Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Frá árinu 2004 til ársins 2011 urðu bandarískir og íraskir hermenn, þjálf- aðir af Bandaríkjaher, ítrekað sárir vegna snertingar við, eða innöndunar á eiturefnagastegundum, sem voru í sprengikúlum og flugskeytum, bæði sinneps- og taugagas. Þúsundir efna- vopna hafa fundist í Írak á þessu tíma- bili og bandarískir og íraskir hermenn hafa orðið fyrir heilsutjóni. Fram til þessa dags hafa bandarísk hernaðar- yfirvöld og varnarmálaráðuneytið (Pentagon) haldið þessum staðreynd- um leyndum og reynt með öllum til- tækum ráðum að þagga niður í fórn- arlömbunum. The New York Times hefur heimildir fyrir því að á tíma- bilinu 2004 til 2011 hafi bandarísk hernaðaryfirvöld í Írak skráð yfir 5 þúsund fundi á efnavopnum. Þetta kemur fram í ítarlegum greinaflokki, í átta hlutum, sem banda- ríska stórblaðið The New York Times birti í síðustu viku. Skúbb Morgunblaðsins Sunnudaginn 11. janúar, 2004 birti Morgunblaðið fimm dálka frétt efst á forsíðu undir fyrirsögninni: Íslenskir sprengjusérfræðingar finna sinneps- gas í Írak. Og yfirfyrirsögnin var: Fyrsti efnavopnafundurinn í Írak heimsatburður, segir Halldór Ás- grímsson, (þáverandi utanríkisráð- herra). Fréttin fjallaði um það að tveir sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar, Andrian King og Jónas Þorvaldsson, sem störfuðu á vegum Íslensku friðargæslunnar í suður- hluta Íraks, hefðu fundið verulegt magn af sprengjuvörpukúlum, sem hefði innihaldið sinnepsgas. Höfðu danskir og breskir sprengjusérfræð- ingar staðfest þessa efnagreiningu, samkvæmt frásögn utanríkisráð- herrans, Halldórs Ásgrímssonar. Orðrétt sagði í fréttinni: „Þetta er í fyrsta sinn sem efnavopn finnast í Írak“. Hinn 16. janúar, 2004 birti Morg- unblaðið frétt, þar sem greint var frá því að bandarískir sérfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að sprengjurnar sem íslensku sprengju- sérfræðingarnir fundu faldar í upp- byggingu á vegarspotta, hefðu ekki innihaldið sinnepsgas. Eftir þá birt- ingu lognaðist fréttaflutningur um fundinn út af, nema hvað í árslok var þessi frétt valin „axarskaft ársins“ í fréttaflutningi, eins og fréttastofa RÚV orðaði það í hádegisfréttum í gær. Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ráðuneytið hefði óskað eftir skýring- um frá bandarískum stjórnvöldum. „Ég get staðfest að utanríkisráðu- neytið hefur óskað eftir skýringum frá bandarískum stjórnvöldum og frekari upplýsinga,“ sagði Urður. Samkvæmt greinaflokki The New York Times hafa fréttamenn blaðsins fundið og rætt við bandaríska her- menn sem voru fórnarlömb eiturefn- anna, ýmist undir nafni eða nafn- leynd. Almenningur blekktur NYT greinir frá því að það hafi átt viðtöl við 17 fyrrverandi bandaríska hermenn í Írak og 7 íraska lögreglu- menn, sem hafi komist í snertingu við tauga- eða sinnepsgas eftir 2003 og beðið tjón af. Blaðið hefur fengið það staðfest hjá bandarískum embættis- mönnum að tala þeirra sem biðu heilsutjón sé eitthvað hærri, en það ríki trúnaður um upplýsingar um ná- kvæmar tölur. Fram kemur í greininni að banda- rísk stjórnvöld héldu á sínum tíma öll- um upplýsingum um efnavopn í Írak leyndum, einnig fyrir herflokkum sem sendir voru til Íraks og herlækn- um. Fórnarlömbin greina frá því að leyndin hafi gert það að verkum að þau hafi ekki fengið viðeigandi lækn- ishjálp eftir að hafa komist í snertingu við eiturefnin eða andað að sér eit- urgasinu. Þeim var jafnvel brigslað um að reyna að koma sér undan skyldustörfum. „Ekkert merkilegt, var mér skipað að segja,“ segir major Jarrod Lam- pier við NYT, en hann fór nýverið á eftirlaun í Bandaríkjaher. Var hann viðstaddur stærsta einstaka efna- vopnafundinn í Írak árið 2006, þegar yfir 2.400 flugskeyti með taugagasi fundust grafin í jörð í fyrrverandi búðum sérsveita Saddams Hussein. Jarrod L. Taylor, fyrrverandi lið- þjálfi í bandaríska hernum í Írak, fór fyrir sveit sem m.a. hafði þau verkefni með höndum að eyða flugskeytum og sprengikúlum sem innihéldu sinneps- gas. Hann sagði NYT að hann hefði haft það í flimtingum, eftir að tveir hermenn undir hans stjórn sködduð- ust af snertingu við sinnepsgas, að þeir hefðu „fengið sár, sem ekki voru sár,“ af „efni sem ekki var til.“ „Al- menningur var blekktur í heilan ára- tug. Ég beinlínis elska það þegar ég heyri staðhæfingar um að það hafi ekki verið nein efnavopn í Írak. Það var gnægð af þeim,“ sagði Taylor. Meira að segja Bandaríkjaþing var ekki upplýst nema að hluta til um það sem fannst af efnavopnum og her- sveitum og herforingjum var ýmist skipað að þegja eða að veita misvís- andi upplýsingar um efnavopnafundi. John Kirby, talsmaður Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, neitaði að tjá sig um málið, þegar NYT leitaði eftir umsögn. Efnavopn í Írak í þúsundavís  The New York Times segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að þagga niður allar upplýsingar um fund eiturefnavopna í Írak  Utanríkisráðuneytið óskar eftir skýringum frá bandarískum stjórnvöldum Ljósmynd/Landhelgisgæslan Forsíðan Þessi mynd af Andrian King og Jónasi Þorvaldssyni sprengju- sérfræðingum birtist á forsíðu Morgunblaðsins hinn 11. janúar 2004. „Við töldum enga ástæðu til þess að efast um það sem okkar menn voru að gera og fundu þarna. Þess vegna sögðum við frá því,“ segir Halldór Ásgrímsson, sem var utanríkisráðherra árið 2004. „Það var líka stutt áliti frá Dönum að minnsta kosti og jafn- vel Bretum líka. Þess vegna kom það mjög á óvart þegar Banda- ríkjamenn héldu allt öðru fram. Við höfðum hins vegar enga möguleika á því að gera neitt meira í þessu. En það hefur sjálfsagt komið illa við kaunin á Bandaríkjamönn- um að komast að því að efna- vopn sem leyndust í Írak væru að minnsta kosti að einhverjum hluta komin frá þeim og má vera að þeir hafi vilj- að hylma yfir það. Mér finnst núna að þeir þurfi að gera hreint fyrir sín- um dyrum og skýra frá því sem þarna hefur raunverulega gerst og að menn séu ekki hafðir að fíflum sem vildu aðstoða við það að finna sprengjur sem voru hættulegar almennum borg- urum,“ segir hann og bætir við að hann sé þeirrar skoðunar að íslensk stjórnvöld ættu að leita skýringa á málinu. hjortur@mbl.is Töldu enga ástæðu til að efast HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór Ásgrímsson Ríkislögreglustjóri hefur fengið til landsins 150 léttar vélbyssur, MP-5, til nota fyrir íslenskt lögreglulið. Bætast þær í vopnabúr lögreglu- embætta en þar eru fyrir skamm- byssur, rifflar og haglabyssur. Eng- in stefnubreyting hefur hins vegar orðið í notkun lögreglumanna á vopnum og enn eru í gildi reglur sem settar voru árið 1999. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem al- menna lögreglan fær vélbyssur til yfirráða því um áratugaskeið voru sambærileg skotvopn til taks hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir að þær hafi verið metnar úreltar fyrir nokkrum árum og aflagðar. Ekki hafi verið hægt að fá aðrar í stað þeirra fyrr en nýverið. „Lögreglan hefur alltaf haft vopn og meginreglan er sú að þau eru geymd á lögreglustöðvum. Þá eru í gildi reglur frá árinu 1999 um það hvenær lögregla vopnast og er slíkt ekki gert nema brýn ástæða sé til. Það segir sig sjálft að ekki er for- svaranlegt að senda óvopnaða lög- reglumenn gegn byssumönnum,“ segir Jón og áréttar að ekki sé um neina eðlisbreytingu að ræða. Jón upplýsti í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að byssurnar hefðu feng- ist gefins frá Norðmönnum. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og fóru þingmenn stjórnarand- stöðunnar fram á að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og Haraldi Johannessen, ríkislög- reglustjóra, yrði gert að mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að útskýra málið betur. Einnig var farið fram á sérstaka umræða um vopnin á Alþingi í dag og að Hanna Birna tæki þátt í henni. Innanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að engin ávörðun um stefnubreyt- ingu varðandi vopnaburð lögreglu hefði verið tekin af ráðherra. Lögreglan fær ný vopn til notkunar  150 vélbyssum bætt í vopnabúr lögreglu  Gjöf frá Noregi Morgunblaðið/Sverrir Byssur Sérsveitarmenn hafa einir borið skotvopn og það breytist ekki. 20% afsláttur af öllum ljósum og ljósabúnaði Nítró sport / Kirkjulundi 17 210 Garðabæ / Sími 557 4848 www.nitro.is Kynning á kösturum, höfuðljósum og öðrum ljósabúnaði fyrir hjól og sleða kl. 18:00 - 20:00. Léttar veitingar í boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.