Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 27
Það hefur hentað mér ágætlega að halda fram hjá listagyðjunni með blaðamönnum. Fyrir vikið kynntist ég skemmtilegum og hugmyndarík- um krökkum á spennandi tímum í heimi fjölmiðlanna og tók þátt í sam- ræðum um betri fjölmiðla og réttlát- ara samfélag. Maður varð hluti af þessari sögu og hafði sín áhrif. Prentfjölmiðlar eru með putta á púlsi þjóðlífsins og starf á ritstjórn krefst hnökralausar og markvissrar samvinnu ólíkra starfsstétta. Þessi þríhyrningur hefur því gefið lista- manninum skemmtilegt jarð- samband sem ég hefði ekki fengið hefði ég verið næturvörður í Land- símahúsinu.“ Jón Óskar stofnaði fyrirtækið Gagarin 1994 sem bróðir hans rekur í dag. Hann og kona hans, Hulda Hákon, stofnuðu veitingahúsið Gráa köttinn 1997 sem þau starfrækja enn og árið 2000 stofnaði hann með fleir- um fyrirtækið Birtingaholt. Fjölskylda Kona Jóns Óskars er Hulda Há- kon (Hulda Margrét Hákonardótt- ir), f. 4.7. 1956, myndlistarkona. For- eldrar hennar eru Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 4.2. 1931, skrif- stofukona, og Hákon Heimir Krist- jónsson, f. 20.12. 1928, lögfræðingur. Sonur Jóns Óskars og Huldu Há- konar er Burkni J. Óskarsson, f. 29.10. 1974, framkvæmdastjóri í Reykjavík, en kona hans er Birna María G. Baarregaard, f. 1978 og eru börn þeirra Andrés Uggi Burknason, f. 1996, Björgúlfur Burknason, f. 2003, og Baldur Björn Burknason, f. 2008. Bræður Jóns Óskars eru Þorvar Hafsteinsson, f. 1961, hönnunarstjóri í Kópavogi; Hafsteinn Hafsteinsson, f. 1962, húsasmiður í Hafnarfirði; Hringur Hafsteinsson, f. 1963, hönn- unarstjóri í Garðabæ, og Tindur Hafsteinsson, f. 1968, verkefnastjóri í Garðabæ. Foreldrar Jóns Óskars: Hafsteinn Ingvarsson, f. 12.10. 1932, d. 29.1. 2014, tannlæknir, og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 21.7. 1933, myndlistar- kona í Garðabæ. Í Herjólfsdal Jón Óskar og Hulda Hákon í Vestmannaeyjum árið 1977. Úr frændgarði Jóns Óskars Jón Óskar Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Skipum Ingvar Hannesson b. í Skipum, systur- sonur Guðlaugar Gísladóttur, móður Ásgríms Jónssonar listmálara Sigurbjörg Ingvarsdóttir saumakona í Rvík Benedikt Guðjónsson kennari í Rvík Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarkona í Garðabæ Kristjana Jónsdóttir leikkona á Eyrar- bakka, af Bergsætt Guðjón Jónsson b. í Auðsholti Bergsteinn Björgúlfsson kvikmynda- gerðarmaður Pálína Jónsdóttir kennari og b. á Hrafntóftum á Rangárvöllum Brynja Benediktsdóttir leikkona og leikstjóri Benedikt Erlings- son leikari, leikstjóri og leikrita- höfundur Bríet Þórólfsdóttir húsfr. á Iðu Sigurlaug G. Jóhannsdóttir fyrrv.ritari í Rvík Jóhann Hjartarson stórmeistari Sigurður Friðriksson útgerðarm. í Eyjum Högna Sigurðardóttir arkitekt Sólveig Anspach kvikmyndagerðarkona Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona Þorbergur Friðriksson skipstj. og hafnsögum. í Rvík Hulda Fríða Berndsen matráður í Rvík Hulda Ingvarsdóttir verkak. í Rvík Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú Þór Þorbergsson búfræðingur í Rvík Inga Svala Þórsdóttir myndlistarkona Mikael Torfason rithöfundur Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja á Rauðhálsi Friðrik Vigfússon b. á Rauðhálsi í Mýrdal Þórunn Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum Ingvar Þórólfsson húsasmiður og útgerðarm. í Eyjum Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir Ingveldur Nikulásdóttir húsfr. í Gerðiskoti Þórólfur Jónsson b. í Gerðiskoti í Flóa, síðast í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Doktor 90 ára Ingibjörg Árnadóttir 85 ára Áslaug Halla Guðmundsdóttir Erla Jónsdóttir Guðbjörg Kristín Hannesdóttir Gunnar Halldór Lórenzson Pálína R Guðlaugsdóttir Pálína Sigurðardóttir Stefán Kristjánsson 80 ára Sigurður Oddsson Sigurður Ólafsson 75 ára Ursule Laskauskiene Þórdís Númadóttir 70 ára Baldur Marinósson Friðgeir Stefánsson Guðmundur Elísson Helga Elín Hermundardóttir Jóhannes Jónsson 60 ára Bergljót K. Sigurbjörnsdóttir Hrafn Margeir Heimisson Hrefna Geirsdóttir Hreinn Gunnlaugsson Kristín E. Kristleifsdóttir Rut Hjartardóttir Þórlína Jóna Ólafsdóttir 50 ára Guðrún María Einarsdóttir Hilmar Jónsson Ingibjörg Magnúsdóttir Jóhanna Bergþórsdóttir 40 ára Auður Halldórsdóttir Borgþór Egilsson Brynjólfur Pétursson Eiríkur Jónsson Elín Dögg Gunnarsdóttir Hugrún Ósk Ágústsdóttir Jón Davíðsson Sigurður Hákon Jensson Sigurgyða Þrastardóttir Valgerður Lilja Daníelsdóttir Waldemar Józef Patoka Þórdís Heiða Kristjánsdóttir 30 ára Árni Björn Guðjónsson Ástþór Jónsson Dawid Stanislaw Sonik Fríða Stefánsdóttir Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir Heimir Þór Árnason Sunneva Eiðsdóttir Vilius Savickas Til hamingju með daginn 30 ára Sigurjón ólst upp í Breiðholtinu, býr í Kópa- vogi og stundar nám í tölvunarfræði við HR. Maki: Sandra Jónsdóttir, f. 1985, starfar við síma- kannanir. Sonur: Kristófer Leví Sig- urjónsson, f. 2013. Foreldrar: Ragnheiður Guðjohnsen, f. 1963, lyfja- tæknir í Reykjavík, og Kevin Bergmar Hauksson, f. 1962, sjómaður í Kópa- vogi. Sigurjón M. Kevinsson 30 ára Hanna ólst upp í Keflavík, býr í Reykjavík, lauk B.Ed.-prófi og nú heimavinnandi. Maki: Alexander Couper, f. 1983, tölvunarfræð- ingur. Dóttir: Rebekka Grace, f. 2013. Foreldrar: Málfríður Jó- hannsdóttir, f. 1956, kennari, og Ragnar Snær Karlsson, f. 1953, hótel- stjóri. Þau búa á Álfta- nesi. Hanna S.C. Ragnarsdóttir 30 ára Karólína Helga ólst upp á Tálknafirði, býr í Hafnarfirði, lauk BA-prófi í mannfræði og stundar MA-nám í sömu grein. Maki: Daði Garðarsson, f. 1982, múrari. Börn: Alexander Máni, f. 2002 (stjúpsonur) Dagur Máni, f. 2007, Fjóla Huld, f. 2010, og Bríet Ýr, f. 2013. Foreldrar: Símon Viggós- son, f. 1956, og Birna Benediktsdóttir, f. 1960. Karólína Helga Símonardóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Cynthia Lisa Jeans hefur lokið dokt- orsverkefni sínu í félagsmálastefnum frá Háskólanum í Bath í Bretlandi. Ritgerðin ber heitið Children’s Rights in Policy and Poverty: An ana- lysis of Iceland, Norway & the UK (Réttindi barna í félagsmálalöggjöf er varðar fátækt: Samanburðarrannsókn á Íslandi, í Noregi og Bretland). Viðfangsefni doktorsrannsóknar Cynthiu Lisu Jeans eru réttindi barna í félagsmálastefnum sett í samhengi við barnafátækt. Í rannsókninni voru skoð- aðar stefnur er varða barnafátækt í þremur löndum: Íslandi, Noregi og Bretlandi. Lögð var áhersla á að skoða og bera saman birtingarmyndir rétt- inda barna í félagsmálastefnum með tilliti til barnafátæktar á tímabilinu 1991-2011. Spurt var að því hvenær, hvort og hvernig réttindi barna voru skilgreind á þremur sviðum: Barnabót- um, meðlagi og umönnun yngri barna á leikskólaaldri. Við framkvæmd rann- sóknarinnar var lagt upp með að kenn- ingarlegur rammi miðaði að því að samþætta kenningar um réttindi barna og barnafátækt ásamt því að beita samanburðar- greiningu. Niður- stöður rannsókn- arinnar benda til mikilvægis þess að skoða þríþætt valdatengsl á milli ríkis, foreldra og barns við gerð rannsókna og stefna. Einnig sýndu niðurstöður vax- andi áhrif samnings Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins á stefnu- mótun landanna þriggja á tímabilinu, og þá sérstaklega í Noregi og á Íslandi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að réttindi barna eru afar við- kvæm og of háð sveiflum í stjórn- og efnahagsmálum. Niðurstöður rann- sóknarinnar geta nýst fagaðilum við þróun stefnumótunar með gagn- reyndum aðferðum. Kenningaramminn sem þróaður var í þessari rannsókn sem greiningartæki er víðtækur en ein- faldur í notkun. Ramminn gagnast fag- aðilum svo sem félagsráðgjöfum og rannsakendum sem vilja vinna í þágu réttinda barna. Doktor í félagsmálastefnum Cynthia Lisa Jeans fæddist í Bandaríkjunum árið 1969. Móðir hennar er Dagný Þórhallsdóttir sjúkraliði. Cynthia lauk BA-prófi í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 2003 frá Háskóla Íslands og MA-prófi í félagsráðgjöf árið 2007 frá sama skóla. Á síðasta ári útskrifaðist Cynthia með doktorsgráðu í félagsmálastefnum frá Háskólanum í Bath í Bretlandi. Sérsvið Cynthiu í rannsóknum er barnafátækt, réttindi barna og barnastefnur. Cynthia hefur starfað við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands frá ágúst 2013, fyrst sem aðjúnkt en sem lektor frá 1. júlí 2014. Cynthia býr í Reykjavík ásamt dóttur sinni Önnu Maríu Jeans. Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Til í þremur lengdum: 15,18 og 20 cm. 70 kr. stk. Nýt t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.