Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 L BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 GONE GIRL Sýnd kl. 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10:20 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON -Empire -H.S.S., MBL -H.S.S., MBL ★★★★★ -T.V., biovefurinn ★★★★★ -V.J.V., Svarthöfði.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Opið: 8 :00 - 18 :00 mánud .– fimm tud., 8:00 - 1 7:00 fö stud, bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA Í krafti sannfæringar, saga lögmanns og dómara nefnist bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæsta- réttardómara, sem út kemur hjá Almenna bókafélaginu sem ásamt Bókafélaginu og Ungu ástinni minni heyrir undir BF-útgáfuna. „Hér nýt- ur skýr hugsun og stíll Jóns Steinars sín vel og er niðurstaðan afar fróðleg og læsileg bók,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Af öðrum bókum sem Almenna bókafélagið sendir frá sér má nefna ljóðabókina Árleysi árs og alda eftir Bjarka Karlsson, en um er að ræða viðhafnarútgáfu á bókinni Árleysi alda sem út kom í fyrra. Bókina prýða myndskreytingar Matthildar Margrétar Árnadóttur auk þess sem henni fylgir hljómdiskur með ljóðum úr bókinni í flutningi Skálmaldar, Megasar, Erps og þekktra óperu- söngvara. Í bók sinni Heimur batnandi fer hrekur vísindarithöfundurinn Matt Ridley „upphrópanir dómsdags- prédikara af ýmsum toga og kemur fram með þá kenningu að 21. öldin geti orðið besti tími mannkynsins fram að þessu“. Frá Bókafélaginu eru m.a. vænt- anlegar tvær barnabækur eftir Dav- id Walliams. Annars vegar Rottu- borgari, sem kosin var barnabók ársins 2013 í Bretlandi, og hins veg- ar Stór og svolítið pirrandi fíll, en báðar eru í þýðingu Guðna Kolbeins- sonar. Einnig gefur Bókafélagið út Fjörfræðibók Sveppa, en Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hlaut Bókmenntaverðlaun barnanna árið 2012 fyrir bók sína Skemmtibók Sveppa. Af væntanlegum handbókum má nefna Jógahandbókina eftir Guð- rúnu Reynisdóttur jógakennara, Hamingjan eflir heilsuna eftir Borg- hildi Sverrisdóttur sálfræðing, Hekl, skraut og fylgihlutir og Prjónaást auk þess sem væntanleg er bókin Tíminn minn 2015 sem er mynd- skreytt dagbók eftir listakonuna Björgu Þórhallsdóttur. Fjórar nýjar bækur eru væntan- legar frá Ungu ástinni minni. Meðal þeirra eru Fyrstu 1000 orðin, Sjáðu hvað ég get gert í þýðingu Guðna Kolbeinssonar og bók sem ætlað er að bæta skólafærni barna með skemmtilegum þrautum. Stór fíll, metsölu- ljóð og dómari  Von er á 20 titlum frá BF-útgáfu  Tvær bækur frá David Walliams Jón Steinar Gunnlaugsson David Walliams Björg Þórhallsdóttir Sverrir Þór Sverrisson hefur samið við æðsta ráðamann borgarinnar, Camembert lávarð, um að þegar því verki verði lokið muni hann fá hvítan hatt á borð við þá sem stjórnendur bæjarins bera, fá að sitja með þeim á fundum og háma í sig dýra osta. Allt stefnir í að mein- dýraeyðinum takist ætlunarverk sitt en Eggs kemur tröllunum til bjarg- ar og komast bæjarbúar þá að hinu sanna um þau. Myndin virðist eiga að gerast á Viktoríutímanum, af klæðaburði persóna að dæma, og hún er oftar en ekki myrk og drungaleg. Andi Dickens svífur yfir vötnum og það skortir sárlega léttleika í myndina framan af, lítið um grín og glens en þeim mun meira af furðulegheitum. Eins skrítin og kassatröllin eru þá er lítið heillandi eða skemmtilegt við þau, því miður. Það er ekki fyrr en í seinni hluta myndarinnar að hún verður skemmtileg og eitthvað fer að gerast að ráði, t.d. þegar ill- mennið fer að borða ost og í ljós kemur að hann er með bráðaofnæmi og ýmsir líkamshlutar taka að blása út eins og blöðrur. Illmennið og kón- ar hans eru skemmtilegustu persón- urnar í myndinni, hinar eru allar fremur litlausar og lítið spennandi. Ef einhvern boðskap er að finna í sögunni er hann líklega sá að for- eldrar eigi að sinna börnum sínum og hlusta á þau. Það lyftir myndinni hins vegar yf- ir meðallag að hún er mikið augna- yndi og verður skemmtilegri eftir því sem á líður, sem fyrr segir, og ber einnig að hrósa fyrir vandaða ís- lenska talsetningu þar sem Egill Ólafsson fer fremstur í flokki í hlut- verki illmennisins. Að lokum, til þeirra sem ætla að sjá myndina: Ekki fara út þegar hún virðist vera búin. Í blálokin sjást nefnilega lista- menn Laika að störfum á leiftur- hraða á meðan brúðurnar sem þeir eru að færa til eiga í heimspeki- legum samræðum. Kostulegt loka- atriði og eitt það besta í myndinni. Skrítin Kassatröllin furðulegu og Eggs, unga hetjan sem þau hafa alið upp. ASA tríó leikur í kvöld kl. 21 á tón- leikum djassklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu og eru tón- leikarnir jafnfram útgáfutónleikar vegna nýrrar plötu tríósins, Cran- ing, sem inniheldur nýja frum- samda tónlist eftir hljómsveit- armeðlimi. Tónlistin mun vera undir ýmsum áhrifum, allt frá Jimmy Smith til Kneebody, eins og segir í tilkynningu. Tríóið skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gít- arleikari, Agnar Már Magnússon orgelleikari og trommuleikarinn Scott McLemore. Tónleikarnir í kvöld eru þeir fyrstu í Evróputónleikaferð tríósins sem mun leika í Noregi, Þýska- landi, Lúxemborg, Hollandi og Frakklandi. ASA tríó fagnar nýrri plötu á Björtuloftum ASA Tríóið heldur tónleika í kvöld, þá fyrstu í Evróputónleikaferð. Markús Bjarnason heldur sóló- tónleika á Café Rósenberg í kvöld kl. 21 og segir hann þá haldna af því tilefni að loksins sé komið að því að leggja lokahönd á fyrstu breið- skífu hans. Hún hafi verið nokkur ár í mótun og vinnslu og lokafjár- mögnun á henni hefjist í dag á vefn- um Karolinafund. Markús flytur í kvöld lög af plöt- unni í sinni einföldustu mynd, þ.e. með söng og gítarleik, og má búast við því að óvæntir gestir taki lagið. Markús flytur lög af væntanlegri plötu Sóló Markús Bjarnason með gítarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.