Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Framtíðardeild Gaflaraleikhússins frumsýnir í kvöld leikritið Heili – Hjarta – Typpi eftir Auðun Lúth- ersson og Ásgrím Gunnarsson í leik- stjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Verkið fjallar um þrjá ólíka handritshöf- unda í tilvistarkreppu. „Hvað gerist þegar sjálftitlaður stórsnillingur, hjartnæmur unglingur og grjót- harður graðnagli reyna að vinna saman? Mun útkoman standast Bechdelprófið?“ er meðal þeirra spurninga sem velt er upp í verkinu. Höfundarnir leika sjálfir ásamt Gunnari Smára Jóhannessyni. „Þegar litið er yfir leiklistarflóru Íslands sést að það er ákveðin eyði- mörk þegar kemur að leikhúsi fyrir ungt fólk þar sem ungt fólk er sjálft að skrifa og setja upp verk um sinn veruleika. Uppfærslan á Unglingn- um í Gaflaraleikhúsinu seinasta vet- ur var ákveðin tilraun og gekk von- um framar og var sýningin sýnd fyrir fullu húsi allan veturinn og fékk tvær Grímutilnefningar… Rík- issjónvarpið mun svo sýna Ungling- inn í vetur. Eftir svona stórkostlegar viðtökur langar okkur náttúrlega bara að halda áfram. Þess vegna höfum við ákveðið að stofna sér- staka ungmennadeild innan Gafl- araleikhússins sem ber nafnið Fram- tíðardeildin og þetta verk er fyrsta verkefni deildarinnar,“ segir í til- kynningu frá Gaflaraleikhúsinu. Þríeyki Auðunn Lúthersson, Ásgrímur Gunnarsson og Gunnar Smári Jóhannesson. Heili – Hjarta – Typpi í Gaflaraleikhúsi Það er tilhneiging gagnrýn-anda að reyna að flokkaallt, skipa í hólf og raðaeftir rökréttri skipan að hans mati, eftir reglum sem hann hefur samið og eru á stundum ekki í neinu samhengi fyrir nokk- urn nema hann sjálfan. Svo nota menn líka oft regluverk sem þeir finna annars staðar, læra kannski í skóla, grípa í fjölmiðlum eða nema við fótskör fyrirmynda, eða hver hefur ekki hrúgað hverjum í sitt hólf í kollinum á sér mennta- skólaskáldum, atómskáldum, Breiðholtsskáldum, eða kaldhæðnu kynslóðinni, aukinheldur sem þar eru líka rými fyrir vinstrisinnuð ungskáld, uppreisnarseggi og ung- ar skáldkonur. Fyrir algera tilviljun las ég tvær bækur eftir unga höfunda í röð, tvær ungar konur sem voru að senda frá sér hvor sína skáld- söguna og báðar sína fyrstu skáld- sögu. Það að lesa bækurnar svo samhliða í fyrsta sinn, sama dag- inn reyndar, varð til þess að mér fannst samhljómur í þeim, þó höf- undarnir séu ólíkir að stíl og efn- istökum. Báðar segja bækurnar frá ungum konum sem standa frammi fyrir uppgjöri við mæður sínar, gallagripir, þó ólíkar séu, önnur glímir við geðsjúkdóm en hin lifir í lygi. Vangaveltur um sjálfsvíg koma líka við sögu í báð- um bókum, þó söguhetjan í ann- arri þeirra heykist á stökkinu þeg- ar á reynir. Að þessu sögðu þá er ég ekki að skipa bókunum eða höfundunum saman hér nema fyrir þennan samhljóm sem ég fann, og er kannski (sennilega) ímyndun mín. Kynferði höfundar og aldur skiptir ekki máli. Segulskekkja Í upphafi Segulskekkju segir sögukona, Hildur: „Ég veit ekki hvort þetta er sagan mín eða sag- an hennar Siggý.“ Hún er á sigl- ingu yfir Breiðafjörð, á leið til Flateyjar að taka við móðurarfi sínum, gulu timburhúsi þar sem Siggý, Sigríður, eyddi síðustu ár- unum. Samband á milli þeirra mæðgna var stopult og nánast ekkert frá því Hildur varð sextán ára og sumpart er Hildur að gera upp þennan tíma, flytur inn í gul- an timburkofa sem ekki er lengur gulur þar sem ekkert er að finna nema þunga lykt og dauðar flug- ur. Segulskekkja er glæsilega skrif- uð á köflum, skáldleg og heillandi – Soffía dregur upp myndir sem eru afkáralegar og átakanlegar og allt þar á milli, leikur sér með myndlíkingar og stekkur úr einu í annað af íþrótt og smekkvísi. Það eina sem vantar í bókina er saga, því Siggý lifnar aldrei við fyrir lesandanum þó henni bregði ítrek- að fyrir í minningum Hildar, hún er táknmynd en ekki manneskja – tilsvör hennar uppskrúfuð og hegðun klisjukennd, hvort sem það er að liggja í öllum fötum í baði að hlusta á Johnny Cash eða geyma mannshöfuð í frystinum. Sífelldar tilvísanir í erlend menningarminni gera líka lítið fyrir söguna; Hildi líður eins og hún væri stödd í mynd eftir David Lynch, óskar þess að hún hefði fengið að fæðast inn í Woody All- en-mynd og líður eins og hún sé endurborin Mómó, svo dæmi séu tekin. Leið Þegar á fyrstu síðu Leiðar blasir við lesandanum að söguhetjan Signý hyggst svipta sig lífi, ekki í augnabliks örvæntingu heldur að vandlega íhuguðu máli – búin að velja daginn og aðferðina og býr sig undir vígið af kostgæfni, ráð- stafar eigum sínum, brennir allan óþarfa og gerir upp alla reikninga og þrífur húsið hátt og lágt, reynir að afmá öll ummerki um sig. Ástæða þess að hún kýs að fara þessa leið kemur aldrei almenni- lega í ljós, en eftir því sem hún segir sögu sína – líf á heimili alkó- hólista og ofbeldismanns þar sem móðirin er fullkomlega meðvirk – gerum við okkur í hugarlund hvað bjáti á, aukinheldur sem hún hef- ur nýverið gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Signý er líka bullandi meðvirk, fellur að lýsingunni á hinu dæmigerða ábyrga barni sem kemur til bjarg- ar, rekin áfram af sektarkennd og bælir með sér allar tilfinningar – alltaf þegar hún lítur um öxl í sög- unni og tæpir á einhverju veiga- miklu, nálgast aðalatriði, drekkir hún okkur í smáatriðum, kæfir sannleikann í þvaðri. Heiðrún segir söguna að mörgu leyti afskaplega vel, hleypur fram og aftur í tíma og nær þannig að miða okkur áfram með því að fara stundum afturábak. Henni tekst sérstaklega vel upp með myndina sem dregin er upp af móður Sig- nýjar sem lifir í algjörri afneitun í gegnum drykkjulæti og bar- smíðar, en einnig er það hvernig afleiðingar ofbeldisins birtast les- andanum miklu sterkara en hefði hún lýst því beint, þegar fermingarstelpan kemur heim og við blasir brotin rúða og blóð- slettur, síminn er kámugur og kló- in rifin af snúrunni, blómin liggja á gólfinu, plötuspilari og sjónvarp ónýtt, ljósakrónan í stofunni er brotin á gólfinu – allt er ónýtt: „Inni hjá okkur er þögn og blóð- fnykur yfir öllu. Heit vorsólin skín inn um gluggann og magnar öm- urleikann.“ Stíllinn er knúsaður á köflum en í grunninn er þetta afskaplega vel heppnuð bók, þó Gunni stórbróðir sé innantómur og fíkillinn Krissa klisjuleg. Fjarstaddar mæður Hildur og Signý glíma báðar við fjarverandi mæður sem þær hafa í raun hafnað og yfirgefið, annars- vegar vegna geðveilu móðurinnar og hinsvegar vegna meðvirkni hennar. Siggý getur ekki sýnt Hildi hlýju, er ekki hæf um það, og Guðrún, móðir Signýjar, hvarf inn í heim meðvirkninnar og á ekkert aflögu til að veita börn- unum, hún hlustar ekki og bregst ekki við þó börnin séu að ljúga að henni um að þeim líði vel og að þeim gangi vel: „Árum saman hef- ur samt ríkt þegjandi samkomulag um að hún láti sem hún trúi mér.“ Það er meiri von í Segulskekkju en í Leið, því undir lok hennar hugsar Hildur meira um lífið en dauðann og hefur nálgast Siggý, hænir að sér heimilislausa ketti líkt og hún og þyrstir í lífið. Signý er ekki komin jafnlangt í uppgjör- inu í Leið, enda fólst hennar upp- gjör í því að gera ekkert upp, að hverfa. Að því sögðu þá er endir bókarinnar ekki afdráttarlaus, án þess það sé rakið frekar hér af til- litssemi við væntanlega lesendur. Skáldsögur Segulskekkja bbbmn Eftir Soffíu Bjarnadóttur. Mál og menning, 2014. 167 bls. kilja. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli Leið Heiðrún Ólafsdóttir segir söguna að mörgu leyti afskaplega vel, hleypur fram og aftur í tíma og nær þannig að miða okkur áfram með því að fara stundum afturábak. Morgunblaðið/Ómar Segulskekkja Soffía Bjarnadóttir dregur upp myndir sem eru afkára- legar og átakanlegar og allt þar á milli, leikur sér með myndlíkingar og stekkur úr einu í annað af íþrótt og smekkvísi. Leið bbbnn Eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur. Sæmundur, 2014. 141 bls. kilja. Vonir og vonleysi BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 16 L L FURY Sýnd kl. 7-10 powersýning BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 3:45-5:50-8-10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 3:50 GONE GIRL Sýnd kl. 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 3:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... -Empire -H.S.S., MBL -H.S., MBL ★★★★★ -T.V., biovefurinn ★★★★★ -V.J.V., Svarthöfði.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.