Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Apríl Arkitektar standa fyrir erindinu „Hörgull í alls-
nægtum – Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“ í fyr-
irlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla
Íslands, í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A, í dag kl. 12.10. Í
fyrirlestrinum verður fjallað um nýútkomna bók um hið
byggða umhverfi og hrunið á íslandi. „Fræðimenn, lista-
menn, arkitektar, skipulagsfræðingar og aðgerðasinnar,
meira en 60 manns, Íslendingar í meirihluta, koma að
bókinni með greinar, verk og myndir, en hún er skrifuð á ensku og kemur
út hjá Actar forlaginu,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að að-
alritstjóri bókarinnar, Arna Mathiesen, flytji erindið. Arna stundaði nám í
arkitektúr í London, Osló og Princeton og hefur frá árinu 1996 starfað sem
arkitekt í Noregi. Hún hefur rekið April Arkitekter AS í Osló síðan 2003.
Arna Mathiesen
Hörgull í allsnægtum
DNA nefnist nýjasta spennusaga
Yrsu Sigurðardóttur sem væntanleg
er frá Veröld á komandi vikum.
„Ung kona er myrt á heimili sínu að
nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir
hennar. Morðinginn lætur aftur til
skarar skríða og skömmu síðar fær
radíóamatör sérkennileg skilaboð á
öldum ljósvakans sem tengir hann
við bæði fórnarlömbin. Þó þekkir
hann hvorugt þeirra,“ segir í til-
kynningu frá Veröld.
Ragnar Jónasson sendir frá sér
spennusöguna Náttblindu, en þess
má geta að útgáfuréttur á bókinni
hefur þegar verið seldur til bresks
útgáfufyrirtækis. „Lögreglumaður á
Siglufirði er skotinn með haglabyssu
af stuttu færi um miðja nótt. Ung
kona flýr þangað norður undan of-
beldisfullum sambýlismanni. Og
sjúklingur er lagður inn á geðdeild í
Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir
þræðir fléttast svo saman í magnaða
spennusögu þar sem ræturnar liggja
í átakanlegum veruleika undir fág-
uðu yfirborðinu.“
Hálfsnert stúlka eftir Bjarna
Bjarnason fjallar um unga konu sem
finnst illa til reika eftir ellefu ára
dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu.
„Sálgreinandi fær það flókna verk-
efni að komast að því hvað gerðist. Í
samtölum þeirra hverfur hún inn í
draumkennda frásögn sem hann
þarf að túlka og vinna úr. Þegar í
ljós kemur hvað gerðist í raun og
veru fer af stað óvænt atburðarás,“
segir í tilkynningu, en þar kemur
fram að útgáfuréttur á bókinni hefur
þegar verið seldur til bresks útgáfu-
fyrirtækis.
Sveitasæla matgæðinga
Í flokki handbóka, fræðibóka og
ævisagna sendir Veröld frá sér fjóra
titla. Má þar fyrst nefna bókina
Sveitasælu – Góður matur gott líf
eftir matgæðingana Ingu Elsu
Bergþórsdóttur og Gísla Egil
Hrafnsson. „Þau einbeita sér að inn-
lendu hráefni, jafnvel úr næsta ná-
grenni, brugga bjór, búa til salt og
osta og nota óvenjulegt hráefni á
borð við fífla, grenitoppa og þör-
unga. Þau sækja sér innblástur í
matargerð frá ýmsum heimshornum
en leggja þó megináherslu á nor-
ræna matargerð.“
Anna Valdimarsdóttir sálfræð-
ingur er höfundur bókarinnar Hug-
rækt og hamingja – Vestræn sál-
fræði, austræn viska og núvitund.
Símon Jóhann Jónsson er höfundur
Draumaráðningar frá A-Ö þar sem
finna má ráðningar á hátt í fjögur
þúsund draumtáknum sem raðað er
í stafrófsröð. Líf mitt nefnist sjálfs-
ævisaga Louis Suárez. Þar segir
hann frá harðri lífsbaráttunni í æsku
í Úrúgvæ, árunum í Hollandi og
veru sinni hjá Liverpool auk þess
sem hann gerir upp dramatíska at-
burði heimsmeistaramótsins sum-
arið 2014.
Framhald um Vaka tröllastrák
Sigríður Arnardóttir, betur þekkt
sem Sirrý, sendir frá sér framhalds-
bók um tröllastrákinn Vaka sem
nefnist Tröllastrákurinn eignast vini
með myndum eftir Freydísi Krist-
jánsdóttur. Bókinni fylgir geisla-
diskur með lestri Kristjáns Frank-
líns Magnús leikara á sögunni.
Bókin greinir frá vináttu Vaka við
mannabarnið Sögu. „Hann hjálpar
henni við að byggja kofa og þar þarf
ýmislegt að gera: teikna, mæla, saga
og negla. Það eru ekki allir jafn-
hrifnir af þessum tápmikla trölla-
strák en Saga á gott ráð við því.“
Ekki á vísan að róa nefnist ný
vísnabók eftir Egil Eðvarðsson. „Í
vísunum er sniglast um og hlaupið
fyrir horn, pælt og púslað og farið í
alls kyns orðaleiki; það gengur á
með vindgangi og endalausum met-
ingi um allt og ekkert og alls kyns
skrýtin dýr skjóta upp kollinum.“
Nýverið kom svo út Matargatið eftir
Theodóru J. Sigurðardóttur Blöndal
sem er matreiðslubók fyrir alla
krakka með einföldum uppskriftum.
Þrjár nýjar spennusögur
Tíu titlar eru
væntanlegir frá Ver-
öld á næstu vikum
Ragnar
Jónasson
Sigríður
Arnardóttir
Bjarni
Bjarnason
Yrsa
Sigurðardóttir
Fluttur verður óður til náttúrunn-
ar í sönglögum og aríum eftir m.a.
Rachmaninoff, Leoncavallo og
Bellini á hádegistónleikum í
Laugarneskirkju í dag milli kl.
12.00 og 12.30. Flytjendur eru Sól-
rún Bragadóttir sópran og Anna
Málfríður Sigurðardóttir píanó-
leikari.
Dúó Sólrún Bragadóttir sópran og Anna
Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari.
Óður til náttúru
Tónlistarmað-
urinn Jónas Sig-
urðsson vinnur í
leikhúsi í fyrsta
sinn, en hann
semur tónlist
fyrir leikritið
Útlenski dreng-
urinn eftir Þór-
arin Leifsson í
leikstjórn Vig-
dísar Jakobsdóttur sem leikhóp-
urinn Glenna frumsýnir í Tjarn-
arbíói 16. nóvember. „Útlenski
drengurinn er gamanleikur með
alvarlegum undirtóni. Það fjallar
um Dóra litla sem er vinsælasti
strákurinn í bekknum þangað til
hann er látinn taka svokallað
Pítsa-próf sem snýr öllu lífi hans á
hvolf. Verkið veltir upp spurn-
ingum um ríkisfang, einelti og þá
tilfinningu að upplifa sig utan-
garðs,“ segir m.a. í tilkynningu.
Þar kemur fram að Jónas og Þór-
arinn hafi þekkst lengi og báðir
búið í Danmörku á tíma þegar
umræða um innflytjendamál náði
þar hámarki og hafði áhrif á þá
báða.
Semur leikhús-
tónlist í fyrsta sinn
Jónas Sigurðsson
Gullna hliðið –★★★★★ – H.A. - DV
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k.
Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.
Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.
Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Fös 26/12 kl. 13:00
Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 16:00
Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 27/12 kl. 13:00
Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 28/12 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku.
Gullna hliðið (Stóra sviðið)
Fös 24/10 kl. 20:00 10.k.
Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k.
Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas.
Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k.
Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k.
Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas.
Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Fim 20/11 kl. 20:00
Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00
Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 30/11 kl. 20:00
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Beint í æð (Stóra sviðið)
Mið 29/10 kl. 20:00 Forsýning Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k.
Fim 30/10 kl. 20:00 Forsýning Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k.
Fös 31/10 kl. 20:00
Frumsýning
Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k.
Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k.
Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k.
Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k.
Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Róðarí (Aðalsalur)
Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Fim 30/10 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 26/10 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 14:00
Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00
GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur)
Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 9/11 kl. 20:00
Coming Up (Aðalsalur)
Lau 15/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00
Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur)
Lau 22/11 kl. 20:00
Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós)
Fös 24/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Karitas (Stóra sviðið)
Fös 24/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn
Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn
Fim 30/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn
Fös 31/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 16/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn
Fim 6/11 kl. 19:30 8.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn
Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn
Seiðandi verk eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Konan við 1000° (Kassinn)
Fös 24/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 6/11 kl. 19:30 23.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas.
Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas.
Mið 29/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn
Fim 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn
Fös 31/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn
Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.
Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)
Sun 26/10 kl. 13:00 22.sýn Sun 2/11 kl. 13:00 24.sýn Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn
Sun 26/10 kl. 16:30 23.sýn Sun 2/11 kl. 16:30 25.sýn
Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
Hamskiptin (Stóra sviðið)
Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas.
Aðeins ein aukasýning í nóvember.
Umbreyting (Kúlan)
Sun 26/10 kl. 14:00
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 26/10 kl. 20:00 Frums Sun 2/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn
Lau 1/11 kl. 17:00 2.sýn Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn
Sápuópera um hundadagakonung
ásamt Kristni Sigmundssyni og Hallveigu Rúnarsdóttur
í Langholtskrikju laugardaginn 25.október
og sunnudaginn 26. október kl. 16
Stjórnandi: Magnús Ragnarsson
Miðasala á midi.is og við innganginn.
eftir Johannes Brahms
Ein deutsches
Requiem
Söngsveitin Fílharmónía flytur