Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Gríptu refinn... ... áður en hann skýtur þér ref fyrir rass. Málmnestisbox með handfangi, skreytt Tiger refahönnun. Taktu rebba heim fyrir 600 kall. Slóttugt nestisbox? Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Sendum í póstkröfu S: 528 8200 Leikhúsið 10 fingur býðurupp á frumlega og flottaleiksýningu í Tjarnarbíóium þessar mundir. Lífið – stórskemmtilegt drullumall má sjá sem sögu um sköpun heimsins en samtímis er þetta einföld saga af tveimur krökkum að leik. Hvor sag- an verður sterkari í vitund áhorf- enda ræðst sennilega allnokkuð af aldri þeirra. Helga Arnalds hannar bæði bún- inga og leikmynd. Búningarnir eru í brúnum og svörtum tónum og þjóna leikurunum vel. Leikmyndin saman- stendur af tveimur hvítum fern- ingum, annars vegar dúk sem lagður hefur verið á gólfið og rammar inn leikrýmið og hins vegar segldúk sem strengdur hefur verið upp þannig að varpa megi á hann ýmiss konar myndefni auk þess sem hann nýtist til að skapa alls kyns skuggamyndir. Sýningin hefst einmitt á löngum leik með skugga þar sem leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sól- veig Guðmundsdóttir mynda fyrst eina veru en verða að tveimur fyrir aftan tjaldið, en þegar verurnar koma fram fyrir tjaldið sjáum við þær uppgötva umhverfi sitt smám saman sem og hvor aðra. Þegar verurnar tvær bregða upp myndum af fjölbreyttum dýrateg- undum í framhaldinu er freistandi að túlka það sem stutta frásögn af þróunarsögunni, en samtímis má sjá þetta sem leik tveggja barna sem reyna stöðugt að toppa hvort annað í frumlegum útfærslum á dýrum. Þarna bregður fyrir svifdýrum í sjónum, skríðandi slöngu, hoppandi froski, sprangandi hana, krókódíl, risaeðlu og skrækjandi öpum. Gervi umræddra dýra voru skemmtilega útfærð með afar einföldum hætti. Fljótlega uppgötva verurnar tvær moldina og fara að leika sér með hana á skapandi og skemmtilegan hátt, enda margt hægt að gera með mold. Það má byggja úr henni, velta sér upp úr henni, henda henni um og grafa sig ofan í hana. Eitt skemmti- legasta atriði sýningarinnar var þeg- ar Ólafur Sveinn var búinn að hylja fætur Sólveigar alfarið með mold þar sem hún sat á gólfinu. Þegar fæturnir grófu sig skyndilega upp úr moldinni birtust tvær broslegar ver- ur sem töluðu saman á bullmáli úr munni Sólveigar. Leikurinn vatt upp á sig því fljótt voru fætur Sveins Ólafs komnir í hrókasamræður við fætur Sólveigar og síðan bættust hendurnar við. En moldin, sem er lykilefniviður sýningarinnar, vakti líka neikvæðar tilfinningar þegar eigingirnin og græðgin fóru að segja til sín og ver- urnar tvær fóru að rífast um yfirráð moldarinnar með tilheyrandi drullu- malli og slagsmálum. Að lokum var vatnið notað til að hreinsa jafnt and- rúmsloftið sem og verurnar sjálfar. Lokamyndin þegar verurnar tvær fóru að leika sér í polli með tilheyr- andi skuggamynd og ljúfri tónlist Margrétar Kristínar Blöndal var sérdeilis fögur og góð leið til að enda sýninguna. Lífið – stórskemmtilegt drull- umall er falleg sýning sem öll fjöl- skyldan getur notið saman, en hún er aðeins þrjú korter og leikin án hlés. Aðstandendur segja hana henta börnum frá fjögurra ára aldri, en yngstu börnin gætu orðið hrædd í löngum skuggaleik. Einnig verður að hafa í huga að sýningin krefst all- nokkurrar einbeitingar af hendi áhorfenda þar sem leikararnir eru oft á tíðum svo niðursokknir í leik sinn að lítill tími gefst fyrir augn- samband við áhorfendur. Eftir stendur að Lífið – stórskemmtilegt drullumall er yndisleg sýning sem fjallar allt í senn um vináttuna, sköp- unarkraftinn og hringrás lífsins. Hugmyndarík Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir bregða sér í margvísleg hlutverk í sýningunni Lífið – stórskemmtilegt drullumall. Skapandi drullumall Tjarnarbíó Lífið – stórskemmtilegt drullumall bbbbn Eftir Charlotte Bøving, Helgu Arnalds, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson. Leikstjórn: Charlotte Bøving. Leikmynd og búningahönnun: Helga Arnalds. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Margrét Kristín Blöndal. Leikarar: Sólveig Guðmunds- dóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikhúsið 10 fingur setur upp sýn- inguna. Önnur sýning í Tjarnarbíói sunnudaginn 19. október 2014. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Litlu dauðarnir nefnist ný skáldsaga eftir Stefán Mána sem bókaútgáfan Sögur sendir frá sér nú á haustmán- uðum. „Þetta er mögnuð saga um fjölskyldumann sem lendir í miklum vandræðum. Stefán Máni sýnir að sumu leyti á sér nýjar og dýpri hlið- ar. En hæfileiki hans til að drífa frá- sögn áfram af krafti og spennu fer þó síst minnkandi,“ segir m.a. í til- kynningu frá Sögum. Stundarfró nefnist fyrsta skáld- saga Orra Harðarsonar. „Í þessari bráðskemmtilegu og fallegu bók segir hann átakanlega fjölskyldu- sögu. Það er enginn byrjendabragur á verkinu, frásagnarstíllinn er ein- staklega fjörmikill og persónusköp- un litrík. Og sagan skilur mikið eftir í huga lesandans.“ Rogastanz eftir Ingibjörgu Reyn- isdóttur er nútímasaga úr Reykja- víkurlífinu sem byggist á raunveru- legum persónum. Meðal spurninga sem höfundur veltir upp er hvernig lifa eigi lífinu heiðarlega, hver megi svíkja hvern og hvenær kynlíf sé kynlíf. Til nefnist frumraun Snorra Snorrasonar sem fjallar um „ungan mann sem lendir í ótrúlegum raun- um við það eitt að reyna að breyta rétt og koma sínum nánustu til að- stoðar“. Meira frá lækninum í eldhúsinu Í bók sinni Svarthvítir dagar segir rithöfundurinn, blaðamaðurinn og ferðagarpurinn Jóhanna Kristjóns- dóttir frá fyrstu 15 árum ævi sinnar í hreinskilinni minningabók. „Hér er greint frá tíma og tíðaranda sem lítið hefur farið fyrir í bókmenntum fram að þessu. Jóhanna lýsir sjálfri sér, fjölskyldu sinni og öðru fólki með lunknum húmor og mikilli samúð.“ Háski í hafi II: Hafís grandar Kong Trygve eftir Illuga Jökulsson felur í sér safn frásagna um sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar. Lengsta saga bókarinnar fjallar um það þegar farþegaskipið Kong Trygve fórst í hafís út af Langanesi 1907. „Áhafnir þriggja björgunar- báta þurftu að þola miklar raunir á leið sinni til lands, einn bátanna komst ekki alla leið.“ Ólafur Haukur Símonarson sendir frá sér Manninn sem fór í hundana sem fjallar um miðaldra kattavin sem er neyddur til að taka að sér tvo hunda. Um er að ræða sanna sögu sem sögð er reyna á hláturtauga- rnar. Læknirinn í eldhúsinu – Veislan endalausa nefnist önnur matreiðslu- bók Ragnars Freys Ingvarssonar. „Læknirinn í eldhúsinu sló heldur betur í gegn fyrir jólin í fyrra með frábæra og fallega bók. Og þessi er jafnvel enn gómsætari! Lífsglaði læknirinn tekur okkur með sér í nýtt ævintýri, eða endalausa veislu. Hér færist hann enn í aukana og er ekk- ert til sparað að leyfa bragðlauk- unum að njóta sín sem mest.“ silja@mbl.is Ný skáldsaga frá Stefáni Mána  Sögur senda frá sér 11 titla á næstu vikum  Jóhanna Kristjónsdóttir með minningabók um fyrstu 15 æviár sín Ingibjörg Reynisdóttir Stefán Máni Jóhanna Kristjónsdóttir Illugi Jökulsson Ólafur Haukur Símonarson Ragnar Freyr Ingvarsson Í lofsamlegri gagnrýni um leikritið Karitas, sem frumsýnt var í Þjóð- leikhúsinu á föstudagskvöldið, segir rýnir Morgunblaðsins að Ólafía Hrönn Jónsdóttir njóti sín vel í hlut- verki Auðar. Leikkonan hafði þó ekki tekið þátt í æfingaferlinu heldur hljóp skömmu fyrir frumsýningu í skarðið þegar Kristbjörg Kjeld for- fallaðist. Leikhúsgestir gátu þó ekki greint það á neinn hátt. „Ég stökk eiginlega beint inn í rennsli fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. „Þá var forsýning, aðal- æfing og loks frumsýning. Maður hefur ekki allar forsendur til að fylla inn í hlutverkið þegar maður tekur ekki þátt í æfingaferlinu. Ég reyndi sem best ég gat að sjá fyrir mér hvað þetta hlutverk ætti að gera í sýning- unni og það hjálpar til að vita að Kristbjörg hafi verið að vinna hlut- verkið. Það gaf mér ákveðna mynd.“ Þegar spurt er um textann segist Ólafia Hrönn hafa verið búin að ná honum á frumsýningunni. „Fyrsta kvöldið var ég með texta í bók sem ég gat kíkt á svo ég vissi hvaða sena þetta væri,“ segir hún og hlær. „Svo var ég með í eyranu. Það er neyðar- úrræði þegar maður kann ekkert í textanum, þá er hægt að dúndra honum í eyrað og maður hefur hann eftir. Áhorf- endur halda að ég sé að hlusta á mótleikarann en maður er að hlusta á textann í eyranu.“ Ólafía segist áður hafa hlaupið inn í sýningar en ekki í frumsýningarviku eins og nú. Þetta hafi eflaust verið óþægilegt fyrir Brynhildi Guðjónsdóttur, sem leikur aðalhlutverkið, að vera á sviði með leikara sem kann ekki textann. „En allir voru þakklátir fyrir að ég skyldi vilja gera þetta.“ Þegar spurt er hvort reynslan hafi ekki hjálpað segir Ólafía að hún sé ekki viss um að textinn hafi allur verið réttur hjá sér á frumsýningu, „en ég valdi að taka þetta frekar með hugsun og hjarta en með réttum texta“, segir hún. „Þetta eru bara nokkrar sýningar, svo kemur Kristbjörg aftur. Mér finnst heiður að hoppa í hlutverk sem hún hefur lagt.“ efi@mbl.is „Ég stökk eiginlega beint inn í rennsli“ Ólafía Hrönn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.