Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Afmælisdagurinn kemur og fer vonandi á sinn hefðbundnahátt, það verður ekkert afmælishald. Við fjölskyldan þykj-umst vera búin að taka forskot á þá sælu,“ segir Steinn Kárason, umhverfisfræðingur og garðyrkjumeistari. Steinn er m.a. frumkvöðull að endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði sem getið er í Landnámu. Þar eru aðeins ræktuð tré upprunnin úr Skagafirði. „Ég hef verið í ýmsum verkefnum síðan ég sneri heim frá Dan- mörku eftir MSc-nám í umhverfisfræði. Ég stofnaði fyrirtækið Garðyrkjumeistarinn sem var verktakafyrirtæki í garðyrkju en hef fært mig yfir í útgáfu og ráðgjöf, og held námskeið og fyrirlestra.“ Steinn hefur gefið út fimm bækur, tvær eftir hann sjálfan, Garð- verkin og Trjáklippingar, og hann hefur einnig gefið út tvær plötur með eigin tónlist. Á annarri plötunni sem nefnist „steinn úr djúp- inu“, er popptónlist en á hinni flytja Schola Cantorum og Kamm- ersveit Hallgrímskirkju jólasálminn Helga himneska stjarna sem Steinn samdi og Sigurbjörn Einarsson biskup orti ljóð við. Um þessar mundir er Steinn að ljúka þýðingu á norrænu kennslu- efni um úrgangsforvarnir fyrir grunnskóla á vegum umhverfisráðu- neytisins og Landverndar. Hann hefur um árabil sinnt kennslu í um- hverfis- og auðlindahagfræði við Háskólann á Akureyri og á Bifröst. Steinn hefur stundað jóga í áratugi og lauk nýlega við að leiðbeina á þriggja kvölda qigong-námskeiði hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. Eiginkona Steins, Kristín, er Arnardóttir, verkefnastjóri sér- kennslu í Kópavogsskóla. Þau eiga þrjá syni, Sindra Frey, Helga og Hlyn. Steinn átti fyrir tvö börn, Ástu Lilju og Kára. Steinn Kárason er sextugur í dag Hjónin Steinn og Kristín á einni af ferðum sínum um Balkanskaga. Fjölhæfur maður Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bergþóra Edda Grét- arsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Kara Líf Traustadóttir og Árni Daníel Grétarsson gengu í hús á Akranesi og seldu myndir sem þau teiknuðu sjálf. Ágóðann, 4.922 krónur, afhentu þau Rauða krossinum. Hlutavelta Akranes Óskar Arnar Hilmarsson fæddist 15. ágúst 2013 kl. 18.40. Hann vó 3.520 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Rut Agn- arsdóttir og Hilmar Geir Ósk- arsson. Nýir borgarar Akureyri Patrekur Ýmir Andrason fæddist 7. október 2013 kl. 22.28. Hann vó 4.730 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Sandra Sif Ragnarsdóttir og Egill Andri Bolla- son. J ón Óskar fæddist í Reykja- vík 22. október 1954 og ólst upp í Kleppsholtinu, í Sölleröd í Kaupmannahöfn og loks í Garðabænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1974, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-77, bjó í New York 1979-85 og stundaði þar myndlistarnám við School of Visual Arts og útskrifaðist þaðan með láði 1983. Jón Óskar hefur haldið um 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Evrópu, Asíu og í Norður- og Suður-Ameríku. Verk hans er að finna á fjölda safna hér heima og erlendis. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín á sviði myndlistar og hönn- unar, m.a. Francis Criss Award 1983 í New York, Edstranska verðlaunin 1993 í Svíþjóð, auk tilnefninga eins og til Ars Fennica í Finnlandi 1998 og Carnegie Art Award í Svíþjóð 2006. Þann 7.11. næstkomandi mun Jón Óskar opna stóra sýningu í öllu sýn- ingarrými Listasafns Íslands þar sem hann sýnir nýleg verk, flest inn- an við þriggja ára. Áhrifamikill útlitshönnuður dagblaða og tímarita um árabil Með myndlistinni hefur Jón Óskar sinnt útlitshönnun fyrir dagblöð, bókaforlög og margmiðlunar- fyrirtæki og hefur reyndar verið með áhrifamestu hönnuðum dag- og vikublaða hér á landi: „Ég á víst 50 ára fjölmiðlastarfsafmæli núna því ég byrjaði tíu ára að bera út Vísi. Annars hef ég unnið við dagblöð og tímarit allan minn listamannsferil, yfirleitt svona tvo til þrjá daga í viku, en verið síðan á vinnustofunni. Ég var fyrst á Vísi frá 1976 og síðan á fyrri Helgarpóstinum frá 1979 með þeim Moggamönnum, Árna Þór- arinssyni og Birni Vigni Sigurpáls- syni. Blaðið var unnið hjá Alþýðu- blaðinu þar sem Jón Baldvin var ritstjóri og Vilmundur afleysingarit- stjóri, sællar minningar. Eftir að ég kom frá námi hannaði ég síðan seinni Helgarpóstinn undir ritstjórn Halldórs Halldórssonar og Ingólfs Margeirssonar og kom síðan að Pressunni og Eintaki með Gunnari Smára, var á Alþýðublaðinu með Hrafni Jökulssyni og á DV með Mikael Torfasyni og Jónasi, að ógleymdu Mannlífi. Jón Óskar myndlistarmaður – 60 ára Í Listasafni Akureyrar Jón Óskar ásamt föður sínum, Hafsteini, til vinstri, og föðurbróður, Þórólfi Ingvarssyni, vél- stjóra á Akureyri, við opnun sýningar sinnar, Augu gula skuggans, árið 2007. Haldið fram hjá lista- gyðju á dagblöðunum 415 4000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.