Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sagt hefur veriðað þeir stjórn- málamenn sem sækist fast eftir fagnaðarlátum al- mennings verði að sætta sig við það þegar hann snýr við blaðinu. Enda er oft stutt bilið á milli vinsælda og óvinsælda á þeim vettvangi. Viðbrigðin eru þann- ig mikil fyrir Obama, forseta Bandaríkjanna. Margur batt við hann ríku- legar vonir í aðdraganda for- setakosninga fyrir 6 árum. Kosningafundir hans þá líktust mest fjöldasamkomum popp- stjarna. Umheimurinn dró ekki af sér. Jafnvel á Íslandi mæld- ist Obama með ótrúlegt fylgi. Hundruð þúsunda fögnuðu honum í Berlín. Hámarki náði þessi gagnrýn- islausa aðdáun þegar Obama hafði hlotið sína kosningu. Þá fékk Norska friðarverðlauna- nefndin í hnén, eins og hrifnæm stúlka fyrir framan poppgoð, og ákvarðaði honum friðarverð- laun! Jafnvel forsetanum þótti sú ákvörðun vera furðuleg, ef marka má órannsakaða leka að- stoðarmanna hans. Nú, 6 árum síðar, vilja fram- bjóðendur demó- krata ekki sjá hann í sínu kjördæmi, og sumir þeirra vilja ekki kannast við að hafa kosið hann forseta! Forsetinn fór þó á einn kosningafund í kjördæmi, þar sem demókratar hafa haft mikla yfirburði. En þá brá svo við, að fjöldi fundar- manna strunsaði púandi út af fundinum, er hann hóf ræðu sína. Repúblikanar gæla nú við kosningasigur eftir tvær vikur. Það gerðu þeir að vísu einnig fyrir tveimur árum, en úrslitin urðu þó önnur. Og þrátt fyrir mótbyr forsetans og flokks hans sýna kannanir einnig, að repúblikanar eru ekki endilega í hávegum hafðir hjá kjós- endum. Vonir þeirra um sigur byggjast því alfarið á því, að hefðbundnir kjósendur þeirra nýti kosningarétt sinn betur núna en kjósendur demókrata. Þátttaka í utankjörfundar- og póstkosningum virðist ýta und- ir þessar væntingar. En samt er óvissan veruleg enn og eftir- vænting vegna kosninganna því mikil hjá áhugamönnum um stjórnmál. Sigurvonir repúblik- ana rættust ekki 2012, en gera það kannski nú} Spennandi kosningar Eftir því semstjórnvöldí Madríd forherðast gegn sjálfstæðis- tilburðum Kata- lóna virðist stuðn- ingur við sjálfstæði vaxa í Katalóníu. Stjórnvöld í Kata- lóníu hafa viljað halda þjóð- aratkvæði um sjálfstæði og átti atkvæðagreiðslan að fara fram 9. nóvember. Stjórnlagadóm- stóll Spánar komst að þeirri niðurstöðu að hún stæðist ekki stjórnarskrá landsins. Áformin voru því útvötnuð og verður at- kvæðagreiðslan því nokkurs konar skoðanakönnun og nið- urstaða hennar ekki bindandi. Mariano Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, nuddaði síðan salti í sár sjálfstæðissinna með því að segja að þessi niðurstaða væri „sigur lýðræðisins“. Á sunnudag mótmæltu þúsundir manna í Katalóníu og kröfðust þess að Artur Mas, forseti Katalóníu, boðaði til almennra kosninga fyrir tímann ef ekki yrði af þjóðaratkvæðinu. Albert Royo i Mariné, fram- kvæmdastjóri regnhlífarsam- takanna Dipl-ocat, sem eiga að auka hróður Katalóníu á er- lendum vettvangi, lýsti því í viðtali við Morgunblaðið í gær hvernig sjálfstæðismálið hefði fengið byr undir báða vængi þegar þing heima- stjóranarinnar í Katalóníu hefði samþykkt nýja stjórnarskrá, sem reyndar var nokk- uð útþynnt á spænska þinginu, en þó stað- fest. Þjóðarflokkurinn, sem nú er við völd, hefði alltaf verið á móti stjórnarskránni og eftir að hann kom til valda hefði hann beitt sér gegn auknu sjálfstæði. Um leið hefði stjórnlagadómstóll landsins ákveðið að afnema ýmis mik- ilvæg ákvæði stjórnarskrár- innar, auk þess sem setning var fjarlægð úr formála hennar um að Katalónar væru þjóð. Sjálfstæðishreyfingar víða um Evrópu hafa tekið kipp að undanförnu. Þjóðaratkvæðið í Skotlandi á ugglaust þátt í því sem og sjálfstæðisumræðan í Katalóníu. Skotar höfnuðu á endanum sjálfstæði. Ein ástæðan fyrir því var vilji stjórnvalda í London til að koma til móts við Skota og færa aukin völd til Edinborgar. Rajoy fer hina leiðina og elur þar með á óánægju í stað þess að ná sátt. Það er ekki vænlegt til að halda Spáni í einu lagi að umgangast Katalóna eins oln- bogabörn, líkt og eigi að flæma þá í burt. Þvermóðskan í Madríd ýtir aðeins undir sjálfstæðisviljann} Ólga eykst í Katalóníu S látrun Róberts H. Haraldssonar í blaðinu í gær á frumvarpi um breytingu á lögum um verslun með áfengi sem útbýtt var á Al- þingi 12. september sl. varð mér tilefni þess að lesa loks frumvarpið umdeilda. Það og greinargerð þess eru forvitnileg fyrir ýmsar sakir og þá helst hve lítil vísindi eru í því en mikil óskhyggja: „Óhætt er að gera ráð fyrir“, „ætla má“, „óhætt er að fullyrða“, „gera má því skóna“, „þá má ætla“, „kann jafnvel“, „hugsanlegt er“ og svo framvegis. Gott dæmi um óskhyggjuna er að höfundur (höfundar?) telur ekki ólíklegt að aukið að- gengi að áfengi auki neyslu, en „[l]íklegt verður þó að telja að jafnvægi náist og neysl- an dragist saman eða jafnist út að nýju“. Mest hissaði ég mig þó yfir þeim takmörk- unum á frelsi til smásölu á áfengi sem felast í frumvarpi sem auka á viðskiptafrelsi. Þannig verða samkvæmt því strangar reglur um hvar selja megi áfengi, hvenær, og á hvaða verði (óheimilt yrði að selja áfengi undir kostn- aðarverði), aukinheldur sem reglur yrðu settar um eft- irlit með viðskiptavinum. Það gefur augaleið að ofangreindar takmarkanir stangast á við nútímaleg fyrirbæri eins og athafnafrelsi og ábyrgð – það hlýtur að vera í anda athafnafrelsis að allt áfengi verði selt öllum alls staðar alltaf. Annað er forræðishyggja, eða hvers vegna á að takmarka áfeng- issölu við matvöruverslanir, af hverju get ég ekki keypt mér bjór þar sem ég bíð eftir dekkjaskiptum á verk- stæðinu, vodka í lauginni, rauðvín í bókabúð- inni eða lakkríslíkjör í apótekinu (á bann- árunum var það nú eini staðurinn þar sem hægt var að fá vín)? Einnig má spyrja af hverju takmarka eigi áfengissölu fyrir níu á morgnana og eftir átta á kvöldin – af hverju get ég ekki fengið mér skot af vodka með bakarískaffinu, mangóbreezer með lakkrísröri í sjoppunni eða kaldan bjór með miðnæturkjammanum á BSÍ? Svo er það spurningin með aldurstakmark – af hverju eiga verslunareigendur að sinna uppeldishlutverki? Er það ekki hlutverk for- eldra að fylgjast með börnum sínum? Mér kemur það ekkert við þó að börnin þín, kæri lesandi (líklegra þó að það séu barnabörnin), kaupi áfengi í verslun hvort sem það er fyrir þig eða þau sjálf, það er mál foreldra þeirra, svo ég vitni í gagnmerkan frjálshuga: „Ríkið er ekki mamma okkar“ og þess þá síður verslunareigendur. Er hugsanlegt að fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins, Vilhjálmur Árnason, og meðflytjendur (Björt Ólafs- dóttir, Jón Þór Ólafsson, Willum Þór Þórsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, Birgir Ármannsson, Pétur H. Blöndal, Jón Gunnarsson, Brynhildur S. Björnsdóttir, Karl Garðarsson og Haraldur Einarsson) séu ekki frels- isunnendur? Er óhætt að gera ráð fyrir að þau séu hræsnarar? Eða má kannski gera því skóna að þau séu bara stjórnmálamenn? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Allt, öllum, alls staðar, alltaf STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á sementi á Íslandi í sept-ember var sú fjórða mesta íeinum mánuði frá efnahags-hruninu haustið 2008. Þetta má lesa út úr vísitölu Hag- stofu Íslands yfir sementssöluna. Vísitalan er þannig gerð að salan árið 1990 er 100 stig. Ef vísitalan er hærri en 100 stig er salan meiri en árið 1990 og öfugt. Vísitalan var 115,7 stig í september síðastliðnum og 118 stig í júlí, borið saman við 120,8 stig í júní 2009 og 132,6 stig í júlí 2009. Eru þetta söluhæstu mán- uðirnir frá því í nóvember 2008. Breytingin milli ára er hins vegar ekki mikil. Vísitalan var 114,2 stig í september í fyrrahaust og hækkaði því aðeins um 1,5 stig frá 2013. Framkvæmdir við Hörpu skýra líklega mikla sementssölu sumarið 2009, sem var mikið samdráttarár. Séu fyrstu níu mánuðir þessa árs bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að vísitalan var hærri sjö af þessum níu mánuðum í ár. Munurinn í mars, apríl og maí var umtalsverður og er það skýr vís- bending um aukin umsvif í bygging- ariðnaði, þ.m.t. vegna íbúðarbygg- inga. Flytja inn sementið Tvö fyrirtæki eru í fararbroddi í sölu á sementi á Íslandi. Sementsverksmiðjan á Akranesi hætti framleiðslu í ársbyrjun 2012 og hóf þá í staðinn innflutning á sem- enti frá NORCEM í Noregi. Hún ásamt Aalborg Portland á Íslandi flytur nú inn sement til Íslands. Gunnar H. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðj- unnar, áætlar að fyrirtækið muni selja um 45 þúsund tonn af sementi í ár, borið saman við 40 þúsund tonn í fyrra. „Það er hæg stígandi í sem- entssölu á almennum markaði. Það eru greinileg batamarki á mark- aðnum. Við samanburð á síðustu ár- um verður að hafa í huga að salan hrundi eftir hrunið.“ Bjarni Ó. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi, segir sementssölu vera að aukast. „Fljótt á litið eru það ein- staka framkvæmdir, eins og ganga- gerð, sem skýra aukna sölu. Þá má nefna einstakar fjárfestingar. Við er- um farin að sjá byggingarkrana og íbúðarblokkir í byggingu hér og þar. Salan fór frá því að vera mjög mik- il í það að verða nánast ekki neitt. Árin 2010 og 2011 voru mögur ár. Síðan hefur verið stígandi í sölunni. Hún hefur verið vel upp á við. Við fórum að sjá breytingu 2012. Árið 2014 lítur nokkuð vel út, þótt það sé ekki hægt að líkja því saman við söl- una 2007 og 2008.“ Aukning í steypustyrktarjárni Annar mælikvarði á aukin umsvif í byggingariðnaði er að verðmæti inn- flutts steypustyrktarjárns á fyrstu átta mánuðum ársins hefur ekki ver- ið jafnmikið síðan 2008. Flutt var inn steypustyrktarjárn á þessu tímabili í ár fyrir 970 milljónir en 787 milljónir í fyrra. Það er rúmlega 23% aukning. Tölur eru á verðlagi hvers árs. Hér er vísað til verðs eða verð- mætis vörunnar kominnar um borð í flutningsfar sem flytur hana áfram, að viðbættum kostnaði sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp í innflutningslandi. Sama þróun er í innflutningi á spóna- og byggingarplötum. Verð- mæti innflutningsins þar var 910 milljónir á fyrstu átta mánuðum árs- ins, samanborið við 728 milljónir í fyrra, 712 milljónir 2012 og 538 millj- ónir 2011. Það er um 25% aukning í innflutningi frá fyrra ári. Sala á sementi eykst með meiri umsvifum Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir við Höfðatorgshótelið Stækkun Hótels Borgar og Hótels Kletts eru dæmi um uppbyggingu sem leiðir til aukningar í sementssölu. Eins og taflan hér fyrir ofan sýnir hefur sala á sementi ekki verið jafnmikil í september- mánuði síðan árið 2008. Athygli vekur að salan í síð- asta mánuði var minna en helm- ingur af sölunni í september 2008 og er munurinn enn meiri ef árið 2007 er haft til saman- burðar. Grunnur vísitölunnar miðast við 1990. Þá var íbúa- fjöldinn 253.785 á nýársdag, en 325.671 hinn 1. janúar sl. Á uppleið ÞRÓUN SÍÐUSTU ÁRA Vísitala sementssölu* Í september 2007 til 2014 september sementssala, vísitala *Sala á innlendu og innfluttu sementi í tonnum – umreiknað til vísitölu. Grunnur 1990 = 100. Heimild: Framleiðandi og innflytjendur 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 318,7 241,6 99,8 72,8 89,5 84,2 114,2 115,7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.