Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Það þóttu töluverð tíðindi þegaríslenskir sprengjusérfræðingar töldu sig hafa fundið efnavopn eftir að hersveitir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra höfðu lagt Írak undir sig á sínum tíma.    Ein af helstu rök-semdum bandamanna fyrir innrásinni var ein- mitt að Saddam Hussein harðstjóri réði yfir slíkum vopnum, enda hafði hann notað þau til að myrða 300 þúsund Kúrda, óbreytta borgara í Írak, konur og börn.    Slíkur óhugnaður einn og sérhefði átt að duga til þess að Sameinaðar þjóðir sem rísa vildu undir nafni gripu í taumana, en það er önnur saga.    Bandaríkjamenn vildu ekki kann-ast við að vopnin sem íslensku sprengjusérfræðingarnir fundu væru í raun efnavopn. Nýbirtar upp- lýsingar New York Times setja þetta mál í nýtt ljós.    Gefið er til kynna að ráðamönn-um vestra hafi þótt mjög óþægilegt að hin nýfundnu ólöglegu vopn skyldu reynast vera bandarísk.    Ámbl.is var í gær haft eftir Hall-dóri Ásgrímssyni, sem var utanríkisráðherra þegar umræddir atburðir gerðust í Írak: „Mér finnst núna að [Bandaríkjamenn] þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum og skýra frá því sem þarna hefur raun- verulega gerst og að menn séu ekki hafðir að fíflum sem vildu aðstoða við það að finna sprengjur sem voru hættulegar almennum borgurum.“    Halldór telur Bandaríkjamennskulda skýringar. Undir það er tekið. Halldór Ásgrímsson Pínlegur fundur STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.10., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 6 skýjað Kaupmannahöfn 12 skúrir Stokkhólmur 7 skúrir Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 12 skúrir París 12 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 skúrir Berlín 12 skýjað Vín 16 skýjað Moskva 0 þoka Algarve 26 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 7 heiðskírt Montreal 6 alskýjað New York 17 alskýjað Chicago 10 alskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:40 17:45 ÍSAFJÖRÐUR 8:54 17:42 SIGLUFJÖRÐUR 8:37 17:24 DJÚPIVOGUR 8:12 17:13 Verkið Kvöldroði eftir Þórarin B. Þorláksson seldist á 2,8 milljónir króna á uppboði Gallerí Foldar sl. mánudagskvöld. Það var dýrasta verkið sem var slegið á því uppboði. Kvöldroði er olíumálverk frá árinu 1916. Að sögn Tryggva Páls Friðriks- sonar uppboðshaldara var uppboðið á mánudaginn í meðallagi. Stór mynd eftir Alfreð Flóka var slegin á 650 þúsund krónur. „Ég býst við að það sé með því hæsta sem fengist hefur fyrir Flóka,“ segir Tryggvi. Mynd eftir Kristján Davíðsson seldist á 1,6 milljónir króna. Þá seld- ist mynd eftir Georg Guðna á 1,9 milljónir króna. Einstaka verk eftir hann hefur ratað á uppboð hjá Fold. Stórt olíumálverk eftir Helga Þor- gils Friðjónsson seldist á tvær millj- ónir króna. Eitt verk eftir Kjarval, Álfameyjar, var á uppboðinu en seld- ist ekki. Það var verðmetið á 1,2 til 1,5 milljónir króna. Oftast eru fleiri verk eftir Kjarval boðin upp. Á þessu ári hafa tvö verk eftir hann selst á 6 og 4,5 milljónir króna. Þá var lítil blómamynd eftir Sölva Helgason boðin upp en engin tilboð bárust. Verðmatið var 500 til 700 þúsund krónur. „Sölvi var mikill jaðarlistamaður og erfitt að áætla hvar hann stendur í verði. Það er svo lítið til eftir hann,“ segir Tryggvi. thorunn@mbl.is Kvöldroði á 2,8 milljónir króna  Erfitt að verðmeta verk Sölva Helga- sonar, segir uppboðshaldari Foldar Verk eftir Þórarin B. Þorláksson. Barningur hefur verið á veiðum á ís- lensku síldinni síðustu daga vegna veðurs, en ágæt veiði. Faxi RE kom til Vopnafjarðar í fyrrinótt eftir erfiða siglingu frá síldarmiðunum vestan við landið. Farið var suður fyrir land vegna norðanóveðursins sem geisað hefur en að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra var þó stormur alla leiðina. Mest sló vindhraðamælirinn í 51 m/ sek. Þar sem siglt var nærri landi alla leiðina var sjólag þó ekki slæmt, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda. ,,Það má segja að veðrið hafi ekki gengið niður að gagni fyrr en við vor- um að nálgast höfnina á Vopnafirði,“ er haft eftir Albert. Hann segir að áætlaður afli í veiðiferðinni sé tæp- lega 900 tonn, sem fékkst í fjórum holum djúpt vestur af Snæfellsjökli og út af Faxaflóa. Albert segir að ágæt veiði hafi fengist á veiðisvæðinu vestur af Jökli en þegar aflinn treg- aðist þar hafi fundist ágætar lóðn- ingar djúpt í utanverðum Faxaflóa. Af Grandaskipunum er Ingunn AK á miðunum í sinni síðustu veiðiferð á þessari stuttu síldarvertíð, en Lund- ey og Faxi eiga hvort um sig eina veiðiferð eftir. Vindur sló í 51 m/sek  Stormur úr Faxa- flóa alla leiðina til Vopnafjarðar Jolene Verð 78.600,- Áður 98.000,- Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is Þekking • Þjónusta HÆGINDASTÓLAR GLÆSILEGIR FRÁ WHITE FEATHERS Jantzen Verð 111.200,- Áður 139.000,- Tvær tegundir af glæsilegum hægindastólum með snúning og ruggu. Jantzen & Jolene 20% Kynninga- afsláttur4 leðurlitir 2 taulitir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.