Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Ný ríkisstjórn Jafnaðarmanna- flokksins og Umhverfisflokksins í Svíþjóð kynnti í gær frumvarp til fjárlaga næsta árs en forystumenn Svíþjóðardemókratanna ítrekuðu hótun sína um að fella frumvarpið, meðal annars vegna óánægju með boðaðar skattahækkanir. Mattias Karlsson, starfandi leið- togi Svíþjóðardemókratanna vegna veikindaorlofs Jimmies Åkessons, sagði í viðtali við Dagens Industri í gær að flokkurinn væri enn tilbúinn að fella fjárlagafrumvarpið og þar með minnihlutastjórn Stefans Löf- ven forsætisráðherra. Mið- og hægriflokkarnir fjórir, sem voru við völd síðustu tvö kjörtímabil, ætla að leggja fram eigið fjárlagafrumvarp. Verði það samþykkt, en ekki frum- varp stjórnarinnar, er hún fallin og efna þarf til nýrra kosninga. Frum- vörpin verða borin undir atkvæði í desember. Mesti fjárlagahalli í 19 ár Í frumvarpi sínu leggja stjórnar- flokkarnir áherslu á að auka fjár- framlög til skóla, lækka skatta á líf- eyrisþega og draga úr atvinnuleysi með því að auka fjárfestingar í inn- viðum, m.a. lestakerfi landsins. Stjórnarflokkarnir komu einnig til móts við kröfur Vinstriflokksins með því að lofa að verja tveimur millj- örðum sænskra króna, eða 33 millj- örðum íslenskra, til að fjölga starfs- fólki á hjúkrunarheimilum aldraðra. Í stjórnarfrumvarpinu er gert ráð fyrir því að fjárlagahallinn aukist í 2,2% af landsframleiðslunni og verði meiri en nokkru sinni fyrr frá árinu 1996. Gert er ráð fyrir því að hag- vöxturinn í Svíþjóð verði 2,1% í ár og 3,0% á næsta ári. bogi@mbl.is AFP Óvissa Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, getur ekki verið viss um að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar verði samþykkt á þinginu í desember. Hóta að fella stjórn Löfvens  Svíþjóðardemókratar hafna stjórnarfrumvarpi til fjárlaga Breska þingið er talið hafa brýna þörf fyrir vernd katta í barátt- unni við mýs sem fjölga sér ört í húsakynnum þingsins. Nokkr- ir þingmenn hafa beitt sér fyrir því að köttur verði fenginn til að fækka músunum en rannsókn sérfræðinga hefur leitt í ljós að einn eða tveir kettir duga engan veginn til. Þing- maðurinn John Thurso sagði þegar hann gerði þinginu grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar að húsakynni þingsins væru svo stór að þörf væri á „her katta“ til að leysa vandamálið. Á því væru þó vandkvæði vegna þess að erfitt yrði að hafa stjórn á kattaskaranum. „Það er mjög erfitt að smala kött- um,“ sagði hann. bogi@mbl.is BRETLAND Þingið þarf her katta en hvernig á að smala þeim? 2014 Veitingahúsið Perlan - Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 - Netfang: perlan@perlan.is - www.perlan.is Villibráðarhlaðborð Perlunnar er frá 23. október til 19. nóvember 10.500 kr. Tilboð mánud.-miðvikud. 8.500 kr. GjafabréfPerlunnar Góð gjöf viðöll tækifæri! 9.500kr. tilboð mánud.-miðvikud 7.500 kr. Perlunnar er frá 20. nóvember til 30. des ember. Hádegistilboð kr. 5.900 föstudagana & lau gardagana 5. & 6. - 12.& 13. og 19.& 20. desember Í hádeginu á Þorláksmessu Skötu og Jólahladbord Karl Filippus Svíaprins og unnusta hans, Sofia Hellqvist, hyggjast ganga í hjónaband laugardaginn 13. júní á næsta ári, að því er fram kem- ur á vef sænsku konungsfjölskyld- unnar. Hjónavígslan fer fram í Hallarkirkjunni í Stokkhólmi. Prinsinn er 35 ára og þriðji í erfðaröð sænsku konungsfjölskyld- unnar. Unnusta hans er fyrrverandi fyrirsæta og birtar voru myndir af henni berbrjósta í tímariti árið 2004. Ári síðar tók hún þátt í raunveru- leikaþáttum í sjónvarpi, „Paradísar- hótelinu“, þar sem hvert hneykslið rak annað, að sögn sænskra fjöl- miðla. Hellqvist er 29 ára og kynntist prinsinum árið 2009. Skýrt var frá sambandi þeirra ári síðar og hún kom þá á fót stofnuninni Project Playground sem berst fyrir rétt- indum barna í Suður-Afríku. Þetta er þriðja brúðkaupið í kon- ungsfjölskyldunni á fjórum árum. Viktoría krónprinsessa gekk í hjóna- band 2010 og litla systir hennar, Magðalena, þremur árum síðar. Karl Filipp- us prins gengur út Í hjónaband Sofia Hellqvist og unn- ustinn Karl Filippus Svíaprins. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.