Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  249. tölublað  102. árgangur  FJÖLSKYLDUVÆNT GRÍN UPPISTANDAR- ANS JIM BREUER SÍGILD HLAÐBORÐ Í BLAND VIÐ ERLENDAR HEFÐIR 21 TUNGUMÁL TALAÐ Í LEIK- SKÓLANUM ÖSP 24 SÍÐUR UM JÓLAHLAÐBORÐ TÆKIFÆRI Í FJÖLBREYTNINNI 16REYKJAVÍK COMEDY FESTIVAL 38 Ljósmynd/Búngaló Orlofshús Útlendingar eru um 80% þeirra sem velja sér orlofshús á netinu.  „Við leggjum um þessar mundir áherslu á uppbyggingu markaðar- ins í Kanada,“ segir Guðmundur Lúther Hallgrímsson, starfsmaður Búngaló, leigumiðlunar fyrir sum- arhús á Íslandi og í Kanada. Á sjötta hundrað sumarhúsa eru skráð á vefsíðu Búngaló, 450 ís- lensk og 100 kanadísk, auk tveggja sænskra. Útlendingar eru um 80% þeirra sem nota vefsíðuna. Oftast eru þetta einstaklingar og fjöl- skyldur sem skipuleggja ferðalag til Íslands á eigin vegum. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 um leið og vefsíðan. Hugmyndin kviknaði þegar frumkvöðlarnir ætl- uðu að leigja sér bústað en komust að því að það var hægara sagt en gert að afla upplýsinga um orlofs- hús á boðstólum. »16 Búngaló byggir upp markað fyrir orlofshús í Kanada Bankaútibú » Útibú Íslandsbanka, Lands- bankans og Arion banka eru 73. » Þegar útibúin voru hvað flest í landinu voru þau 170. » Þegar mest var störfuðu um 5.300 í viðskiptabönkunum en eru 3.300 nú. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Af um 2.000 starfsmönnum við- skiptabanka og sparisjóða sem hafa misst vinnuna frá hruni eru um 1.500 konur. Flestum bankastarfs- mönnum, eða 1.200, var sagt upp á árunum 2008 til 2009 en um 800 hafa misst vinnuna til viðbótar síðan þá. Hlutfall kvenna í störfum í bönk- um hefur verið á bilinu 70 til 80% undanfarin 30 ár og það eru fyrst og fremst konur sem eru að missa störfin núna. „80 til 90% af þeim sem eru að missa vinnuna í við- skiptabankaþjónustunni eru konur. Fyrst í hruninu var þetta nokkuð jafnt, karlar og konur sem misstu vinnuna, en af þeim 800 sem hafa misst vinnuna frá 2010 til dagsins í dag eru örugglega um 600 konur,“ segir Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Oft sé ekki um auðugan garð að gresja fyrir þessar konur á vinnumarkaðinum, sérstak- lega á landsbyggðinni þar sem nán- ast er búið að leggja af öll skrif- stofustörf. „Það heyrast oft mikil harma- kvein ef sumar kvennastéttir verða illa úti en ég hef ekki heyrt neitt frá stjórnmálamönnum nú þó það sé búið að segja upp 1.500 konum í bankakerfinu,“ segir Friðbert. Konum sagt upp í bönkunum  Um 2.000 bankastarfsmenn hafa misst vinnuna frá hruni  Þar af eru um 1.500 konur  Aðallega konur sem missa vinnuna við lokun útibúa og skerta þjónustu MÚtibúum hefur fækkað... »4 Rauðrefur Reyni grunar að einhver hafi smyglað ref og sleppt. Reynir Bergsveinsson, tófu- og minkabani, hefur undanfarin fjögur ár orðið var við spor eftir óvenjustór- an ref á Þingvöllum. Hann telur að þar geti annaðhvort verið rauðrefur eða silfurrefur á ferð. „Íslenska tófan valhoppar í öllum aðalatriðum en þessi töltir. Þetta er svo stórt dýr að sporin eru miklu stærri en eftir tófu og göngulagið er greinilega annað,“ sagði Reynir „Ég tel að þetta sé alls ekki íslenskur ref- ur. Af þeim þúsund tófum sem ég hef skotið á 60 árum voru þrjár svo af- burða stórar að ég líkti þeim við ný- fæddan kálf! Þær gætu hafa verið 5-8 kíló. Ég legg mest upp úr göngulag- inu. Þessi refur gengur í beina línu og er jafnt bil á milli spora í allri slóðinni. Hann valhoppar ekki.“ Reyni grunar að einhver hafi smyglað rauðref til landsins og sleppt honum. Hann minnti á að 2012 hefði verið smyglað hingað lifandi merði með Norrænu og dýrið komist alla leið á höfuðborgarsvæðið. „Eftir því sem skógar breiða úr sér fjölgar þeim sem finnst þá vanta hin og þessi dýr,“ sagði Reynir. gudni@mbl.is »6 Rauðrefur á Þingvöllum?  Mjög stór og markar öðruvísi slóðir en íslenskar tófur Veldur hver á heldur, hjólagarpurinn Sebastían leikur listir sínar og gerir sér lítið fyrir og lætur hjólhestinn sinn prjóna yfir Snorrabrautina. Drengurinn er lunkinn enda býsna gaman að stunda hjólreiðar, vel búinn og með hjálm á höfði. Alltaf er þó betra að fara að öllu með gát. Prjónar yfir gangbrautir bæjarins Morgunblaðið/Golli  Um 75% af gagnaflutn- ingum um far- símanet á Ís- landi eru á vegum við- skiptavina Nova. Þetta má lesa úr tölfræði- skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir fyrri helming þessa árs. Gagnaflutningar um farnetið hafa aukist hröðum skrefum og hafa því sem næst þrefaldast frá fyrri helmingi síðasta árs. Engu að síður standa Íslendingar enn Norðurlandaþjóðum að baki í þró- uninni. »22 Gagnaflutningar í örum vexti  Gríðarleg viðskipti hafa verið með kröfur á slitabú Landsbankans (LBI) það sem af er ári. Til viðbótar við kaup á Icesave-kröfu Seðla- banka Hollands þá hafa erlendir vogunarsjóðir keypt samþykktar forgangskröfur á LBI fyrir yfir 80 milljarða að nafnvirði á árinu. Þetta sýnir ný kröfuhafaskrá LBI sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Vogunarsjóðir hafa ekki síður verið stórtækir kaupendur að almennum kröfum. Burlington Lo- an Management, vogunarsjóður sem er stærsti einstaki kröfuhafi föllnu bankanna, hefur þar verið fyrirferðarmikill á árinu og á nú al- mennar kröfur á LBI fyrir um 50 milljarða að nafnvirði. »18 Vogunarsjóðir kaupa kröfur á LBI  Sjávarútvegsráðherra mun ein- hliða ákveða makrílkvóta eins og verið hefur eftir að upp úr við- ræðum við strandríki um stjórn makrílveiða slitnaði. Fundinum lauk í London í gær og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins steytti, eins og síðasta vetur, á af- stöðu Norðmanna. Haft er eftir Sigurði Inga Jó- hannssyni, sjávarútvegsráðherra, í tilkynningu að „óheppilegt“ sé að strandríki hafi ekki náð sam- komulagi um ábyrga stjórn veið- anna. ESB, Noregur og Færeyjar gerðu með sér samning um stjórn- un makrílveiða í mars á þessu ári án aðkomu Íslendinga. »6 Enn steytti á af- stöðu Norðmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.