóla, fyrsta konan í 84 ára sögu skólans. Hún leysir Héðin Pétursson af á meðan hann leysir af skólastjórann, Guðmund Sighvats- son, sem er í leyfi. Til þessa hafa eingöngu karlmenn skipað stöðu skólastjóra og aðstoð- arskólastjóra. „Það skemmtilegasta við skólann er hversu fjölmenning- arlegur hann er. Nemendahópurinn er fjölbreyttur sem og starfsfólkið. Hér er mikill mannauður og fag- mennskan er gríðarleg,“ segir Sigur- laug. Stór hópur nemenda Austurbæjar- skóla er með annað móðurmál en ís- lensku. Hún segir mjög vel tekið á móti þeim hópi í nýbúadeild skólans. Þar fái þau mikinn stuðning. „Allt skólastarf tekur mið af þessum fjöl- breytta nemendahópi. Kennarar eru vanir að vinna með þessa flóru.“ Saga Austurbæjarskóla er löng, hann tók til starfa haustið 1930 og hafa margar hefðir skapast á þessum tíma. Síðast gegndi Sigurlaug stöðu skólastjóra við Hamraskóla í Grafar- vogi. Sá skóli er miklu yngri eða um 20 ára. Sigurlaug segir skólana ólíka að mörgu leyti og lærdómsríkt að hafa samanburðinn. Skipuleggja fræðslu með Saft Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til Sigurlaugar var vetrarfrí í skól- anum. Engir nemendur eða kennarar voru í skólanum nema hún og naut hún þess að starfa þar í friði og ró. Hún var meðal annars að skipuleggja fræðslu með Saft um örugga netnotk- un fyrir yngri nemendur skólans. „Fyrst og fremst eru forréttindi að fá að vinna með ungu fólki og hjálpa til við að mennta einstaklinga og und- irbúa þá fyrir framtíðina,“ segir Sig- urlaug, spurð hvað það er sem heilli hana mest við að starfa í grunnskóla. thorunn@mbl.is Fyrsti kvenstjórn- andi í 84 ára sögu Austurbæjarskóla  Forréttindi að vinna með ungu fólki, segir Sigurlaug aðstoðarskólastjóri Morgunblaðið/Þórður Nám Sigurlaug H. Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Austurbæjarskóla. að hér væru á ferð nokkrar reglu- gerðir sem jafn marga sérfræðinga þyrfti til að ræða um. Vannst því ekki tími til að ganga frá málinu. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu, segir aðspurður mik- inn tíma fara í það ár hvert innan ráðuneytisins að tryggja að tilskip- anir frá ESB séu innleiddar í íslensk- ar reglugerðir. Á erfitt með að hafa undan „Á okkar skrifstofu erum við með einn starfsmann í þessu verkefni. Hann gerir nánast ekkert annað og á fullt í fangi með að hafa undan. Það er í mörg horn að líta. Við þurfum líka að vinna þetta með okkar sér- fræðingum hjá Matvælastofnun. Síð- an er umtalsverð sérfræðivinna sem fer fram hjá Matvælastofnun og oft á tíðum þyrfti ráðuneytið, og ef til vill líka Matvælastofnun, að hafa meiri mannafla og getu til þess að fylgjast með því hvaða gerðir eru í farvatninu og hverjar eru til meðferðar í sér- fræðinganefndum ESB. Þar er kannski pottur brotinn hjá okkur,“ segir Ólafur sem telur mikilvægt að geta gert athugasemdir á fyrri stig- um. „Ef við höfum eitthvað sérstakt til málanna að leggja og ef aðstæður hér á landi eru öðruvísi en annars staðar þá þurfum við að koma þeim sjónar- miðum á framfæri þegar viðkomandi reglugerð er í smíðum. Þegar undir- búningsvinna að reglugerðinni fer fram er mikilvægt að koma að með þau sjónarmið sem við höfum. Ef við höfum málefnalegar ástæður, þá eru miklu meiri líkur á því að það sé hægt að taka á því meðan reglugerðin er í smíðum, heldur en eftir að búið er að gefa hana út og innleiða hana meðal aðildarlanda,“ segir Ólafur. „Mjög umfangsmikil löggjöf“ Jón Gíslason, forstjóri Matvæla- stofnunar, segir innleiðingu tilskip- ana frá ESB í þeim málaflokkum sem varða störf stofnunarinnar alfarið á höndum sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytisins. „Eftirlitið er síðan ýmist hjá okkur eða heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga,“ segir Jón og á við eftirlit með fram- leiðslu dýraafurða. Annað eftirlit á markaði með tilbúnum matvælum sé hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. „Það mætti eflaust vera fleira fólk í þessum störfum. Þetta er mjög um- fangsmikil löggjöf,“ segir Jón og svarar því aðspurður til að kröfur um öryggi matvæla aukist sífellt. Spurður hvort starfsmenn MAST komi að ferlinu þegar reglugerðar- breytingar ganga í gegn segir Jón „slíka vinnu geta verið í samstarfi við starfsmenn ráðuneytisins þegar þeir eru að innleiða reglugerðirnar“. Reuters Höfuðstöðvar ESB í Brussel Tilskipanir frá ESB hafa áhrif á framboð á matvöru í íslenskum verslunum. Tilskipun um samlokur  Tilskipun ESB vegna tyrkneskra samloka tekur gildi  Sjávarútvegsráðuneytið á fullt í fangi með tilskipanir Tilkynni komutíma » Fram kemur í reglugerð um karrílauf að innflutnings- eða dreifingaraðilar sem flytja inn eða dreifa vörum sem reglu- gerðin tekur til skuli bera allan kostnað við opinbert eftirlit. » Þá skuli þeir „senda Mat- vælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan inn- flutning ásamt upplýsingum um áætlaðan komutíma“. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikið annríki hefur verið hjá sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matvælastofnun vegna breytinga á reglugerðum vegna innleiðinga á tilskipunum frá Evrópusambandinu. Má þar nefna að ný reglugerð um verndarráðstafanir varðandi inn- flutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis gekk í gildi á Íslandi hinn 22. september sl. Fram kemur í Stjórnartíðindum ESB að um sé að ræða bivalve mol- luscs, eða samlokur sem samheiti yfir flokk lindýra, þ.e. skelfisk. Ástæða bannsins er sú að tyrk- neskar samlokur hafa ekki uppfyllt kröfur um hreinlæti. Er því lagt bann við innflutningi á tyrkneskum sam- lokum til ríkja Evrópusambandsins og EES-svæðisins. Skilyrði um karrílauf Annað dæmi er ný reglugerð um sérstök skilyrði fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi. Þriðja dæmið er reglugerð um aukaefni í matvælum, að því er varð- ar notkun á natrínfosfötum (E 339) í náttúrulegar garnir fyrir pylsur og notkun á brennisteinsdíoxíði – súlfít- um (E 220-228) í afurðir, að stofni til úr kryddvíni. Þá tók gildi reglugerð um matvæli „sem eru ætluð ung- börnum og smábörnum, matvæli sem eru notuð í sérstökum læknisfræði- legum tilgangi og þyngdarstjórnun- arfæði í stað alls annars fæðis,“ svo vitnað sé til texta í umræddri reglu- gerð. Þegar óskað var upplýsinga hjá Matvælastofnun um tilefni þessara reglugerðarbreytinga var á það bent Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Stjórnsýslan er óvönduð, ágreiningur er um hvort farið sé að lögum, tíma- mörk eru ekki virt og mikið skortir á gagnsæi í vinnubrögðum þegar kem- ur að ákvörðunum um kaup á dýrum leyfisskyldum lyfjum. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem Gylfi Ólafssonar, heilsuhagfræðingur og doktorsnemi við Karolinska In- stitutet í Stokkhólmi, gerði fyrir Frumtök, samtök frumlyfjaframleið- enda á Íslandi. Skilja ekki kerfið Í maí 2013 tóku gildi ný lög um dýr og vandmeðfarin lyf, svokölluð leyf- isskyld lyf. Lögin miðuðu að því að samræma ákvarðanatöku um það hvaða lyf skyldu hljóta greiðsluþátt- töku ríkisins og hvaða lyf ekki. Lyfjagreiðslunefnd er skipuð af velferðarráðherra og þangað fara umsóknir markaðsleyfishafa nýrra lyfja. Ágreiningur er um það hvort Sjúkratryggingum beri að sam- þykkja þau lyf til greiðsluþátttöku sem fengið hafa leyfisskyldu hjá Lyfjagreiðslunefnd. Sum lyf sem fengið hafa leyfisskyldu hjá Lyfja- greiðslunefnd hafa ekki fengið sam- þykki fyrir greiðsluþátttöku hjá fag- ráði Sjúkratrygginga Íslands. Skilningur velferðarráðuneytisins er sá að samkvæmt lögum feli leyfis- skylda í sér loforð um greiðsluþátt- töku. Sjúkratryggingar álíta að um tvær aðskildar ákvarðanir sé að ræða. Ráðuneytið krefst úrbóta Velferðarráðuneytið hefur tvívegis sent Sjúkratryggingum bréf, í sept- ember 2013 og aftur nú í ágúst sl. þar sem túlkun Sjúkratrygginga á lög- unum er hafnað og hvatt til úrbóta. „Markaðsleyfishafar og læknar skilja ekki kerfið og fá ekki almennileg svör þegar þeir eru að reyna að skilja hvernig kerfið virkar. Fagráðið tekur ákvarðanir um það hvaða lyf skuli nota á Landspítalanum. Fundar- gerðir eru hins vegar hvergi birtar og þó að óskað sé eftir þeim þá eru þær ekki gefnar út fyrr en búið er að kæra með stjórnsýslukæru,“ segir Gylfi. Sama niðurstaða gæti fengist Stærstu flokkar leyfisskyldra lyfja eru krabbameinslyf, gigtarlyf og MS- lyf. Sjálfur segir Gylfi ekki sitt hlut- verk að gagnrýna það hvort og þá hvaða lyf fái samþykki og bendir á að sama niðurstaða hefði getað fengist með opnari og einfaldari ákvörð- unartöku. Lyfjakaup háð duttlungum  Sjúkratryggingar og velferðarráðu- neytið túlka nýju lögin á ólíkan hátt Morgunblaðið/Friðrik Lyf Ágreiningur er á milli velferð- arráðuneytisins og Sjúkratrygg- inga um lagatúlkun. Fram kemur í skýrslunni að frá því að ný lög voru tekin upp hafi sjö ný lyf fengið leyfisskyldu og verið birt á opinberum lista þar um. Þrjú þeirra eru ekki frumlyf og fengu því leyfisskylduna sjálf- krafa. Eitt þessara lyfja hafði ver- ið notað áður en nýju lögin tóku gildi og var því ekki á listanum við gildistöku laganna og eitt þessara 7 lyfja hefur ekki verið notað. Þau lyf sem hafa farið í gegnum ferlið samkvæmt upp- leggi laganna og eru notuð eru því tvö. Á sama tíma hefur þrem- ur lyfjum verið synjað um ley- fiskyldu og fjór- um lyfjum sem áður höfðu feng- ið leyfisskyldu verið synjað um greiðsluþátttöku af Sjúkratrygg- ingum. Tvö lyf hafa verið samþykkt SJÖ LYF HAFA FENGIÐ LEYFISSKYLDU Gylfi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.