Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ GTA V Grand Theft Auto-leikjaserían snýst jöfnum höndum um hraðskreiða bíla og byssubardaga. Í þessum gríðar- stóru leikjaheimum eru söguhetj- urnar á stöðugum þeytingi á ógnar- hraða í gegnum borgarlandslagið í æsilegum eltingaleikjum við bæði lögreglu og glæpona. Með hverri viðbótinni við seríuna hefur bílaflotinn orðið flottari og hraðaksturinn skemmtilegri. Nýj- asti leikurinn, GTA V, þykir engum líkur og er leitun á betri afþreyingu fyrir þá sem eru með bíladellu á háu stigi. Reyndar eru bílarnir í leiknum ekki „alvöru“ heldur stílfærðar (og stundum skopskældar) útgáfur af þekktum merkjum. Sést vel á bíl- unum hver fyrirmyndin er og eflaust fóru höfundar leiksins þessa leið til að þurfa ekki að eiga í löngum og leiðinlegum samningaviðræðum við bílaframleiðendur til að fá öll til- skilin leyfi. Þannig er Grotti Carbonizzare greinilega stílfærð útgáfa af Ferrari F12 Berlinetta og Truffade Adder, merkilega líkur Bugatti Veyron. Bílunum má breyta á alla mögu- lega vegu, jafnvel mála í krómlitum og breyta hljóðinu í bílflautunni. Geta leikmenn komið sér upp heilum flota af bílum og lagað þá svona til eftir eigin höfði. Og þar sem GTA V er einn stór sandkassi eru uppátækjunum nán- ast engin takmörk sett. Hafa þannig margir spilarar leikið sér að því að gera brellur og stökk sem virðast nánast ómöguleg og setja skemmti- legar upptökur af uppátækjunum á YouTube. Mario Kart 8 Fyrsti leikurinn í Mario Kart- leikjasyrpunni kom á markað árið 1992. Eru Mario Kart-leikirnir í dag orðnir samtals átta talsins, gerðir fyrir bæði litlu og stóru leikjatölvur Nintendo. Eins og nafnið gefur til kynna er pípulagningamaðrinn Mario og fé- lagar hans í aðalhlutverki. Vondir karlar og góðir, prinsessur og skrímsli, koma saman á kappakst- ursbrautinni og spana um á alls kyns go-kart-farartækjum. Leikurinn er hannaður með yngstu spilarana í huga en hefur reynst höfða vel til eldri spilara líka enda framvinda leiksins í senn fjörug og einföld. Til að gera leikinn enn skemmti- legri geta spilarar beitt allskonar brellum í kappakstrinum. Með því að fanga þar til gerð tæki sem liggja á víð og dreif um kappakstursbraut- ina má leggja gildrur fyrir aðra leik- menn eða skjóta þá út af brautinni. Nýjasta útgáfan, Mario Kart 8, kom út fyrr á árinu og þar geta allt að tólf manns keppt í einu yfir netið í kappakstri þar sem má eiga von á því að spana neðansjávar, fljúga á svifdreka og bjóða þyngdaraflinu birginn með þyngdarleysishjólum undir körtunni. Battlefield 4 Battlefield-leikirnir eru fyrst og fremst skotleikir þar sem spilarar eru settir í spor hermanna sem Spanað um á tölvubílum Kappakstursleikir hafa tekið miklum breytingum síðan fyrstu leikirnir af þessari gerð komu fram á sjónarsviðið á 8. áratugnum. Með hverju árinu verða leikirnir fullkomnari og um leið meira krefjandi. Í vönd- uðustu leikjunum er hermt af mikilli nákvæmni eftir aksturseiginleikum alvöru sportbíla og til að fara hringinn á góðum tíma dugar ekkert minna en aksturs- hæfileikar sem Sebastian Vettel myndi vera stoltur af. Ekki aðeins má í dag finna fjölda leikja þar sem raunveruleikastigið er hátt og upplifunin nánast eins og að vera í miðjum Formúlu 1-kappakstri, heldur eru líka ófáir leikir sem gera fagurfræði bifreiða góð skil og leyfa alls kyns tilraunir með útlit bílsins sem og fínstillingar á vél, dekkjum og aukabúnaði. Hér á eftir er listi yfir nokkra af þeim tölvuleikjum sem gert hafa bílum best skil. Tryllt Í Need for Speed leikjunum er hægt að aka „alvöru“ bílum frá heimsins fínustu og dýrustu framleiðendum. Dodge Viper og McLaren MP4-12C etja kappi. Flækjur TrackMania 2 leyfir spilurum að gera sínar eigin keppnisbrautir. Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking heater. Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability. www.parkingheater.com T91 Thermo Call with AppHTM100 Aldrei að skafa! MeðWebasto bílahitara. Þú hitar bílinnmeðfjarstýringu og þannig getur þú notið þæginda og öryggis. BÍLASMIÐURINN HF Bíldshöfða 16 110 Reykjavík sími 567 2330 bilasmidurinn@bilasmidurinn.is www.bilasmidurinn.is Thermo call með pp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.