Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tvær árásir, sem kostuðu tvo kanadíska her- menn lífið á tveimur dögum, hafa beint athygli manna að hættunni sem stafar af íslömskum öfgamönnum í Kanada. Leyniþjónusta landsins, CSIS, birti skýrslu fyrr í mánuðinum þar sem fram kom að vitað væri um 90 Kanadamenn sem styddu íslömsk öfgasamtök og annaðhvort hefðu reynt að fara til Mið-Austurlanda til að berjast með íslamist- um eða kynnu að fremja hryðjuverk í Kanada. Einn þessara manna, 25 ára Quebec-búi, varð hermanni að bana á mánudaginn var þeg- ar hann ók bíl af ásettu ráði á herbíl í Quebec. Árásarmaðurinn, Martin Rouleau-Couture- sem, snerist nýlega til íslamskrar trúar og hafði reynt að fara til Íraks í því skyni að berj- ast með samtökum íslamista sem kalla sig Ríki íslams (skammstafað IS á ensku). 32 ára Kanadamaður, Michael Zehaf-Bi- beau, varð hermanni að bana í skotárás við stríðsminnisvarða í Ottawa í fyrradag og réðst síðan inn í þinghúsið, vopnaður öflugum riffli. Yfirmaður öryggisvarða þinghússins skaut árásarmanninn til bana, aðeins um fimm metra frá herbergi þar sem Stephen Harper, for- sætisráðherra Kanada, var að ræða við þing- menn í flokki sínum um hvernig bregðast ætti við hættunni sem stafar af róttækum íslamist- um í Kanada. Að sögn kanadískra fjölmiðla var árásar- maðurinn á sakaskrá fyrir fjölda lögbrota, meðal annars þjófnað og brot á fíkniefnalög- gjöfinni. Ekki var vitað hvort hann hefði gert árásina til að mótmæla þátttöku Kanada í loft- hernaðinum gegn vígasveitum íslamistanna í Írak og Sýrlandi. Dave Bathurst, vinur fjölskyldu árásar- mannsins, sagðist í sjónvarpsviðtali hafa hitt hann í mosku fyrir þremur árum og ekki hafa orðið var við að hann styddi íslömsk öfgasam- tök eða hryðjuverkastarfsemi á þeim tíma. Ze- haf-Bibeau hefði þó seinna farið að tala um djöfla og illa anda. „Hann sagði að djöfullinn væri á eftir sér,“ sagði Bathurst. „Ég held að hann hljóti að hafa verið veill á geði.“ Bathurst kvaðst síðast hafa hitt Zehaf-Bi- beau fyrir sex vikum á bænasamkomu í mosku og hann hefði þá talað um að hann vildi fara til Mið-Austurlanda. Að sögn kanadískra fjöl- miðla töldu öryggisyfirvöld að mikil hætta gæti stafað af manninum og vegabréf hans var tekið af honum til að hann gæti ekki gengið til liðs við vígasveitir íslamista í Írak eða Sýrlandi. Heimild til handtöku rýmkuð Fréttaveitan AP hafði eftir aðstoðaryfirlög- reglustjóranum Martine Fontaine að lögreglan hefði ítrekað haft afskipti af Rouleau-Couture- sem til að koma í veg fyrir að hann fremdi hryðjuverk áður en hann ók á hermennina á mánudaginn var. „Það er mjög erfitt [að koma í veg fyrir slíkt] þegar maðurinn hyggst gera árás upp á eigin spýtur, ekkert bendir til þess að hann sé að undirbúa árás og þegar vopnið sem hann beitir er bíll,“ sagði Fontaine. Hún bætti við að ekki væri hægt að handtaka menn fyrir það eitt að vera með róttækar skoðanir. Að sögn breska blaðsins The Guardian er kanadíska ríkisstjórnin að íhuga lagabreytingu til að rýmka heimild lögreglunnar til að yfir- heyra og handtaka menn sem grunaðir eru um að styðja hryðjuverkasamtök. Blaðið segir þó að fram hafi komið efasemdir um að þörf sé á slíkri lagabreytingu því kanadíska þingið hafi árið 2012 sett lög sem heimili yfirvöldum að handtaka og ákæra Kanadamenn sem reyna að ferðast til annarra landa í því skyni að berjast með hryðjuverkasamtökum. Árásirnar voru gerðar eftir að ákveðið var að kanadískar herþotur tækju þátt í árásum á vígasveitir samtakanna Ríkis íslams. Harper sagði að árásirnar myndu alls ekki verða til þess að Kanadamenn gæfu eftir í baráttunni við íslömsk öfgasamtök. „Kanadamenn láta aldrei hræða sig til undirgefni,“ sagði forsætis- ráðherrann. „Reyndar verður hún til þess að styrkja okkur og öryggisstofnanir okkar í þeim ásetningi að grípa til allra nauðsynlegra að- gerða til að takast á við hættuna og tryggja ör- yggi Kanada.“ Barátta gegn íslamistum hert  Stjórn Kanada kveðst ætla að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi landsins eftir árásir kanadískra stuðningsmanna íslamskra öfgasamtaka  Fylgst með 90 kanadískum íslamistum AFP Spenna Lögreglumenn í miðborg Ottawa eftir að vopnaður maður réðst inn í þinghúsið í borginni í fyrradag. Áður hafði hann skotið á hermann við stríðsminnisvarða nálægt þinghúsinu. Hermaðurinn lést síðar af sárum sínum. Daginn áður beið kanadískur hermaður bana í annarri árás. „Góðgerðarstofnanir“ fjár- magna hryðjuverkastarfsemi » Tom Quiggin, sérfræðingur í barátt- unni gegn hryðjuverkastarfsemi, segir að einstaklingar, sem styðji íslömsk hryðjuverkasamtök, hafi farið til Kanada á síðustu 20-30 árum og komið á fót hreyfingum eða stofnunum sem hafi góðgerðarstarfsemi að yfirvarpi. » Fjórum slíkum stofnunum hefur verið bannað að starfa í Kanada, m.a. stofnun sem fékk fé úr sjóði á vegum Muammars Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líb- íu. Stofnunin var notuð til að senda hryðjuverkasamtökum peninga. Að sögn Quiggins eru um 20 slíkar „góðgerðar- stofnanir“ enn starfræktar í Kanada. » Talið er að slíkar stofnanir og hreyf- ingar séu einnig notaðar til að fá ungt fólk til að ganga til liðs við vígasveitir ísl- amista í Mið-Austurlöndum.200 M Alexandra-brú Wel ling ton St Rid eau St Lau rier AvW Ottawa-á Árás í Kanada Stríðsminnisvarði Hermaður lést af skotsárum í Ottawa eftir árás byssumanns sem réðst síðan inn í þinghúsið BANDAR. 1 000 km Hudson- flói OTTAWA Skotið á hermann sem lést síðar af sárum sínum Heimild: Lögreglan í Ottawa Árásarmaðurinn var vopnaður riffli. Forsætis- ráðherra Kanada var forðað úr byggingunni Miðborgin Þinghúsið KANADA Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.