Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Uppruni lífsins á jörðinni, eldgosið í Holuhrauni, orka framtíðarinnar og umferðaröryggi eldri ökumanna er á meðal þeirra yfir þrjátíu fjölbreyttu erinda sem verða á boðstólum fyrir gesti á vísinda- og tæknidegi verk- fræði- og náttúruvísindasviðs Há- skóla Íslands sem haldinn verður á morgun. Vísindadagurinn er rann- sóknaþing sviðsins, sem er með breyttu sniði í ár, þar sem lands- mönnum er boðið til sannkallaðrar vísindaveislu. „Hingað til hefur þetta aðallega verið innanhúsráðstefna fyrir Há- skóla Íslands en núna í ár ætlum við að hafa þetta opið og bjóða almenn- ingi að koma og hlýða á erindi. Á vís- indadeginum munum við kynna verkefni og rannsóknir sem eru í gangi á verkfræði- og náttúruvís- indasviði og fólk þarf ekki endilega að hafa þekkingu á viðfangsefninu til að hafa gagn og gaman af,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, verk- efnastjóri innri samskipta og mark- aðsmála á verkfræði- og náttúruvís- indasviði HÍ. Áhersla á að miðla starfinu Markmiðið er að kveikja áhuga al- mennings, og ekki síst barna, á vís- indum og tækninýjungum. Þannig verða ýmis skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal verður Sprengjugengið með bás allan dag- inn, Ævar vísindamaður stendur fyrir uppákomum, hægt verður að fræðast um alheiminn í sérstöku stjörnutjaldi og þá verður vísinda- smiðja þar sem yngri kynslóðin get- ur leikið sér með ýmiss konar vís- indadót. „Við höfum fundið fyrir auknum áhuga á vísindum og tækni í þjóð- félaginu. Við viljum fá fólkið í land- inu með okkur og sýna því hvaða flotta starf er í gangi hér innanhúss. Við leggjum áherslu á það að þeim rannsóknum sem eru unnar sé miðl- að áfram. Það er í raun alltaf verið að leggja aukna áherslu á þann þátt,“ segir Berglind. Vísindadagurinn fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, á milli kl. 10 og 16 á morgun og er opið öllum. Skemmtun Sprengjugengið að störfum. Gengið samanstendur af nemum í efna-, lífefna- og efnaverkfræði í HÍ sem skemmta fólki og fræða um leið. Opna vísindi og tækni fyrir fólki  Vísinda- og tæknidagur í Öskju Þættirnir „Nýjasta tækni og vís- indi“ voru á dagskrá Ríkissjón- varpsins frá 1967 til 2004. Örn- ólfur Thorlacius sá fyrst um umsjón þáttarins, allt til ársins 1974, en þá bættist dýrafræðing- urinn Sigurður H. Richter við. Sig- urður stjórnaði þættinum svo þar til hann rann sitt skeið. Þeir Örnólfur og Sigurður verða heiðraðir sérstaklega fyrir framlag sitt til vísindanna á vísinda- og tæknidegi verkfræði- og náttúru- vísindasviðs Háskóla Íslands á morgun. Verða gamlir þættir af „Nýjustu tækni og vísindum“ með- al annars sýndir í Öskju á deg- inum. Berglind segir að viðurkenn- ingin sé vegna vísindastarfa þeirra almennt en þættirnir hafi þó verið stór hluti af ástæðu þess að tví- menningarnir séu heiðraðir. „Þetta voru gríðarlega vinsælir þættir á sínum tíma og höfðuðu til breiðs hóps. Það eru núna engir þættir að mér vitandi á svipuðu formi og þessir þættir voru og í raun bara vöntun þar á,“ segir hún. Heiðraðir fyrir framlag sitt STJÓRNENDUR „NÝJUSTU TÆKNI OG VÍSINDA“ Örnólfur Thorlacius Sigurður H. Richter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.