Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Mannleg mistök í Kópavogi 2. Ætlaði að stækka vöðvana aðeins 3. Krummi dæmdur í skilorðsbundið … 4. Aldrei upplifað annað eins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríski plötusnúðurinn, raf- tónlistarmaðurinn og -framleiðand- inn Skrillex, réttu nafni Sonny John Moore, verður aðalflytjandi tónlistar- hátíðarinnar Sónar Reykjavík sem haldin verður 12.-14. febrúar á næsta ári. Um Skrillex segir á heimasíðu há- tíðarinnar að hann hafi umbylt dans- tónlist og sé einn vinsælasti tónlist- armaður heims. Fleiri flytjendur á hátíðinni hafa verið kynntir til sög- unnar, m.a. Paul Kalkbrenner sem er mikil stjarna í heimi danstónlistar og sést hér á mynd, norski diskóboltinn Todd Terje og einn vinsælasti plötu- snúður heims, hin rússneska Nina Kraviz. Þá mun tríóið Nisennen- mondai, skipað þremur japönskum tónlistarkonum, koma fram á hátíð- inni og sænski rapparinn Yung Lean með hópi sínum Sad Boys. Plötu- snúðurinn Alizzz frá Barcelona treður einnig upp. Af íslenskum tónlistar- mönnum og hljómsveitum hafa svo verið kynnt til sögunnar Samaris, Mugison, Prins Póló, Uni Stefson og Young Karin. Skrillex og Kalk- brenner á Sónar  Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Gunnar I. Gunnsteinsson í starf fram- kvæmdastjóra. Gunnar hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Bandalags sjálf- stæðu leikhús- anna og Tjarnarbíós undanfarin ár og einnig sem leikari, leikstjóri og fram- leiðandi til fjölda ára. Gunnar ráðinn framkvæmdastjóri Á fimmtudag og föstudag Austlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Víða él og hiti kringum frostmark, en skúrir við suðurströndina og hiti 1 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma norðantil upp úr hádegi, en hægari vindur og rigning með köflum syðra síðdegis. Hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvesturströndina. VEÐUR Mikið gekk á í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Stærstu tíðindin voru í Hvíta-Rússlandi þar sem 27 ára gamall Bras- ilíumaður sem aldrei hefur spilað A-landsleik, Luiz Adriano, skoraði fimm sinn- um í 7:0 útisigri Shaktar Donetsk á BATE Borisov. Bayern München skoraði einnig sjö mörk á Ólympíu- leikvanginum í Róm en alls voru 40 mörk skoruð. » 2 Skoraði 5 en er ekki í landsliði „Það hefur ekkert gengið hjá okkur undanfarna mánuði. Við ætluðum okkur stærri hluti en raun ber vitni. Eins og tímabilið byrjaði hjá okkur leit út fyrir að við værum að fara að berjast um Evrópusæti en ég veit ekki hvað gerðist hjá okkur,“ segir Björn Daníel Sverrisson, sem er einn fimm íslenskra knattspyrnumanna hjá Viking í Stav- angri. »4 Veit ekki hvað hefur gerst hjá Viking Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Molde, segir að árangur liðsins í norsku B-deild kvenna í handknattleik hafi komið á óvart. Molde er nýliði í deildinni en hefur samt fullt hús stiga að loknum fimm leikjum. Þegar undir- búningur hófst í sumar fyrir keppnis- tímabilið var ekki ástæða til bjartsýni, að sögn Einars. Sex leikmenn yfirgáfu liðið og aðeins einn kom í staðinn. »3 Engin ástæða til bjart- sýni fyrir leiktíðina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Svo virðist sem stöðugt sé verið að plata fólk og töframenn njóta góðs af því. „Við Jón Víðis höfum lengi verið áhugamenn um töfrabrögð, könnuðum stofnun félags 2006 og það varð að veruleika ári síðar,“ segir Gunnar Kr. Sigurjónsson um Hið íslenska töframannagildi, sem er hluti af IBM, al- þjóðlegri hreyfingu töframanna, „stærstu hreyfingu töframanna í heiminum,“ bætir hann við. Stofnfélagar þurftu að vera tíu en þeir voru 12 og nú eru um 20 félagar í HÍT. Gunnar segir að ekki sé hægt að hafa at- vinnu af því að sýna töfrabrögð á Íslandi enda sinni félagsmenn öðrum störfum. Í því sambandi bendir hann á að fyrstu konurnar til að ganga í HÍT, sem koma fram opin- berlega í fyrsta sinn annað kvöld, séu ís- lenskufræðingar; önnur sé íslenskukennari við MH og hin þingmaður. „Félagar sinna þessu ýmist í atvinnuskyni að hluta til eða vegna þess að þeir eru áhugamenn um töfrabrögð,“ segir Gunnar. Félagsfundir eru mánaðarlega og segir Gunnar að þar sé eðlilega rætt um töfra- brögð og þau sýnd. Töframenn þurfi stöð- ugt að vera á tánum og koma með ný töfra- brögð og liður í því sé að fá erlenda gesti árlega til að sýna og kenna ný brögð. „Við kaupum fyrst og fremst nýjar hugmyndir,“ segir hann. Mistök og ekki mistök Gunnar segir að spilatöfrabrögð séu al- gengust, en fjölbreytileikinn njóti sín á sýn- ingum eins og í Salnum. Spil séu auðveld í meðförum og auk þess séu til margar út- færslur af spilatöfrabrögðum. Þau geti samt misheppnast eins og önnur brögð. „Skemmtilegast er þegar eitt- hvað misheppnast en verður ótrú- legt,“ segir hann og rifjar upp ákveðið atvik. „Einu sinni dró einhver spil úr stokknum hjá mér, ég fékk það aftur og stokkaði. Fyrir tilviljun flaug eitt spil úr stokknum og lenti á gólfinu beint fyrir fram- an tærnar á viðkomandi gesti. Hann beygði sig niður og tók upp spilið og það var spilið sem hann hafði dreg- ið úr stokknum. Þetta leit út fyrir að vera það sem átti að gerast en var í raun algjör tilviljun.“ Öðru sinni var Baldur Brjánsson í sjón- varpsþætti með öðrum manni, sem átti að fara ofan í pappakassa. Baldur átti svo að stinga nokkrum tréspjótum í gegnum kass- ann og var atriðið vel æft og merkt þar sem hann átti að stinga í gegn. Á meðan Baldur var í sminki setti sviðsmaður kassann sam- an og þegar Baldur kom að kassanum sá hann hvergi merkingarnar. „Það var fullur salur af fólki og Baldur hafði um tvennt að velja, að hætta við eða stinga eftir minni. Hann valdi síðari kostinn og atriðið gekk stórslysalaust en eftir sýninguna sáu þeir að kassinn hafði verið settur vitlaust saman, allar merkingarnar voru að innanverðu.“ Skemmta með brögðum  Íslenskir töfra- menn leika listir sínar í Salnum í Kópavogi Töfrakonur Halldóra Björt Ewen og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, koma fram sem töfratvíeyki. Hið íslenska töframannagildi (toframenn.is) var stofnað 2007 og hefur síðan haldið árlegt töfrakvöld, þar sem er- lendir töframenn hafa meðal annars komið fram, auk þess sem þeir hafa kennt félagsmönnum ýmislegt í faginu. Áttunda töfrakvöld HÍT verður í Salnum í Kópavogi annað kvöld og hefst það kl. 20 en húsið verður opnað hálftíma fyrr og þá ganga töframenn um á meðal gesta og sýna töfra- brögð. Skoski töframaðurinn R. Paul Wilson er aðal- gestur sýningarinnar að þessu sinni en auk hans taka íslenskir töframenn þátt í sýningunni. Þeir eru tvíeykið Halldóra Björt Ewen og Katrín Jakobs- dóttir, Jón Víðis, Einar einstaki og Gunnar Kr. Sigurjónsson. Logi Bergmann verður kynnir. Aðalgesturinn frá Skotlandi TÖFRAKVÖLD HINS ÍSLENSKA TÖFRAMANNAGILDIS Gunnar Kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.