Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - B ílamarkaðurinn er að styrkjast um þessar mundir, hann er búinn að vaxa yfir 30% á árinu og 50% í september. Hjá Brimborg er aukningin 92% í sept- ember svo við getum ekkert kvart- að,“ segir Egill Jóhannsson, for- stjóri Brimborgar sem hefur verið að sækja í sig veðrið og útlitið hjá umboðinu er gott því þangað eru að berast fjölmargar og einstaklega áhugaverðar bílnýjungar í vetur og fram á næsta vor. Egill segir að sér sýnist söluaukn- ingin ætla halda áfram líka á næsta ári hjá Brimborg. „Það verður líka vöxtur hjá okkur því margar og miklar nýjungar eru á leiðinni,“ seg- ir Egill en Brimborg er með umboð fyrir fjórar bíltegundir; Volvo, Ford, Mazda og Citroën. Hann var beðinn að skýra frá því helsta sem fram- undan er hjá umboðinu. „Ef við byrjum á Citroen þá eru tvær nýjungar þaðan á leiðinni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Annars vegar Citroën C1, lítill og léttur borgarbíll, mjög sparneytinn, sem verður á góðu verði. Hins vegar er það stóra nýjungin, Citroën C4 Cac- tus. Það er mjög áhugaverður bíll og kannski aðeins öðruvísi en gengur og gerist. Þetta er fjölskyldubíll, meðalstór, rosa sparneytinn, með eyðslu upp á aðeins kringum fjóra á hundraðið. Þess má geta, að Citroën boðar nýtt afbrigði af honum síðar sem fer með aðeins tvo lítra á hund- raðið. C4 Cactus verður á mjög góðu verði. Þeir hjá Citroën hafa verið að höfða til fjölskyldunnar með þessum bíl með hagkvæmni að leiðarljósi og taka úr honum óþarfa lúxus,“ segir Egill. C4 Cactus hefur hlotið lof fagrita og bílablaðamanna í Evrópu und- anfarnar vikur og mánuði. Óskir og kröfur kaupenda til bíla eru stöð- ugum breytingum undirorpnar og það öllu hraðari í seinni tíð. Citroën kveðst hafa reynt að fanga þessa þróun með C4 Cactus sem sagður er hannaður með þægindi og notagildi í huga og ekki síst rekstrarhag- kvæmni. Og óhætt er að segja, að stílfagur bíllinn með flæðandi mjúk- um línum skeri sig úr öðrum bílum í hinni hörðu samkeppni sem ríkir í C- stærðarflokknum. Þar er ekki leng- ur allt keimlíkt. „Svo er það Volvo, sem er það merki sem vaxið hefur mest af fimm helstu lúxusbílaframleiðendum heims í ár. Þar er stærsta nýjungin nýi jeppinn, Volvo XC90, sem er mjög spennandi. Hann kemur til Ís- lands í apríl. Þar er á ferðinni sjö sæta bíll, alveg splunkunýr frá grunni. Hann verður með nýjar bensínvélar og nýjar dísilvélar og kemur líka í svokallaðri plug-in út- Hver nýjungin rekur aðra á fjörur Útlitið hjá Brimborg er gott því þangað eru að berast fjölmargar og einstaklega áhugaverð- ar bílnýjungar í vetur og fram á næsta vor. Frábrugðinn Citroën C4 Cactus. Stílfagur bíllinn með flæðandi mjúkum línum sker sig úr frá öðrum bílum. Töffari Mazda MX-5 er vin- sælasti sportbíll heims en hann kemur í nýrri útgáfu til Íslands á næsta ári. Það er kunnara en frá þurfi að segja að svokallaðir „kaffi-reiserar“ eru heitasta heitt meðal unnenda fagurra mótorfáka. Afturhvarfið ræður ríkjum og gamli tím- inn er í hávegum hafður. Þó er ekki þar með sagt að aflið þurfið að vanta. Alltént ekki þegar séníin hjá Deus Ex Machina fá að ráða. Þetta gullfallega og um leið reffilega hjól nefnist The Hunter Gat- herer og hlýtur að teljast meðal drauma- hjóla þeirra sem aðhyllast kaffi-reiser kúltúrinn. Það er málið í svörtum lit með Að veiða eða vera veiddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.