Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 ✝ Sigrún Matt-híasdóttir fæddist 21. febrúar 1938 í Leipzig, Þýskalandi. Hún lést á Landspít- alanum 29. sept- ember sl. Sigrún var dóttir Matthíasar Jón- assonar prófessors, f. 2. september 1902, d. 13. mars 1990, og eiginkonu hans, Gabr- iele Jónasson, f. Graubner 16. febrúar 1912, d. 1. febrúar 1997. Systkini Sigrúnar eru Björn hagfræðingur, kvæntur Heið- rúnu Huldu Guðmundsdóttur húsmóður, Margrét kennari, gift Guðmundi Bjarnasyni verslunarmanni, og Dagbjört skrifstofumaður, gift Magnúsi uðum 1945, örskömmu áður en styrjöldinni lauk. Fjölskyldan kom til Íslands með fyrstu ferð Esju 9. júlí 1945, allslaus, en í faðm góðra vina hér á landi sem aðstoðuðu hana við að koma undir sig fótunum. Sigrún ólst upp í foreldra- húsum, fyrstu árin á Gamla stúdentagarðinum þar sem faðir hennar var garðprófastur til 1952, en þá flutti fjölskyldan í Kópavoginn og hóf byggingu eigin húss á Þinghólsbraut 3 þar sem foreldrar hennar bjuggu alla sína ævi. Árið 1973 eign- aðist Sigrún dótturina Hildi, en faðir hennar er Guðmundur Sig- þórsson, skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu. Lengst af vann Sigrún við skýrslugerð í Þjóðhagsstofnun, forvera hennar, Efnahags- stofnun, og síðustu árin á Hag- stofu Íslands eftir að Þjóðhags- stofnun var lögð niður. Hún lét þar af störfum 2008 er hún fór á eftirlaun. Útför Sigrúnar fór fram 13. október 2014, í kyrrþey. Traustasyni vél- smið. Sigrún fæddist sem fyrr segir í Þýskalandi fyrir stríð á tíma þegar enn var talið að stríð myndi ekki skella á, þótt þá þegar væru blikur á lofti. Foreldrar hennar undir- bjuggu flutning til Íslands síðla árs 1938 og snemma næsta ár, en ekkert varð úr brottflutningi frá Þýskalandi áður en styrjöldin skall á, enda fæddist Björn bróð- ir hennar í desember 1939, þremur mánuðum eftir upphaf stríðsins. Fjölskyldan bjó því í Leipzig öll stríðsárin og flutti svo til Danmerkur á vormán- Sigrún systir mín kvaddi þennan heim fyrir nokkrum dögum, farin að heilsu og sátt við ævi sína. Helst sá hún eftir að komast ekki út til Danmerk- ur til dóttur sinnar á komandi jólum, en til þess hlakkaði hún. Henni leið alltaf best í návist Hildar, dóttur sinnar, og það gladdi hjarta hennar að Hildur átti fjögra ára dóttur, Sonju, sem var sólargeisli ömmu sinn- ar. Við þessi leiðarlok minnist ég með hlýju æskuára okkar þegar við bjuggum enn í for- eldrahúsum. Ekki var hægt að segja að við værum alltaf elskuleg systkini. Þvert á móti rifumst við oft, og foreldrar okkar stóðu ráðalaus yfir þess- ari kerskni, enda kunnu þau ekki annað ráð en að veita okk- ur hlýju, festu og blíðu. Sam- veruárum okkar Sigrúnar í for- eldrahúsum lauk 1959 er ég flutti til Bandaríkjanna og var lítt í foreldrahúsum eftir það. Eigi verður annað sagt en að Sigrún hafi verið sérstæður persónuleiki. Hún hafði krítísk- an og kaldhæðinn húmor, hafði eigin skoðanir á því hvað lá að baki opinberum fagurgala og gat oft komið hnyttnum at- hugasemdum um málefni líð- andi stundar til skila svo eftir yrði munað. Yfirborð hennar var hrjúft á stundum, en undir niðri bjó hlýja í garð náungans sem mun lifa lengst í minning- unni um hana. Hún átti fáa vini en hlýja og trygga, og er þeim þökkuð samfylgdin við hana nú við leiðarlok. Sjálfur þakka ég henni fyrir að hafa verið elsta systir mín í yfir sjötíu ár. Þeir sem trúa á annað líf eftir þetta geta verið vissir um að hún gengur til nýrra verka í næsta lífi á sinn sama sérstæða hátt og hún gerði í þessu lífi. Björn Matthíasson. Sigrún, stóra systir okkar, er dáin. Líf hennar sem stóra systir okkar var ekki alltaf dans á rósum. Ófáa sunnudagsmorgna vöktum við hana upp fyrir allar aldir og nauðuðum og suðuðum í henni að fara með okkur í sund. Við bjuggum jú í Kópa- vogi og þar var þá engin sund- laug. Fara þurfti með strætó til Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur og ekki máttum við fara einar. Ævinlega lét hún tilleiðast. Í þá daga fengu börn ekki alltaf það sem þau girntust. En Sigrún var oft örlát við okkur yngri systurnar. Ógleymanlegt er dýrindis „undirskjört“, keypt í versluninni Hjá Báru. Foreldrarnir höfðu auðvitað sagt nei við slíku prjáli og pjatti. Sigrún sá til þess að það var alsæl stelpa sem dró fína undirpilsið sitt alltaf niður fyrir kjólinn svo að það sæist nú örugglega. Og ekki gleymist fallega, hvíta og loðna kápan sem Sig- rún gaf í staðinn fyrir dökk- græna, sterka og endingargóða kápu sem mamma hafði talið vera hentugri á fjöruga stelpu. Engum sögum fer um það hvort fína kápan hafi fljótt orð- ið óhrein en eigandi hennar var í sjöunda himni. Þessar gjafir hafa áreiðanlega kostað Sig- rúnu drjúgan skilding af sum- arlaunum hennar. Fjölmargar aðrar minningar eigum við um örlæti hennar í okkar garð sem við geymum og gleymum ekki. Hildur, dóttir Sigrúnar, var augasteinninn og hamingjan í lífi hennar. Sigrún vann hörð- um höndum til að geta keypt fyrir þær íbúð á Sæbólsbraut- inni. Þar bjuggu þær þar til Hildur hélt til Kaupmannahafn- ar í framhaldsnám. Sigrún bjó áfram á Sæbólsbrautinni og það var alltaf gaman að koma þangað og skoða alla sérkenni- legu hlutina sem hún átti og hafði komið svo skemmtilega og smekklega fyrir. Seinustu árin lögðu margir hart að henni að flytja af 3. hæð í eitthvað þægilegra á jarðhæð. En á það mátti ekki minnast. Hún gæti alveg farið upp og niður stigana þótt það tæki hana langan tíma. Og henni tókst það! Þegar sjúkraflutningamenn- irnir vildu bera hana niður stig- ana þverneitaði hún og gekk sjálf niður alla stigana í hinsta sinn. Fjórum dögum síðar lést hún. Sigrún hafði sterkan lífsvilja en daginn áður en hún lést sagðist hún vera sátt við að fara. Hún fyndi að nú væri þetta búið og spurði hvort hún væri ekki búin að standa sig vel þessi 76 ár. Það gerði hún svo sannarlega! Hvíl í friði, elsku systir. Dagbjört og Margrét. Blessuð mamma mín, nú hefur þú fengið frið. Nú getur þú hvílt þig, vitandi að þetta er bara orðið „nokkuð gott hjá þér,“ eins og þú sagðir svo oft. Eftir sit ég, hálflömuð. Það gleður mig að við áttum huggulega viku saman í ágúst, bara við tvær eins og í gamla daga. Það hryggir mig að þú náðir ekki að koma út, að þú náðir ekki að sjá Sonju verða fjögurra ára gamla. Ég veit að þig langaði mikið til að ferðast, en heilsan hélt aftur af þér, því miður. Við áttum annars alltaf góðar stundir á ferðalögum og nutum þess að uppgötva nýja staði saman. Ég hefði óskað mér að það hefði verið meiri gleði í þinni tilveru, en þú varst mótuð af neikvæðri lífsreynslu og áttir oft erfitt með að treysta fólki. Oft skorti líka nokkuð upp á háttvísi í túlkunum þínum. Samt varstu bráðgáfuð, hörku- dugleg og gafst aldrei upp. Þú varst líka skarpsýn mjög og eftirtektarsöm. Þú sást hrunið koma á undan mörgum og keyptir danskar krónur fyrir sparifé þitt. Það vantaði bara næsta skref: Að þú notaðir þessar krónur til að koma út og heilsa upp á okkur. Kannski þú náir því í næsta lífi. Kæra mamma mín, nú er kominn tími til að segja bless. Við höfum ferðast lengi saman á þessari jörð, ekki alltaf sem vinir, en ávallt sem tvær mann- eskjur sem elskuðu hvor aðra og vildu hvor annarri allt hið besta. Nú mun ég ekki hringja í þig oftar, við þurfum ekki að hugsa um hvar þú átt að sofa á jólanótt og þú þarft ekki að ótt- ast að þú munir eyða alltof miklum peningum þegar þú kemur út. Í staðinn ertu farin á nýjar slóðir, lögð út í stærsta ferðalag lífsins og ég get bara vonað að þú finnir þann karl- kyns ferðafélaga sem þú óskað- ir þér svo heitt. Og ég mun á meðan lifa mínu lífi, ríkari fyrir að hafa þekkt þig. Bless, elsku mamma. Hildur Guðmundsdóttir. Sigrún Matthíasdóttir ✝ Eiður Her-mundsson fæddist á Strönd í Vestur-Landeyjum 25. mars 1920. Hann andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 2. október 1914. Foreldrar hans voru hjónin Her- mundur Einarsson, f. 1880, bóndi á Strönd og Guð- rún Jónsdóttir, f. 1890. Systkini Eiðs, sem öll eru látin, voru Hall- dór, Ingigerður, Kristín og Jón. Eiður var innan við tvítugt á vertíð við Vestmannaeyjar. 18 ára flutti hann til Hveragerðis þar sem hann hóf nám í trésmíði hjá Stefáni Guðmundssyni. Hjá honum bjó Eiður sín fyrstu ár í Hveragerði. Þar kynntist hann Bergljótu Eiríksdóttur vefn- aðarkennara, f. 1917, d. 1992, en þau giftust árið 1992. Börn Eiðs og Bergljótar eru Guðrún, f. 1954, gift Páli Reynis- Bergljót lést 1992 bjó Eiður þar einn til 2003. Eiður vann sem trésmiður fyrst á Trésmíðaverkstæði Hveragerðis og síðast á Tré- smiðju Dvalarheimilisins Áss en þar hætti hann 1994. Hann undi sér vel í Hveragerði og heima átti hann stóran garð þar sem hann dundaði við ræktun trjáa og blóma. Í bílskúrnum hafði hann smíðaverkstæði og þaðan komu margir ótrúlega fallegir smíðagripir. Eiður las ljóð og sögur og kunni á þeim skil svo alltaf var unum á að hlýða. Frá Skeggstöðum flutti Eiður í febrúar 2003 á Dvalarheimilið Ás og síðustu sjö árin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu þar sem hann naut frábærrar umönnunar starfsfólksins þar og færir fjölskyldan þeim bestu þakkir. Eiður var jarðsunginn frá Ás- kirkju og jarðsettur í Gufu- neskirkjugarði í kyrrþey 17. október 2014. Meira: mbl.is/minningar syni. Þeirra börn eru Reynir, Elín, Hlín og Hlynur og barnabörnin sex. Gunnlaugur, f. 1954, giftur Eddu Jónasdóttur. Börn hans eru Glúmur og Sunna frá fyrra hjónabandi með Hilke Hubert. Her- mundur, f. 1957, giftur Isabel Blank. Börn þeirra eru Ásta, Jóhannes, Mauri (Mári) og Valentín. Fyrir átti Bergljót Valgerði, f. 1944, gift Sævari Sigurðssyni. Þeirra börn eru Bergljót, Sigurður, Eiður sem lést af slysförum 1977 og Eyja Líf. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin þrjú. Ljót- ur, f. 1949, giftur Þórunni Jó- hannesdóttur. Þeirra synir eru Illugi og Brjánn og eitt barna- barn. Eiður og Bergljót byggðu sér hús í Laufskógum 35 sem þau nefndu Skeggstaði og bjuggu þar allan sinn búskap. Eftir að Elsku pabbi minn. Af öllum þeim ljóðum sem þú unnir er eitt sem ég held að hafi átt sérstakan stað í hjarta þínu. Á bak við það er lítið leyndarmál. Ljóðið þitt og mömmu frá skáldinu og góð- kunningja ykkar beggja. Þú fórst stundum með það fyrir mig og hrifning og væntumþykja lýstu úr svip þínum. Með því kveð ég þig ástkæri pabbi minn með hjartans þökk. Eitt kvöld á góu Svo undurskammt nær öll vor mikla þekking svo örðug reynist gáta stjörnuhvels svo mjótt er bilið fjörs og hels að maður hugsar: þetta er eintóm blekking. Og þó er ofar efans kalda húmi hin æðsta fegurð gefin vorri sjón: á gullnum hæðum birtast lamb og ljón og leika sé þar dátt að tíma og rúmi. Og örn og svanur hátt við skáldi skína á skæru flugi um geimsins bylgjusvið en fjósakonur standa hlið við hlið og horfa gegnum blá eilífð sína. Og hljóðan vörð um upphaf vort og endi á yztu mörkum standa hinir tólf en jómfrú svífur sæl um himingólf og sópar það með norðurljósavendi. Og allt í einu kviknar líf í ljóði – Þá líkt og elding gegnum hugann fer: ef gátan réðist mundi allt sem er Í einni svipan storkna í mínu blóði. (Jóhannes úr Kötlum) Guðrún. Eiður Hermundsson Elsku mamma mín. Þú varst ein- stök kona og mamma. Ég var svo glöð að fá að vera í fjölskyldunni þinni. Þú ert alltaf í hjartanu mínu og ég gleymi þér aldrei. Takk yndislega fyrir að vera mamma mín og vera alltaf svo góð við mig. Ég á margar góðar minningar um þig, eins og góðu pítsurnar þínar sem voru með pepperoni, banana og gráðaosti, líka bestu kleinur sem ég hef fengið og randalínuna sem þú bakaðir. Ég er svo glöð að hafa fengið að vera með þér síðustu dagana þína og hafa fengið að kveðja þig, líka var svo gaman hversu glöð þú varst að fá að sjá stelpurnar mínar. Við vorum alltaf góðar vinkonur og náðum vel saman. Elska þig, þín, Kristy og fjölskylda. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Hún Jóna frænka okkar er dá- in. Hún var órjúfanlegur hluti af Jóna Bergsdóttir ✝ Jóna Bergs-dóttir fæddist 17. júní 1949. Hún lést 13. september 2014. Jóna var jarðsungin 22. september 2014. lífi okkar systkin- anna. Hún var litla systir mömmu okk- ar og tilheyrði lífi okkar rétt eins og maðurinn hennar, Bjössi. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna, sérstak- lega á meðan Jóna og Bjössi bjuggu í Skagafirði. Gjarnan var gripið í spil og barist um svo hlátrasköllin glumdu um allt hús. Þetta voru skemmtilegar stundir enda lét þeim hjónum vel að skemmta sér og öðrum. Jóna og Bjössi komu sér upp sælureit á landareign for- eldra okkar eftir að þau fluttu á Sauðárkrók og áttu þar margar góðar stundir. Eftir að þau hjón- in fluttu suður eyddu þau stórum hluta af fríunum sínum niðri í lautinni góðu. Jóna hélt áfram að eyða þar drjúgum tíma eftir að Bjössi var fallinn frá. Jóna var verklagin kona. Allt sem sneri að matreiðslu og hann- yrðum lék t.d. í höndunum á henni. Hver man ekki eftir klein- unum góðu, rúgbrauðinu og föndruðu jólakortunum sem hún sendi í seinni tíð? Eða rúmfötun- um sem hún saumaði í dúkkurúm sem Bjössi hafði smíðað? Elsku Bergur, Ragnar, Árni, Ingibjörg, Hólmfríður, tengda- börn og barnabörn, innilegar samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Minning um góða konu lifir. Hvíl í friði, Jóna frænka. Systkinin frá Marbæli, Kolbrún, Hjalti, Haukur og Edda. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HÓLMGEIRS JÚLÍUSSONAR Hringbraut 2b, Hafnarfirði. Séstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild B4, Landspítala Fossvogi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristjana Björg Þorsteinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og samúð við andlát og útför VALS ÓSKARSSONAR kennara. Ásdís Bragadóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Bjartur Logi Guðnason, Eva Huld Valsdóttir, Ólafur Rúnar Ísaksson, Bragi Þór Valsson, Christina van Deventer, Guðlaug Ósk, Ásdís Anna, Friðrik Valur, Dagmar Helga og Lilja Rós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.