Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Í krafti sannfæringar erskemmtilegasta ævisaga semég hef lesið og er mér þó tilefs að sá hafi verið tilgangur höfundar, Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, lögmanns og dómara. Ég man eftir voldugum kaþ- ólskum preláta sem sagðist hafa mynd af Marteini Lúther hangandi fyrir framan sig á kontórnum til þess að minna sig á hvernig færi fyrir stofnunum sem ekki tækju mark á umkvört- unum uppreisn- armanna – en Leó X. páfi huns- aði Lúther illu heilli og fyrir vik- ið galt kirkjan versta afhroð sögunnar og Evrópa logaði í styrjöldum áratugum sam- an. Og Jón Steinar er uppreisnar- maður, saga hans er saga linnulausr- ar baráttu við dómskerfi sem hann telur stórlega gallað og forhert í sín- um ófullkomleika. Jón Steinar er glimrandi rithöf- undur og þeirri gáfu gæddur að skrifa eins og hann talar og þar sem hann þykir með glaðværustu mönn- um og spaugsamur vel verður frá- sögnin sprelllifandi og spennandi, þótt viðfangsefnin séu raunar allt annað en brosleg, því sakamál eru alltaf dapurleg og ekki bæta úr skák þær herfilegu brotalamir í dóms- kerfinu, sem höfundur leiðir fram hverja af annarri, og styður gildum rökum. Jón var atkvæðamikill lögmaður og afkastamikill dómari, mörg dómsmál sem hann átti aðild að og urðu landsfræg á sínum tíma eru þarna rakin, t.d. prófessorsmálið og barnsmálið, en það sem upp úr stendur eru lýsingar hans á vinnu- brögðum Hæstaréttar. Þar ríkir það andrúm sem hann kallar „fjöl- skyldustemningu“ – og ekki í já- kvæðri merkingu – og þessu and- rúmi eru flestir dómarar samdauna. Hann ber víða lof á samstarfs- menn sína í réttinum fyrir dugnað, menntun og andlegt atgervi, en svo er að sjá sem ýmiskonar aflægis- háttur hafi skotið þar rótum í vinnu- lagi og fyrir vikið verði dómar stund- um ósamstæðir og jafnvel beinlínis rangir. Þarna eru rifjaðar upp kostulegar og snarpar ritdeilur við aðra lög- spekinga, svo sem Sigurð Líndal og Valtý Sigurðsson. Sagt er frá krass- andi orðasennu við Markús Sigur- björnsson, forseta Hæstaréttar, sem á vissan átt hreppir það ólánsama hlutskipti að gegna hlutverki Leós páfa X. í sögu Jóns Steinars. Einnig er sagt frá býsna óhefð- bundnum, og vægast sagt vafasöm- um, vinnubrögðum hans sjálfs með- an hann gegndi hinu virðulega embætti hæstaréttardómara: hann skrifar nafnlaust bréf, að vísu af ærnu tilefni, þar sem hann gagn- rýnir vinnulag réttarins harðlega, og hann gefur stjórnmálamönnum heil- ræði í einkasamtölum varðandi mál sem þó kynnu að koma til kasta rétt- arins síðar. Hæstaréttardómarar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma í veg fyrir að hann fengi þar inngöngu á sínum tíma og gengu þar lengra en sæmilegt þótti, en þegar hann lauk störfum kvöddu þeir hann með virktum og luku lofsorði á störf hans – kannski samkvæmt því forna boðorði að heiðra skaltu skálkinn til þess að hann skaði þig ekki. Í bókinni eru líka fallegar sögur af einkalífi höfundar sem er greinilega friðsælt og ástúðlegt, svo sem vera ber um virtan embættismann og góðborgara, en þær sögur verða ofurliði bornar af styrjaldarsög- unum, og lesandanum fyrirgefst þótt hann brokki yfir þær á hundavaði. Sagt er frá þeim hinum fræga vin- skap við Davíð Oddsson og gerist þá höfundur venju fremur gætinn í tali. Ég hvet hins vegar alla sem taka sér þessa bók í hönd að lesa vand- lega þær greinar sem fjalla um hug- sjónir höfundar, lífsskoðun og sann- færingu. Þessar greinar eru því miður dreifðar um bókina, en án þeirra fá menn engan botn í hug- sjónamanninn, eldhugann og upp- reisnarmanninn Jón Steinar Gunn- laugsson. Barnungur markar hann sér þá grundvallarstefnu í lífinu sem saman er dregin í orðum hins hægrisinnaða bandaríska rithöfundar og hugsuðar Ayn Rand: Gerðu það sem er rétt. Í lögmannsstörfum markar hann sér þá sannfæringu að í hverju máli finnist ein lausn og verk hins vand- aða dómara felist í því að leita þeirr- ar lausnar. Sá dómari sem vinnur að málum með öðrum dómurum skal leita af eigin rammleik hinnar einu sönnu lausnar; hann skal ekki semja við sína meðdómendur um úrlausn heldur skila séráliti verði hann und- ir. Og sérálitin streymdu frá Jóni meðan hann var hæstaréttardómari. Það segir sig eiginlega sjálft að þeg- ar svo kröftugur maður og fyrirferð- armikill setur sér jafn afdráttarlaus markmið í lífinu þá kvikna eldar hvar sem hann kemur og ekki verð- ur öllum um sel sem á vegi hans verða. Jón hefur ávallt verið umdeildur maður, margir munu sjá hann í nýju ljósi eftir lestur sögunnar, en um- deildur verður hann áfram, trúlega þó á annan hátt en áður. Morgunblaðið/Kristinn Skemmtilegust „Í krafti sannfæringar er skemmtilegasta ævisaga sem ég hef lesið og er mér þó til efs að sá hafi verið tilgangur höfundar,“ segir m.a. um ævisögu Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem Bókafélagið gefur út. Spaugsami uppreisnarmaðurinn Ævisaga Í krafti sannfæringar bbbbn Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókafélagið, 2014. 408 bls. BALDUR HERMANNSSON BÆKUR Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar Kenneth Máni (Litla sviðið) Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Fim 20/11 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Lau 22/11 kl. 20:00 Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Sun 23/11 kl. 20:00 Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22 Gaukar (Nýja sviðið) Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Sun 30/11 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 20/11 kl. 20:00 Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Fim 30/10 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 26/10 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur) Sun 2/11 kl. 20:00 Fim 6/11 kl. 20:00 Coming Up (Aðalsalur) Lau 15/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00 Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.