Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Evrópusambandið heldur áframað senda Bretum kveðjur sem
bera ekki beinlínis með sér þungar
áhyggjur af áformum breska for-
sætisráðherrans um kosningar um
aðild Bretlands
að sambandinu.
Nýjasta kveðj-
an kom í formi
bakreiknings
vegna þess að
efnahagsþróun
Bretlands hefur
verið farsælli
en Evrópusam-
bandsins í heild
síðustu tvo ára-
tugi.
Og bakreikningurinn er ekki afminna taginu
frekar en við er að
búast af sambandinu. Jafnvirði rúm-
lega 400 milljarða íslenskra króna
skulu færast frá Lundúnum til
Brussel fyrir 1. desember nk.
Það er umhugsunarvert að Bret-land, sem tók þá ákvörðun að
standa utan evrunnar, skuli nú fá
slíkan bakreikning, en evran átti að
stuðla að aukinni velsæld íbúanna.
Annað sem ástæða er til að veltafyrir sér – ekki síst fyrir um-
sóknarríki eins og Ísland – er hvern-
ig Brussel kemur fram við aðildar-
ríkin.
Hversu háa reikninga ætli Íslandfengi tækist að koma landinu
inn í Evrópusambandið? Því getur
enginn svarað enda má alltaf gera
ráð fyrir bakreikningum ákveði
Brussel að breyta reikniform-
úlunum eins og í þessu tilviki.
Annað sem enginn virðist getasvarað er hvenær íslensk
stjórnvöld hyggjast koma Íslandi úr
stöðu umsóknarríkis. Fer það ekki
að verða tímabært?
Bretar fá feitan
bakreikning
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.10., kl. 18.00
Reykjavík 5 rigning
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 1 snjókoma
Nuuk 0 þrumuveður
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 6 skúrir
Kaupmannahöfn 11 alskýjað
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Helsinki -1 skýjað
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 12 skýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 alskýjað
London 15 skýjað
París 12 alskýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 11 skýjað
Vín 8 skúrir
Moskva -6 skýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 22 heiðskírt
Mallorca 23 heiðskírt
Róm 16 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 10 skýjað
Montreal 7 súld
New York 10 skúrir
Chicago 13 skýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:46 17:39
ÍSAFJÖRÐUR 9:01 17:34
SIGLUFJÖRÐUR 8:44 17:17
DJÚPIVOGUR 8:18 17:06
Minjastofnun hefur undirbúð lagn-
ingu göngustíga við fornleifarnar á
Stöng í Þjórsárdal. Stofnunin fékk
15 milljóna króna styrk úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða en
ekki er ljóst hvenær stígarnir verða
lagðir. Kristín Huld Sigurðardóttir,
forstöðumaður Minjastofnunar, von-
ast til að hægt verði að byrja á næst-
unni en telur ljóst að stígarnir verði
ekki tilbúnir fyrr en með vorinu.
Stangarbærinn sem grafinn var
upp úr ösku á árinu 1939 er fjölsótt-
ur viðkomustaður ferðafólks. Minj-
arnar og umhverfi bæjarins liggur
undir skemmdum. Þannig hefur yf-
irbygging látið mjög á sjá.
„Við þurfum að laga rústirnar.
Þær eru orðnar dálítið óhrjálegar.
Það þarf að reisa upp langeldinn,
snyrta og laga veggi og eitt og ann-
að,“ segir Kristín. Til eru hugmyndir
úr hönnunarsamkeppni um upp-
byggingu á staðnum en Minja-
stofnun hefur ekki fengið fjárveit-
ingar til framkvæmda. Áætlað er að
uppbygging kosti hátt í 300 millj-
ónir.
Gert hefur verið rammaskipulag
fyrir Þjórsárdal sem nær yfir Stöng
og fleiri fornminjar. Kristófer A.
Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, segir að það
standi uppbyggingu og rekstri á
svæðinu fyrir þrifum hvað vegurinn
inn að Stöng sé orðinn lélegur.
Sveitarstjórn hefur óskað eftir því
að Vegagerðin leggi nýjan veg sem
áætlað er að kosti 70-80 milljónir kr.
helgi@mbl.is
Stígagerð
undirbúin
á Stöng
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stöng Minjarnar á Stöng í Þjórs-
árdal liggja undir skemmdum.
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga