Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið fundum fyrir mikilli já-
kvæðni þegar við kynnt-
um Opel-umboðið og
magnað að sjá hversu
margir mættu til að vera
viðstaddir. Þessar fyrstu viðtökur
og þessi mikli áhugi sem við
merkjum gefa okkur nokkra
ástæða til að ætla að þetta vandaða
þýska merki eigi talsvert inni,“
segir Benedikt Eyjólfsson, eða
Benni eins og hann er alla jafna
nefndur í bransanum. Þó margt sé
um að vera í starfsemi Bílabúð-
arinnar um þessar mundir eru
stórtíðindin ótvírætt endurkoma
Opel á íslenskan markað. Og Benni
er spenntur yfir því að bjóða merk-
ið á ný.
Þýskt merki í gegn
„Ég hef auðvitað verið með bíla-
dellu frá því ég man eftir mér og
man því vel eftir því, frá því ég var
pjakkur, þegar frændi minn einn
og fleiri í kringum mig áttu Opel í
þá daga, fyrir um fjörutíu árum.
Opel var mikill klassabíll sem mað-
ur hafði álit á og ég hef alltaf
fylgst með þessu merki í gegnum
tíðina.“ Benni segir athyglina hafa
tímabundið beinst meira að Am-
eríku í kjölfar þess að Bílabúð
Benna tók við Chevrolet-umboðinu
en í kjölfar þess að Benni hóf að
flytja inn Porsche hafi hann tekið
að fylgjast á ný grannt með þýsk-
um bílum almennt, að Opel með-
töldum. Við blasti að Opel gekk
ekki eins vel og ætla mætti á Ís-
landi.
„Þegar við hófum svo viðræður
við Opel var einkum tvennt sem
kom mér á óvart,“ segir Benni. „Í
fyrsta lagi fóru bílarnir fram úr
væntingum, bæði hvað varðaði
gæðin og svo líka hvað bílarnir
voru flottir. Í annan stað kom það
mér nokkuð í opna skjöldu hvað
Opel – sem hefur verið í eigu
General Motors um langt skeið –
er sem fyrr alveg rosalega þýskt.
Þarna upplifði ég menningu sem er
ekki ósvipuð og hjá Porsche. Kerfi
og ferlar hjá fyrirtækinu eru
hundrað prósent og akkúrat. Það
eru miklu meiri prógrömm á öllu
mögulegu en til dæmis hjá Chevr-
olet, svo ég nefni annað merki þar
sem við höfum samanburðinn.
Þetta eru jú Þjóðverjar og þeir
vilja hafa hlutina í ákveðnum
skorðum. Þannig að það kom mér
mjög svo á óvart að sjá og upplifa
hvað fyrirtækið er þýskt og verk-
smiðjurnar í Rüsselsheim flottar.
Svo við erum mjög spennt fyrir því
að bjóða upp á Opel og í þessari
breiðu línu af bílum. Við erum
einnig að fara í atvinnubílana sem
við höfum aldrei verið í áður og þá
má nefna að við hlökkum til að
bjóða upp á Opel Insignia sem er
ekta þýskur lúxusbíll, en á verði
sem kemur á óvart.“
Þörfin fyrir nýja bíla mikil
Að sögn Benna er tímasetningin á
opnun hins nýja Opel-umboðs, með
sinni breiðu línu bíla, um margt
spennandi en ekki síst af því að
markaðinn vantar nýja bíla. „Það
vantar í reynd fleiri þúsund bíla
inn á markaðinn og endurnýj-
unarþörfin er bókstaflega æpandi.
Það sem er mikilvægt að fólk átti
sig á í þessu sambandi er að þú
getur keypt þér nýjan bíl en samt
verið að spara umtalsverða pen-
inga. Gamlir bílar eyða oft mjög
miklu samanborið við nýja bíla,
viðhald og viðgerðir eru oft af-
skaplega kostnaðarsamir liðir þeg-
ar bílar komast til ára sinna og
einnig má ekki gleyma að eldri
bílar menga miklu meira. Tæknin
og um leið viðmiðin þegar kemur
að mengun hafa gerbreyst á síð-
ustu árum og þetta er atriði sem
sífellt fleiri taka með í reikninginn
því fólk lætur sig þessi mál varða.
Síðast en ekki síst eru það svo ör-
yggismálin,“ segir Benni með
áhersluþunga. „Gamlir bílar eru
einfaldlega miklu lakari hvað ör-
yggið varðar en nýir bílar. Bíll sem
fékk fimm stjörnur hjá Euro
NCAP fyrir fimm árum fær líklega
ekki nema þrjár í dag því kröf-
urnar eru orðnar svo gríðarlega
miklar og nýir bílar um leið svo
öruggir því tækninni fleygir sífellt
fram ár frá ári.“
Ef marka má sölutölur yfir nýja
bíla hér á landi það sem af er
þessu ári má gera ráð fyrir að
heldur horfi til betri vegar í þess-
um efnum og að bílafloti lands-
manna, sem er með þeim elstu í
löndunum sem við berum okkur
alla jafna saman við, fari að end-
urnýjast jafnt og þétt. „Gengið hef-
ur styrkst og nýir bílar eru í reynd
bara nokkuð ódýrir hér á landi,“
bendir Benni á. „Þá er mér ljúft að
benda á sérlega góð lánakjör sem
við bjóðum upp á í Opel-fjár-
mögnun. Þar bjóðum við upp á
5,95% fasta vexti á óverðtryggðu
láni til fimm ára, kjör sem ég hef
ekki séð annars staðar.“
Nýtt á leiðinni frá Porsche
Ekki verður hjá því komist að
spyrja hvað sé títt af Porsche-
vígstöðvunum, nú þegar við Benni
höfum rætt Opelinn. „Þar er á leið-
inni nýr Cayenne, með kraftmeiri
dísilvél, og hann verður með mun
ríkulegri staðalbúnaði en á sama
verði. Hann lækkar nefnilega í toll-
flokki þar eð hann mengar minna.
Meiri kraftur, minni eyðsla og
minni mengun. Það er eins og
Porsche geti endalaust gert betur,“
segir Benni og brosir. „Þá er líka á
leiðinni plug-in útfærsla á Ca-
yenne, eins og við höfum þegar
kynnt á Panamera-bílnum. Sá bíll
er gríðarlega spennandi, rýkur í
hundraðið á 5,9 sekúndum og þann
bíl munum við bjóða á 12,9 millj-
ónir. Svo það er hellingur af spenn-
andi bílum í gangi hjá okkur og
okkur er í mun að leggja okkar af
mörkum til að auðvelda endurnýj-
un bílaflotans. Hún er fyrir lifandis
löngu tímabær.“ jonagnar@mbl.is
Stóru tíðindin eru Opel
Það fór ekki framhjá
nokkrum bílaáhuga-
manni hér í borg þegar
Bílabúð Benna opnaði
nýverið Opel-umboð
sitt með pompi og
prakt. Sitthvað fleira er
þó á döfinni hjá Benna
og félögum.
Það sem er mikilvægt að
fólk átti sig á í þessu sam-
bandi er að þú getur keypt
þér nýjan bíl en samt verið
að spara umtalsverða pen-
inga,“ segir Benni.
Nettur Borgarbíllinn Adam er meðal nýrra bíla frá Opel.
Morgunblaðið/Kristinn
Rafmagnaður Bílar knúnir rafmagni hasla sér sífellt meiri völl á bílamarkaðnum enda eldsneyti ekki
gefins. Opel lætur sitt ekki eftir liggja í þeim efnum heldur býður upp á rafbílinn Opel Ampera.
Glæsilegur Benni hlakka til að kynna landsmenn fyrir lúxusbílnum Opel Insignia.
Morgunblaðið/Kristinn
Bílakall „Ég hef auðvitað verið með bíladellu frá því ég man eftir mér og man því vel eftir því, frá því ég var pjakkur, þegar
frændi minn einn og fleiri í kringum mig áttu Opel í þá daga, fyrir um fjörutíu árum. Opel var mikill klassabíll.“
AFP
Öflugur Nýr Cayenne er væntanlegur með kraftmeiri dísilvél, og hann verður með mun ríkulegri stað-
albúnaði en á sama verði og forverinn. Meiri kraftur, minni eyðsla og minni mengun.