Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllumsnyrtivörum í verslunokkar í október Ka up au ki nn þi nn þe ga rþ ú ka up ir Bi ot he rm vö ru r fy rir 7. 80 0 kr .e ða m ei ra . SÉRFRÆÐINGUR FRÁ BIOTHERM VEITIR FAGLEGA RÁÐGJÖF MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS.VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Ný sending Kjólar, jakkar, buxur, toppar… Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Mannréttindadómstóllinn er ósam- mála Hæstarétti um túlkun á ummæl- unum sjálfum og hvort sýnt hafi verið fram á að þau væru höfð eftir heimild- armanni,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli blaðamannsins Erlu Hlynsdótt- ur gegn íslenska ríkinu. Erla vann málið og dæmdi Mann- réttindadómstóllinn að íslenska ríkið hefði brotið gegn 10. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu sem fjallar um tjáningarfrelsið. Íslenska ríkinu er gert að greiða Erlu 8.000 evrur eða 1,2 milljónir íslenskra króna. Málið fjallar um ummæli viðmæl- anda Erlu um eiginkonu Guðmundar Jónssonar, Helgu Haraldsdóttur, en Guðmundur rak meðferðarheimilið Byrgið á þessum tíma. Erla var í Hæstarétti árið 2010 dæmd til að greiða Helgu bætur vegna viðtalsins. Mannréttindadómstóllinn telur ummæli viðmælanda blaðamannsins gildisdóm en ekki fullyrðingu um staðreynd eins og Hæstiréttur taldi, segir Skúli. Árið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í ummælunum hefði verið gefið til kynna að viðkom- andi, Helga kona Guðmundar, hefði gerst sek um refsivert athæfi, án þess að það hefði verið sannað eða rökstutt frekar. Einnig taldi Hæstiréttur að ekki hefði verið sýnt fram á að þessi um- mæli hefðu verið höfð eftir viðmæl- anda blaðamannsins. Mannréttindadómstóllinn telur þvert á móti að það séu nægilegar lík- ur á að ummælin hafi stuðst við um- mæli sem hafi verið viðhöfð og byggj- ast á rannsókn blaðamannsins. Skúli segir hins vegar engan vafa á því að íslensk lög teljast samræman- leg Mannréttindasáttmála Evrópu, þrátt fyrir dóminn. „Dóminn verður þó að taka alvar- lega og skoða með tillliti til núverandi framkvæmda og hvernig íslenskir dómstólar taka á þessum málum til framtíðar,“ segir Skúli og bendir á að þar sem málið velti á ákveðnum atrið- um sé erfitt að benda á skýra brota- löm í íslenskri dómaframkvæmd. Varðandi tjáningarfrelsi blaða- manna segir Skúli að samkvæmt þessum dómi geri Mannréttindadóm- stóllinn minni kröfur en Hæstiréttur til þess að blaðamaður færi sönnur á að ummæli séu höfð eftir heimildar- manni. „Það er eftirtektarvert.“ Dómurinn staðfestir áhyggjur blaðamanna „Þetta er gríðarlega mikill sigur og ég er afar ánægður og glaður með dóminn,“ segir Hjálmar Jónsson, for- maður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir dóminn staðfesta áhyggj- ur sem blaðamenn á Íslandi hafi varð- andi íslenska dómstóla. Íslenskir dómstólar hafi ekki verið nægjanlega meðvitaðir um tjáningar- frelsisákvæði Mannréttindasáttmál- ans og ekki horft til þeirra sjónarmiða um mikilvægi tjáningarfrelsisins fyrir lýðræðið. Hjálmar segist telja að það verði að festa betur í sessi meginreglur tjáningarfrelsisins hér á landi og gera fólk á Íslandi og dómstól- ana meðvitaða um hvaða reglur gilda og hversu mikilvægt tjáningar- frelsið er. Ólík túlkun ummæla  Íslensk lög samræmanleg Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir dóminn, segir formaður Dómarafélagsins AFP Mannréttindadómstóll Evrópu Dóminn verði að taka alvarlega. „Þetta eru gríðarlegar gleðifrétt- ir og koma í rauninni ekki á óvart. Ég var alltaf mjög vongóð enda fannst mér dómurinn á sín- um tíma vera mjög ósanngjarn,“ segir blaðamaðurinn Erla Hlyns- dóttir. Hún bendir á að dómstóll- inn sé með fjölda mála og flest- um sé vísað frá. „Íslenskir dómstólar hljóta að taka þessa niðurstöðu alvarlega, annað fyndist mér ekki eðlilegt. Þetta er auðvitað áfellisdómur yfir íslenskum dómstólum. Von- andi verður þetta mál fordæm- isgefandi. Þessi meiðyrðamál hér á landi hafa mörg hver verið stórundarleg. Það eru nokkur ár síðan fólk fór að fara í meiðyrðamál við blaðamenn út af ótrúlegustu hlutum, að sama skapi féllu dómar sem mér þóttu hreint ótrúlegir,“ segir Erla. Meiðyrðamálin stórundarleg ÁFELLISDÓMUR Erla Hlynsdóttir Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um for- varnir, stendur nú yfir. Í vikunni er kastljósinu beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ung- menna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lýtur að forvörnum í heimabyggð. Alla daga vikunnar verður vakin at- hygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi. Að Sam- starfsráði um forvarnir standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga. Hægt er að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtakanna á heimasíðu Viku 43, www.vika43.is. Kynningarefni Viku 43 er unnið í samstarfi við Jafningja- fræðsluna sem lánaði „fyrirsætur“ til verkefnisins. Félagsstarf ungmenna í forvarnavikunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.