Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprotar „Ég var á einhvern hátt að heila mig með þessu málverki. Á myndinni er ég að rækta plöntu á hálsinum á mér, en ég var með svakalegan hálsríg og gat ekki hreyft höfuðið. Hebresku bókstafirnir á verkinu standa fyrir heilun,“ segir Erla sem einnig vinnur nú í samvinnuverkefni sem snýst um að rækta sprota á aðra tegund. ég hef komið til og upplifað. Til dæmis er mynd af skógi sem er í Main-ríki á austurströnd Bandaríkj- anna, en þetta er eldgamall skógur og það var sér- stök upplifun fyrir mig að koma í þennan skóg, það hafði eitthvað með birtuna að gera og það kom ein- hver þrá yfir mig, þrá eftir því andlega, sem ís- lenska náttúran kallar líka fram í mér. Þessa þrá er ég að reyna að nálgast með litunum og málverkinu. Þegar maður er í þessari miklu einbeitingu sem fylgir því að mála kallar það fram einhverskonar hugleiðsluástand. Striginn er rými fyrir rödd ein- staklingsins, mína rödd. Allt þjóðfélagið er jú mót- að af einstaklingum.“ Dyravörður „215 West 98th Street, The Gramont.“ Maður Erlu bjó þar og dyravörðurinn hefur þekkt hann frá fæðingu. „Það var sérstök upp- lifun að koma í þennan skóg. Það kom einhver þrá yfir mig, þrá eftir því andlega, sem ís- lenska náttúran kallar líka fram í mér.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Sýnir í kastala og kolanámu VELGENGNI ERLU Erla S. Haraldsdóttir er menntuð við Konunglega listaháskólann í Stokk- hólmi, The San Franscisco Arts Insti- tute, og hún útskrifaðist frá Listahá- skólanum Valand í Gautaborg 1998. Verk hennar hafa verið sýnd víða, m.a. í Berlinische Galerie í Berlín, The Scandinavia House í New York, Mod- erna Museet í Stokkhólmi, Kunstler- haus Bethanien í Berlín og Kronika Bytom í Póllandi. Verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Reykjavíkur, Moderna Museet og National Public Art Coun- cil í Svíþjóð. Erla hefur stjórnað vinnustofum í listaháskólum á Norðurlöndum og Karíbahafinu og hún er sem stendur gestakennari við Listaháskólann í Umeå. Næstu verkefni hennar eru m.a. einkasýning í Pszczyna-kastala í Pszczyna, Póllandi, í nóvember, sýn- ingarstjóri er Stanislaw Ruksza og er sýningin hluti af verkefninu A place where we could go. Í febrúar 2015 verður Erla með á opnunarsýningu hins nýja Silesian-listasafns í Kato- wice, Póllandi, en það er byggt yfir gamla kolanámu. Á Íslandi er Erla best þekkt fyrir ljósmyndasamsetningar eins og Here, there and everywhere, lagskiptar teiknimyndir eins og Sad with Satie og Reynisdrangar, flókin samstarfs- verkefni eins og M:E:E:H. í Sjálfstæðu fólki á Listahátíð Reykjavíkur 2012 og Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty, verkefni sem bæði var kynnt í Nýlistasafninu 2013 og Verk- ligheten í Umeå, Svíþjóð, 2014. 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 3 9 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. Á LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 SKOÐAÐU ÞIG UM landrover.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.