Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 ✝ SteingrímurLárusson fædd- ist að Hörgslands- koti á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 5. maí 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Graf- arvogi 17. október 2014. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Ólafur Stein- grímsson, bóndi í Hörgslands- koti á Síðu, f. á Kálfafelli í Fljóts- hverfi 11. nóv. 1905, d. 6. sept. 1977, og Sigurlaug Margrét Sig- urðardóttir, f. í Oddgeirsbæ í Reykjavík 2. sept. 1910, d. 12. febr. 1978. Lárus og Sigurlaug eignuðust 3 syni. Bræður Stein- gríms eru: Sigurður, f. 14. sept. 1937, d. 4. sept. 1997, og Magn- ús, f. 17. mars 1946. Steingrímur kvæntist 4. maí 1958 Önnu Hildi Árnadóttur, f. 27. maí 1938. For- eldrar Önnu Hildar voru Árni Kristinn Árnason, bóndi í Skál á Síðu, f. 3. ágúst 1904, d. 6. okt. Reykjavík. Steingrímur hóf bú- skap í Hörgslandskoti árið 1956 með Önnu Hildi Árnadóttur. Hann tengdist starfi Slát- urfélags Suðurlands í áratugi og hafði mikinn áhuga á þróun fé- lagsins en hann var verkstjóri í sláturhúsinu á Kirkjubæj- arklaustri í 16 ár. Steingrímur sinnti jafnframt fjölmörgum trúnaðarstörfum, var hrepp- stjóri í Hörgslandshreppi og síð- ar Skaftárhreppi í samtals um 30 ár. Hann var um árabil for- maður kjörstjórnar og starfaði sem úttektar- og virðing- armaður í Skaftárhreppi, ásamt því að vinna að ýmsum hags- munamálum bænda. Hann var einn af stofnfélögum Lands- sambands kúabænda árið 1986. Steingrímur ásamt eiginkonu sinni var metnaðarfullur sauð- fjár- og kúabóndi, framleiddi úr- valsvörur og fylgdist vel með nýjungum í sínu fagi. Þau hjónin fengu endurtekið viðurkenn- ingu Mjólkurbús Flóamanna fyr- ir framleiðslu á úrvalsmjólk. Steingrímur og Anna brugðu búi 2007 og fluttu til Reykjavík- ur. Útför Steingríms verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag, 24. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 1989 og Jóhanna Pálsdóttir, f. í Ytri- Dalbæ í Landbroti 1. sept. 1913, d. 28. ágúst 2006. Dætur þeirra eru: 1) Lilja Sigríður, f. 7. mars 1958, maki Óskar P. Friðriksson, f. 19. júní 1958. Synir Lilju eru: Alexand- er Jón, f. 12. maí 1992, og Aaron Thomas, f. 8. júní 1995. 2) Jó- hanna Kristín, f. 17. mars 1961, maki Logi Ragnarsson, f. 18. febrúar 1960. Börn þeirra eru Halla Hrund, f. 12. mars 1981, maki Kristján Freyr Krist- jánsson og dóttir þeirra er Hild- ur Kristín, f. 24. okt. 2012, og Haukur Steinn, f. 13. ágúst 1990. Steingrímur ólst upp í Hörgs- landskoti. Hann lauk grunnskóla og byrjaði ungur að vinna á býl- inu. Hann var einnig fimm ver- tíðir á sjó til ársins 1956 á togar- anum Neptúnusi, í eigu Júpíters, og Mars sem gerður var út frá Elsku pabbi okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar dætur Lilja og Jóhanna. Nú er komið að leiðarlokum, tengdapabbi fallinn frá, rúmlega 81 árs að aldri. Ég kynntist Steina og konu hann Önnu árið 1980 þeg- ar við Jóhanna dóttir þeirra byrj- uðum að vera saman. Strax við fyrstu kynni sá maður að þarna var um dugnaðarhjón að ræða sem sinntu sínu búi af hvílíkri elju og áhuga að unun var að fylgjast með. Allt í kringum búskapinn gekk eins og vel smurð vél og gilti það bæði um þau verk sem unnin voru utandyra sem og innan heim- ilisins þar sem mannmargt var að sumri til enda eftirsótt að fá að vera í sveit í Hörgslandskoti eins og margir þekkja. Steini hafði gott lag á að virkja vinnufólkið til hinna ýmsu verka og sjálfur gekk hann fram með góðu fordæmi enda harðduglegur og góð fyrir- mynd í alla staði. Gilti það ekki síður um það hvernig hann nálg- aðist hin ýmsu verkefni og virð- ingu hans fyrir því sem unnið var með í hvert og eitt skipti. Margir geta af því lært hvernig hann um- gekkst sín tæki og tól, alltaf var verið að smyrja og dytta að og passað upp á að geyma hlutina inni ef þess var nokkur kostur. Steini hafði mótaðar skoðanir á öllu því sem fram fór í okkar sam- félagi og var einkar laginn við að fá fólk til að vinna sem eining að sameiginlegum markmiðum. Hann var á sama tíma maður einkaframtaksins fram í fingur- góma. Við höfðum af því gaman að kynda undir sjálfstæðishugsun- inni og gerðum við ef til vill meira af því en góðu hófi gegndi til að lífga upp á umræðurnar í Kotinu, enda ekki allir á sömu skoðun hvað þessi mál varðaði meðal okk- ar nánustu. Eins og fram kemur í innganginum að minningargrein- unum voru Steina falin ýmiskonar vandmeðfarin verkefni í gegnum tíðina sem hann gerði sér far um að leysa úr með sanngjörnum hætti. Ég veit að honum tókst alla jafnan vel til í því efni sem sýndi sig í því að alltaf var eftirspurnin næg eftir hans liðveislu við úr- lausn hinna ýmsu mála. Bústöfin heima í Hörgslandskoti voru þó hans ær og kýr í orðsins fyllstu merkingu, þar var hann á heima- velli enda fæddur og uppalinn á bænum og vildi helst hvergi ann- ars staðar vera. Á mölina fyrir sunnan var svo sem ekkert sér- stakt að sækja að því er honum fannst og ef hægt var að sleppa með að fara á Hvolsvöll eða Sel- foss var það látið duga. Hann hafði þó gaman af því að líta upp úr daglega amstrinu og bregða sér af bæ í stutt ferðalög, annað- hvort innanlands eða til útlanda og þá oft í samfylgd annarra úr fjölskyldunni. Svo fór að tengda- foreldrar mínir ákváðu að bregða búi árið 2007 og flytja til Reykja- víkur enda hafði Steini á þeim tíma nýverið greinst með parkin- sonsjúkdóminn sem hann tókst á við með sama jafnaðargeði og seiglu og einkenndu allt hans lífs- hlaup til dauðadags. Bestu þakkir fyrir þann tíma sem við áttum saman, elsku tengdapabbi. Logi. Ég er svo heppin að hafa fengið að eyða miklum tíma með afa Steina í Hörgslandskoti frá því að ég var ung, en þar dvaldi ég yf- irleitt sumarlangt og í öðrum frí- um frá því að ég man eftir mér fram undir tvítugt. Afi Steini var frábær afi og bóndi af Guðs náð. Ég minnist hans sem sterkrar fyrirmyndar sem var alltaf að kenna mér eitt- hvað nýtt. Þegar ég var barn þreyttist hann seint á að hlýða mér yfir fuglana eða fara með mér yfir álfasögur og staðhætti í útrei- ðatúrum og smalamennsku. Hann var duglegur að taka mig með í bústörfin og leyfa mér að takast á við hin ýmsu verkefni, sama hvort ég réð við þau eður ei. Ef allt komst í hnút þá brosti hann oft í kampinn og sýndi mér síðan með sínu yfirvegaða fasi hvernig ég gæti haldið áfram. Hann ítrekaði alltaf fyrir mér mikilvægi þess að vinna fyrir kaupinu sínu og fara vel með, og í lok hverrar dvalar í Kotinu fékk ég iðulega nokkra skildinga að launum sem ég upp- lifði sem gulls ígildi. Þegar ég eltist og fór að vinna sem vinnumaður á bænum óx ábyrgðin og afi varð í raun að eig- inlegum verkstjóra. Í vinnu rak hann sjaldan á eftir okkur vinnu- mönnunum, heldur hvatti til verka með góðu fordæmi, veitti okkur ábyrgð og traust og þakk- aði okkur fyrir samvinnuna á hverju kvöldi. Það skipti ekki máli hvort maður var 5 ára að flétta baggabönd eða 20 ára að smala á afrétti, alltaf fékk vinnu- framlagið manns sömu virðingu og alltaf fékk hann mann til að leggja sig fram án þess að vera með neinn asa. Hans alúð og bjarta viðmót gagnvart bústofni og verkefnum á bænum smitaði einfaldlega út frá sér til manna og dýra. Okkur vinnumönnunum þótti því aldrei jafn gaman og þegar mikið lá við á bænum, t.d. heyskapur, helst rétt fyrir rign- ingu, sem þýddi að allir þurftu að standa saman að því að láta hlut- ina ganga upp. Þá kvartaði eng- inn yfir álaginu eða eðli verkefn- anna, heldur var eldmóðurinn og framkvæmdagleðin allsráðandi, og mikil ánægja fylgdi því að vinna saman að því að koma síð- asta bagganum í hús! Á seinni árum skeggræddum við afi oft pólitík og samfélags- mál. Hann hafði lengi verið hreppstjóri, fylgdist mjög vel með fréttum og vann að hags- munum bænda. Mikið var hlegið í þeim bollaleggingum og pæling- um. Ég var stolt að komast að því eftir andlát hans að afi var einn af þeim sem lögðu áherslu á að fá konur í stjórn Landssambands kúabænda og enn stoltari að lesa viðtal við hann um hvað þyrfti til að Sláturfélag Suðurlands blómstraði þar sem hann nefndi: „Bændur verða að gera miklar kröfur til félagsins. Við verðum hins vegar einnig að gera miklar kröfur til okkar sjálfra.“ Þetta lýsti samfélagssýn afa vel og er gott veganesti út í lífið. Elsku afi, takk fyrir allar dýr- mætu samverustundirnar. Hvíl í friði. Þín Halla Hrund. Steingrímur Lárusson, fyrr- verandi bóndi í Hörgslandskoti á Síðu, er horfinn á vit forfeðra sinna eftir löng og erfið veikindi. Komið er að kveðjustund, kveðjustund með samblandi af sorg og þakklæti fyrir að hafa átt hann að sem góðan frænda, vin og leiðbeinanda þegar ég var lítil stúlka að vaxa úr grasi í Hörgs- landskoti. Ég ætla ekki að telja upp mannkosti Steina frænda en þeir voru margir og góðir, en kveð hann með kvæðinu „Örlög“ eftir Jóhannes úr Kötlum. Við munum öll gleymast við sem eltum sílin í bæjarlæknum páruðum nafn okkar í snjófölið á ísnum hlógum og grétum á víxl öll munum við gleymast. Líf okkar er sviptónn í ófullgerðri hljómkviðu fýkur brátt sem neisti veg allrar veraldar eftir liggur aska. Og áfram snýst hnötturinn samur og jafn eins og við hefðum aldrei verið til Það er svo skrýtið að hugsa sér þessa fögru jörð í sólskini hugsa sér gras gróa og ull vaxa á sauðum eins og við hefðum aldrei verið til. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi Önnu minni, eigin- konu Steina, dætrum og öllum af- komendum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Gréta Sigurjónsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Fyrsti snjórinn er fallinn sem minnir okkur á hringrás náttúr- unnar. Haustið var komið í lífi Steina frænda og tími kominn til að kveðja. Föðurbróðir minn Steingrím- ur Lárusson fæddist að Hörgs- landskoti á Síðu og kaus að verja ævi sinni þar sem bóndi og hreppstjóri. Sem barn var ætíð tilhlökkunarefni að fara austur til afa og ömmu. Við keyrðum aust- ur Mýrdalssand og sáum Vatna- jökul í fjarska, þá fór hjartað að slá hraðar. Þegar komið var aust- ur fyrir Klaustur og fallegu fjöll- in á Síðunni og Álfakirkjan blasti við ofan við bæinn sem bauð okk- ur faðminn. Á hlaðinu stóðu afi og amma og út úr hinum bænum stigu Anna og Steini, faðmlagið var hlýtt og innilegt. Steini frændi fór ríðandi inn í Heiði og fræddi okkur systur um nöfn fossa, beitarhúsa og hvar forfeð- urnir gengu forðum. Í bernsku var það hans venja að kveðja með peningaseðli með orðunum kauptu þér eitthvað góðgæti, væna mín. Steini frændi gekk um hlaðið með hendur fyrir aftan bak og hundur í humátt á eftir. Gengið var austur að Stekkatúni að Hundafossi eða niður að Rauðá og vissi maður ekki hvort það var húsbóndinn eða hundurinn sem réð ferð. Hann hlúði að foreldrum sínum og bróður. Var hæglátur maður með sterka nærveru. Myndarlegur á að líta þannig að eftir honum var tekið þar sem hann fór. Honum voru falin trún- aðarverkefni sem hann sinnti af einlægni og honum var hægt að treysta. Steini hafði sterka póli- tíska skoðun og var einbeittur ef á þurfti að halda en orðvar. Gott var að koma í Hörgs- landskot og þangað var myndar- legt heim að líta. Veit ég að frændi var stoltur af dætrum sín- um er þær máluðu útihúsin nú í sumar. Hann, náttúran og Anna fundu taktinn í þeim verkum sem þurfti að sinna. Ekki þurfti að hækka róminn eða hlaupa við fót, verkin voru unnin án orða. Frek- ar gerðu þau grín og hlógu. Oft var glatt á hjalla við eldhúsborðið við góðar veitingar. Ræða þjóð- félagsmál, pólitík og nýjustu sög- ur úr sveitinni, gat þá Steini hermt eftir samferðamönnum og gaf svo frænku í nefið. Börnin mín eiga dýrmætar minningar úr Hörgslandskoti. Plútó vakti okk- ur á morgnana með því að klóra í hurðina og vildi fá þau út að leika. Hundurinn sýndi endalausa þol- inmæði og úthald við leik sinn og grét síðan eins og barn þegar við keyrðum úr hlaði. Undanfarin ár hef ég sinnt læknisstörfum á Klaustri og í Vík og gisti ég þá oft í Hörgslands- koti. Fann ég að frændi var stolt- ur af frænku og kvaddi; gangi þér vel, væna mín. Ég hef hitt fjöldann allan af konum sem hafa borið frænda mínum gott vitni. Árið 2014 hefur reynst mér erfitt því fjölskylda mín seldi sinn hlut í Hörgslandskoti til vandalausra, táknrænt að frændi fari nú. Síð- ustu ár hafa ekki verið Steina auðveld, heilsan gaf sig og erfitt var að horfa á þennan sterk- byggða mann missa mátt, en með reisn. Elsku Anna, Lilja, Jóhanna og fjölskylda, Guð blessi minningu um einstakan öðling sem lifir er við keyrum austur á Síðu. Á eftir vetri kemur vor. Ebba Margrét Magnúsdóttir. Fallinn er frá gamall vinur, Steingrímur Lárusson, bóndi í Hörgslandskoti á Síðu og síðasti hreppstjóri í Hörgslandshreppi. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 40 árum, þegar ég kom til starfa sem héraðsdýralæknir í Kirkjubæjarklaustursumdæmi. Eitt af fyrstu verkum mínum var að annast kjötskoðun og heil- brigðiseftirlit í sláturhúsinu á Kirkjubæjarklaustri og þar var Steingrímur verkstjóri. Okkur varð fljótt vel til vina og ég fann að hann hafði gott lag á starfs- fólki og öllum vinnubrögðum. Þetta skipti miklu máli fyrir mig, tiltölulega reynslulausan á þessu sviði og það var auðvelt að þiggja góð ráð hans um það sem betur mætti fara og að sama skapi var hann fljótur að bæta úr þeim at- riðum sem ég bað um að yrðu lög- uð. Mér er það minnisstætt þegar ég á mínum fyrstu dögum tók til við að brýna hníf sem ég notaði, að hann kom stökkvandi og bað mig í guðanna bænum að fara ekki að slasa mig á þessu og tók hnífinn, lagði hann á og brýndi hæfilega og sagði mér að tala við sig næst þegar illa biti. Mesta ánægju hafði ég þó af því að fylgj- ast með Steingrími sem bónda, því hann og Anna ráku fyrir- myndarbú með kýr og kindur. Afurðasemi búsins var með því besta og því gerðar miklar kröfur til mín sem dýralæknis, að bregð- ast skjótt við ef skepnurnar þurftu á lækningu að halda, sem þau réðu ekki sjálf við að leysa. Og að verki loknu var alltaf ljúft að þiggja kaffi og með því, í eld- húsinu hjá Önnu. Allur aðbúnað- ur dýranna og snyrtimennska voru til fyrirmyndar, á veggjum héngu viðurkenningar frá mjólk- urbúinu fyrir úrvalsmjólk og ég vissi alltaf hvert ég gat leitað ef það vantaði mjólk handa mínum börnum, þegar Mýrdalssandur var ófær og enga mjólk að fá í kaupfélaginu. Eitt af því sem ég hafði gaman af að spyrja Stein- grím um var veðurspá næsta dags. Þá fór í gang heilmikil ræða um hverju hefði verið spáð í veð- urfréttum í útvarpi og sjónvarpi, síðan kom útlistun á því hvernig skýjafar væri til vesturs og aust- urs og loks svo hans spá og það var undravert hvað hann náði að nýta sér þessar upplýsingar, meta þær með sínu búmannsviti og hafa svo á réttu að standa. Þarna sá ég hvað það var mik- ilvægt fyrir bóndann að kunna skil á þessum hlutum, því þetta þýddi að hann gat byrjað að slá á réttum tíma fyrir þurrk, náð góð- um heyjum og þar með góðu fóðri fyrir sínar skepnur um veturinn. Þetta var honum metnaðarmál og eins að geta byrjað að slá snemma og ég man eftir því að hann varð eitt vorið fyrstur bænda á landinu til að hefja slátt, hinn 10. júní. Að sama skapi fannst mér alltaf merkilegt hvað hann fylgdist vel með og kunni góð skil á landbúnaðarkerfinu, en á áttunda og níunda áratugnum var verið að innleiða ýmiss konar framleiðslustýringu, sem ég átti stundum erfitt með að skilja og þá var gott að fara í Kotið í kaffi og fá útskýringar hans á manna- máli. Við Steinunn þökkum fyrir þau forréttindi að hafa fengið að starfa með þessum fallna höfð- ingja og hafa átt hann sem vin. Við sendum Önnu og aðstand- endum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór og Steinunn. Þá er Steini í sveitinni, eins og ég kýs að kalla hann, fallinn frá. Minningar mínar um hann eru aðeins góðar. Ég var vinnumaður á sumrin hjá Önnu og Steina í Hörgslands- koti á árunum 1986-1993 eða frá 10 til 17 ára aldurs. Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið að dvelja hjá þeim og kynnast þessu góða fólki. Ég hefði ekki getað verið heppnari með sveitaveru og hlakkaði alltaf jafnmikið til að fara til þeirra. Steini var ekki bara yfirmaður heldur líka góður vinur og mikill lærimeistari fyrir komandi framtíð. Hann rak mann ekki áfram heldur gaf sér tíma til að sýna manni réttu handtökin svo vel mætti vera. Hann kenndi manni að keyra og umgangast vélarnar af mikilli varkárni og virðingu enda nýttu þau sömu vélarnar í tugi ára sem virkuðu fyrir vikið alltaf eins og nýjar. Snyrtimennska þeirra, hvort sem það var innandyra eða utan, var til fyrirmyndar. Mjög vel var hugsað um skepnurnar og mikil virðing borin fyrir þeim. Þau voru bændur sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Steini var léttur í skapi og gaman að umgangast hann. Það var stutt í grínið en hann gat líka æst sig og sent manni tóninn með tilheyr- andi blótsyrðum ef maður gerði einhverja vitleysu. Það entist hins vegar aldrei lengi og eftir nokkrar mínútur var maður aftur búinn að fá bros frá honum og klapp á bakið. En eins og svo margir aðrir þurfti þessi mikli meistari að kveðja eftir langvarandi veikindi og megi hann hvíla í friði. Ég samhryggist, elsku Anna, kveðja til þín og þinna. Bragi vinnumaður. Í örfáum orðum langar mig að þakka fyrir margar ógleymanleg- ar stundir sem við Bubbi heitinn áttum með Steina og Önnu, en ófáar voru heimsóknirnar í Kotið til þeirra á sumrin. Gestrisni, ljúft viðmót og greiðasemi ein- kenndu húsráðendur sem tóku ávallt vel á móti okkur og stelp- unum svo ekki sé talað um þá miklu gleði og kátínu sem ríkti. Alltaf var pláss í eldhúskrókn- um. Minningarnar streyma um hugann því margs er að minnast. Eina sumarhelgina brunuðum við austur með tjaldvagninn, eins og svo oft áður, nema að um kvöldið gerir arfavitlaust veður. Þurfti að pakka öllu saman í einum græn- um. Stelpurnar vildu alls ekki fara í bæinn og ekki stóð á lausn hjá Steina og Önnu. Það væri lítið mál að tjalda inni í tómri hlöð- unni. Er þetta með allra skemmtilegustu útilegum sem farið var í og voru þær ófáar. Eins er ljúft að minnast ættar- mótsins á túninu þegar Emma móðursystir Steina kom frá Am- eríku. Þá var leikið, sungið og mikið hlegið alla helgina. Bóngóður var Steini og bar mikla virðingu fyrir náttúru og umhverfi, en þegar ég bað hann að útvega Klettafrú, íslenska jurt sem vex í klettunum á Síðu, varð hann ljúflega við þeirri beiðni með einu skilyrði. Hann vildi fara einn að sækja jurtina því hann varð að fá „leyfi“ til að taka hana frá vinum sínum klettabúunum. Ljúfsárust er minningin þegar Steini kom niður á Granda til að hitta frændur sína í Aðalbjörgu, en ásamt því að njóta stunda með þeim öllum vildi hann ná að kveðja Bubba, sem þótti afar vænt um þá heimsókn. Elsku Anna, Lilja, Jóhanna og fjölskylda, minning um góðan dreng lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Anna. Steingrímur Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.