Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
!
"#
"$!#
$
$#
#!!
%
"
%!$%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"$
!
"#
"%#
!!
$$!
$$!
#
%#
"
!$$
"#%!
"%##
!
$$$
$
%
##
%!
"$#%$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Reitir fasteignafélag greiddi í gær
lokagreiðslu tveggja lána við Hypo-
thekenbank Frankfurt að fjárhæð 85
milljónir evra, eða 13 milljarðar króna.
Er uppgreiðslan að stærstum hluta fjár-
mögnuð með nýju langtímaláni frá Ís-
landsbanka að fjárhæð 11 milljarðar
króna.
Lánin voru greidd upp eftir að niður-
staða fékkst í viðræður félagsins við
Seðlabanka Íslands og erlenda bankann
en Seðlabankinn hóf í lok árs 2012
rannsókn á því hvort viðaukar lána-
samninganna hefðu brotið gegn
ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Sátt
náðist í málinu í júní 2013.
Uppgreiðsla erlendu lánanna er
fyrsta skrefið í heildarendurfjár-
mögnun Reita. Stefnt er að því að
heildarendurfjármögnun verði lokið fyr-
ir árslok 2014. Gangi það eftir er horft
til þess að skrá hlutafé félagsins á Nas-
daq OMX á Íslandi fyrrihluta 2015.
Reitir greiða upp lánin
hjá Hypothekenbank
● Greining Arion banka telur takmark-
að svigrúm til umtalsverðra launahækk-
ana, meiri verðbólgu eða verulegrar
styrkingar krónunnar. Of hátt raun-
gengi geti dregið úr samkeppnishæfni
útflutningsgreina, ýtt undir aukna inn-
flutningsdrifna einkaneyslu og þar með
dregið úr viðskiptaafgangi. Þá gætu að-
stæður til afnáms gjaldeyrishafta orð-
ið lakari, styrkist raungengið um of.
Síðastliðið ár hefur raungengi ís-
lensku krónunnar, miðað við hlutfalls-
legt neysluverð, styrkst um 5,2% og
síðastliðin fimm ár hefur það styrkst
um 25,6%. Þó er raungengið 6,7% und-
ir meðaltali síðastliðinna 20 ára.
Lítið svigrúm til frekari
styrkingar raungengis
STUTTAR FRÉTTIR ...
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Ekki verður hægt að fallast á þær
undanþágubeiðnir frá fjármagnshöft-
um sem slitabú Landsbankans (LBI)
hefur óskað eftir sem skilyrði fyrir
samkomulagi um breytta skilmála og
afborgunarferli á 230 milljarða gjald-
eyrisskuld Landsbankans við LBI.
Fór slitabúið meðal annars fram á að
greiðslur af skuldabréfunum – af-
borganir og vextir – í erlendum gjald-
eyri myndu ávallt standa utan hafta.
Þannig yrði hægt að ráðstafa þeim til
kröfuhafa LBI án þess að óska eftir
sérstakri undanþágu frá höftum
hverju sinni. Ljóst er að sú undan-
þága verður aldrei samþykkt.
Nauðsynlegt þykir, að sögn þeirra
sem þekkja vel til vinnu stjórnvalda,
að gerðar séu frekari breytingar á
ýmsum skilmálum og afborgunarferli
skuldabréfanna. Að óbreyttu myndi
samþykkt fyrirliggjandi samkomu-
lags hafa verulega neikvæð áhrif á
greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og ganga
í berhögg við yfirlýsta stefnu stjórn-
valda um að nálgast afnám hafta með
heildstæðum hætti þar sem tekið sé
tillit til gjaldeyrisútflæðis allra aðila í
hagkerfinu – innlendra sem erlendra.
Samkomulag Landsbankans og LBI
felur meðal annars í sér að lokagjald-
dagi bréfanna verður 2026 í stað 2018.
Skila tillögum til stýrinefndar
Boðað hafði verið til kröfuhafa-
fundar hjá LBI í gærmorgun. Fund-
inum var hins vegar frestað skömmu
eftir að hann hófst þar sem íslensk
stjórnvöld höfðu enn ekki upplýst
slitastjórn LBI um afstöðu sína gagn-
vart þeim undanþágubeiðnum sem
slitabúið hefur óskað eftir. Vonast
slitastjórnin eftir því að svör fáist í
dag og hefur LBI boðað kröfuhafa á
fund klukkan 16. Seðlabankinn og
fjármálaráðherra gátu ekki svarað
erindi LBI fyrir 1. október sl., eins og
óskað var eftir, og var frestur til að
taka afstöðu til undanþágubeiðna
LBI því framlengdur til 24. október.
Alls óvíst er hins vegar hvort
stjórnvöld og Seðlabankinn muni
svara erindi LBI í dag, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Í gær
var enn verið að fara yfir greiðslu-
jafnaðargreiningar í tengslum við
ýmsar útfærslur á breyttum skilmál-
um skuldabréfa Landsbankans og
undanþágubeiðnir LBI frá höftum.
Á allra síðustu vikum hefur fram-
kvæmdastjórn um afnám fjármagns-
hafta unnið að tillögum um annars
konar útfærslur á breytingum á
skuldabréfum milli Landsbankans og
LBI sem geti samrýmst greiðslujafn-
aðarþoli þjóðarbúsins og þeirri stefnu
stjórnvalda að tryggja jafnræði við
losun hafta. Til stóð að hún myndi
skila tillögum sínum í þessari viku til
stýrinefndar um losun hafta. Stýri-
nefndin hefur hins vegar enn ekki
komið saman í vikunni, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Við vinnu stjórnvalda hefur sem
fyrr segir einkum verið horft til þess
að ná fram frekari breytingum á af-
borgunarferli erlendra skulda Lands-
bankans og þá um leið draga úr end-
urfjármögnunaráhættu þjóðarbúsins.
Þrátt fyrir að fyrirliggjandi samning-
ur LBI og Landsbankans feli í sér
lækkun á erlendri greiðslubyrði
bankans myndi samþykkt hans engu
að síður þýða umtalsvert fjármagns-
útflæði – sem er núna fast á bak við
höft – á næstu árum sem myndi tor-
velda verulega fyrstu skref við afnám
hafta. Þá er ekki síður talið mikil-
vægt, að sögn þeirra sem þekkja vel
til stöðu mála, að afnema – eða létta
mjög á – ýmsum íþyngjandi ákvæð-
um skuldabréfanna.
Þannig útbjó Bankasýsla ríkisins
fyrr í þessum mánuði skýrslu til
stjórnvalda þar sem settar eru fram
hugmyndir um ýmsar endurbætur á
fjármagnsskipan Landsbankans í því
skyni að auðvelda aðgengi bankans að
erlendum lánamörkuðum á viðráðan-
legum vaxtakjörum. Í skýrslunni,
sem er um 70 blaðsíður að lengd, er
meðal annars gerð ítarleg greining á
fjármagnsskipan og skilmálum
skuldabréfa bankans við LBI í sam-
anburði við aðrar fjármálastofnanir í
Evrópu. Sá samanburður sýnir nauð-
syn þess að gengið sé mun lengra í að
gera umtalsverðar breytingar á skil-
málum skuldabréfanna, meðal annars
hvað varðar veðsetningu þeirra, en
gert var með samkomulagi Lands-
bankans og LBI síðastliðið vor.
Bankasýslan heldur utan um 98%
hlut ríkisins í Landsbankanum.
600 milljarða undanþága
Sú fjárhæð sem LBI hefur farið
fram á að greiða til forgangskröfu-
hafa út fyrir fjármagnshöft er sam-
tals vel yfir sex hundruð milljarðar
króna. Til viðbótar við þá kröfu að all-
ar greiðslur af skuldabréfum Lands-
bankans verði undanþegnar höftum
þá hefur Seðlabankinn móttekið fjór-
ar beiðnir frá LBI fyrir hluta-
greiðslum til forgangskröfuhafa að
fjárhæð 400 milljarðar. Í lok þriðja
ársfjórðungs átti LBI 468 milljarða í
lausu fé, að langstærstum hluta í
erlendum gjaldeyri. Þrátt fyrir að úti-
lokað sé að greiðslur af skuldabréfum
Landsbankans verði undanþegnar
höftum þá er til skoðunar, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
LBI fái að hluta til undanþágu vegna
útgreiðslu á lausu fé búsins í erlend-
um gjaldeyri til forgangskröfuhafa.
Samrýmist ekki áætlun
stjórnvalda um afnám hafta
Morgunblaðið/Golli
Höft LBI vill að greiðslur frá Landsbankanum verði undanþegnar höftum.
Talið nauðsynlegt að gera frekari breytingar á skuldabréfum Landsbankans
Þriðji fjórðungur ársins í ár var sá
söluhæsti frá upphafi hjá Marel.
Fyrirtækið skilaði tæpum 188 millj-
ónum evra í tekjur á tímabilinu, eða
um 29 milljörðum króna. Tekjur á
sama tímabili í fyrra námu tæpum
157 milljónum evra og jukust því
um 19,8% milli ára. Þá nam hagn-
aður þriðja ársfjórðungs 9,8 millj-
ónum evra, eða 1,5 milljörðum
króna, samanborið við 6 milljónir
evra á sama tímabili í fyrra.
Nýjar pantanir námu 201 milljón
evra á þriðja ársfjórðungi saman-
borið við 188 milljónir evra á fjórð-
ungnum á undan og 163,3 milljónir
evra í sama ársfjórðungi fyrir ári.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri
Marels, að góður meðbyr sé á mörk-
uðum. Þá sé aukinn fjárfestingar-
vilji hjá viðskiptavinum félagsins
vegna aukinnar eftirspurnar eftir
kjöti á sama tíma og korn og orku-
verð lækki. „Hátæknilausnir okkar
eru hannaðar til að mæta þörfum
viðskiptavina og árlega fjárfestum
við um 7-8 milljarða króna í
vöruþróun“
Hann segir félagið hafa skerpt á
markaðssókn, á sama tíma og tekin
hafi verið skref í hagræðingarátt,
sem hafi þegar skilað árangri.
Að hans sögn endurspeglar aukin
sala markvissari markaðsókn,
sterkt vöruframboð og almennan
meðbyr á mörkuðum „Við vinnum
að stækkun og endurnýjun á verk-
smiðjum viðskiptavina okkar í Evr-
ópu og Bandaríkjunum á sama tíma
og við erum með góða sölu á ný-
verkefnum á vaxandi nýmörkuðum.
Bara í Afríku vorum við með fimm
ný uppbyggingarverkefni auk fjölda
verkefna í Suður-Ameríku og Asíu.
Afríka er sú heimsálfa þar sem
mestur vöxtur verður í mannfjölda
næstu áratugi og tækifærin eru
gríðarleg. Í Asíu hefur mikil upp-
bygging átt sér stað hjá stærri mat-
vöruverslunum og einnig hefur ver-
ið gríðarleg fjölgun veitingastaða.
Vinnsla og dreifing matvæla hefur
ekki fylgt þeirri þróun eftir og
framundan er mikil uppbygging í
virðiskeðjunni, þar sem Marel hefur
margvíslegar lausnir til að mæta
þeirri þörf,“ segir Árni Oddur.
Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði
um 14,42% í 8,3 milljón króna við-
skiptum í Kauphöllinni í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góð afkoma Árni Oddur Þórðarson
Aldrei meiri sala hjá Marel
Tekjur jukust um
19,8% á milli ára
Vogunarsjóðir hafa á þessu ári
keypt samþykktar forgangskröfur
á LBI fyrir meira en 80 milljarða
króna að nafnvirði. Þetta sýnir ný
kröfuhafaskrá LBI, sem Morg-
unblaðið hefur undir höndum, en
þar sést að kaupendur krafnanna
eru Deutsche Bank og Goldman
Sachs auk vogunarsjóðanna CFV
Lux Master og Southpaw Credit
Opportunity. Fullyrða má að bank-
arnir séu vörsluaðilar að bréfunum
fyrir hönd vogunarsjóða.
Umfangsmikil kaup vogunar-
sjóða á forgangskröfum í LBI –
fyrst og fremst af breskum sveit-
arfélögum – koma til viðbótar við
kaup á Icesave-kröfu Seðlabanka
Hollands í slitabú LBI í lok ágúst
en seðlabankinn átti eftir að fá
greidda um 130 milljarða úr búinu.
Þótt greint hafi verið frá því að
Deutsche Bank hafi keypt kröfuna
þá þykir ljóst að bankinn var ein-
ungis milligönguaðili fyrir hönd
vogunar- og fjárfestingasjóða.
Kröfuhafaskrá LBI sýnir að gríð-
arleg viðskipti hafa einnig verið
með almennar kröfur á LBI það
sem af er þessu ári. Þannig hefur
vogunarsjóðurinn Burlington Loan
Management, stærsti einstaki
kröfuhafi föllnu bankanna, keypt
talsvert af kröfum á LBI á árinu. Á
sjóðurinn nú almennar kröfur fyrir
um 50 milljarða að nafnvirði.
MIKIL VIÐSKIPTI Á ÁRINU MEÐ KRÖFUR Á SLITABÚ LBI
Kaupa upp forgangskröfur
Nopef aðstoðar lítil- ogmeðalstór
fyrirtæki við fjármögnun hagkvæmni-
athugana.Verkefni sem eigamöguleika
á styrkveitingu þurfa að hafa jákvæð
umhverfisáhrif t.d. loftslagsáhrif eða
fela í sér grænan hagvöxt.
Stuðningur Nopef er veittur til
verkefna í löndum utan EES og EFTA,
t.d í Bandaríkjunum, Brasilíu, Kína,
Indlandi og í ríkjumAfríku.
Fabiansgatan 34 – P.O. Box 241, FI-00171 - Helsingfors, Finland | www.nopef.com
Á að hasla sér
völl erlendis?
Kynningarfundur umNOPEF - Norræna verkefna-
sjóðinn verður haldinn þriðjudaginn 28. október
kl. 9:00-10:45 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn er
öllum opinn, skráning á islandsstofa@islandsstofa.is