Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
✝ Guðrún M.Strandberg
fæddist á Hellum,
Landsveit 3. desem-
ber 1920. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnhlíð 10.
október 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Jónsson, bóndi að
Hellum, frá Björg-
um í Köldukinn í
Suður-Þingeyjarsýslu, f. 9. júní
1891, d. 2. mars 1972, og Vil-
hjálmía Ingibjörg Filippusdóttir,
ljósmóðir á Hellum, f. 23. ágúst
1891, d. 24. október 1976. Systk-
ini: Hlöðver Filippus, f. 2. sept-
ember 1924, d. 9. desember 2000,
Áskell, f. 11 október 1926, d. 31.
desember 1994, Ingibjörg, f. 29.
apríl 1931, d. 23. nóvember 2002.
Uppeldissystir Guðrúnar er Lilja
Eiríksdóttir, f. 30. september
1924. Hinn 30. júní 1945 giftist
Guðrún Friðþjófi Ingimundi
Strandberg, f. 29. desember
1921, d. 18. júní 2011.
Börn þeirra: 1) Ingibjörg, f.
1945, d. 2011, maki Gunnar Þor-
móðsson, f. 1944, d. 2007. Barn:
Berglind, f. 1966, maki Jón B.
Gunnarsson, f. 1967. Börn: Hlyn-
ur Hugi, f. 1989, Dagbjört Rós, f.
Dís, f. 2012. c) Björn Þór, f. 1986.
6) Agnar, f. 1958, maki Brynja
Stefnisdóttir, f. 1957. Börn: a)
Stefnir Ingi, f. 1981, sambýlis-
kona Gígja Hrönn Árnadóttir, f.
1982. Barn: Aron, f. 2013. b) Silja
Katrín, f. 1985, sambýlismaður
Pálmar Pétursson, f. 1984. Börn:
Sólveig Alba, f. 2010, Viktor, f.
2012. c) Elva Íris, f. 1995.
Snemma á árinu 1936 fluttist
Guðrún til Reykjavíkur tæplega
16 ára gömul og hóf þá störf á
matsölustað á Laugavegi 11.
Veturinn 1940-1941 stundaði
hún nám í Húsmæðraskólanum á
Laugum. Eftir það vann húm
m.a. á saumastofu HF fata í
nokkur ár og svo önnur störf
sem til féllu. Hún og Friðþjófur
hófu fyrst búskap við Barónsstíg
í Reykjavík en fluttu árið 1949 í
lítið hús á Borgarholtsbraut 31 í
Kópavogi. Árið 1956 fluttu þau
að Melgerði 32 þar sem þau
bjuggu fram á mitt ár 2011.
Árið 1970 fór hún að vinna hjá
Sultugerðinni Val og síðar hjá
Ora hf., niðursuðuverksmiðju á
Kársnesinu í Kópavogi. Hún lauk
þar störfum 1. desember 2000,
tveimur dögum fyrir 80 ára af-
mælið. Áhugamál Guðrúnar
voru ættfræði, ljóðalestur og
lestur ævisagna, gönguferðir og
ferðalög. Síðustu 3 árin dvaldi
hún á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
Útför Guðrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 24. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
1994 og Sólrún
Snót, f. 1997. 2)
Auður, f. 1947 með
Gunnlaugi Jóns-
syni, f. 1943, d. 2000
á hún, a) Guðrúnu
Erlu, f. 1976, sam-
býlismaður Heiðar
Ragnarsson, f.
1971. Börn: Sig-
urður Sævar, f.
1993, Róberta Sól, f.
1996, Rafael Ísak, f.
2000. b) Friðþjóf Helga, f. 1980,
maki Inga Dögg Steinþórsdóttir,
f. 1980. Börn: Auður, f. 2006, og
María, f. 2007. Fyrir átti Inga
dótturina Kristínu Helgu, f.
2000. c) Hrafnhildi Björgu, f.
1983, sambýlismaður Gunnar
Guðmundsson, f. 1979. Börn: El-
ísabeth Líf og Helena Laufey, f.
2008. 3) Magnús, f. 1950, maki
Ingibjörg Bragadóttir, f. 1951.
Börn: a) Guðrún, f. 1982, maki
Per Arne Ericson, f. 1980. Börn:
Ísak, f. 2012, Óskar, f. 2013. b)
Bragi, f. 1984. 4) Birgir, f. 1953.
5) Sveinbjörn, f. 1954, maki
Kristín Jónsdóttir, f. 1955. Börn:
a) Pétur Ingi, f. 1980, sambýlis-
kona Kristín Elísabet Alans-
dóttir, f. 1987. b) Jóhann Örn, f.
1983, sambýliskona Dana Rún
Heimisdóttir, f. 1986. Barn: Eva
Man ég það móðir,
mild þín gætti hönd,
mín um æskudaga.
Flutti minn hug,
um fjarlægustu lönd,
söngur þinn og saga.
Blíðlega ætíð,
bættir öll mín sár,
brosið þitt ljómar
um mín æskuár.
Ást þín mér yljar,
alla ævidaga.
(KEG)
Mamma mín, takk fyrir allt
sem þú gafst mér og varst mér.
Þinn sonur,
Sveinbjörn.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Elsku mamma. Ég kveð þig
með sárum söknuði. Ég veit að
það hefur verið tekið vel á móti
þér. Við sjáumst svo öll seinna
meir. Þín dóttir,
Auður.
Í dag kveðjum við kæra
tengdamóður mína og minning-
arnar streyma fram úr hugskoti
mínu.
Fyrstu kynni mín af Guðrún
voru þau að ég hafði verið í heim-
sókn hjá syni hennar og var á
leiðinni heim. Þá kemur hún allt í
einu fram á gang og segir „má
ekki bjóða þér kaffi og kleinur?“
sem ég þáði. Við sátum langa
stund og spjölluðum saman. Það
var gaman og með okkur tókst
strax góð vinátta – mér varð ljóst
að hún var um margt sérstök
kona.
Guðrún var mjög dugmikil
kona, kvenréttindakona sem m.a.
hafði yndi af lestri bóka og sér-
staklega ljóðabóka, hún átti sér
nokkur „uppáhaldsskáld“ og
ljóðabálkana lærði hún utanað.
Eitt sinn sagði hún sagði við mig
að ljóðabækur væru „besta nestið
á vegferðinni í gegnum lífið“.
Hún naut þess að fara með ljóðin
og segja frá hugmyndum skáld-
anna sem fram komu í ljóðunum.
Tengdamóðir mín lifði heilsu-
samlegu lífi, t.d. gekk hún alltaf í
um klukkustund áður en hún fór í
vinnu á morgnana en hún vann til
80 ára aldurs. Hún var aldrei frá
vinnu vegna veikinda. Eitt sinn
er hún var á leiðinni í vinnuna
datt hún í töppunum og rifbeins-
brotnaði illa. Tengdafaðir minn
bað mig um að fara með hana á
slysadeildina tveimur dögum
seinna sem ég og gerði – ekki
kom til mála að biðja „karlaveld-
ið“ um þennan greiða. Þrátt fyrir
þetta mætti hún í vinnuna, ósofin
og með þá verki sem rifbeinsbroti
fylgja.
Hún hafði mjög gaman af
barnabörnunum og sat iðulega
með þeim á stofugólfinu þar sem
reynt var að byggja hús og hallir
úr Lego-kubbum.
Tengdamóðir mín var mjög
trúuð kona og sagði eitt sinn að
þegar hún var lítil safnaði hún
ekki leikföngum heldur bæna-
versum sem hún kunni ógrynni
af.
Árið 2011 reyndist Guðrúnu
mjög erfitt, þá missti hún elstu
dóttur sína og eiginmann og
þurfti sjálf að fara á Hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð, þar dvaldi
hún í rúm þrjú ár og naut frá-
bærrar umönnunar og nærgætni.
Starfsfólki Sunnuhlíðar eru færð-
ar alúðlegar þakkir fyrir frábært
starf.
Þegar ég heimsótti hana
skömmu fyrir andlátið sagði hún
„ það er gersemi að hitta fólkið
sitt“. Henni þótti vænt um heim-
sóknirnar sem styttu henni
stundirnar.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku tengdamamma. Ég kveð
þig með miklum söknuði, minn-
ingarnar um þig munu lifa í hug-
skoti mínu um ókomna framtíð.
Hvíl í friði. Þín tengdadóttir,
Kristín.
Hann var fallegur haustdagur-
inn þegar þú kvaddir þennan
heim eftir hartnær níutíu og fjög-
urra ára æviskeið, elsku Guðrún
mín. Þegar ég sit hér og hugsa til
þín finn ég fyrir tómleika og
söknuði. Nú, þegar ég á orðið tvö
ömmubörn og jafnframt tvö af
sextán langömmubörnunum þín-
um, hugsa ég oft þrjátíu og tvö ár
aftur í tímann. Þá tókst þú þá
ákvörðun, komin á sjötugsaldur
og á svipuðu reki og ég er í dag,
að taka þér frí frá vinnunni í Ora
og gæta nöfnu þinnar og Stefnis
litla. Þau voru þá átta og ellefu
mánaða gömul. Gættir þú þeirra
alla virka daga vikunnar í fimm
til sex klukkustundir á dag.
Seinni hluta dags gat það vel átt
sér stað að eitthvert hinna
ömmubarnanna væri undir þinni
umsjá einhverja stund. Ég er
ekki viss um, að þó ég ætti þess
kost, að ég myndi treysta mér til
þess að feta í fótspor þín. Það er
ekki létt verk að gæta tveggja lít-
illa barna sem eru farin að skríða
og reyna að príla upp á allt sem í
vegi þeirra er. Svo ekki sé talað
um stigann upp á loft, en í honum
líkaði þeim best að reyna hæfni
sína og þroska hreyfigetuna. Þú
lagðir þig alla í „dagömmuhlut-
verkið“ þitt og gerðir lítið annað
á meðan þú barst ábyrgð á „guð-
dóminum sjálfum“. En með orð-
unum „þar kemur guðdómurinn
sjálfur“ tókst þú ævinlega á móti
nöfnu þinni á morgnanna.
Mér finnst það vel við hæfi að
þú hafir fengið að flytja þig um
set á þessum árstíma. Það má
segja að þú hafir kvatt okkur
með skógarþröstunum, sem yf-
irgefa landið nú í október. Þeir
sem eftir eru flögra hér um garð-
inn minn og tylla sér af og til í
trén og háma í sig reyniberin. En
það eru ófáir smáfuglarnir sem
þú hefur fóðrað í gegnum tíðina.
Þeir áttu sitt uppáhaldstré í
garðinum þínum og sama hvern-
ig viðraði alltaf áttu þeir vísa
hressingu hjá þér. Þú laðaðir
fleiri en smáfuglana til þín.
Gamlir sveitungar og annað sam-
ferðafólk þitt leit gjarnan inn til
þín og var því oft gestkvæmt í
Melgerðinu. Barnabörnin og eins
elstu langömmubörnin sóttu öll í
að heimsækja ömmu sína. Aldrei
barst þú sælgæti á borð fyrir
þau, en maltsopann áttu þau vís-
an hjá þér. Það var nærvera þín
sem þau sóttust eftir þegar þau
komu til þín, því þó svo að við for-
eldrarnir værum með í för, gafst
þú þig heils hugar að börnunum.
Um leið og þau komu inn úr dyr-
unum voru spilin dregin fram og
síðan sast þú og spilaðir við þau
svo lengi sem þau höfðu úthald,
en þú kenndir þeim öllum mjög
ungum að spila olsen olsen.
Kæra Guðrún, nú er komið að
kveðjustund og þú ferð og hittir
þau Friðþjóf og Ingibjörgu,
frumburð þinn, sem var þér svo
kær. Ég vil þakka þér fyrir allt
það góða sem við áttum saman.
Þú varst ákveðin kona og fórst
þínu fram, en að þú hallmæltir
nokkrum manni, nei það var af
og frá. Ég trú því að við sem eftir
lifum eigum bara góðar minning-
ar um þig. Hvíl þú í friði.
Ingibjörg Bragadóttir.
Nú þegar elsku amma mín,
Guðrún Magnúsdóttir, hefur
kvatt þennan heim langar mig að
skrifa nokkrar línur til að minnast
hennar. Síðan hún dó hef ég hugs-
að mikið um stundir okkar saman
og þá kemur margt upp í hugann.
Það var alltaf tekið svo vel á
móti mér á heimili ömmu og afa í
Melgerðinu, mjög oft var boðið
upp á malt og kexkökur og annað
góðgæti. Félagsskapurinn við þau
er mér ógleymanlegur, oft var
tekið í spil og spiluðum við oft á
tíðum ólsen-ólsen og rússa. Þegar
ég var yngri fékk ég oft að vera í
pössun hjá þeim í Melgerðinu,
stundum yfir nótt og þegar maður
vaknaði á sunnudagsmorgnum
voru ætíð heitar pönnukökur á
boðstólum. Amma Guðrún var
mikill náttúruunnandi og hafði
gaman af að skoða náttúru lands-
ins. Hún ræddi oft um hversu sér-
stök og falleg fjöllin og önnur
náttúra er í Veiðivötnum. Þá hafði
hún gaman af ferðalögum erlend-
is, t.d. ljómaði hún öll þegar hún
sagði frá ferð sinni til Grænlands
og þeirri upplifun að sjá alla nátt-
úrufegurðina m.a. úr þyrlu.
Ljóðalestur var eitt af hennar
áhugamálum. Á sínum tíma þegar
ég átti að læra ljóð fyrir skólann
og færði það í tal við ömmu kom í
ljós að hún kunni hvert einasta er-
indi utan að án þess að hafa lesið
það í mörg ár. Ég man enn hvern-
ig hún fór með erindin og hvað
umræðurnar um boðskap þeirra
urðu allt í einu skemmtilegar.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(H.A.)
Hvíl í friði elsku amma, takk
fyrir stundirnar með þér.
Björn Þór Sveinbjörnsson.
Og guð horfir inn gegnum heimanna
heim;
til hans lítur allt í veraldargeim.
Frá engilsins sál inn í kristalsins kjarna
er kraftanna spil hans eigið líf,
en allt sem er synd og kvöl og kíf,
það kastast á brott eins og hrapandi
stjarna.
Þó holdið sjálfu sér hverfi sýn,
þó hismið vinni sér dánarlín,
er lífið þó sannleikur, dauðinn draumur.
Hjá drottni finnst hvorki kvein eða
glaumur.
En volduga aflið, sem aldrei dvín,
er iðandi, blikandi ljósvakans
straumur.
(Einar Benediktsson.)
Elsku amma mín, nú ert þú
komin á vit draumsins, eins og
skáldið þitt orti. Við höfum verið
samferða alla mína ævi og nú vil
ég minnast þín.
Mér til happs varðst þú frekar
ung amma. Ein af mínum fyrstu
minningum í lífinu er tengd þér,
það var þegar ég hætti með
snuðið mitt og þú huggaðir mig
og hjálpaðir mér að fara yfir
mína fyrstu erfiðleika í lífinu.
Reyndar var það svo að þú hætt-
ir að reykja á sama tíma, þannig
vildi það til að snuðið mitt og síg-
arettupakkinn þinn voru geymd
á sama stað í eldhússkápnum
þínum á meðan við glímdum báð-
ar við löngunina í „snuðin“ okk-
ar. Aðrar bernskuminningar eru
líka tengdar þér heima í Mel-
gerðinu. Þú að steikja kleinur
inn í eldhúsi og að syngja með
útvarpinu en þegar að það var
orðið nógu heitt í húsinu þá
gerðum við leikfimi.
Þú varst alltaf létt í spori og
hafðir svo mikla orku til að gefa.
Ég var eina barnabarnið þitt
lengi og naut þess vel að eiga at-
hygli þína alveg óskipta. Trúin
skipaði stóran sess í lífi þínu.
Um leið og ég hafði aldur til þá
tókst þú mig með í messu. Mess-
an hafði mikla þýðingu fyrir þig,
bænin, sálmarnir og prédikunin.
Á leiðinni heim úr kirkju rædd-
um við oftar en ekki prédik-
unina. Þessar minningar lýsa
þér mjög vel, þú gerðir til mín
kröfu um að hlusta og taka eftir
og vera með. Þú reyndir líka að
kenna mér að greina kjarnann
frá hisminu, að það væri ein-
hvers virði að vera sjálfstæður,
hafa skoðun og einnig að standa
við hana. Þú lést alla heyra þína
skoðun eða þinn sannleika ef svo
bar undir. Að hafa kjark til að
lifa og vera til fannst þér mjög
mikilvægur eiginleiki. Ekki síð-
ur en sú hæfni að geta glaðst
með vinum og fjölskyldu á góð-
um stundum. Söngur, leikhús,
ferðalög og góðar bækur var
stór þáttur af þínu lífi að
ógleymdum Einari Ben. en það
voru ófá sumarfríin sem þú not-
aðir til að lesa ljóðin hans.
Kjarninn hins vegar í lífi þínu
var fjölskyldan sem þú stofnaðir
til með honum afa. Velferð fjöl-
skyldunnar var þér alltaf hug-
leikin og þú hafðir mikinn metnað
fyrir hönd barna þinna og barna-
barna og fylgdist vel með öllum
þínum afkomendum.
Ég kveð þig þakklát fyrir alla
okkar góðu daga og að hafa átt
þig fyrir ömmu.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Takk fyrir allt og allt. Þín
Berglind.
Guðrún Magnús-
dóttir Strandberg
Elsku pabbi
minn er nú farinn.
Það er erfitt að
skrifa minningar-
grein um þig, þú fórst svo
skyndilega frá okkur.
Þú varst mikið ljúfmenni og
alltaf hjartahlýr og góður við
alla. Þú varst traustur og vildir
okkur systrum alltaf vel og
varst ætíð til staðar. Þú varst
oft á gangi í hverfinu að kíkja
eftir okkur systrum sem okkur
fannst auðvitað pirrandi á þeim
tíma þegar við vorum börn og
unglingar en þetta var bara um-
hyggja gerði ég mér grein fyrir
Ingólfur Njarðvík
Ingólfsson
✝ Ingólfur Njarð-vík Ingólfsson
fæddist 27. sept-
ember 1941. Hann
lést 5. október
2014. Útför Ingólfs
Njarðvík fór fram
17. október 2014.
nokkrum árum síð-
ar. Hvernig þú
nenntir að hlaupa á
eftir mér þegar ég
tróð mér út um
gluggann á klósett-
inu því ég vildi vera
lengur úti skildi ég
ekki en það var áð-
urnefnd umhyggja.
Þú hvattir okkur
systur til að fara í
frekara nám.
Þú varst líka stríðinn þó að
við mæðgur næðum því ekki al-
veg strax en svo sá maður glott-
ið á þér þegar við vorum farnar
að æsa okkur upp og rökræða á
háu nótunum. Þú mundir alltaf
afmælisdaga allra í fjölskyldunni
og einnig þeirra í fjölskyldunni
sem voru farnir eins og foreldra
þinna og systkina. Þú sagðir ein-
mitt við mig í síðasta skipti þeg-
ar þú komst til mín í mat að
mamma þín hefði orðið 112 ára
þann daginn (2. október). Einnig
mundir þú alltaf brúðkaupsaf-
mælið ykkar mömmu. Þú varst
mikill dýravinur, varst alltaf
með dýr á heimilinu hvort sem
það var æskuheimilið eða á
Njálsgötunni þar sem þið
mamma bjugguð alla tíð. Þú
hafðir gaman af því að rifja upp
gamla tíma og skoða gamlar
myndir.
Þú varst duglegur að fara
með okkur í bíó þegar við vorum
yngri enda fullt af bíóhúsum í
kringum okkur í 101 Reykjavík.
Þú varst einnig duglegur að fara
með okkur upp í Dísardal á
æskuheimili þitt sem þér þótti
svo vænt um. Ég þakka fyrir all-
ar góðu minningarnar sem ég á
þaðan; jólin, túnslátturinn, kart-
öflugarðurinn, leikur við ána
o.fl. Þú varst traustur maður
sem var alltaf til staðar fyrir
okkur og með bestu nærveru
sem ég hef á ævi minni fundið
hjá nokkurri annarri mann-
eskju. Þú reyktir aldrei eða
smakkaðir áfengi, algjör reglu-
maður.
Þú varst mikill Íslandsmaður
en í fyrstu utanlandsferðina
fórstu ekki fyrr en árið 2010, þú
fórst í þrjár utanlandsferðir.
Það var alveg nóg fyrir þig, Ís-
land var bara best! Þú hafðir þó
ánægju og gleði af því að prófa
að stíga á erlenda grund. Þú
hafðir gaman af því að ferðast
innanlands, fara í sumarbústaða-
ferðir og til Akureyrar. Þú varst
líka duglegur að koma með í
húsdýragarðinn og fleiri staði
með barnabörnunum.
Þú dýrkaðir afabörnin þín
fimm enda slógust þau um að
sitja hjá þér, nærvera þín var
þannig. Þú gast setið með þeim í
lengri tíma að horfa á sjónvarpið
eða að dunda í einhverju dóti.
Þú varst alltaf svo rólegur, hæg-
látur, æðrulaus og mjög þakk-
látur maður og það fundu börn-
in þó að þau væru varla farin að
ganga.
Elsku pabbi minn, ég mun
ætíð geyma góðar minningar í
hjarta mínu og þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga þig sem
pabba. Hvíl þú í friði og munu
ljúfar minningar um þig lifa um
ókomin ár. Ég veit að þú vakir
yfir mömmu, okkur systrum og
afabörnunum þínum. Takk fyrir
allt. Þín dóttir,
Guðrún Þórdís Ingólfsdóttir.
✝
Elskuleg móðir mín,
INGIBJÖRG SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
(Inga), frá Sauðhaga á Völlum,
lengst af búsett á heimili sínu að
Laufskógum, Hallormsstað,
lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar
Austurlands, Egilsstöðum, miðvikudaginn 22. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús Ólafsson.