Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Þ að er búið að vera mjög mikið fjör hjá okkur síðan um miðjan ágúst,“ segir Kristinn aðspurður að söl- unni hjá Toyota um þessar mundir. „Við höfum verið að setja nokkra nýja bíla á markað frá því í lok sumars og þeir hafa fengið hreint glimrandi viðtökur. Við sett- um nýjan Yaris í sölu í byrjun sept- ember og mikil spenna og eftirspurn hefur verið í kringum hann. Þá kom ný kynslóð af Aygo á markaðinn í september sömuleiðis og viðtök- urnar á honum hafa verið frábærar. Þessir tveir nýjustu meðlimir Toyota-fjölskyldunnar hafa því startað haustina hjá okkur með stæl og við erum spennt yfir framhald- inu.“ Veglegir aukahlutapakkar Það má því segja að haustið hafi haf- ist með hvelli hjá Toyota og fleira hefur komið þar til. „Við settum í loftið tilboð á Auris og buðum upp á þrjá mismunandi aukahlutapakka, sem hafa gengið mjög vel. Við- skiptavinir hafa tekið þessum vel búnu bílum vel og salan prýðileg. Einnig vorum við í síðustu viku að setja í loftið það sem við kölluðum „suddalega flottan“ RAV4, en með honum fylgir glæsilegur haust- aukahlutapakka að verðmæti 430.000 krónur. Flottur bíll með frá- bærum kaupauka sem hefur bók- staflega runnið út,“ bætir Kristinn við. Ekki er nóg með að haustið fari vel af stað hjá Toyota heldur hefur árið í heild sinni verið gott. „Líkt og markaðurinn þá er árið búið að vera jákvætt í sölunni og aukning nánast í hverjum einasta mánuði frá sama mánuði á síðasta ári. Þetta erum við að sjá á öllum vígstöðvum, hjá ein- staklingum, á fyrirtækjamarkaði og að ég tali ekki um bílaleigurnar. Bílaleigumarkaðurinn er kominn í nýjar hæðir frá því sem verið hefur. Öll vötn renna semsagt í sömu átt og hún er góð. Bjartsýnin ríkir hér hjá Toyota.“ Nýr og glæsilegur Lexus Í Kauptúninu er einnig til húsa lúx- usbílaframleiðandinn Lexus og þar stendur mikið til. Síðar í þessum mánuði verður hulunni svipt af NX 300 hybrid, nýjum bíl sem er um margt ólíkur þeim sem Lexus hefur áður kynnt. „Hann verður frum- sýndur um miðjan október og það er bíll sem margir bíða spenntir eftir. Í þessum bíl er að finna talsvert mikil tíðindi því hönnunin er frábrugðin því sem áður hefur verið. Þessar skörpu línur sem bíllinn hefur til að bera er eitthvað sem maður hefur ekki séð áður hjá Lexus. Þeir eru greinilega að leita í nýjar og spenn- andi áttir. Enda var það svo að bíla- blaðamenn um heim allan hafa grip- ið andann á lofti þegar bíllinn hefur verið kynntur og hreinlega ekki vit- að hvaðan á sig stendur veðrið. Við erum gríðarlega spennt fyrir þess- um bíl.“ Þjónustuherferðir fyrir Toyota Eins og Toyota-eigendur þekkja er jafnan mikil og góð þjónusta við bíla þeirra og Toyota á Íslandi slær þar ekki af á haustmánuðum, eins og Kristinn útskýrir. „Við erum með tvær þjónustuherferðir til áramóta og þar af er smurherferðin Smurt er...í október þegar farin í loftið. Þar duttum við í smá nostalgíu- stemningu og fléttuðum að gamni okkar gömlu bílnúmerunum saman við, og spyrjum þar viðskiptavini hvort þeir muni eftir gömlu bílnúm- erunum og hvaða bæjarfélögum þau tilheyrðu,“ útskýrir Kristinn. „Seinni partinn í nóvember förum við svo í aðra þjónustuherferð, og hún verður með vetrarívafi þar sem lögð er áhersla á að okkar fólk,To- yota eigendur,verði með bílana sína klára fyrir veturinn.“ jonagnar@mbl.is Vinsælir bílar og góð þjónusta Stemningin er ljómandi góð hjá Toyota, að sögn Kristins G. Bjarnasonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Toyota á Íslandi. Ríkulegur Toyota Auris hefur verið í boði með þremur mismunandi aukahlutapökkum. Morgunblaðið/Eggert Umsvif „Við höfum verið að setja nokkra nýja bíla á markað frá því í lok sumars og þeir hafa fengið hreint glimrandi við- tökur,“ segir Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Toyota á Íslandi. Nýi Aygoinn er einn þeirra. Sívinsæll Frá fyrstu tíð hefur Yaris verið geysivinsæll og engin breyting varð þar á þegar sá nýjasti var kynntur í september á þessu ári, enda fallegur og vel búinn. Veglegur RAV-4 bauðst á haustdögum með rausnarlegum aukahlutapakka að verðgildi 430.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.