Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Þorgeir Guðmundsson, elsti A-landsliðsmaður Íslands í íþrótt-um og rafvirkjameistari hjá rafvélaverkstæðinu Segli ehf., ersjötugur í dag. Hann ætlar að taka það rólega með eiginkon- unni Margréti Stefánsdóttur í sumarbústað fyrir austan fjall og á von á nokkrum gestum þangað í kaffi og vöfflur á morgun. „Ég hélt upp á 50 ára afmælið úti í KR og þá komu á þriðja hundrað manns, það nægir,“ segir hann. Fyrir um hálfri öld var Þorgeir einn sterkasti varnarmaður lands- ins í fótbolta, Íslands- og bikarmeistari með KR og fyrirliði b-liðsins sem sló út a-liðið í bikarkeppninni og lék til úrslita við Eyjamenn, en eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum í 11 ár fluttu hjónin aftur heim 1989, hann kynntist pílukasti, nýrri íþrótt hjá uppeldisfélag- inu, og það hefur nánast átt hug hans allan síðan. Þorgeir hefur verið í pílulandsliðinu í um 20 ár. Hann er efstur á stigalistanum, hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í tvímenn- ingi og þrisvar fagnað Íslandsmeistaratitli í einliðaleik, síðast 2013, en var erlendis í fyrra og náði ekki að verja titilinn. „Okkur gekk ekki vel á Norðurlandamótinu í vor og síðan gaf ég ekki kost á mér í Evrópumótið í Búlgaríu í sumar, hafði ekki efni á því, en vonandi get ég skrapað saman peningum til að vera með í heimsmeist- aramótinu í Tyrklandi á næsta ári.“ steinthor@mbl.is Þorgeir Guðmundsson 70 ára Afmælisbarn dagsins Þorgeir Guðmundsson er stoltur pílumeistari. Elsti A-landsliðs- maður Íslands Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfjörður Isa- bel Snæbrá Rodriguez fæddist 14. febrúar 2014 kl. 17.44. Hún vó 3.535 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Dagný Sif Snæbjarn- ardóttir og Axel Rodriguez. Nýir borgarar R agnheiður fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 24.10. 1984. Hún átti heima í Vesturbænum í Reykjavík fyrstu æviárin, síðan í Kópavogi, Garðabæ, og í Dan- mörku í tvö ár þegar hún var á sjötta og sjöunda árinu og síðan í Garðabænum. Ragnheiður var í Flataskóla í Garðabæ og í Garðaskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Hamra- hlíð í tvö ár og við High School í Mission Viejo í Kaliforníu um skeið, haustið 2001, og keppti þá í sundi með þeim skóla. Er Ragn- heiður kom aftur heim lauk hún stúdentsprófi af listnámsbraut við FG. Hún stundaði síðan nám í förðunarfræði við Snyrtiakadem- íuna og stundar nú nám í leiklist við New York Film Academy í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ragnheiður æfði og keppti í sundi hjá Stjörnunni frá sex ára aldri, keppti með Breiðabilki frá 13 ára aldri, keppti með Sundfélagi Hafnarfjarðar frá 17 ára aldri og hefur keppt fyrir KR frá 2005. Ragnheiður er margfaldur Ís- landsmeistari í sundi og auk þess margfaldur Íslandsmethafi í 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi og 100 m fjórsundi sem og í boðsundi. Hún hefur keppt á fjölda Evrópumeistaramóta og heimsmeistaramóta og tekið þátt í tvennum Ólympíuleikum. Ragnheiður hefur hlotið viður- kenninguna Sundkona ársins nokkrum sinnum, var einu sinni í topp tíu í valinu á Íþróttamanni ársins og hefur verið kjörin Íþróttamaður Garðabæjar, Reykjavíkur og KR oftar en einu sinni. Auk þess að vera atvinnusund- Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona og leiklistarnemi – 30 ára Eiginmaður og börnin Atli með börnunum sínum, Sunnu Lind sem er níu ára og Breka sem er á öðru árinu. Sundkonan sem stefnir á kvikmyndaleik Sundkonan Ragnheiður á Ólymp- íuleikunum í Peking 2008. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.