Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms
Péturssonar verður blásið til sér-
stakrar Hallgrímshátíðar í Hall-
grímskirku sem hefst í dag og stend-
ur til föstudagsins 31. október.
„Hátíðin einkennist af mikilli ný-
sköpun auk þess að spanna allan
skalann frá grallarasöng til hefð-
bundnari þátta eins og málþinga,
tónleika, hátíðarmessa,“ segir í til-
kynningu frá skipuleggjendum.
Hörður Áskelsson, listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, hringir há-
tíðina inn í dag kl. 18 þegar hann
leikur á klukknaspil Hallgríms-
kirkju. Í framhaldinu opnar Sig-
tryggur Bjarni Baldvinsson mynd-
listarsýningu sína 360 dagar í
Grasagarðinum. „Sýningin sam-
anstendur af um 80 ljósmyndum sem
mynda saman eitt verk sem sprettur
upp úr hugleiðingum eða umþenk-
ingum um líf Hallgríms Péturs-
sonar. Ljósmyndirnar eru allar
teknar í frjósömum bakgarði í Brig-
hton á suðurströnd Englands.“
Í kvöld kl. 20 verða sálmar Hall-
gríms fluttir í nýjum búningi, en
meðal flytjenda eru Kirstín Erna
Blöndal söngkona og Gunnar Gunn-
arsson orgelleikari.
Á hátíðinni verða frumflutt tvö ný
tónverk sem samin eru af þessu til-
efni. Fyrra verkið nefnist Celebra-
tions (Fögnuður) og er eftir amer-
íska prófessorinn Wayne Siegel sem
samdi verkið fyrir Klaisorgelið og
tölvu tengda veðurtungli. Það verð-
ur flutt á morgun kl. 12. Hitt er eftir
Olivier Kentish og Sigurbjörgu
Þrastardóttur, sem þau sömdu að
beiðni Tónmenntasjóðs kirkjunnar
og verður frumflutt af Hljómeyki og
Birni Steinari Sólbergssyni org-
elleikara undir stjórn Mörtu G. Hall-
dórsdóttur á tónleikum á morgun kl.
16. Við sama tækifæri verða frum-
flutt ljóð eftir átta íslensk skáld, sem
þau hafa samið fyrir þessa hátíð.
Meðal höfunda eru Dagur Hjart-
arson, Halla Margrét Jóhann-
esdóttir, Magnús Sigurðsson og
Soffía Bjarnadóttir.
Tvær hátíðarmessur
Mótettukór Hallgrímskirkju flyt-
ur sálma eftir Hallgrím í búningi ís-
lenskra tónskálda á tónleikum sín-
um á morgun kl. 13.15 undir stjórn
Harðar Áskelssonar.
„Hver var Hallgrímur?“ er yf-
irskrift málþings sem fram fer á
morgun kl. 14. Þar flytja erindi þau
Margrét Eggertsdóttir rannsókn-
arprófessor, Þórunn Sigurðardóttir
bókmenntafræðingur, Sveinn Yngvi
Egilsson prófessor, en Ingibjörg Ey-
þórsdóttir íslenskufræðingur stýrir
umræðum.
Sunnudaginn 26. október kl. 11
verður hátíðarmessa í beinni útsend-
ingu þar sem Agnes M. Sigurð-
ardóttir, biskup Íslands, prédikar og
mikið fer fyrir tónlistarflutningi.
Michael Jón Clarke barítón og Ey-
þór Ingi Jónsson orgelleikari flytja
Passíusálma kl. 17 sama dag.
Sérstök hátíðarmessa verður á
dánardegi Hallgríms 27. október
þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup
prédikar og Schola cantorum syng-
ur, en messutónið byggist á fornum
grallarasöng allt frá tímum Hall-
gríms. Á lokadegi hátíðarinnar,
föstudaginn 31. október, fer fram
málþingið „Siðbótarmaðurinn Hall-
grímur“ undir stjórn Ævars Kjart-
anssonar.
Ókeypis aðgangur er að öllum við-
burðum nema þrennum tónleikum.
Allar nánari upplýsingar eru á vefn-
um hallgrimskirkja.is.
Bjart Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Allt frá grallara-
söng til málþinga
Hallgrímshátíð hefst í dag kl. 18.00
Fury
Nýjasta kvikmynd leikstjórans
Davids Ayers gerist í seinni heims-
styrjöldinni, í apríl árið 1945.
Bandamenn eru nærri því að vinna
stríðið og segir af reyndum liðsfor-
ingja, Warraday, sem fer fyrir fá-
mennri skriðdrekasveit og á við of-
urefli að etja. Sveitin er illa búin
vopnum en ákveður þó að láta til
skarar skríða gegn nasistum í
þeirra helsta vígi. Með aðalhlut-
verk fara Brad Pitt, Brad William
Henke, Jason Isaacs, Jon Bernthal,
Michael Peña og Shia LaBeouf.
Rotten Tomatoes: 80%
The Rewrite
Rómantísk gamanmynd með Hugh
Grant og Marisu Tomei í aðal-
hlutverkum. Grant leikur staur-
blankan og óhamingjusaman kvik-
myndahandritshöfund sem hefur
vart komið orði á blað eftir að hafa
unnið til Óskarsverðlauna. Í neyð
sinni fer hann að kenna handrita-
skrif í háskóla og kynnist þar lífs-
glaðri konu sem heillar hann upp
úr skónum. Leikstjóri er Marc Law-
rence. Rotten Tomatoes: 71%
Hemma
Sænsk kvikmynd sem tekin var upp
á Eyrarbakka og er að hluta íslensk
framleiðsla. Hún segir af ungri
konu, Lou, sem er einfari og býr hjá
móður sinni. Dag einn kemst hún að
því að amma hennar, Frida, sem
hún hélt að væri látin, er á lífi og
býr í afskekktu sjávarþorpi. Lou
þiggur boð ömmu sinnar um að
flytja til hennar, gegn vilja móður
sinnar. Við það verður mikil breyt-
ing á lífi Lou. Leikstjóri er Max-
imilian Hult og í aðalhlutverkum
Simon J. Berger, Lia Boysen, Moa
Gammel og Lars Lind.
Bíófrumsýningar
Stríð, rómantík og
sænsk-íslensk Hemma
Liðsforingi Brad Pitt í Fury.
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki eftir Ólaf de
Fleur Jóhannesson. Lögreglumaðurinn Hannes ræðst gegn
glæpasamtökum og spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar.
Mbl. bbbbn
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 20.00, 22.10, 23.10
Háskólabíó 20.00, 22.10
Laugarásbíó 15.45, 17.50, 20.00,
22.10
Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00
Borgríki 2 16
Metacritic 64/100
IMDB 8,3/10
Sambíóin Keflavík
20.00, 22.40
Smárabíó 17.00 LÚX,
17.00, 20.00, 20.00 LÚX,
22.45, 22.45 LÚX
Háskólabíó 21.00
Laugarásbíó 19.00,
22.00
Fury 16
Staurblankur kvikmyndahandritshöfundur, sem
hefur vart komið orði á blað eftir að hafa unnið
til Óskarsverðlauna, fer að kenna handritaskrif í
háskóla. Þar kynnist hann lífsglaðri konu sem
heillar hann upp úr skónum. Bönnuð innan 7
ára.
IMDB 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 20.20, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 20.00
The Rewrite
Gone Girl 16
Mbl. bbbbn
Metacritic 79/100
IMDB 8,6/10
Smárabíó 16.45, 20.00,
22.30
Háskólabíó 17.45, 21.00
Laugarásbíó 22.00
Borgarbíó Akureyri 22.00
The Judge
Eftirsóttur lögfræðingur,
þekktur fyrir að verja
hvítflibbaglæpamenn, snýr
aftur til heimabæjarins til að
vera viðstaddur útför móður
sinnar. Dvölin verður lengri
en til stóð því að faðir hans
er ákærður fyrir manndráp.
Bönnuð innan 7 ára.
IMDB 7,8/10
Metacritic 48/100
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
Sambíóin Egilshöll 18.00,
21.00
Sambíóin Kringlunni 17.20,
22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Dracula Untold 16
Þegar Vlad Tepes kemst að
því að kraftur hans og hug-
rekki nægir ekki til að vernda
fjölskyldu hans fyrir grimm-
um óvinum ákveður hann að
leita á forboðnar slóðir eftir
styrk sem dugar.
IMDB 7,1/10
Sambíóin Egilshöll 22.00
Laugarásbíó 20.00
Borgarbíó Akureyri 18.00
Annabelle 16
John Form hefur fundið full-
komna gjöf handa ófrískri
eiginkonu sinni, Miu –
fallega og sjaldgæfa gamla
dúkku í fallegum hvítum
brúðarkjól. En gleði Miu
vegna Annabelle endist ekki
lengi.
IMDB 6,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Kringlunni 22.40
Alexander and
the Terrible,
Horrible, No Good,
Very Bad Day IMDB 4,7/10
Rotten Tomatoes 59/100
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.00
Sambíóin Egilshöll 18.00,
20.00
Sambíóin Akureyri 18.00
Sambíóin Keflavík 18.00
Hemma Háskólabíó 18.00, 20.00
The Equalizer 12
Fyrrverandi leynilögreglu-
maður sviðsetur andlát sitt
til að lifa rólegu lífi í Boston.
Þegar hann hittir stúlku sem
er undir hælnum á ill-
skeyttum rússneskum
glæpamönnum verður hann
að koma henni til bjargar.
IMDB 7,9/10
Metacritic 48/100
Háskólabíó 22.10
A Walk Among the
Tombstones 16
Matthew Scudder er fyrrver-
andi lögga og einkaspæjari.
Tilveran er býsna róleg þar
til eiturlyfjasali ræður hann
til að komast að því hverjir
myrtu eiginkonu hans.
Mbl. bbbnn
Metacritic 51/100
IMDB 7,4/10
Laugarásbíó 17.40
Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við
Guðjóni á sama tíma og
erfiðleikar koma upp í hjóna-
bandinu og við undirbúning
brúðkaups dóttur hans.
Mbl. bbbmn
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 17.40,
20.00
Sambíóin Akureyri 20.00
The Hundred-Foot
Journey Indversk fjölskylda opnar
veitingastað í Suður-
Frakklandi. Keppinautarnir
eru lítt hrifnir og hefst at-
burðarás og barátta sem
þróast í óvænta átt. Bönnuð
innan 7 ára.
Metacritic 55/100
IMDB 7,5/10
Sambíóin Kringlunni 17.20,
20.00
Boyhood Metacritic 100/100
IMDB 8,7/10
Háskólabíó 17.30
The Maze Runner 12
Metacritic 58/100
IMDB 7,9/10
Smárabíó 17.30, 20.00
If I Stay 12
Metacritic 47/100
IMDB 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
París norðursins Mbl. bbbnn
IMDB 7,4/10
Háskólabíó 17.45
Kassatröllin
Mbl. bbbnn
IMDB 7,2/10
Metacritic 63/100
Sambíóin Álfabakka 15.30
3D ísl., 15.30 ísl., 17.50 ísl.,
22.20
Sambíóin Keflavík 17.50 3D
ísl.
Smárabíó 15.30 ísl., 17.45
ísl.
Laugarásbíó 15.50
Teenage Mutant
Ninja Turtles
Sambíóin Álfabakka 15.40
Smáheimar: Dalur
týndu mauranna Smárabíó 15.30 ísl.
Laugarásbíó 15.40 ísl.
Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í
kynni við gamlan töframann.
Með íslensku tali.
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.00
Sambíóin Akureyri 18.00
Turist 12
Mbl. bbbbn
Bíó Paradís 17.45, 22.30
20.000 Days on
Earth
Bíó Paradís 18.00, 20.00,
22.00
Leviathan
Bíó Paradís 20.00
The Tribe 16
Bíó Paradís 20.00, 22.45
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is