Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Ótakmarkaðir möguleikar með REDKEN mótunarvörum GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM SLÉTT/GLANS Glans- og sléttunarefni sem dregur úr ýfingu og gefur glans. Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á vertu vinur HÁRLÖKK Hárlökkin gefa 24 tíma vörn, 8 tíma hald og fallegan glans. FORM/HITAVERND Blástursvörurnar veita vörn gegn hitatækjum og tryggja endingu. HREYFING/HALD Mótunarvörurnar sem gefa góða hreyfingu og loft í hárið. FYLLING/LOFT Volume vörurnar gefa ótrúlega fyllingu án þess að þyngja hárið. Heilsulausnir • Hefst 27. október kl. 7:20, 12:00 og 17:30 • Kennt þrisvar í viku • Á námskeiðinu er unnið með hreyfingu, næringu, skipulag daglegs lífs og hugarfar Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar. 12 mánaða námskeið að léttara lífi Léttara líf í Heilsuborg Heilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan. Dagur B. Eggerts- son var hjartanlega sammála undrabarninu að vestan um að það þurfi að kenna öllum börnunum í bænum á hljóðfæri. En besta leiðin til þess að mati borgarstjórans okkar hárprúða og hrokkin- hærða er að þau læri að leika á hljóðfæri af „youtube“, það er svo einfalt og það kostar „andskot- ann“ ekki neitt, þau hanga hvort eð er í tölvunni allan liðlangan daginn. Þetta var megininntak ræðu hrokkin- hærða drengsins úr Árbænum á bar- áttufundi tónlistarkennara í Hörpu 21.10. 2014. Ég fann sömu lyktina og þegar ég á unglingsárum kom í sláturhús í uppsveitum Árnessýslu – nálykt og lykt af blóði. Ég fékk á tilfinninguna að það væri verið að leiða hjörðina til slátrunar – Harpan, elsku vinir, hirðir allan aurinn, þið megið lepja dauðann … svo var hann farinn. Baráttuandinn steig ekki hátt. Borgarstjórinn, sem er að- alviðsemjandi tónlistarkennara, spíg- sporaði um salinn eins og sláturhús- stjórinn, leit yfir salinn, sagði nokkur innantóm hvatningarorð til hópsins í sal Kaldalóns, salurinn nefndur eftir firði í Djúpinu, enginn sagði orð, allir agndofa, hræddir við að styggja hrokkinhærða gaurinn úr Árbænum, borgarstjórann. Svo klöppuðu allir – var mig að dreyma, voru þetta tón- leikar? Þá klappa allir „æðislega ánægðir“. Formaður tónlistarkenn- ara var nefnilega æðislega ánægður – það verður verkfall – „kúl“ og allir klöppuðu. Þvílík samkoma. Hvar er baráttuandinn, hvar er stéttarfélag tónlistarkennara? Kannski úti á túni. Ekki veit ég það. Vinalegasta og und- arlegasta kjarabarátta sem ég hef orðið vitni að. Hún ber vonandi ár- angur fyrir starfandi tónlistarkenn- ara á Íslandi. Áhyggjurnar liggja hins vegar hjá börnunum sem mæta ekki í tónlistartíma á meðan það er verkfall, það finnst mér ekkert „kúl“. Að borgarstjórinn í Reykjavík, aðal- viðsemjandi tónlistarkennara, skuli mæta á baráttufund og óska tónlist- arkennurum góðs gengis í kjarabar- áttu við „sjálfan sig“ er ótrúlega takt- laust. „Ég er bara í skýi, „Icloud“, skil ekkert í þessu – eru ekki allir vinir?“ Nemendur tónlistarskólanna skilja ekkert í því af hverju það eru ekki tónlistartímar, ég skil ekkert í því af hverju það þarf að vera verkfall hjá tónlistarkennurum árið 2014. Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Er þetta sparnaður? Þarf að ná í aur- ana hjá verkfallssjóði? Um hvað snýst málið, ágætu sveitarstjórnar- menn og -konur? Tölum við ekki sama tungumálið, jafnlaunastefna – eru það bara fallegu orðin í hátíðar- ræðunum og í kosningabaráttunni, ég spyr? Aumingja tónlistarkennar- arnir fá ekki launahækkun Eftir Ragnar Jónsson »Hvar er baráttuand- inn, hvar er stétt- arfélag tónlistarkenn- ara? Kannski úti á túni. Ekki veit ég það. Ragnar Jónsson Höfundur er menningarstjórnandi. Árið 1929 var efnið, sem skammstafast ATP, uppgötvað. Tuttugu árum seinna tókst að efnasmíða þetta nucleosíð. Fræðin eru nokkuð sammála um að ef eitt einstakt efni mætti kalla leyndardóm lífs- ins þá væri það lík- lega þetta ATP (ade- nosin-þrífosfat). Það er frumefnið fosfór (P) sem leikur aðalhlutverkið í því með sínum orkuríka bindingi við annað fosfórfrumefni. Án þessa væri ekkert líf því lífefnahvörf dýra þurfa sérstakan efnaorkubera. Gróðurinn bindur sólarorkuna í flókin lífefni úr vatni, CO2 og frum- efnum. Hvað manninn varðar verð- ur hann að fá mörg flókin efni og orku í fæðunni frá gróðri eða dýr- um. Til að geta lifað þurfum við mikla orku og er aðalverkefni melt- ingarinnar að brjóta niður fjölsykr- ur og þríglýseríðfitu matarins í ein- sykrur (glúkósa), glýseról og fitusýrur. Niðurbrotsefnin sem inni- halda ríkulega kolefni og vetni eru síðan oxuð í frumunum með súrefni frá önduninni í CO2 og vatn en um- framforðinn er geymdur til seinni tíma. Orkan sem losnar við brennsl- una í frumunum er nýtt til að mynda þennan orkubera líkamans sem er hjálparhvati með þrjá fosfat- hópa bundna saman. Með hvata og lítilli orku klofnar einn fosfathóp- urinn frá og orka verður tiltæk til að knýja lífefnahvörfin, samdrátt vöðva, mynda raforku og jafnvel ljós. Þá er ótalinn flutningur sumra efna sem þurfa orku til flutnings. Talið er að um 50% frá orku- brennslu fæðunnar nýtist til að mynda ATP úr ADP (adenosin- tvífosfat). Hvarfið gengur í báðar áttir og ATP er því alltaf tiltækt er þörf krefur. Að vísu eru lífhvatar og hormónar sem stjórna þessu magn- lega en lífskrafturinn kemur frá orkuberanum ATP, þegar orkuríki fosfathópurinn losnar frá. Fullorð- inn maður með meðalneyslu fæðu í hitaeiningum er talinn framleiða þyngd sína af ATP á hverjum sólar- hring. Er við skoðum prótín- neysluna þá er okkur lífsnauðsyn- legt að fá 8-9 amínósýrur daglega sem líkaminn getur ekki efnasmíð- að. Hvatarnir eru úr prótínum og endast stutt og endurnýjun prótína líkamans er líka ör. Bæði er að lík- aminn getur ekki myndað forða né losað sig við umfram amínósýrur heldur verður hann að afeitra þær með myndun þvagefnis og um- mynda restina í einsykruna glúkósa sem oxast síðan í CO2 og vatn og myndar með losaðri orku ATP úr ADP. Það er því óþarft að borða prótín umfram endurnýjunarþörf heilsunnar vegna. Lifr- in getur geymt glúkósa sem glýkógen tilsvar- andi dagsþörf en sama þyngdarmagn forðafitu er sex sinnum orkurík- ara og yfirleitt er mán- aðarforði af fitu til stað- ar. Til fitunnar grípur líkaminn til að gera ATP er næturfastan hefur klárað glúkósann úr blóðinu eða hann þrýtur við mikla áreynslu í vinnu eða íþróttum. Í vöðvum getur brennslan verið í stuttan tíma án súrefnis en þá er glúkósinn brotinn í tvennt og mjólk- ursýra myndast. Þetta gefur litla orku til framleiðslu ATP. Þetta verður vegna þess að súrefni berst ekki nægjanlega hratt til brennslu til vöðvafrumnanna. Í raun snýst öll líkamsstarfsemin um nægt aðgengi að þessum efnaorkubera lífsins í mjög flókinni líkamsstarfsemi okk- ar. Lífsorkan okkar Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Fullorðinn maður með meðalneyslu fæðu í hitaeiningum er talinn framleiða þyngd sína af ATP á hverjum sólarhring. Höfundur er efnaverkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.