Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 ✝ HaraldurLýðsson fædd- ist í Reykjavík 4. ágúst 1930. Hann lést á Landspít- alanum 8. október 2014. Foreldrar hans voru Kristín Jóhannsdóttir og Lýður Jónsson. Haraldur gekk í Verzlunarskóla Ís- lands og útskrif- aðist þaðan 1949. Árið 1951 kvæntist hann Ólöfu Sveins- dóttur, f. 22.10. 1929, d. 20.8. 1998. Börn Haraldar eru: 1) Haraldur D. Haraldsson, f. 24.5. 1951, kvæntur Hanne Fisker og eiga þau tvo syni, Daníel og Aron. 2) Friðgeir S. Haraldsson, f. 17.12. 1952, kvæntur Rut Garðarsdóttur, en þeirra börn eru Salome og Har- aldur Óli. Rut átti fyrir börnin Sól- rúnu Lísu og Garðar. Úr fyrri sambúð á Friðgeir dótturina Ásdísi Björk. 3) Inga Þ. Haraldsdóttir, f. 7.7. 1956. Verslunarrekstur varð ævi- starf Haraldar, en einnig fékkst hann við veit- ingarekstur og var starfs- maður Útvegsbankans í nokk- ur ár. Útför Haraldar fór fram frá Bústaðakirkju 20.10. 2014, í kyrrþey að hans ósk. Elskulegur faðir minn hefur nú skilið við okkur hér hinsta sinni í þessari jarðvist og tæmt sinn hérlífsbikar. Vona að flutn- ingur til nýrra heimkynna hafi orðið farsæll. Pabbi, ég veit að þú ert hvíldinni feginn því þú hafðir ekki þrek í meira hérna megin og varst farinn að vonast eftir að verða sóttur. Vonandi ertu nú kominn á slóðir mömmu og genginna kynslóða. Ég veit að ég, konan mín og drengirnir mínir minnast þín fyrir hjartahlýjuna og þá gæsku, gestrisni og hjálpsemi sem þú sýndir í blíðu og stríðu, ekki bara okkur heldur svo mörgum samferðamönnunum. Þú varst alltaf potturinn og pannan í að styrkja fjölskylduböndin – sem sagt miðpunktur – tókst alltaf vel á móti vinum mínum og svo eiginkonu minni, henni Hanne, sem var sérlega vel tekið þegar hún flutti með mér frá Dan- mörku. Þú lagðir alltaf allt kapp á að halda frændliðinu saman, t.d. með matarboðum. Veit ég varla það heimili, sem var meira gest- kvæmt á, á meðan mamma var enn með okkur. Þegar þú rakst þín fyrirtæki held ég að þeir sem fengu þitt handtak hafi fljótt fundið, að loforð voru efnd – ígildi ekta gamaldags heiðurs- mannasamkomulags. Ég kom um nokkurra ára skeið að rekstri heildverslunar- innar Godda ásamt þér og bróð- ur og þykist ég vita að enginn hefur tapað á viðskiptum við þig. Þótt stundum gæfi á bátinn í rekstrinum tókst þér alltaf að standa allt af þér með því að leggja sjálfan þig undir. Ekki var þá alltaf gengið að laun- unum vísum. Mikið má ég prísa mig sælan að hafa haft rænu á að bjóða þér til okkar – eða var þetta bara glópalán – í kvöldmat síðustu helgina sem þú lifðir, en saman horfðum við þá á hressilega has- armynd langt fram á kvöldið. Það var notaleg kvöldstund eins og alltaf. Oftast komst þú nú í seinni tíð óvænt og þá gjarnan með köku meðferðis – stóðst bara skyndilega á tröppunum og hringdir dyrabjöllunni þrisvar. Þá þurfti ekki að fara í graf- götur með hver væri kominn. Mikið dálæti hafðir þú á hest- um á meðan þú varst hreystin uppmáluð og oftlega var ég með í ferðum er farið var um merkur Ísafoldar í stuttum og löngum hestaferðum. Þá skorti ekki á ratvísi þína og harðfylgni. Þú hafðir líka gaman af alls konar hljómlist og fórum við oft á tónleika saman, sérstaklega varð djass og óperur fyrir valinu auk bíóferða – alltaf til í allt. Ég og við fjölskyldan minn- umst þín með þökk og biðjum allar góðar vættir að geyma þig. Að leiðarlokum langar mig að enda saknaðarkveðju mína með vísan í eftirfarandi spekierindi úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Haraldur D. Haraldsson. Góður maður, elsku pabbi minn, sem við fráfall mömmu varð gamall maður, hefur kvatt þennan heim – fékk loksins langþráð fararleyfi. Þau voru um margt ólík, en spiluðu samt sitt lífsspil samhent. Hún var ljósið í lífi hans. Mannkostir þeirra, sem fólust í örlæti og hjálpsemi, laðaði margan að. Gestkvæmt var heima alla þeirra búskapartíð, þar sem manngildið en ekki orð- ur og titlar skiptu máli. Þarna voru alloft ýmsir með þungan bagga. Hér vil ég og nefna til sög- unnar föðursystur mína, Ingu, svo samofin voru þau þrjú alla tíð, sterkt fólk sem vildi vel og gerði vel, miklir Íslendingar sem elskuðu landið sitt og hörmuðu því þau örlög sem virtust bíða þess. Við fráfall mömmu kemur Inga, sú mæta kona, færandi hendi inn í líf pabba en hjá henni og Jóni átt hann alltaf mikið og gott athvarf sem seint verður fullþakkað. Inga féll frá 2012. Pabbi var mikil félagsvera. Fór tíðum í heimsóknir og alltaf til í að fara á hina ýmsu við- burði. Hann sótti Þorrasel, dag- deild aldraðra, og undi þar hag sínum ákaflega vel – átti ekki til orð yfir það framúrskarandi starf sem þar væri innt af hendi, með valinn mann í hverju rúmi. Svimi og minnistap hrjáðu pabba síðustu árin og lét hann hvergi deigan síga í baráttunni við þá vágesti. Orðinn lítill bóg- ur en vildi samt aðstoða við sem flest. Gekk mikið um bæinn, þar sem höfnin var vinsælust, síðan á bernskuslóðir, Tjarnargötuna. Þá las hann mikið og tefldi. En allt kom fyrir ekki – áfram fjar- aði undan. Hann óttaðist fram- haldið þar, gat ekki hugsað sér að enda á einhverri stofnun – óskaði lausnar frá þessu óbæri- lega lífi. „Hver vegur að heiman er vegurinn heim“ og „þess spyr vetur hvers aflaði sumar“. For- eldrar mínir voru ekki hnökra- lausir frekar en aðrir dauðlegir menn en þeim auðnaðist að lifa heiðarlegu og gjöfulu lífi. Sjálfs- rækt mömmu og pabba fólst í því að láta verkin tala. Lögðu upp í ferðina með nestispokann sinn, pundið sitt, og ávöxtuðu ríkulega þann auð sem hvorki mölur né ryð fá grandað og sem að lokum skilar okkur heim. Megi þríeykið, foreldrar mínir og Inga, á sinni vegferð ávallt hljóta þau laun sem bezt verða fengin og bezt duga. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Inga. Með fáeinum orðum vil ég þakka tengdaföður mínum fyrir samfylgdina. Hann og hans lífs- förunautur, Ólöf, tóku mér opn- um örmum og hleyptu mér inn í hlýlegt og umfangsmikið fjöl- skyldulíf. Þau hlúðu af mynd- arskap og umhyggju að eldri kynslóðinni sem og þeirri yngri og heimili þeirra var ramminn um ættina og vinina. Mikið var um að vera og gustaði af þeim hjónunum, alveg frá fyrstu kynnum þar sem þau komu vindblásin og glöð úr hesthús- inu. Hestamennskan var sam- eiginlegt áhugamál fjölskyldunn- ar og þar var ég líka velkomin, hvort sem var dags daglega eða í eftirminnilegum langferðum. Margar minningar um hann tengjast íslenskri sveit á ein- hvern hátt. Farið var í tjald- ferðalög um landið þar sem tjaldkerra hans og Ollu var mið- punkturinn á kvöldin. Þannig kynntust foreldrar mínir Íslandi fyrst og fannst mikið til koma. Fleira stendur upp úr. Sumar- húsalífið í Draumalandi við Helluvatn í jaðri Heiðmerkur, heyskapur upp á gamla mátann og samveran við vini og ættingja þar. Sveitalífið á jörðinni Sandi í Kjós þar sem helgarnar snerust um hesta og allt sem þeim fylgdi – girðingarvinna, hvers kyns stúss og viðhald og ekki síst út- reiðartúrar. Það var ævintýra- heimur fyrir barnabörnin allt frá því þau fóru að geta staulast um og sullað í bæjarlæknum. Lífsgleðin varð aldrei sú sama hjá tengdapabba eftir að hann varð einn en það slokknaði aldr- ei á umhyggjunni gagnvart okk- ur, fólkinu hans. Hann fylgdist vel með líðan okkar og barnanna okkar og vildi alltaf vita hvernig hverjum og einum vegnaði og leið. Unga fólkið var oft tekið á beinið og þurfti að standa skil á því hvert það ætlaði í lífinu. Hann hafði áhrif á barnabörnin og það til góðs. Sonum okkar finnst, ekki síður en okkur, missirinn vera mikill. Gildi hans voru skýr – vinnusemi, rækt- arsemi og heiðarleiki – og hann kom þeim til skila til okkar og barnabarnanna. Takk fyrir allt. Hanne Fisker. Haraldur Lýðsson, afi minn, er skyndilega horfinn héðan af sviði jarðlífsins, en miklar og sterkar minningar um hann geymast í huga okkar, sem þekktum hann best. Hann var duglegur, vinnusamur og ávallt tilbúinn til þess að kenna og sýna hvernig best yrði staðið að hlutunum. Fyrstu minningar mínar um afa eru í kringum hestamennskuna. Hann var hestamaður mikill og duglegur að sýna mér hvernig væri best að bera sig að. Hann hafði unun af því að kenna, en ég naut þess að hlusta og draga að mér þá þekkingu sem honum var svo leikið að gefa frá sér. Hann var mjög áhugasamur um alla mína hagi og mætti samviskusamlega á alla mína tónleika og/eða skemmtanir frá barnsaldri og þótti mér mjög vænt um það. Söng- og dansgleði ríkti í hon- um, en hann kenndi mér fyrstu sporin í svokölluðum „gömlu dönsum“. Ég man vel eftir góð- um sveiflum á fallegu heimili þeirra ömmu og afa í Lágabergi 5. Ljúfar minningar eru frá þessum tíma í Lágaberginu, lokkandi matarlykt, gestrisni og selskapur einkenndu þann tíma. Einhvers konar ævintýraheimur fyrir okkur börnin, sem fengum að leika okkur í flottu „höllinni“ þeirra, eins og ég kallaði það. Sagnagleðin var mikil og naut ég þess að leggja við hlustir og lifa mig inn í „gömlu dagana“. Þau lifðu svo sannarlega tímana tvenna. Afi lét sig aðra varða og var duglegur að halda góðum og sterkum samskiptum við vini og vandamenn nær og fjær. Hann naut þess að fara í heimsóknir og boð og var hann tíður gestur á okkar heimili. Þrjár hringing- ar voru hans merki. Þá vissi ég að hann væri kominn. Hann gaf sér tíma í að spjalla og fá sér einn kaffibolla. Það var ávallt mikil ánægja af samveru við hann og voru maðurinn minn og hann miklir mátar. Síðasta skiptið sem við áttum samtal var í Melgerðinu, þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með nýju íbúð- ina okkar og hans seinustu orð til okkar voru að það væri gott fyrir sálina að búa svona hátt uppi og steytti hnefann til þess að fullvissa okkur um það. Þessi orð, sveipuð dulúð, lifa með mér þar sem leiðir okkar hafa skilið í bili. Minning um afa verður okk- ur vandamönnum ljósgeisli sem fylgir okkur þann spöl sem við eigum sjálf ófarinn. Salome Friðgeirsdóttir og Americo Paulo. Lífið er rétt ein lykkjustund en rúmar þó bæði sorgir og sigra, ástina, gleði og trega. Góður fjölskylduvinur er fall- inn í valinn. Það var óvænt. Þó vissum við að hann var löngu tilbúinn til þessarar hinstu far- ar. Haraldur missti konu sína, Ólöfu Sveinsdóttur, 20. ágúst 1998. Hún var lífsblómið hans, gæsileg heimskona að ásýnd og framgöngu, grönn, hávaxin og tíguleg, hláturmild, fasprúð og allra yndi. Heimahaginn fylgdi henna alla tíð. Það var ljúfsár minning í skugga föðurmissis á ungum aldri að Sveinsstöðum í Dalasýslu. En Haraldur átti líka ættir í Dalasýslu, að Goddastöðum. Hjörtu þeirra voru samhljóma í þessari ást á heimahögunum. Nafni var hlýr í fasi og bros- mildur, kvikur, kátur og spengi- legur alla tíð. Hestamennska var þeim í blóð borin. Aldrei gleymi ég því er þau riðu í hlað á heim- ili tengdaforeldra minna í Hóla- stekk 5 í Reykjavík, á sólríkum sumardegi fyrir margt löngu. Olla var söðulprýði. Nafni var enda stoltur af þessari fasprúðu og glæstu konu. Sólin söng og lognið brosti. Þau voru komin. Ég get ekki nefnt annað án þess að minnast hins. Þau voru eitt í allra hugum. Tengsl okkar nafna voru af þrennum toga, fjölskylduvensl, ástin á Dalasýslu og jazzinn. Ég uppgötvaði þennan snertiflöt okkar á ættarmóti Sveinsstaða- ættar að Laugum í Sælingsdal. Mér leiddist tónlistin og eigraði útí bíl, að hlutsa á Ellington, Garner og – já – Tinu Turner. Allt var í botni. Skyndilega var bankað á rúðuna, dyr opnaðar og inn settist Haraldur Lýðsson; HL: Jæja, nafni, hér er fjör. HBL: Já, mér leiddist. HL: Mér líka. Ég er með koníakslús. Eigum við ekki að hlusta og skála? Þarna sátum við 60 mínútur eða þar til við vorum sóttir og leiddir í böndum á ballið. Þar spratt vinátta okkar; sameining tveggja anda í hinni miklu eilífðarsveiflu stórmeistar- anna. Sé satt sem sagt er, að við taki annað líf að loknu þessu – er víst að nafni á glæsta tónleika í vændum hjá himnabandinu. Ég hugsa mér hjónin hönd í hönd í sumarlandinu eilífa. Þar syngur sólin þeim söngva sína og blómstur spretta af hverju skrefi. Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. (Jóhannes úr Kötlum) Að lokum sameinumst við í samúðar- og blessunaróskum til fjölskyldunar. Hvert er það vald, sem allt fram knýr, en ósýn tjöldin hjúpa, sem innst í vitund allra býr og allra kné því krjúpa? Á himni og jörðu heldur það, þitt hjarta er því innsiglað, þess nálægð nær úr fjarska. Við lífsins barm, við dauðans dyr vér krjúpum þöglum vörum. Þú sjálfur hnígur síð sem fyr og seint átt von á svörum. Ó, vesæll maður, mold ert þú. Ó, minnstu Guðs þíns, vak og trú. Ó, bið hann þig að blessa. Í hjarta þínu Guð þér gaf sinn geisla úr himins boga. Lát tendrast þína trú, sem svaf, sem tiginborinn loga. Í þér er Guð. Í Guði þú. Frá Guði kemur hjálp þín nú. Ó, krjúp hans barn til bænar. (Lárus H. Blöndal) Haraldur G. Blöndal, María Aldís Kristinsdóttir, Krist- inn Sveinsson, Margrét Jör- undsdóttir og fjölskyldur. Haraldur Lýðsson ✝ GuðmundurReykdal Karlsson (Sonni) fæddist 21. febr- úar 1931 í Ytri- Njarðvík en flutt- ist mjög ungur til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 13. október 2014. Foreldrar hans voru Markúsína Sigríður Markúsdóttir, f. 1904, d. 1996, og Karl Guðmundsson, f. 1904, d. 1985. Systkini hans voru Gunnlaugur Ernir, f. 2003, b) Benedikt Elí, f. 2007, c) Hrafn- hildur Helena, f. 2014. 2) Hjalti, f. 1983. 3) Gunnar Karl, f. 1988. Síðari kona Guð- mundar var Guðbjörg María Hannesdóttir, f. 1932, d. 2011. Guðmundur lauk gagn- fræðaprófi frá Lindargötu- skóla (áður Ingimarsskóla). Sín fyrstu hjúskaparár bjó Guðmundur í Kópavogi, en alla tíð síðan í Reykjavík. Hann vann hjá Ríkisskipum, O. Johnson & Kaaber, í Timb- urversluninni Völundi í yfir 30 ár og síðustu starfsárin var hann dómvörður við Hæsta- rétt Íslands. Guðmundur var alla tíð virkur félagi í Frímúrarareglunni. Útför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 22. október 2014, kl. 13. Sigríður, f. 1923, d. 1991, sem bjó lengst í Bandaríkj- unum, og Ólafur, f. 1935, d. 2013. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hrafnhildur Gunn- arsdóttir, f. 1936, og er barn þeirra Erna Þrúður, f. 1955, maki Gunn- laugur Guðjónsson, f. 1957. Þeirra börn eru: 1) Steinunn, f. 1981, maki Ragnar Lövdahl, f. 1980. Þeirra börn eru: a) Í dag kveð ég afa minn, Guð- mund Karlsson. Sonni, eins og afi var alltaf kallaður, fæddist árið 1931 og ólst upp í Reykjavík á tím- um seinna stríðs. Ég vissi fátt skemmtilegra í æsku en að fá afa til að segja mér sögur af bernsku- brekum sínum á stríðsárunum. Hann mundi minnstu smáatriði og mér fannst hann segja ótrúlega skemmtilega frá ævintýrum þeirra félaganna og samskiptum þeirra við hermennina sem og líf- inu í Reykjavík á þessum árum. Afi minn var yfirvegaður maður með einstaklega góða nærveru. Frægt var í fjölskyldunni hvernig krakkar vildu alltaf vera í kringum hann án þess að hann væri neitt að sýna þeim athygli að fyrra bragði. Það skein bara af honum einhver ró sem smitaði út frá sér. Þetta kom sér sérstaklega vel á aðfanga- dagskvöldum, en þeim eyddum við ávallt heima hjá afa Sonna og ömmu Guggu. Þegar pakkaspenningurinn var í hámarki var bara ekki hægt að vera með of mikil læti í kringum hann. Kannski vorum við hrædd um að sjá hann reiðan, en það gerðist auðvitað aldrei. Nú kveð ég afa minn með sökn- uði, þakka fyrir öll jólin okkar, all- ar 17. júní-skrúðgöngurnar, jóla- böllin, tívolíferðirnar og allt hitt. Allar þessar góðu minningar lifa áfram. Ég bið Guð að taka vel á móti afa mínum. Steinunn. Guðmundur R. Karlsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.