Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það er víðar að finna kafbáta en í sænska skerjagarðinum. Stóra og smáa. Í Kópavogi er heil kafbáta- verksmiðja, grundvölluð á íslensku hugviti og tækniþekkingu. Hún hefur meira að segja selt rússneska hern- um framleiðslu sína. Keypti varn- armálaráðuneytið í Moskvu átta báta fyrir tveimur árum. En ólíklegt er að það sé kafbátur ættaður úr Kópavogi sem verið hefur að hrella Svía að undanförnu. Kópavogsbátarnir eru örlitlir og ómannaðir. En gera sitt gagn og rúmlega það í þágu varna og gæslu, björgunar, olíuleitar og hvers kyns rannsókna í hafinu á vegum há- skóla, stofnana og fyrirtækja. „Já, sumir viðskiptavina okkar verða hissa þegar þeir uppgötva að djúpförin okkar eru framleidd á Ís- landi. Þeir vita að hér býr ágætlega menntuð þjóð, en þetta er ekki sú atvinnugrein sem þeir eiga von á að stunduð sé hér á landi,“ segir Arn- ar Steingrímsson sölu- stjóri Teledyne Gavia, fyrirtækisins sem hannar og framleiðir dvergkafbáta eða djúpför í rúmgóðu hús- næði við Vesturvör í Kópavogi. Teledyne Gavia hét upp- haflega Hafmynd og var í eigu nokk- urra íslenskra frumkvöðla. Hafmynd átti rætur að rekja til vinnu Hjalta Harðarsonar verkfræðings sem byrj- aði árið 1996 að þróa djúpfar í sam- starfi við Raunvísindastofnun Há- skóla Íslands. Þremur árum síðar var Hafmynd stofnuð og sama ár var fyrsta útgáfa af djúpfarinu sjósett. Önnur kynslóð djúpfarsins var hönnuð á árunum 2003 og 2004 og er enn byggt á þeirri vinnu við fram- leiðsluna. Það sem sérstakt er við ís- lensku djúpförin er að þau er búin til úr ein- ingum, þannig að við- skiptavinur getur sett þau saman nánast eins og honum hentar. Þannig er hægt að setja í þau ný mæli- tæki eða nema, þegar þeir koma á markað. Einnig hvers kyns mynda- vélar. Annað sem sérstakt var við ís- lensku djúpförin í upphafi var að þau voru minnstu för sinnar tegundar Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson Fullbúið Eitt djúpfaranna í verksmiðju Teledyne Gavia við Vesturvör í Kópavogi. Hanna og framleiða kafbáta í Kópavogi  Íslenskt hugvit og tækniþekking  Með 25 starfsmenn HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2014 Á FERÐ UM ÍSLAND  Á Strandgötu 31 í Hafnarfirði er rekið frumkvöðlasetur sem veitir framtaksmönnum og hugvitsfólki aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að viðskiptahugmyndum. Setrið er samstarfsverkefni Hafn- arfjarðarbæjar, Garðabæjar og Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands. Misjafnt er hve margir eru í setr- inu hverju sinni, en á undanförnum mánuðum hefur þar verið um tugur aðila að vinna að nýsköpunarverk- efnum.Vinna þau að fjölbreyttum hugmyndum, allt frá handteiknuðum heimi tölvuleikja yfir í þróun á flota- stjórnunarkerfi fyrir flugiðnaðinn. Viðskiptahugmyndirnar eru mis- langt á veg komnar. Sumar eru enn á teikniborðinu en aðrar hafa þegar skilað sér í stofnun sprotafyrir- tækja. Ljósmynd/Kveikjan Kveikjan Frumkvöðlasetrið er á Strandgötu 31 í Hafnarfirði. Unnið að fjölbreyttum hug- myndum í frumkvöðlasetri  Í sundlaug Seltjarnarness kalla menn ekki allt ömmu sína en þar er búið að koma upp köldum potti með aðeins 4-5°C heitu vatni. Samkvæmt upplýsingum á vef bæjarins er sí- rennsli í pottinum, sem líkist meir tunnu en hefðbundnum heitum potti, þannig að ekki er þörf á að bæta klór út í vatnið. Potturinn er sagður hafa notið mikilla vinsælda hjá öllum aldurs- hópum en þó sérstaklega hjá íþrótta- fólki. Það helgist af því að eftir erf- iðar æfingar séu vöðvarnir fljótari að ná sér ef farið er í kalt vatn á eftir. Einnig hjálpi það blóðflæði að skipta á milli hita og kulda. Harkan sex Fastagestur laugarinnar lætur kalt vatnið ekki á sig fá. Ískaldir sund- laugargestir á Nesinu Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ungmenni á aldrinum 16-20 ára eiga nú sæti í öllum stærstu nefnd- um Seltjarnarnesbæjar. Þar hafa þau málfrelsi og tillögurétt og þetta fyrirkomulag var að ósk ung- mennaráðs bæjarins. Lillý Óladóttir er 17 ára nem- andi í MH og á sæti í menning- arnefnd Seltjarnarnesbæjar. Hún er þó enginn nýgræðingur í nefnd- arstörfum fyrir bæinn, því í fyrra var hún í umhverfisnefnd. „Við höf- um áhrif þótt við megum ekki greiða atkvæði,“ segir Lillý. „Það er hlustað á það sem við segjum.“ Hún segir áhugavert að kynnast hvernig stjórnsýslan virki og er ekki frá því að áhugi sinn á stjórn- málum hafi auk- ist við þátttök- una. Meðal verk- efna menningar- nefndar er að skipuleggja viðburði á vegum bæjarins. „Það skiptir máli að ungt fólk hafi eitthvað að segja um hvernig þeir eru,“ segir Lillý. „Þetta hefur gefist mjög vel,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæj- Ungmennin á Sel- tjarnarnesi hafa áhrif  Sitja í stærstu nefndum bæjarins Morgunblaðið/Ómar Seltjarnarnes Ungmenni eiga sæti í helstu nefndum bæjarins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Ásgerður Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.