Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ef fiskifræðingar eru að segja að við verðum að hætta línuveiðum á stórum svæðum við landið til að vernda smáþorskinn er línuútgerð minni báta sjálf- hætt. Í þá um- ræðu er ég ekki tilbúinn og tel al- gerlega óraun- hæft að loka svæðum með þessum hætti.“ Það er Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sem hefur orðið. Á þennan hátt svarar hann sjónarmið- um þriggja fiskifræðinga, sem fram komu í Morgunblaðinu á mánudag. Þar var bent á mikinn fjölda undirmálsþorska í afla línubáta sam- kvæmt mælingum fiskeftirlismanna árin 2005 til 2013, en grein eftir fiski- fræðingana birtist nýlega í vísinda- riti Alþjóðahafrannsóknaráðsins. „Við bendum á að áhrifaríkasta leið- in til að koma í veg fyrir veiðar á undirmáls- og smáþorski væri að banna línuveiðar á stórum svæðum næst landi,“ sagði Björn Björnsson, fiskifræðingur, í samtali við Morg- unblaðið. Verðmætur fiskur og menn vanda sig Örn segir að í byrjun þessarar ald- ar hafi línuveiddur þorskur verið 21 til 26% af þorskaflanum. Mikil aukn- ing hafi orðið 2005 og þá farið í 34%. Síðan hafi línuveiddur þorskur verið að meðaltali nokkuð stöðugur um 35% af þorskaflanum. Hann segir að með línuveiðum fá- ist verðmætur fiskur og menn vandi sig við veiðar og meðferð aflans. „Menn skulu hafa í huga að þegar haldið er úr höfn með landbeitta línu liggur þegar mikill kostnaður í beit- unni og vinnu við beitingu,“ segir Örn. „Menn forðast því að leggja á staði þar sem mikið er af smáfiski. Það eru hins vegar engin ný vísindi að smæsti fiskurinn er yfirleitt mjög nálægt landi og þannig hefur það örugglega verið í hundruð ára. Staðan er ekki beinlínis þannig að ástæða sé til að örvænta vegna stöðu þorskstofnsins. Árið 2011 var met- árgangur í nýliðun eða 181 milljón nýliðar, en í ár voru þeir 109 millj- ónir. Þetta hefur sveiflast í gegnum tíðina og árin 2001 og 2004 voru slak- ir árgangar með 80 og 96 milljónir nýliða. Það er hins vegar ekki að sjá að það ásamt aukinni línuveiði hafi haft áhrif á vöxt hrygningar- og veiðistofns sem nú er hvor tveggja mjög stór. Veiðistofn er 40% stærri en hann var 2004 og hrygningar- stofninn hefur tvöfaldað þyngd sína. Svo finnst mér athugunarefni hvort það sé rétt að skilgreina 55 sentimetra fisk sem undirmálsfisk, þ.e. fisk sem ekki hefur náð 4 ára aldri. Ég hef til dæmis ekki séð ald- ursgreiningu á þessum fiski, sem hlýtur að vera stærsta atriðið þegar svona alvarlegum hlutum er slegið fram.“ Örn hafnar því að línuveiðar á svæðum þar sem mikið er af smáfiski leiði hugsanlega til brottkasts. „Kostnaðurinn við veiðarnar er það mikill að menn láta duga að veiða hvern fisk einu sinni.“ Spurður hvort ekki væri nær að veiða þennan fisk þegar hann hefur tvö- eða þrefaldað þyngd sína segir Örn að vissulega reyni menn að veiða góðan fisk, en þar spili nú líka inn í markaðsleg sjónarmið. Hann nefnir að rannsóknir sýni að ef notaðir eru stærri krókar við línuveiðar fáist stærri fiskur. „Ef við værum í lokuðu búri gætu menn geymt fiskinn“ „Síðustu ár hefur verið óhemju friðun í gangi og 40% af veiðistofn- inum eru þorskur eldri en átta ára. Ef við værum í lokuðu búri gætu menn geymt fiskinn þangað til hann er orðinn stærri og skammtað sér það sem helst hentar hverju sinni. Náttúran er hins vegar óútreiknan- leg og þar spila inn í margvíslegir þættir, sem við sjáum ekki fyrir. Hver sá til dæmis fyrir sér þessar gífurlegu makrílgöngur í íslenskri lögsögu? Á Nýfundnalandi ætluðu menn að geyma fiskinn í sjónum þar til hann yrði eldri en það tókst ekki vel.“ Mikil verðmætaaukning Örn segir að mest af ferskum þorski til útflutnings komi frá línu- skipum og ekki sé nokkur spurning að gífurleg verðmætaaukning hafi orðið með auknum línuveiðum. „Árið 2004 voru 17% af útfluttum þorskafurðunum ferskur fiskur, sem skilaði 19% af heildarverðmætinu. Á síðasta ári var hlutfall fersks þorsks komið í 24% af heildarútflutningnum í magni, en verðmætin voru um 35%,“ segir Örn. Óraunhæft að loka svæðum  Línuútgerð minni báta væri þá sjálfhætt, segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda  Forðast að leggja línuna á staði þar sem mikið er af smáfiski  Mikill kostnaður við veiðarnar Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Línufiskur Skiptar skoðanir eru um aðgerðir og áhrif veiða á smáþorski á svæðum nálægt landi. „Frá árinu 2012 virðast menn hafa misst sig við skyndilokan- ir á miðum handfærabáta,“ segir Örn Pálsson. „Ég veit ekki til þess að annars staðar sé beitt skyndilokunum á þær veiðar. Ef smáfiskur bítur á þá kippa menn og reyna fyrir sér annars staðar. Það reyna allir að veiða góðan matfisk og reyna að forðast að fara undir viðmiðunarmörk.“ Virðast hafa misst sig SKYNDILOKANIR Á HANDFÆRI Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ísland er líklega sú þjóð sem gefur út flestar bækur miðað við höfðatölu, þrátt fyrir að The Guardian hafi lýst því yfir í vikunni að enginn skákaði Bretum þegar kæmi að bókaútgáfu. Frétt Guardian, sem birtist á vefsíðu fjölmiðilsins á miðvikudag, byggist á nýjustu tölum International Pu- blishers Association (IPA) um bóka- útgáfu í heiminum en þar kemur m.a. fram að í Bretlandi voru gefnar út 184.000 bækur árið 2013, sem gera 2.875 bækur á hverja milljón íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá IPA nær tölfræði þeirra aðeins til 40 stærstu útgáfumarkaða heims. Ís- land nær því ekki inn á lista, þrátt fyrir að Félag íslenskra bókaútgef- enda (FÍBÚT) eigi aðild að samtök- unum. Að sögn Bryndísar Lofts- dóttur, starfsmanns FÍBÚT, eru árlega gefnar út um 1.000 bækur á Ís- landi, „fyrir almennan markað“. Mið- að við fjölda landsmanna, 325.671 í byrjun árs 2014, gerir það 3.070 bæk- ur á hverja milljón íbúa. Sé miðað við nýjustu tölur Hag- stofunnar, sem eru frá 2011 og ná til allrar bókaútgáfu, hækkar þessi tala til muna. Samkvæmt Hagstofunni voru útgefnar bækur 2011 alls 1.525, Íslendingar 318.452 talsins og útgáfa á hverja milljón íbúa því 4.788 bækur. Hugsanlega má gera því skóna að útgáfa á Íslandi væri allt önnur og tölfræðin sömuleiðis ef Íslendingar væru yfir milljón talsins. Milljón er hins vegar það viðmið sem IPA notar, jafnvel þótt þær þjóðir sem eru til skoðunar séu afar misstórar og út- gáfa í viðkomandi löndum vænt- anlega ólík eftir því. Á listanum eru t.d. Kína, með 444.000 útgefnar bæk- ur árið 2013 og 1,357 milljarð íbúa, og Austurríki, með 6.811 útgefnar bæk- ur 2013 og 8,474 milljónir íbúa. Það verður að telja Guardian til tekna að í fréttinni á theguardian.com er minnst á framtakssemi litla Ís- lands þegar kemur að bókaútgáfu, en þar kemur einnig fram að hvað varð- ar einskæran fjölda eru það aðeins Kínverjar og Bandaríkjamenn sem gefa út fleiri bækur en Bretar, en í Bandaríkjunum voru 304.912 bækur útgefnar 2013. Hvað varðar útgefnar bækur á hverja milljón íbúa komu Taívan og Slóvenía næst á eftir Bret- um á lista IPA, með 1.831 bók hvort land árið 2013. Íslendingar gefa víst út fleiri bækur á íbúa  Eru ekki með á lista International Publishers Association AFP Útgáfa IPA segja tölurnar sýna að velmegun hefur meiri áhrif á stærð út- gáfuiðnaðarins en fjöldi íbúa. Myndin er tekin í elstu bókabúð Parísar. hann var allur orðinn skemmdur. Tjörnin var farin að éta úr bakk- anum,“ segir Sölvi Steinar Jónsson, verkstjóri hjá jarðvinnuverktak- anum Gröfu og grjóti. Einnig er hugmyndin að útbúa aðstöðu fyrir fugla og plöntur sem búið er að planta á svæðinu. Reykjavíkurborg hefur hafið fram- kvæmdir við bakka Reykjavíkur- tjarnar þar sem verið er að end- urhlaða kantinn við Tjörnina á um 90 metra kafla. Þá er einnig verið að móta hluta kantsins þannig að hann falli betur að Tjörninni. „Kanturinn var að hrynja því Morgunblaðið/Ómar Endurhlaða bakka Reykjavíkurtjarnar Örn Pálsson Hagnaður Haga hf. á öðrum árs- fjórðungi var 2.094 milljónir króna eftir skatta, eða sem nemur 5,5% af veltu. Á fyrra ári var hagnaður eft- ir skatta hins vegar 1.973 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 3.043 milljónum króna sam- anborið við 3.003 milljónir króna árið áður. EBITDA hækkar um 1,3% milli ára og var EBITDA- framlegð um 7,9% líkt og árið áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að vörusala tímabilsins hafi numið 38.363 milljónum króna, saman- borið við 37.794 milljónir króna ár- ið áður. Söluaukning félagsins er því 1,5%. Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 2.766 milljónum króna, samanborið við 2.524 millj- ónir króna á fyrra ári. Hagar högnuðust um rúma tvo milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.