Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
duxiana.com
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
b
y
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Okkar best varðveitta
leyndarmál!
Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá
hefur það verið metnaður okkar að framleiða
heimsins þægilegust rúm, því það er frábær
tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan
nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá
DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur
af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér
kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum
þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt.
Það er leyndarmálið að góðum svefni.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
Í janúar 2015 verða
liðin 100 ár frá einni sér-
kennilegustu jarðarför
seinni tíma, en í janúar
1915 voru jarðsettar í
Hólavallakirkjugarði í
Reykjavík líkamsleifar
Steinunnar Sveins-
dóttur, sem kennd var
við Sjöundá á Rauða-
sandi.
Aðdragandinn var
feikilangur og ömurleg-
ur, en Steinunn var í blóma lífs síns
dæmd til lífláts, vegna meintrar þátt-
töku í tveim morðum.
Hún andaðist í tukthúsinu við Arn-
arhól, þar sem nú er stjórnarráðið, áð-
ur en dómi var fullnægt. Ekki sáu yfir-
völd ástæðu til að jarðað yrði í vígðum
reit, svo lík Steinunnar var í staðinn
urðað á Skólavörðuholti, (Steinkudys).
Löngu seinna voru bein hennar flutt til
kirkjugarðs, og það fyrir atbeina frí-
kirkjuprestsins í Reykjavík.
Ég mun í þessari grein og tveim í
viðbót nálgast þessi grimmu örlög
Steinunnar heitinnar með gagnrýni og
nokkrum athugasemdum, sem seinni
tíma vitneskja hefur leitt í ljós. Þar
hníga flest rök í sömu átt, sennilega var
Steinunni refsað allt of grimmilega,
bæði í lifanda lífi, sem og látinni. Lagð-
ist þar á eitt, skortur á góðum verkferl-
um svo og óhagstæður tíðarandi.
Steinunn var með barni á meðan á
yfirheyrslum og réttarhöldum stóð, og
barnið var tekið af henni nýfætt. Bana-
mein hennar var „harmur“, en í viðbót
hafði hún svelt sig.
Til eru ítarlegar heimildir um Sjö-
undármálin og hef ég kynnt mér þær
eftir föngum og reynt að meta án hlut-
drægni.
Vissulega hafa átt sér stað hörmu-
legir atburðir á bænum Sjöundá, á því
leikur svo sem ekki vafi. Fyrst hvarf
eiginmaður Steinunnar, en líkið fannst
seinna rekið á fjörur, á því var áverki
sem enginn játaði að væri af manna-
völdum. Var hinum bóndanum kennt
um og játaði hann að hafa valdið dauða
sambýlisbóndans. Þáttur Steinunnar
var þarna óljós, en hún játaði að hafa
hylmt yfir upplýsingar um
málið. Seinna andaðist
kona hins bóndans, þar
játaði hann að hafa mis-
þyrmt henni, en þáttur
Steinunnar var enn ein-
skoraður við meðvirkni.
Atburðarás var því óljós í
báðum tilvikum, sér-
staklega er þáttur Stein-
unnar húsfreyju í meint-
um ofbeldisverkum óljós.
Dómurinn yfir Stein-
unni, svo og meðferðin á
henni, lífs og liðinni, vitnar
um vankunnáttu kirkju-
legra og veraldlegra yfirvalda. Prestar
voru fengnir til að yfirheyra hana og
virðist trúnaðarupplýsingum úr sálu-
sorgarviðtölum hafa verið komið beint
áfram til dómsvaldsins. Játningar
hennar voru tengdar loforði um umb-
un, og félagsleg staða hennar var mjög
tæp. Verjanda hafði hún reyndar, en
hann var ekki vel að sér í lögum.
Dauðadómur sá er Steinunn hlaut
samræmist ekki alvarleika játninga
hennar varðandi aðild að morðum.
Dómurinn er ómannúðlegur og skap-
aði yfirvöldum stóra framfærslubyrði
margra barna Steinunnar, en frá henni
er kominn stór ættbogi nýtra þjóð-
félagsþegna.
Væri mál Steinunnar nær okkur í
tíma, væri krafa um endurupptöku
eðlileg. Málið er hins vegar tveggja
alda gamalt, en þó má segja að það
komi samtímanum við, því aldrei er of
seint að læra af sögunni, og reisa við
æru þeirra sem halloka fóru.
Á ég þar sérstaklega við þann
óskunda að neita Steinunni um legstað
í vígðum reit, eins og mér sýnist hafa
verið raunin.
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr hafa sakamál komið fyrir á öllum
tímum. En það er ein af megingrunn-
stoðum sérhvers siðmenntaðs sam-
félags að draga seka til ábyrgðar og
kveða upp réttláta dóma yfir þeim.
Vinnubrögð verða að vera vönduð,
bæði við yfirheyrslur og dóms-
uppkvaðningu. Þá þarf að sýna sak-
borningum lágmarksaðgát, sér-
staklega ef um er að ræða ófrískar
konur, unglinga eða gamalmenni.
Í máli Steinunnar frá Sjöundá var
misbrestur á þessu, og mun það tíund-
að betur í næstu grein. Útkoman úr
þessu var yfirvöldum til skammar, og
reyndu margir að þvo hendur sínar.
Prestar sáu eftir að hafa komið að yf-
irheyrslum og prófastur fékk áminn-
ingu og sekt fyrir afglöp í starfi sínu
sem sálusorgari fjölskyldnanna á Sjö-
undá.
Veraldleg yfirvöld fóru einnig með
veggjum í kjölfar málsins og reyndu
hreppstjórar og sýslumenn að afsaka
augljósa misbresti, eins og t.d. það að
ekki hefðu læknar verið fengnir til að
skoða lík fórnarlamba hinna meintu
glæpa á Sjöundá.
Þannig séð voru málin í raun gal-
opin í báða enda þegar dómur féll.
Atburðarásin gat verið einhvers
staðar á skalanum allt frá eðlilegum
dauðdaga til morða að yfirlögðu ráði.
Ljóst er þó af málsskjölum, játn-
ingum og skýrslum hreppstjóranna,
að Steinunn Sveinsdóttir framdi ekki
ódæðisverkin sjálf, og meint hlutdeild
hennar í raun mjög óljós, þó að ým-
islegt bendi til meðvirkni af hennar
hálfu.
Einn mælikvarði siðmenningar er
hvernig farið er með barnshafandi
konur, og þá burtséð frá hvaða kring-
umstæður leiddu til þungunarinnar.
Þarna kemur mál Steinunnar Sveins-
dóttur óþægilega út.
Því er hollt að staldra við af og til og
líta í spegil sögunnar. Menning vor og
mannúðarmælikvarðar eru nefnilega
samofin, og fortíð speglast gjarna í nú-
tíð.
Í næstu grein verður haldið áfram
að kasta ljósi á þá ómannúðlegu með-
ferð sem Steinunn Sveinsdóttir frá
Sjöundá virðist hafa fengið af samtíma
sínum.
Í minningu Steinunnar
húsfreyju á Sjöundá
Eftir Skírni
Garðarsson » Væri mál Steinunnar
nær okkur í tíma
væri krafa um endur-
upptöku eðlileg.
Málsmeðferðin öll og
réttarstaða hennar
myndu hrópa á það.
Skírnir
Garðarsson
Höfundur er prestur.
Framundan er end-
urskoðun landbún-
aðarkerfisins enda
löngu tímabært.
Búvörusamning-
unum svipar um margt
til miðstýrðs áætl-
anabúskapar Sov-
étríkjanna heitinna.
Bændum er tryggður
jöfnuður og stöð-
ugleiki með því að
sækja styrki til neytenda og skatt-
greiðenda og skipta eftir vissu kerfi.
Afleiðingin er heft atvinnugrein með
lága framleiðni sem heldur niðri lífs-
kjörum í landinu.
Ekki gengur að landbúnaðar-
ráðherra og bændur komi einir að
endurskoðuninni. Alþingi verður að
sjá til þess stefnan verði mótuð af
fagfólki og helstu hagsmunaaðilum
það er neytendum, skattgreið-
endum, verslun og þróunarsam-
vinnu og umhverfisverndarfólki, auk
bænda. Almenningur og samtök sem
málið varðar eiga að láta til sín taka
og þrýsta á um útbætur.
Gott land en harðbýlt
Meðal þess sem mestu varðar um
hvort fólki og þjóðum vegnar vel er
að þekkja vel styrkleika sína og
veikleika, ógnir og tækifæri. Mik-
ilvægt er að nýta vel styrkleikana og
tækifæri en láta veikleikana og ógn-
irnar ekki skemma fyrir.
Norðlæg hnattstaða Íslands,
smæð markaðar og fjarlægð frá öðr-
um löndum gerir landið harðbýlt.
Það verður að horfa raunsætt á hvað
borgar sig að framleiða hér og hvað
betra er að flytja inn. Við erum sterk
í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, orku-
frekum iðnaði og fleiri atvinnugrein-
um en stærstu greinar landbúnaðar
eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn
þjóð í stóru landi, verðum að halda
mun betur á málum ef við viljum lífs-
kjör á borð við nágrannaþjóðirnar.
Atgervisflótti skaðar okkur veru-
lega, heilbrigðisstarfsmenn vinna
erlendis og unga fólkið kemur ekki
heim úr framhaldsnámi.
Tollfrjáls innflutningur
matvæla
Landbúnaðurinn fær samkvæmt
OECD árlega í markaðsvernd sem
nemur 8 milljörðum kr. Með opnun
innflutnings munu matarútgjöld
meðalheimilis lækka um 100 til 200
þúsund kr. á ári. Vöruframboð og
gæði aukast. 550 milljóna manna
Evrópumarkaður opnast fyrir okkar
landbúnaðarafurðir.
Styrkir fari í Evrópumeðaltal
Við skattgreiðendur styrkjum
landbúnaðinn árlega um 12 milljarða
kr., þrisvar sinnum meira en að með-
altali í Evrópu. Hvert kúabú fær um
10 milljónir í styrki á ári og sauð-
fjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr.
sem þýðir að rúmlega öll laun á bú-
unum koma beint frá skattgreið-
endum. Um 20% framleiðslunnar
eru flutt út og 5% er neytt af ferða-
mönnum hér sem er gott mál ef það
væri ekki niðurgreitt á kostnað okk-
ar skattgreiðenda. Ef við lækkum
styrki niður í Evrópumeðaltal gerir
það 8 milljarða kr. og lækka mætti
virðisaukaskatt um 5%. Hreinn
ávinningur skattgreið-
enda og neytenda verð-
ur a.m.k. 50 til 100 þús.
kr. á ári á heimili.
Samtals mun ofan-
greint lækka útgjöld
meðalheimilis um 200
til 300 þús. kr. á ári.
Neysluvísitala lækkar
um 3% og verðtryggð
lán skuldugra fjöl-
skyldna um 2 milljónir
króna.
Stærri bú, betri afkoma
Í Sádi-Arabíu er stórbúið Al-
marai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá
Marel og víðar, rekur kjúklingadeild
fyrirtækisins sem framleiðir 550.000
kjúklinga á dag. Það tæki kjúkl-
ingabúið aðeins um 2 vikur að anna
ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið
rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr
hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr.
Það þarf bara tvö svona fjós til að
anna þörfinni hér því meðalnytin er
helmingi meiri en hjá okkur. Gjör-
breyta þarf styrkjakerfinu þannig
að bú stækki, þeim fækki og þau
færist á heppilega staði með tilliti til
nálægðar við markaði. Styrkja á
góða landnýtingu og góða umgengni
um landið, rannsóknir, menntun og
þess háttar. Að öðru leyti á landbún-
aðurinn að búa við samkeppni og að-
laga sig raunveruleikanum.
Nóg er af verðugum
verkefnum
Þó að hagræðing verði og sam-
þjöppun í landbúnaði eru næg verk-
efni fyrir þá sem vilja starfa í grein-
inni hér heima og erlendis. Allir
þurfa mat og greiðslugeta stórvex
t.d. í Asíu. Okkar landbúnaðarfólk
getur sett upp stórbú hvar sem er í
heiminum þar sem þörfin er og skil-
yrði góð.
Mörg Evrópulönd veita þróun-
araðstoð í formi landbúnaðarverk-
efna á hentugum svæðum í sam-
vinnu við heimamenn og flytja hluta
framleiðslunnar á Evrópumarkað,
samtals um 10.000 milljarða virði á
ári! Við þetta skapast mikilvæg störf
á sviði matvælaframleiðslu.
Þó að landið okkar sé fagurt og
frítt þarf víða að taka til hendinni,
fegra, endurheimta votlendi, fjar-
lægja drasl og stunda skógrækt.
Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt
kemur til baka í formi upplifunar og
ferðaþjónustan dafnar. Hér er pláss
fyrir margan góðan starfskraftinn.
Breytingarnar munu valda raski
en lífsgæði margra munu batna
verulega. Kærleikurinn hefur tvær
hliðar eina mjúka og aðra harða. Er
til staðar nægur kærleikur til að
gera það sem gera þarf til að bæta líf
fjölda fólks?
Landbúnaður
á tímamótum
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson
Guðjón Sigurbjartsson
» Lækkum útgjöld
meðalheimilis um
200 til 300 þús. kr.
á ári, neysluvísitölu
um 3% og verðtryggð
lán skuldugra fjöl-
skyldna um 2 mkr.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og bóndasonur.
Tólf borð í Gullsmáranum
Spilað var á 12 borðum í Gull-
smára mánudaginn 20. október.
Úrslit í N/S:
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 215
Þorsteinn B. Einarss. - Halldór Jónsson 199
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 192
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 187
A/V:
Einar Kristinss. - Hinrik Lárusson 201
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 193
Samúel Guðmundsson - Jón Hannesson 190
Haukur Guðmss. - Stefán Ólafsson 180
Bridsfélag Reykjavíkur
Staðan eftir 2 kvöld af fjórum:
Lögfræðistofan 1100
Sparisjóður Siglufjarðar 1041
Vestri 1016
Valgarð Blöndal og Valur Sigurðs-
son skoruðu mest í Butlernum, 71
IMP í plús.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is