Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Þrátt fyrir að fólk hafi náð virðu- legum aldri er erf- itt að kveðja þá sem skipa stóran sess í lífi okk- ar, skipta okkur miklu máli og okkur þykir óendanlega vænt um. Mér þykir ég heppin að hafa fengið að eiga þennan stóra og flotta afa svona lengi. Ósjaldan hef ég leitað góðra ráða hjá hon- um um ævina sem hafa gefist mér vel. Þó að afi hafi orðið ungur afi hafði hann lifað margt og hafði frá mörgu að segja. Ég þreyttist aldrei á því að heyra hann segja sögur frá því þegar hann var að alast upp við Blöndu og hvernig hlutirnir voru nú í gamla daga. Við áttum mjög góðar stundir saman tvö í bílferðum austur eða að austan þegar þau amma voru sem mest þar. Hann var mjög skoðanasterkur og það var gaman að ræða við hann um Steingrímur Benediktsson ✝ SteingrímurBenediktsson húsasmíðameistari fæddist 28. maí 1929. Hann lést 8. október 2014. Hann var jarðsunginn 16. október 2014. heima og geima. Ekki vorum við alltaf sammála en það gerði umræð- urnar bara skemmtilegri. Afi var einstak- lega handlaginn og mikill listamaður. Hann gerði ófá húsgögn, nytjam- uni, trélistaverk og málverk sem börn hans og barnabörn hafa fengið að njóta. Hann var einstaklega duglegur við að búa sér til verkefni sem hann hafði gaman af. Það má einnig segja að Röð- ull og umhverfi hans sé eitt listaverk enda eyddi hann ófáum stundum við að gera bú- staðinn og umhverfi hans fal- legt og notalegt. Einna vænst þykir mér um listaverkið sem hann kallaði Handan við hafið, sem hann sendi mér til Þýska- lands jólin eftir að þau amma höfðu verið í heimsókn hjá mér. Afi var mikill bíladellukarl og hafði gaman af því að eiga góða bíla. Hann fór þó vel með það. Oftar átti hann nokkra bíla af sömu tegund hvern á eftir öðrum og passaði sig þá á því að hafa þá í sama lit svo að það væri ekki eins áberandi að hann væri kominn á nýjan bíl. Mér er enn í fersku minni þegar amma og afi komu heim úr sinni fyrstu utanlandsferð. Amma var orðin fimmtug og afi rétt yngri. Eftir það varð ekki aftur snúið og þau voru dugleg að ferðast meðan þau höfðu bæði heilsu til. Afi naut sín vel í sól og hita enda voru þau amma dugleg að flýja kalda vetur og dvelja vik- um saman á Kanarí. Mér er það ómetanlegt þegar afi og amma komu til mín til Þýskalands í til- efni 70 ára afmælis afa. Við fór- um mjög víða á þessum tveimur vikum en afi gaf sér einnig tími til að pússa upp eitt eldhúsborð og lakka fyrir mig og setja upp eldhúsinnréttingu með pabba í nýju íbúðinni minni af því að hann hafði svo gaman af því. Það verður tómlegt í kringum Thorsplanið í vetur þegar hátíð- arhöldin byrja, að geta ekki kíkt til afa og fengið sér kaffisopa og barnabarnabörnin verið í stúk- ustæði að horfa á skemmtiatrið- in. Elsku afi minn, þú skilur eftir stórt skarð í lífi okkar fjölskyld- unnar en ég er endalaust þakk- lát fyrir þann tíma sem ég hef fengið að eiga með þér og að börnin mín skuli hafa fengið að eiga langafa eins og þig. Margrét Ben. Alltaf var að gaman og vel tekið á móti okkur hjá afa og ömmu, hvort sem það var heima eða í sveitinni. Dyrnar stóðu okkur alltaf opnar og á móti okkur tók hlýja og ástúð. Afi var góður hlustandi og var vel inni í okkar málum og sýndi ólíkum áhugamálum okkar áhuga og athygli. Þrátt fyrir öll þessi afa- og langafabörn var hann alltaf með á hreinu hvað við og okkar fólk var að gera. Í hvert skipti sem maður kom í heimsókn var afi búinn að töfra fram enn eitt meistaraverkið, hvort sem hann renndi það eða málaði með penslum. Hug- myndaflugið skorti ekki og oft fylgdi skemmtilegur hulinn boð- skapur í verkum hans. Afi hafði alltaf nóg fyrir stafni, svo oft var erfitt að hitta á hann heima fyrir. Hann var ýmist að smíða, mála, í göngu- túr, sundi eða á rúntinum. Þegar við vorum yngri fórum við stundum með honum á rúntinn þar sem gaukað var að okkur tröllatópasi og hlustað á skemmtilega dægurtónlist. Uppáhaldsstaður ömmu og afa var Röðull, þar sem afi nostraði við hvern krók og kima. Á sumrin voru þau þar öllum stundum og ef við ætluðum að hitta á þau þurftum við að koma til þeirra á miðvikudögum því þá komu þau í fjörðinn að þvo. Afi skilur eftir ótal handverk sem skreyta heimili okkar og í gegnum þau og góðar minningar munum við hugsa til hans með hlýju á hverjum degi um alla tíð. Þínar afastelpur, Hlín, Guðrún og Selma. Hann er farinn til Sumar- landsins hann tengdafaðir minn, Friðrik Ágúst Hjörleifs- son eða Gústi frá Skálholti. Það eru rúm fjörutíu ár síðan ég kom inn í fjölskyldu Önnu og Gústa. Þar var mér tekið opn- um örmum og þar hófust kynni okkar Gústa. Þetta var gosárið 1973 þegar heimur Eyjamanna hafði bókstaflega farið á hvolf. Húsið þeirra í Eyjum sem unn- ið hafði verið við að reisa með blóði, svita og tárum var á leið undir hraun, sjö manna fjöl- skyldan á faraldsfæti, óvissa um framtíð alla, óvíst um vinnu til að sjá fimm börnum far- borða. Á innan við ári flutti sjö manna fjölskyldan með allt sitt hafurtask fimm sinnum milli íbúða í Reykjavík. Í minning- unni var maður að aðstoða við að pakka niður dóti, bera út í bíl allt sem einni fjölskyldu fylgdi, aka að næstu íbúð, bera úr bíl og inn í hús. Já, þetta voru erfiðir tímar óvissu og vonar sem enduðu þó farsæl- lega þegar flutt var inn í nýtt heimili í Keilufellinu og nú var endanlega tekið upp úr köss- unum. Loks fast land undir fót- um. Fjölskyldan varð um kyrrt eftir að gosi lauk í Eyjum. Til hvers svo sem að fara til baka? Húsið þeirra kæra í Eyjum ásamt helftinni af dóti fjöl- skyldunnar undir þrjátíu metr- um af hraunstáli, fjölskyldan komin með fastan samastað í borginni og Gústi kominn með ágætisvinnu. Heimili þeirra var á stundum eins og járnbraut- arstöð svo gestkvæmt var þar. Í þessum um margt sundraða heimi, sem einkenndi líf Eyja- Friðrik Ágúst Hjörleifsson ✝ Friðrik ÁgústHjörleifsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. nóvember 1930. Hann lést á dval- arheimilinu Grund 7. október 2014. Útför Friðriks fór fram frá Fella- og Hólakirkju 16. október 2014. manna fyrstu árin eftir gos, var oft mikill gestagangur á heimilinu í Keilu- fellinu. Oft var óvíst hvort það kæmu fjórir eða fjórtán í mat. En alltaf var pláss við eldhúsborðið eða pláss fyrir auka- dýnu. Fólk sækir þangað þar sem það finnur sig velkomið og líður vel. Og svo liðu árin. Hlutirnir féllu í fastar skorður og gosið og allt sem því fylgdi varð að fjarlægri minningu. Þegar ég horfi til baka og geri upp minn- ingar mínar um hann Gústa í Skálholti stendur eftir minning um rúmlega fjörutíu ára sam- skipti þar sem við rifumst aldr- ei, okkur varð aldrei sundur- orða, hann fór óteljandi ferðir fyrir mig og mína út á flugvöll eða um víðan völl til að ná í dót eða öfugt, hann var með af- brigðum greiðagóður. Hann var börnum mínum yndislegur afi og vildi allt fyrir þau gera enda sóttu þau í hann. Hann var allt- af boðinn og búinn til að gera allt fyrir mína fjölskyldu. Hann var mér góður tengdapabbi og vinur. Það er ekki hægt að biðja um meira og ég kveð því hann Gústa með virðingu. Mér þykir ekki ólíklegt að í Sum- arlandinu sitji þeir nafnarnir Gústi tengdó og Gústi minn við taflborðið og taki eina skák eins og þeir gerðu svo oft áður en þeir fóru yfir. Vonandi verða þær jafnlíflegar og áður. Takk fyrir samskiptin öll. Þinn tengdasonur, Bjarni Sighvatsson. Með nokkrum línum kveð ég vin minn og sveitunga Gústa í Skálholti eins og hann var oft- ast kallaður af vinum sínum og fjölskyldu. Auðvitað þekktumst við eins og allir í íslenskum kaupstað með um 4.000 íbúum. Við vorum báðir úr austurbæn- um, fæddir og uppaldir Vest- mannaeyingar. Síðar misstum við eins og um 400 aðrir sam- borgarar hús okkar undir hraun og eimyrju í eldgosinu á Heimaey árið 1973. Við kynnt- umst og urðum vinir eftir að við fórum ásamt eiginkonum okkar í ferðir um Evrópu á ní- unda áratug síðustu aldar. Þannig ferðir voru þá algjör nýlunda og fórum við víða um meginland Evrópu, leigðum bíla og gistum yfirleitt á bónda- bæjum (Zimmer frei) fyrir sanngjarnt verð. Létt var yfir þessum ferðum og ég sann- reyndi það sem faðir minn hafði sagt mér, en Gústi var vélstjóri hjá honum á vetrar- vertíð í nokkur úthöld, að Gústi í Skálholti væri með skemmti- legri mönnum sem hann hefði verið með til sjós, alltaf já- kvæður og léttur í lund. Friðrik lét þó engan vaða yfir sig og hélt sínum hlut ef því var að skipta. Friðrik Ágúst var kominn af grónu og áhrifamiklu bænda- fólki undir Austur-Eyjafjöllum, bændum í Skarðshlíð, Raufar- felli, Rauðafelli, Selkoti og Seljavöllum. Hjörleifur, faðir Gústa, var úr stórum hópi systkina frá Selkoti. Þau voru sjö systkinin, þar af fjórir bræður, sem fluttust allir til Vestmannaeyja og hösluðu sér völl í útgerð, gerðu t.d. út Ver VE 318 ásant bræðrunum á Goðalandi (Jóni, Karli) og (Björgvini Jónssyni á Garðstöð- um). Ræktuðu úthagann á Heimaey og komu sér upp litlum bústofni, kúm og kind- um, til viðurværis fjölskyldunn- ar á miklum krepputímum. Sumir þessara ættmenna Gústa, eins og Seljavallamenn, voru miklir hagleiksmenn bæði á tré og járn og kom það sér vel fyrir bátaflotann í upphafi vélvæðingar (Guðjón Jónsson í vélsmiðjunni Magna, Vigfús Jónsson o.fl.). Móðir Friðriks Ágústs var Þóra Aðalheiður Þorbjörnsdóttir, ættuð frá Eskifirði, og eignuðust þau Hjörleifur fimm börn, en misstu eitt þeirra á barnsaldri. Þóra Aðalheiður og Einar Bragi skáld og þýðandi voru stórskyld. Á haustin voru strax á fyrstu árum vélbátanna námskeið fyr- ir sjómenn sem vildu afla sér vélstjóra- og/eða skipstjórnar- réttinda. Námskeið þessi voru að kvöldi og stóðu í þrjá til fjóra mánuði. Friðrik Ágúst afl- aði sér þessara réttinda og var m.a. skipstjóri eina vertíð, en lengst var hann vélstjóri og gat orðið mikið hagræði fyrir alla að þessu. Gústi var á yngri árum mjög efnilegur íþróttamaður og átti Vestmannaeyjamet í mörgum greinum, sem stóðu um tugi ára. Við kveðjum í dag góðan samferðamann og sendum Önnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Friðriks Ágústs Hjörleifssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, systir og amma, INGIBJÖRG GISSURARDÓTTIR, Leiðhömrum 32, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi föstudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. október kl.13.00. . Örn Sigurjónsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Arnarson, Bryndís Björk Arnardóttir, Árni Grétarsson, Þórður Örn Arnarson, Ásta Dögg Jónasdóttir, Ísleifur Orri Arnarson, Ólöf Jónsdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Móðir okkar, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG BERGMUNDSDÓTTIR frá Nýborg í Vestmannaeyjum, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 10. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega sýnda samúð og vinarþel. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Kristinn Þórir Sigurðsson, Ásta Úlfarsdóttir, Bergmundur Helgi Sigurðsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur Elli Sigurðsson, Ólöf Helga Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR JÓN JÓHANNSSON Kristnibraut 49, lést föstudaginn 17. október á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin verður auglýst síðar. Bryndís Z. Magnúsdóttir, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Jón Pétursson, Sigurður Emil Ólafsson, Sigurlína Guðmundsdóttir, Jean Antoine Posocco, Þröstur Guðmundsson, Björg Ólafsdóttir, María Guðmundsdóttir, Rafn Yngvi Rafnsson, Júlíus Helgi Sigmundsson, Birna Ágústsdóttir, Kristjana Sigmundsdóttir, Hjálmar Steinn Pálsson, Jóhanna Árný Sigmundsdóttir, Magnús Norðdahl, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN JÓNÍNA SIGURPÁLSDÓTTIR, Seljahlíð Reykjavík, áður til heimilis á Dalvík, lést á Vífilsstöðum 16. október. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 23. október kl. 15.00. Hanney Ingibjörg Árnadóttir, Aðalberg Snorri Gestsson, Signý Gestsdóttir, Sigurpáll Gestsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN MÖLLER, Kirkjusandi 3, lést þriðjudaginn 21. október á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kristján Ragnarsson, Margrét Vala Kristjánsdóttir, Sæmundur Sæmundsson, Tómas Kristjánsson, Þóra Hrólfsdóttir, Hildur R. Kristjánsdóttir, Alexander K. Guðmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTÓ GÍSLASON, Seljahlíð, heimili aldraðra, áður Heiðnabergi 12, lést á Vífilsstöðum laugardaginn 11. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. október kl. 13.00. Þórður Gísli Ottósson, Ingibjörg Ottósdóttir, Guðjón Hreiðar Árnason, Anna Karólína Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín, SVAVA ERLA SIGMUNDSDÓTTIR ANDRESEN, lést á heimili sínu í San Rafael, Kaliforníu, laugardaginn 18. október. Ingveldur Fr. Sigmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.