Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Flugbílar hafa reglulega sést í vís- indaskáldsögum og ævintýrum. Unn- endur teiknimyndasagnanna um Sval og Val muna t.d. eftir flug- tækjum vísindamannsins Zorglúbbs. Þau farartæki voru fyrst og fremst gerð til flugs en gátu líka notað vegakerfið ef svo bar undir. Annar eftirminnilegur fljúgandi bíll er DeLorean tímavélin úr Back to the Futre kvikmyndunum. Doc Brown bætti þar og breytti renni- legum DeLorean sportbíl svo hann gat ekki bara ferðast fram og til baka í tíma heldur líka svifið í lausu lofti. Ekki síður eftirminnilegir eru flug- bílarnir úr kvikmyndinni The Fifth Element í leikstjórn Luc Besson. Bruce Willis leikur þar leigubílstjóra sem lendir í miklu ævintýri þegar óvæntur farþegi birtist í aftursæt- inu. Gamall draumur D raumurinn um fljúgandi bíla virðist bráðum geta orðið að veruleika. Hafa alls kyns hugvitsam- legar útfærslur á flug- bílum litið dagsins ljós á und- anförnum árum og sýnt að það þarf alls ekki að vera ómögulegt að búa til farartæki sem sameinar kosti bíls og flugvélar. Gallinn við tilrauna-flugbílana sem sést hafa til þessa er hins vegar að þeir eru einmitt svo mikl- ar flugvélar og kalla því á að öku- maðurinn búi yfir sömu færni og þekkingu og flugmaður ef far- artækið á að komast af öryggi á áfangastað. CNN greinir frá því að nú hefur Evrópusambandið blandað sér í málin og vill leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir þróun flugbíls sem allir eiga að geta ekið. Fíflaheldur flugbíll er það sem þarf ef þetta farartæki framtíð- arinnar á að geta umbylt sam- gönguvenjum mannkyns. Hefur verið efnt til fjögurra ára verkefnis þar sem sex stofnanir koma saman, ekki til þess að hanna flugbíl heldur til að greina þau vandamál og áskoranir sem þarf að yfirstíga til að gera flug- bíla að valkosti fyrir hinn almenna ökumann. Myndi þannig þurfa að hugsa til enda hvernig mætti útfæra „hrað- brautir“ í háloftunum, hvernig mætti lenda flugbílunum örugglega og án aðstoðar flugumferðarstjóra, og ekki síður hvernig mætti láta flugbílana tala saman sem eina hjörð og forða þannig árekstrum. Verður líka augljóslega að ein- falda stjórntækin verulega. Venju- legur ökumaður þarf eitthvað við- ráðanlegra en þann aragrúa mæla og hnappa sem finna má í stjórn- klefum flugvéla og þyrlna. ai@mbl.is Hraðbrautir í háloftunum Evrópusambandið býr í haginn fyrir fíflahelda flugbíla. Fyrirsát Lögregubílarnir úr The Fifth Element minna helst á vígalegar blöðrur. Klassík Flugbíllinn úr Back to the Future gat bæði svifið um loftið og ferðast fram og aftur í tíma. Bbulgroz Vondi vísindamaðurinn Zorglúbb reynir alltaf að ferðast með stæl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.