Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Ullarnærföt í útivistina
Þinn dagur, þín áskorun
OLYMPIA
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Sölustaðir:
Útilíf • Vesturröst • Hagkaup • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík
Verslunin Blossi, Grundafirði • Kaupfélag Skagfirðinga
Bjarnabúð, Bolungarvík • Hafnarbúðin Ísafirði
Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað
Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi
Eyjavík, Vestmannaeyjum
30
ÁRA
100% Merino ull
Góð og hlý heilsársföt
fyrir karla og konur
Stærðir: S – XXL
það hvernig best sé að standa að
verki. Sjálfum finnst Andrési tíma-
bært að byggja upp nýja stofnun sem
hefji náttúruvernd til vegs og virð-
ingar og sameini núverandi stofnanir
með það að markmiði að náttúruvernd
fái réttmæta stöðu og nái til landsins
alls en ekki afmarkaðra svæða eins og
í dag.
Andrés segir að þekkingin sem þó
er til skili sér ekki nógu vel til þeirra
sem standa fyrir framkvæmdum og
verktaka og annarra sem vinna verk-
in. Of mikil hætta sé á mistökum. „Ég
sé að alltof víða er ráðist í allt of
groddalegar framkvæmdir sem ekki
falla að viðkvæmu umhverfi staðanna.
Sjónræn áhrif verða of mikil, til dæm-
is við gerð göngustíga, bæði fyrir
göngumanninn sjálfan og fyrir lands-
lagsheildina.“ Hann nefnir líka að víða
hafi ekki verið athugað að veita vatni
af göngustígum til að koma í veg fyrir
að átroðningurinn breyti honum í
djúpan skurð. Hætt sé við að sumt af
því sem þó er ágætlega gert verði
ónýtt á undraskömmum tíma.
Fyrirkomulagið hentar illa
Að mati Andrésar þarf milljarða en
ekki hundruð milljóna til úrbóta.
Hann telur einnig að fyrirkomulagið
sem nú er á fjármögnun sé ekki nógu
gott. Rammi sem gengur út á að allt
þurfi að gera innan ársins henti ís-
lenskri náttúru illa. Eðli margra verk-
efna sé þannig að best sé að byrja
smátt og læra inn á svæðin. Þá falli
krafa ríkisins um 50% mótframlag til
framkvæmda illa að aðstæðum.
„Hvers vegna ætti landeigandi sem
leggur landið sitt fram í almannaþágu
að borga tjónið sem á því verður. Í
flestum öðrum löndum greiðir ríkið
fyrir úrbætur. „Svo erum við alltaf á
viðgerðarstiginu. Það er rokið í hlut-
ina þegar allt er komið í óefni,“ segir
Andrés.
Sundurskorið land léleg söluvara
Landgræðslustjóri telur mikilvægt að móta heildstæða stefnu fyrir ferðaþjónustu Of mikið um
mistök því þekkingin skilar sér ekki til þeirra sem standa að framkvæmdum að mati fagmálastjóra
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
vikunni hafa nokkrar reglugerðir frá
ESB varðandi matvæli tekið gildi á
Íslandi að undanförnu. Af því tilefni
var Matvælastofnun (MAST) spurð
um málið. Í fyrsta lagi var spurt
hvaða áhrif reglugerð varðandi natr-
ínfosföt (E 339) í náttúrulegar garnir
fyrir pylsur hefur á framboð matvara
á Íslandi. Svarið var að engar upplýs-
ingar væru tiltækar um það. Hún
gæti hins vegar haft einhver áhrif á
framboð á pylsum í náttúrulegri görn,
enda væri með því að leyfa natrínfos-
föt í garnir verið að auðvelda fram-
leiðsluferlið á pylsum sem framleidd-
ar eru í náttúrulegri görn. Slíkar
garnir eigi til að springa. Því gagnist
þessi efni.
Óviss áhrif á kryddvínið
Þá var spurt hver yrðu áhrif reglu-
gerðar varðandi brennisteinsdíoxíð –
súlfít (E 220-228) í afurðir, að stofni til
úr kryddvíni. Svar MAST var að eng-
ar upplýsingar væru tiltækar um
hvort þetta muni hafa áhrif á framboð
matvara. Hvað varðar reglugerð
varðandi matvæli sem eru ætluð ung-
börnum og smábörnum, matvæli sem
eru notuð í sérstökum læknisfræði-
legum tilgangi og þyngdarstjórnun-
arfæði í stað alls
annars fæðis, þá
vísaði MAST til
hinna ýmsu
reglugerða, sem
of langt mál væri
að telja upp hér.
Hins vegar var
tekið fram að
merkingarákvæði
fyrir barnamat og
ungbarnablöndur
kynnu að verða enn ítarlegri.
Þá var spurt um áhrif reglugerðar
á bann við innflutningi á tyrkneskum
samlokum, þ.e. skelfiski. Var þá vísað
til þess að aðildarríki ESB hafi til-
kynnt um mikinn fjölda sendinga af
samlokum, sem eru upprunnar í
Tyrklandi og uppfylltu ekki örveru-
fræðilega staðla sambandsins.
Loks var spurt um áhrif reglugerð-
ar um sérstök skilyrði fyrir innflutn-
ingi á okru og karrílaufi frá Indlandi.
Sagði í svari MAST að reglugerðin
hefði verið sett eftir að mælingar
sýndu að Indland hefur ekki fullnægj-
andi stjórn á þessum málum. Reglu-
gerðin er sett til 2ja ára. Tók MAST
fram að lítið væri flutt inn af slíkum
vörum og að áhrifin yrðu því lítil.
baldura@mbl.is
Gæti haft áhrif á
framboð á pylsum
Áhrif tilskipana ESB eru margvísleg
ESB Framboð á
pylsum gæti breyst.
Einar Á.E. Sæmundsen fræðslu-
fulltrúi segir að Nýsjálendingar
skilji á milli útivistar almennings
og hagnýtingar ferðamanna-
staða í atvinnuskyni. Hann segir
að ferðaþjónar þurfi að semja
fyrirfram um greiðslu fyrir að-
gang að svæðunum. Í erindi sínu
fór Einar einnig yfir fyrir-
komulagið í þjóðgörðum Banda-
ríkjanna.
Telur Einar að þessa hluti þurfi
að skilgreina hér á landi. Hann
tekur fram að landeigendur hafi
komið þessum sjónarmiðum í
umræðuna en telur að fyrir-
komulagið eigi alveg eins við um
ferðamannastaði í opinberri
eigu. „Réttur almennings til að
fara um er norræn nálgun og
hana ber einnig að virða.“
Skilið á milli
réttinda
EINAR Á.E. SÆMUNDSEN
Morgunblaðið/Ómar
Stígagerð Sjálfboðaliðar við stígagerð á hverasvæðinu Seltúni í Krísuvík.
Vanda þarf til verka í upphafi, að mati fagmálastjóra Landgræðslunnar.
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Málþing Um 130 áhugamenn um náttúruvernd og ferðaþjónustu tóku þátt í málþingi sem fram fór í Gunnarsholti.
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fagmálastjóri Landgræðslunnar seg-
ir að mistök hafi verið gerð við upp-
byggingu aðstöðu á ferðamannastöð-
um. Mannvirki séu stundum of
groddaleg og skemmi landslags-
heildir. Þá sé ekki nóg vandað til
verka og nefnir sem dæmi að ef þess
er ekki gætt að veita vatni af göngu-
stígum leiði átroðningurinn til þess að
þeir grafist niður. Kom þetta fram á
málþingi um áhrif aukinnar umferðar
ferðafólks á náttúru landsins. Um 130
sóttu þingið.
„Við undirbúning þessarar ráð-
stefnu var það haft að leiðarljósi að
opna umræðuna um umhverfisáhrif
ferðaþjónustunnar á landslag og
landslagsheildir og hvert skal stefna,“
sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri í ávarpi við upphaf málþingsins.
„Það verður að móta heildarstefnu í
ferðaþjónustu þannig að hún skili sem
mestu í þjóðarbúið um leið og kostir
landsins eru varðir. Hér verða menn
að huga að „umhverfissjálfbærni“ og
átta sig á að ferðamenn næstu ára og
áratuga gera kröfu um að Ísland
framtíðarinnar sé jafn heillandi og það
hefur verið. Sundurskorið og rústað
land er léleg söluvara,“ sagði Sveinn.
Náttúran drabbast niður
Hvert er vandamálið? „Það kristall-
ast sífellt betur í vaxandi fjölda ferða-
manna. Íslensk náttúra er að drabb-
ast niður og of lítið er gert. Umræðan
snýst mest um fjölförnu ferðamanna-
staðina en staðreyndin er sú að stöð-
um og ferðaleiðum sem mikil umferð
er komin á fjölgar með ógnarhraða.
Við þurfum að hugsa um Ísland í heild
sinni,“ segir Andrés Arnalds, fag-
málastjóri Landgræðslunnar, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Andrés segir að til sé þónokkur fag-
þekking á því hvernig standa skuli að
málum en hún sé dreifð og hver sé að
vinna í sínu horni. Hann vonast til að
nú takist samstarf sem meðal annars
gangi út á að þróa leiðbeiningar um