Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
✝ Elín BirnaHarðardóttir
fæddist í Reykjavík
17. maí 1955. Hún
lést á Landspít-
alanum 15. október
2014.
Foreldrar henn-
ar eru hjónin Hörð-
ur Þórhallsson
húsasmiður, f. í
Vestmannaeyjum
19.3. 1932, d. 12.8.
2008, og Halldóra Katrín Guð-
jónsdóttir, f. í Reykjavík 10.
október 1931. Systkini Elínar
Birnu eru Katrín Úrsúla Harð-
fyrra sambandi er Júlía Lind, f.
13. mars 2007.
Elín Birna ólst upp á Brúna-
vegi 5 í Reykjavík, elst fjögurra
systkina. Hún lauk lauk barna-
og unglingaprófi frá Laugalækj-
arskóla og gagnfræðaprófi frá
verknámsdeild við Ármúla 1972.
Hún lauk námi við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands vorið 1981
og útskrifaðist þaðan sem
myndmenntakennari. Hún starf-
aði við það í Hagaskóla í Reykja-
vík frá 1982 til 1985. Hún vann
tímabundið við ýmislegt sem
tengdist þeim hæfileika hennar
að teikna, rissa, mála og móta í
leir, áhugamáli hennar fram í
fingurgóma, sem einkenndi
hana alla tíð.
Útför hennar fer fram frá
Kirkju Óháða safnaðarins í
Reykjavík í dag, 24. október
2014, kl. 13.
ardóttir, f. 1958, G.
Svafa Harð-
ardóttir, f. 1959,
Þórhallur G. Harð-
arson, f. 1962.
Elín Birna giftist
17. maí 1975 Adolfi
Ársæli Gunnsteins-
syni (Sæla), f. 23.
apríl 1954. Synir
þeirra eru Björn
Kristinn, f. 4. sept-
ember 1974, kvænt-
ur Guðrúnu Önnu Númadóttur,
og Jóhann Karl, f. 16. maí 1981,
í sambúð með Bjarneyju Láru
Sævarsdóttur, dóttir hans frá
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Kveðja,
mamma.
Elsku Ella, að kveðja þig er
svo sárt. Þú áttir svo erfitt lífs-
hlaup og þurftir að ganga í gegn-
um svo mörg áföll, það gerðir þú
af svo mikilli jákvæðni og bjart-
sýni og kvartaðir aldrei. Ég
hugsa til baka og man eftir laug-
ardögunum á Lokastígnum, ferð-
unum í sumarbústaðinn, rétt-
aferðum og mér hlýnar við þær
minningar. Þegar ég horfi á
myndirnar þínar, sem þú teikn-
aðir og málaðir, þá sé ég þig
hlæja svo innilega eins og þú
gerðir svo oft. Þú sagðir oft að
þú ættir tvo afmælisdaga; fæð-
ingardaginn þinn og daginn sem
grætt var í þig nýtt hjarta, takk
fyrir þau 24 ár sem þú fékkst til
viðbótar. Guð geymi þig og vaki
yfir Sæla, Bjössa, Jóa og þeirra
fjölskyldum.
Þinn bróðir
Þórhallur Guðjón Harðarson
og fjölskylda.
Það er sárt að kveðja þig,
elsku systir, og upp í hugann
koma ótal minningar frá æskuár-
um á Brúnaveginum þar sem við
ólumst upp. Þú varst stóra systir
sem fór með okkur systkinin í
sundlaugarnar, skólann, skóla-
garðana og ýmsa leiðangra. Við
fórum í tjaldútilegur með for-
eldrum okkar í öllum veðrum,
það eru ljúfar minningar. Þú
eignaðist segulbandið og tókst
upp Lög unga fólksins. Einnig
laumuðumst við til þess að hlusta
á kanaútvarpið, faðir vor var
ekki sérlega hrifinn. Á unglings-
árunum komu augnskuggar og
varalitir, mér fannst þetta flott
og hlakkaði til að verða svona
skvísa eins og þú og vinkonurn-
ar. Það tekst varla úr þessu. Þú
kynntist Sæla og þið fóruð að
búa, fyrst á Lokastíg 9. Þar var
komið við og gott að eiga ykkur
að til að fá far eða láta skutla sér
heim á Brúnó.
Hrepparnir komust á kortið,
með Sæla, þar byggðuð þið sum-
arbústaðinn, athvarf fjölskyld-
unnar þar sem alltaf var verkefni
að vinna. Þær eru margar minn-
ingarnar og myndirnar úr pott-
inum. Mamma og pabbi voru oft
með ykkur í bústaðnum og nutu
þess að vera með. Þitt sérverk-
efni fyrir austan var að gróður-
setja og hlúa að trjáplöntunum,
mestallt græðlingar sem þú viða-
ðir að þér, orðinn stærðarinnar
trjálundur í dag. Þú varst mikil
blómakona, alls staðar fékkstu
afleggjara, fékkst á þá rætur og
komst þeim í pott.
Glókollarnir komu í heiminn,
fyrst Björn Kristinn, þá var
komin fjölskylda í herbergið
frammi á Brúnó, þið giftuð ykkur
og fluttuð á Hverfisgötuna,
keyptuð fyrstu íbúðina á Laug-
arnesveginum og Jóhann Karl
fæddist, fjörkálfar sem ég pass-
aði oft. Ömmustelpan, Júlía
Lind, var þér mikils virði og
gaman að fylgjast með ykkur,
þið kunnuð vel hvor á aðra.
Þitt lífshlaup var einstakt og
tilveran tók á sig ýmsar myndir.
Bjössi lenti í bílslysi, sem breytti
okkur öllum, Þú varst vakin og
sofin yfir honum, og til þess að
geta átt meiri tíma með strákun-
um þínum hættir þú að vinna.
Þú veikist aðeins 35 ára og í
framhaldi af því verður þú bæði
hjarta- og nýrnaþegi, það tók á.
Það komu góðir tímar, en veik-
indi inn á milli.
Með þinni einstöku trú,
nægjusemi og hógværð fórstu
langt, miklu lengra en nokkur
annar. Þú kvartaðir aldrei yfir
því að vera veik. Þú hafðir Sæla
sem hefur verið þín stoð og
stytta í gegnum lífsins ólgusjó,
þið voruð sérlega náin.
Ég var oft með þér í gegnum
veikindin, okkur leiddist aldrei.
Þú hafðir teikniblokk við hönd-
ina og gast gleymt stund og stað.
Mamma kom mikið til þín og það
var ykkur báðum mikils virði.
Víða liggja eftir þig listaverk
sem þú gafst við öll möguleg
tækifæri. Maður gat pantað hjá
þér mynd, tilgreindi tilefnið og
þú settir þig í stellingar og út-
færðir á þinn ævintýralega máta
eins og þér einni var lagið.
Síðasta ár var þér erfitt, flókin
veikindi ágerðust, þrekið minnk-
aði, þar til yfir lauk. Það er sorg
og söknuður í hjarta mínu en þú
þarft ekki að þjást lengur.
Elsku Sæli, Bjössi, Jói og Júl-
ía Lind, megi guð styrkja ykkur í
sorginni. Kveðja,
Svafa.
Elín Birna
Harðardóttir
✝ Þóra Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 8.
maí 1932. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold hinn
14. október 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Þórðarson og
Helga Gísladóttir.
Systkini hennar
eru Hörður, sem er
látinn, Margrét, Þorsteinn og
Bjarni.
Árið 1954 giftist Þóra Emil
Sigurðssyni rafeindavirkja, en
hann lést árið 2002. Börn
þeirra eru: 1) Magnús, f. 1954,
maki Sigrún Árnadóttir, börn
þeirra eru Laufey og Þórarinn
Emil. 2) Haukur, f. 1959. 3) Em-
il Þór, f. 1971,
maki Elín Ein-
arsdóttir.
Þóra ólst upp á
Víðimel 39 í
Reykjavík og gekk
í Miðbæjarskólann
og síðan Kvenna-
skólann og útskrif-
aðist þaðan árið
1950. Starfaði síð-
an í verslun uns
húsmóður-
hlutverkið tók við. Hún fór síð-
an aftur út á vinnumarkaðinn
og vann í bókabúð og barna-
fataverslun í Hafnarfirði, síðast
vann hún hjá Plastprenti í
Reykjavík.
Útför Þóru fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag,
24. október 2014, kl. 13.
Í dag kveðjum við móður mína,
Þóru Magnúsdóttur. Hún fæddist
í Reykjavík og ólst upp að Víðimel
39. Þar átti hún góða æsku og bjó
við gott atlæti.
Um tvítugsaldurinn hafði hún
síðan hitt föður minn og þau hafið
búskap, en síðan fluttu þau á
Ölduslóðina í Hafnarfirði, en hús-
ið byrjaði faðir minn að byggja
þegar ég fæddist.
Að flytja úr höfuðborginni til
Hafnarfjarðar á þeim tíma hefur
verið allmikið átak fyrir hana. Á
Ölduslóðinni varð síðan hennar
athvarf og þar bjó hún okkur
bræðrunum gott heimili alla tíð.
Þar nutum við þess að eiga góða
nágranna, m.a. nunnurnar í
Klaustrinu.
Eftir að námi lauk í Kvenna-
skólanum árið 1950 starfaði hún í
verslun á Laugavegi en síðan
tóku við barneignir og uppeldi.
Hún fór síðan aftur á vinnumark-
aðinn og starfaði í bókaverslun
Olivers Steins og barnafataversl-
un í Hafnarfirði og síðast starfaði
hún hjá Plastprenti í Reykjavík.
Allt frá árinu 1964 ferðuðust
þau, foreldrar mínir mikið, bæði
innan lands og utan og það varð
þeirra helsta áhugamál. Á þeim
árum voru Íslendingar ekki al-
mennt mikið farnir að ferðast til
útlanda þannig að ferðalögin
þóttu nokkur nýlunda.
Eins og áður sagði var Öldu-
slóðin hennar athvarf allt til þess
tíma að hún flutti á Vífilsstaði og
síðan Ísafold í Garðabæ, þegar
það var tekið í notkun, þar sem
hún flutti inn í nýja íbúð. Þar var
hún síðan í eitt og hálft ár þar sem
hún naut góðs atlætis og væri
óskandi að sem flestir fengju að
njóta þess að búa við jafn góðar
aðstæður.
Oft er tekið til þess að fólk fætt
á millistríðsárunum hafi haft það
gott og það má segja að það hafi
átt við hana móður mína. Hennar
verður sárt saknað af okkur.
Magnús Emilsson.
Þá er komið að kveðjustund.
Fyrstu kynni mín af Díu, tengda-
móður minni, voru fyrir rúmum
þrjátíu árum, þegar við Maggi
byrjuðum að vera saman. Það er
margs að minnast á þessum tíma
og margar góðar minningar sem
sitja eftir.
Fyrstu búskaparárin okkar
Magga bjuggum við á Ölduslóð-
inn í kjallaranum hjá Díu og
Emma. Okkur leið mjög vel í þau
fjögur ár sem við bjuggum þar.
Það var ómetanleg aðstoð við
okkur Magga að fá að búa í kjall-
aranum á meðan við vorum að
koma undir okkur fótunum. Þeg-
ar við svo fluttum í okkar eigin
húsnæði var alltaf notalegt að
koma við á Ölduslóðinn í kaffisopa
og spjall við eldhúsborðið um
heima og geima. Þau hjónin höfðu
mjög gaman af að ferðast og það
var skemmtilegt að fá að heyra
um ferðir þeirra til Spánar og
fleiri staða í heiminum. Ekki
ósjaldan bar á góma pólitíkin þar
sem þau höfðu bæði mjög
ákveðnar skoðanir á ýmsum mál-
efnum. En Día starfaði lengi vel
með Vorboðakonum í Hafnarfirði
og naut þess að taka þátt í fé-
lagsstarfinu hjá þeim á meðan
heilsa hennar leyfði.
Þegar við Maggi eignuðumst
börnin okkar var Día alltaf tilbúin
að passa þau. Laufey og Þórarinn
Emil nutu góðs af að fá að kynn-
ast vel ömmu sinni og afa, sem
ætíð reyndust þeim vel. Og alltaf
var jafn spennandi þegar amma
og afi voru að koma heim frá út-
löndum, því amma og afi keyptu
alltaf eitthvað spennandi á ferða-
lögum sínum til að gefa barna-
börnunum sínum. En þeim var
umhugað um velferð þeirra. Día
varð ekkja árið 2002 þegar Emmi
dó eftir erfið veikindi. Missir
hennar var mikill þar sem þau
hjónin höfðu alltaf verið góðir vin-
ir.
Día fór í dagvist á Hrafnistu
um tíma og átti þar margar góðar
stundir í góðum félagsskap og
naut góðs af frábæru starfi sem
unnið er þar. Eftir að heilsunni
hrakaði var hún dagvist í Drafn-
arhúsi sem hún naut einnig á
meðan hún gat. En þar er einnig
unnið frábært starf.
Fyrir einu og hálfu ári flutti
Día svo á hjúkrunarheimilið á Víf-
ilsstöðum þar sem heilsu hennar
hafði hrakaði hratt. Þar dvaldist
hún þar til hjúkrunarheimilið
flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði
Ísafoldar á Sjálandi í Garðabæ.
Mjög vel var hugsað um hana
bæði á Vífilsstöðum og Ísafold og
þökkum við starfsfólkinu þar
góða umönnun. En það var erfitt
að horfa upp á hvernig heilsu
hennar hrakaði og dró smátt og
smátt af henni. Þá var gott að vita
að vel var hugsað um hana.
Ég er þakklát Díu fyrir sam-
fylgdina í gegnum þrjátíu og fjög-
ur ár. Minningarnar lifa áfram
hjá okkur.
Sigrún.
Við eigum margar minningar
um „ömmu gaman“ úr æskunni.
Það var alltaf að koma á Ölduslóð-
ina í heimsókn eða pössun. Það
var gaman að leika úti í garði hjá
þeim, þá þótti manni hann svo
stór og mikið af háum trjám.
Stundum gistum við þar, það þótti
manni sérstaklega skemmtilegt.
Það var alltaf dótakassi fyrir okk-
ur og margar gamlar myndasögu-
bækur sem þau lásu oft fyrir okk-
ur. Oft voru það Lukkuláki eða
Svalur og Valur sem urðu fyrir
valinu. Svo seinna leyfðu þau okk-
ur að lesa fyrir sig. Þórarinn man
sérstaklega eftir múmínálfa-
tölvuleiknum í gömlu borðtölv-
unni hjá þeim.
Oft horfðum við öll saman á Tí-
mon og Púmba. Ég man eftir að
eitt skiptið vorum við tvö í kvöld-
mat hjá þeim og amma eldaði al-
veg sérstaklega góðar kjötbollur.
Svo áttu þau alltaf eitthvert gott
sælgæti. Maður fékk ósjaldan
Remi-kex hjá þeim, þannig að
maður tengir það mikið við þau,
sérstaklega ömmu.
Þín verður sárt saknað, amma.
Laufey og Þórarinn Emil.
Þóra G.
Magnúsdóttir
Systir mín, Lára
Margrét Bene-
diktsdóttir, lést á
líknardeild Land-
spítalans hinn 25. september
síðastliðinn, eftir baráttu við ill-
vígan sjúkdóm.
Hún fæddist á Egilsstöðum í
Vopnafirði, ólst upp á Hofteigi á
Jökuldal í hópi ellefu systkina
sem öll komust til fullorðinsára.
Það var gott samkomulag og
ljúft viðmót í okkar stóra systk-
inahópi sem ólst upp við venju-
leg sveitastörf á einu stærsta
fjárbúi síns tíma. Faðir okkar
stundaði rit- og fræðistörf og
voru bókmenntir og ljóðagerð í
heiðri höfð á heimilinu. Ung fór
Lára til náms á húsmæðraskól-
anum á Hallormsstað og síðan í
vist að Skriðuklaustri. Við
systkin nutum kunnáttu hennar
í matargerð sem jafnan var
hælt.
Lára giftist Karli Jónssyni og
ráku þau myndarlegt bú á Klett-
stíu í Norðurárdal í Mýrasýslu
og fluttu síðar til Borgarness,
þar sem hún starfaði við bókhald
Lára Margrét
Benediktsdóttir
✝ Lára MargrétBenedikts-
dóttir fæddist 4.
febrúar 1925. Hún
lést 25. september
2014. Útför Láru
var gerð 6. október
2014.
í Kaupfélagi Borg-
firðinga. Fjölskylda
mín minnist með
hlýju og þakklæti
hvernig dyr þeirra
stóðu okkur ætíð
opnar þegar fjöl-
skyldan ferðaðist
langveg milli Norð-
ur- og Suðurlands.
Þau voru sannkall-
aðir höfðingjar
heim að sækja.
Af ellefu systkinum erum við
fjögur eftir og þykir mér við
hæfi að kveðja systur mína með
broti úr erfiljóði eftir föður okk-
ar, Benedikt Gíslason, sem
komst svo vel að orði þegar hann
kvaddi þann okkar sem fyrstur
fór.
Við kveðjum þig – svo hljóðar
harmsins mál.
En hitt er þögul vissa, að okkar sál
Hún kveður aldrei, hvorug aðra
í heimi,
og hefur engin mörk á lífsins ál.
Við skiljumst eigi. Okkar beggja leið
er ein og söm um þrotlaust tímans
skeið.
Og þó að fundi beri að sinni sundur.
Við sjáumst yfir draumahöfin breið.
Við hjónin sendum börnum
Láru, mökum og afkomendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hrafn Benediktsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur,
ASTRID BJÖRGU KOFOED-HANSEN,
Efstaleiti 10,
Reykjavík.
Einar Þorbjörnsson,
Agnar Már Einarsson, Andrea Isabelle Einarsson,
Þorbjörn Jóhannes Einarsson, Kathrine Espelid,
Axel Kristján Einarsson, Laufey Sigurðardóttir,
Einar Eiríkur Einarsson, Jamaima D´Souza,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
STEFÁN SNÆBJÖRNSSON,
innanhússarkitekt og hönnuður,
Núpalind 2,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 28. október kl. 15.00.
Fjölskylda hins látna.
Móðurbróðir
okkar, Ásgeir Jó-
elsson, er allur.
Lífsganga hans var
hrein og bein, laus
við óþarfa króka og flækjur.
Geiri frændi var að mörgu leyti
merkilegur maður og lífshlaup
hans allt í einfaldleika sínum.
Hann lét ekki aðra segja sér
hvernig hann ætti að lifa lífinu
og var trúr sínu. Vinnusemi, trú-
mennska og heiðarleiki voru
honum í blóð borin. Hann þoldi
illa leti og ómennsku og ekki
hægt að misskilja neitt í þeim
málflutningi hans.
Ásgeir Jóelsson
✝ Ásgeir Jóels-son fæddist 20.
júní 1924. Hann lést
13. október 2014.
Ásgeir var jarð-
sunginn 23. októ-
ber 2014.
Æskuslóðir hans
í Leirunni, útgerðin
og saltfiskverkunin
voru hans líf og
yndi. Þar var hann
kóngur í ríki sínu
og gætti þess að
allt væri eins og
það átti að vera.
Geiri var víðles-
inn, hagmæltur og
stutt í spaugsem-
ina. Undir niðri var
hann þó viðkvæmur þó að til-
finningum væri ekki mikið flík-
að. Hann var hjálpsamur og góð-
ur sínu fólki. Þegar ellikerling
hafði rænt hann vopnum og
þreki naut hann þess að eiga
góðar frænkur nálægt sér, sem
ásamt sínu fólki pössuðu upp á
hann þar til yfir lauk.
Blessuð sé minning Ásgeirs
Jóelssonar.
Guðjón og Ásgeir.