Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 17
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. upp hér á landi undanfarin ár til stuðnings nýsköpun og frumkvöðla- starfi. Þaðan hefur fyrirtækið fengið ráðgjöf og stuðning. Haustið 2010 fékk Búngaló styrk úr Tækniþróun- arsjóði til að þróa vefsíðuna og í sama mánuði og vefurinn var opnaður var hann á topp-tíu-lista frumkvöðla- keppni Gulleggsins. „Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem notfæra sér vefinn okkar,“ segir Guðmundur Lúther. Um 80% viðskiptavina koma að utan. Oftast eru þetta einstakl- ingar og fjölskyldur sem skipuleggja ferðalag til Íslands á eigin vegum. „Svo er líka talsvert um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki bóki hjá okk- ur,“ segir hann. Mikið úrval Sumarhús innan- lands sem hægt er að velja um á vef Búngaló eru 450. Þau eru dreifð um land allt. upp á þennan hátt muni fyrirtækið auka við þennan þátt starfsem- innar. Að auki er notast við óerfða- breytt fóður. Eins er meira rými fyrir hvern fugl og fyrir vikið er hann dýrari þegar hann kemur í verslanir. Rafmagnsgirðing er um- hverfis útisvæðið og er tilgangur hennar að halda vörgum á borð við minka og máva fjarri. „Við höfum ekki séð mink en einstaka mávur sem hefur hugsað sér gott til glóð- arinnar hefur flogið á netið,“ segir Sveinn. Þegar Morgunblaðið heim- sótti búið átti enn eftir að slátra fyrstu fuglunum og því ekkert hægt að segja til um bragðgæði. Í fyrsta kasti átti að slátra um 5.000 fuglum sem aldir eru upp með þess- um hætti. „Við ætlum að þróa þetta með markaðnum. Ef þessir fimm þúsund fuglar klárast munum við huga að því færa okkur frekar yfir í slíkt eldi,“ segir Sveinn. Á útisvæðinu má m.a. sjá tvö prik sem kjúklingarnir hoppa gjarnan upp á. Blaðamaðurinn og borgarbarnið spurði út í prikin og tilgang þeirra. „Þetta er í eðli þeirra. Hefurðu aldrei heyrt um hænu á priki?“ segir Sveinn. Blaða- maður jánkar, tómur til augnanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útisvæði „Hvað segiði, eigum við að kíkja út?“ gæti einn fuglinn ver- ið að segja við fiðraða félaga sína. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um 75% barnanna á leikskólanum Ösp í Breiðholti eru af erlendu bergi brotin. Til að efla orðaforða þeirra og mál- skilning, bæði á eigin móðurmáli og íslensku, svokallað virkt tvítyngi, hefur verkefnið Tungumálataskan verið þróað. Það felst í sjö töskum sem fara heim með börnunum á víxl í nokkra daga og innihalda þær efni á íslensku; sögu- bækur, orðabækur, spil og myndir. Tilgangurinn er að fá foreldra til að vinna með málnotkun heima fyrir þannig að börnin noti móðurmál sitt samhliða íslenskunni. Foreldr- arnir fá ítarlega fræðslu um verkefnið og stuðning frá starfsfólki leikskólans. „Hér er talað 21 tungumál,“ segir Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri á Ösp. „Flest erlendu börnin eru frá Póllandi, en hér eru líka mörg börn frá Filippseyjum. Einnig börn frá Nepal, Bretlandi, Malasíu, Rúmeníu og Litháen. Þau koma víða að. Þetta er vissulega áskorun en við sjáum mörg tækifæri í þessari fjölbreytni.“ Nichole er bandarísk og hefur sjálf verið í þeim spor- um að ala upp tvítyngd börn á Íslandi. Í meistaranámi sínu við Háskóla Íslands lagði hún áherslu á mál og læsi og hef- ur kynnt sér tvítyngifræðslu. Hún segir að Tungumál í tösku hafi orðið til smám saman við vinnuna á leikskól- anum og sé byggt á þeim kenningum sem hún hafi kynnt sér. Verkefnið hefur verið styrkt bæði af velferðarráðu- neytinu og af Reykjavíkurborg og þessa dagana vinnur Nichole að gerð kynningarmyndbands um Tungumál í tösku og hagnýta málörvun ásamt kvikmyndagerðarfólki. Íslensku börnin fá töskuna líka með heim Öll börn á Ösp fá töskuna með sér heim, líka þau sem hafa íslensku að móðurmáli. „Það gengur ekkert öllum ís- lenskum börnum vel í máltöku og þeirra málhegðun er mjög mismunandi,“ segir Nichole og bætir við að foreldrar barnanna séu almennt ánægðir með verkefnið. „Það sem við erum að gera með þessu er að styðja foreldra í hlut- verki sínu og kynna fyrir þeim þær aðferðir sem við notum til málörvunar í leikskólanum. Margir segja þegar þeir fá töskuna; loksins er röðin komin að okkur.“ Getur þetta orðið til þess að íslenskukunnátta for- eldra af erlendum uppruna eykst? „Það er það sem við vilj- um að gerist og við höfum oft upplifað það,“ segir Nichole. 75% barnanna á leikskólanum Ösp í Breiðholti eru erlend og þar er talað 21 tungumál Morgunblaðið/Ómar Lesið saman Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri á Ösp, ásamt kátum barnahópi. Þrír fjórðu hlutar barnanna eru af erlendum uppruna og þar er talað 21 tungumál. Sjáum tækifæri í þessari fjölbreytni Ljósmynd/Reykjavíkurborg Tungumálataskan góða Í henni er ýmislegt efni á íslensku, m.a. sögu- og orðabækur, spil og myndir. Morgunblaðið/Ómar Leikskólastjórinn Nichole hefur alið upp tvítyngd börn. Ferðamenn eru í síauknum mæli að skipuleggja ferðalögin sjálfir á netinu. Það gera um 75% þeirra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á vef Ný- sköpunarmiðstöðvar má lesa að sprotafyrirtækið Xperious í Reykjavík er að þróa ferðagagnagrunn með leitarvél sem drifin er af gervigreind. Á þetta að hjálpa ferðamönnum að kynnast landi og þjóð á algjörlega nýjan hátt, bóka og ganga frá kaupum, allt á einum stað hvenær sem þeim hentar. Með einum músarsmelli er hægt að bóka allan pakkann á Xper- ious, sérsniðinn sérstaklega fyrir notandann. Einn smellur á að duga ÞRÓA NÝSTÁRLEGA LEITARVÉL FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.