Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samkomulag náðist ekki um stjórn-
un makrílveiða á næsta ári á fundi
strandríkja, sem lauk í London í
gær. Frekari viðræður eru ekki ráð-
gerðar og má því reikna með að sjáv-
arútvegsráðherra ákveði kvóta Ís-
lendinga áfram eins og verið hefur.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins steytti eins og síðasta vetur
á afstöðu Norðmanna. Viðræður á
fundinum í London fóru ekki svo
langt að í ljós kæmi hvað Norðmenn
væru tilbúnir að samþykkja hátt
hlutfall til Íslands. Í fyrravetur mun
hafa verið rætt um tæplega 12%
hlutdeild Íslendinga í ráðlögðu afla-
marki Alþjóðahafrannsóknaráðsins,
ICES. Í kvótaákvörðun hafa sjávar-
útvegsráðherrar síðustu ár gjarnan
miðað við að í hlut Íslands kæmu 16-
17% af ráðgjöfinni.
Afli langt umfram ráðgjöf
Evrópusambandið, Noregur og
Færeyjar gerðu með sér samning
um stjórnun makrílveiða í mars í vet-
ur. Ekki er líklegt að fleiri þjóðir
verði aðilar að honum á næstunni.
Fiskaren í Noregi greindi frá því í
gær að strandríkin þrjú muni mögu-
lega í dag ganga frá samkomulagi sín
á milli um veiðar næsta árs. Kvótinn
verði væntanlega minni en í ár.
Á vegum ICES er, að beiðni samn-
ingsríkjanna þriggja, unnið að end-
urmati á nýtingarstefnu makríls til
lengri tíma. Reiknað er með að þeirri
vinnu ljúki í febrúar og verði rædd á
fundi í marsmánuði.
Í ráðgjöf ICES fyrir næsta ár er
miðað við að afli fari ekki yfir 906
þúsund tonn, sem er um 100 þúsund
tonnum undir ráðgjöf þessa árs.
Hins vegar er áætlað að heildarafl-
inn í ár verði um 1.400 þúsund tonn.
ICES áætlar að samningsþjóðirn-
ar þrjár veiði alls um 1.040 þúsund
tonn og skiptist aflinn þannig að
ESB veiði um 600 þúsund tonn,
Norðmenn um 280 þúsund tonn og
Færeyingar um 156 þúsund. Makríl-
vertíð er ekki lokið í þessum löndum
og talsvert óveitt. Þá hafa Skotar
fengið heimild ESB til að geyma
fjórðung af tæplega 300 þúsund
tonna kvóta sínum til næsta árs.
Afli íslenskra skipa í íslenskri lög-
sögu varð um 153 þúsund tonn á ver-
tíðinni. Útgefinn kvóti var 168 þús-
und tonn, en til frádráttar voru 7.500
tonn sem skipin fóru fram yfir í
fyrra, en slíkt er heimilt samkvæmt
lögum. Þau geyma hins vegar rúm-
lega átta þúsund tonn af kvóta þessa
árs til næstu vertíðar.
78 þúsund tonn við Grænland
Vertíðinni er lokið í grænlenskri
lögsögu og veiddust þar um 78 þús-
und tonn af 100 þúsund tonna kvóta
sem Grænlendingar höfðu sett sér.
Makrílafli þeirra er hins vegar mun
meiri en í fyrra þegar veiddust um 53
þúsund tonn í lögsögu Grænlend-
inga.
Þeir hafa tilkynnt að þeir hafi að
svo stöddu ekki áhuga á því að ger-
ast aðilar að samningi um makríl-
veiðar. Áður en af slíku verði vilji
þeir kanna betur og kortleggja út-
breiðslu makríls í lögsögu sinni og
afla sér aflareynslu.
Viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson og Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, áttu í vikunni tvíhliða
fund í Síle, þar sem þau sækja fiskeldissýningu. Með þeim er Paul Wheelhouse, umhverfisráðherra Skotlands.
Enn strandaði á
afstöðu Norðmanna
Minkasíur í Rangárvallasýslu höfðu
veitt 45 minka síðsumars þegar
Reynir Bergsveinsson, hönnuður
minkasíunnar og minkaveiðimaður,
hreinsaði nýlega úr þeim.
„Talsvert víða var óþarflega mikill
afli,“ sagði Reynir. Þrír minkar voru
í einni síunni og tveir í nokkrum en
minkar voru í næstum öllum síum.
„Það var miklu minna af mink í
Rangárþingi eystra, austan við
Eystri-Rangá, en í Rangárþingi
ytra, vestan við ána. Þar var fullt af
mink.“
Reynir sagði að veiðifélag Eystri-
Rangár og sveitarfélagið Rang-
árþing eystra hefðu kappkostað að
vinna á minknum við ána og eins við
Affallið í Landeyjum undanfarin
átta ár. Settar voru niður rúmlega
25 minkasíur allt ofan frá Keldum og
niður úr. Sáralítið er nú af mink við
Eystri-Rangá og þverrandi við Af-
fallið, að sögn Reynis. Síum var
fjölgað mikið við Ytri-Rangá í fyrra.
Hann sagði að hann hefði orðið var
við að minnsta kosti sjö minkagot á
veiðisvæðum í Rangárþingi ytra í
sumar en ekki neitt í Rangárþingi
eystra. „Þetta sýnir hvað hægt er að
gera með því að fylgja þessu eftir,“
sagði Reynir.
Ársveiði við Þingvallavatn var 42
minkar liðið ár. Reynir hefur furðað
sig á því að stöðugt innstreymi virð-
ist vera af mink í Heiðarbæj-
arlandið. Hann kveðst gruna að um
sé að ræða aliminka sem sloppið hafi
úr minkabúi í Mosfellsdal. Reynir
segir að stór minkabú séu á Suður-
landi og þaðan virðist ekki sleppa
einn einasti minkur.
Stór refur á Þingvöllum
Reynir hefur undanfarin fjögur ár
orðið var við spor eftir stóran ref á
Þingvöllum sem hann telur að geti
verið annaðhvort rauðrefur eða silf-
urrefur. „Íslenska tófan valhoppar í
öllum aðalatriðum en þessi töltir.
Þetta er svo stórt dýr að sporin eru
miklu stærri en eftir tófu og göngu-
lagið er greinilega annað,“ sagði
Reynir. „Ég sá slóð eftir hann í
fyrravetur og þá var hann orðinn
talsvert stærri en hin árin. Ég tel
víst að hann haldi sig aðallega í
skógunum og jafnvel að hann fari
líka yfir í Haukadal. Hann hefur
sloppið við byssumenn fram að
þessu.“ gudni@mbl.is
Veiddi 45 rang-
æska minka
Spor eftir stóran ref á Þingvöllum
sem kann að vera af framandi tegund
Morgunblaðið/RAX
Veiði Reynir Bergsveinsson með 45
minka, jafnmarga og hann fékk nú.
Sjávarútvegsráðuneytið sendi í
gær frá sér tilkynningu um mak-
rílfundinn í London. Þar segir að
samkomulag hafði ekki náðst um
skiptingu aflahlutdeildar þar sem
eitt strandríki hafi ekki getað
fallist á þann hlut Íslands sem
önnur strandríki voru reiðubúin
að samþykkja.
Þar er eftirfarandi haft eftir
Sigurði Inga Jóhannssyni sjávar-
útvegsráðherra: „Það er mjög
óheppilegt að strandríkin hafi
ekki náð samkomulagi um ábyrga
stjórn veiða úr þessum mik-
ilvæga stofni. Það er líka mikið
áhyggjuefni að þessi sömu ríki
hafa enn ekki náð samkomulagi
um stjórnun veiða á öðrum
sameiginlegum stofnum upp-
sjávarfiska í norðaustanverðu
Atlantshafi. Ísland mun hér eft-
ir sem hingað til leggja mikla
áherslu á að samningar náist
um ábyrga og sjálfbæra nýt-
ingu þessara stofna sem
grundvallist á vísindalegri ráð-
gjöf.“
Óheppilegt og áhyggjuefni
ÓVISSA UM STJÓRNUN Á VEIÐUM UPPSJÁVARTEGUNDA
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík-
ur, segir að umsókn Valsmanna hf.
um framkvæmdaleyfi snúi fyrst og
fremst að því að fá leyfi til þess að
leggja veg á landi Hlíðarenda sem
muni skilja að íþróttasvæði Vals á
Hlíðarenda og fyrirhugað íbúða-
svæði.
„Framkvæmdir fyrsta kastið á
Hlíðarendalandinu munu ekki einu
sinni hafa neitt að gera með neyð-
arbrautina, hina svokölluðu þriðju
flugbraut,“ sagði Hjálmar í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Hjálmar bendir á að fram-
kvæmdaleyfi sé ekki hið sama og
byggingarleyfi. Valsmenn muni
þurfa að sækja sérstaklega um það,
þegar þar að komi, að reisa bygg-
ingar á svæðinu.
„Engin hús að fara að rísa“
„Slík leyfi eru ekki á höndum okk-
ar í pólitíkinni, heldur eru það emb-
ættismenn sem taka slíkar ákvarð-
anir, að uppfylltum tilteknum
skilyrðum. Ég fæ því ekki séð að
leyfi fyrir svona vegaframkvæmd í
fyrsta áfanga, eins og óskað er eftir,
breyti neinu um starf Rögnunefnd-
arinnar, af því það eru engin hús að
fara að rísa á þessu svæði á þessu ári
eða því næsta. Allt tekur þetta sinn
tíma,“ sagði Hjálmar.
Hjálmar bendir á að umhverfis- og
skipulagsráð hafi enn ekki afgreitt
deiliskipulagsbreytingartillögu á
Hlíðarenda þótt fjallað hafi verið um
málið á nokkrum fundum ráðsins.
„Samkvæmt
tillögunni er íbúð-
um á svæðinu
fjölgað í 600. Við
erum að kanna
hver áhrifn yrðu
á vatnsbúskapinn
á svæðinu og við
erum að skoða
hljóðvarnir og
fleira. Við frest-
uðum afgreiðslu
málsins á síðasta fundi og erum að
kalla eftir frekari upplýsingum, því
að mörgu er að huga þegar svona
mál koma til umfjöllunar í ráðinu.
Við tökum okkur bara þann tíma
sem við þurfum í að afgreiða þetta
mál,“ sagði Hjálmar.
Líkt og kom fram í Morgun-
blaðinu í fyrradag héldu forsvars-
menn Hjartans í Vatnsmýrinni fjöl-
mennan fund á Hótel Natura á
mánudagskvöldið, þar sem sterk
sjónarmið komu fram í þá veru að
nauðsynlegt væri að Rögnunefndin
svonefnda, sem fjallar um framtíð-
arskipan innanlandsflugs hér á
landi, fengi frið til þess að ljúka
störfum áður en teknar væru óaftur-
kræfar ákvarðanir í skipulagsmálum
sem hefðu áhrif á hæfi Reykjavíkur-
flugvallar.
Hjálmar Sveinsson telur ekki að
sú hætta sé fyrir hendi og að Rögnu-
nefndin fái að ljúka störfum áður en
slíkar ákvarðanir verða teknar.
Í umsókn Valsmanna frá 4. febr-
úar sl. varðandi breytingu á deili-
skipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri
felst fjölgun á íbúðum, eins og áður
segir, og einnig aukning atvinnuhús-
næðis.
Engin áhrif á
neyðarbrautina
Vilja leggja veg til að skilja að svæðin
Hjálmar
Sveinsson
Íslendingar ekki aðilar að samningi um stjórn makrílveiða