Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ F yrir tveimur mánuðum fór eitthvað að gerast, alveg ótrúlega skrýtið, og í þeim mánuði seldum við einn bíl á dag, alla virka daga,“ segir Gísli þegar hann er spurður fregna úr rafbílavæðing- unni. „Það hefur svo haldið áfram það sem af er októbermánuði.“ Gísli útskýrir að reyndar séu inni í því pantanir á Tesla Model X jeppanum sem ekki verður afhent- ur fyrr en á seinni hluta næsta árs, en engu að síður er þetta býsna merkileg þróun. „Við tökum sem sagt niður pantanir, göngum frá viðskiptunum og afhendum svo þegar þar að kemur. Þannig ger- um við reyndar með alla bíla sem við seljum því Even er ekki með neina bíla á lager.“ Hefðbundin umboð heyra sögunni til Gísli bætir því við að það sé ein- mitt þess vegna sem fyrirtækið nái niður verðinu þegar keyptur er bíll af gerðinni Tesla, eða Niss- an Leaf eða hvaða rafbíll sem er. „Málið, sem fáir fatta enn sem komið er, er að það eru í rauninni engin einkaumboð fyrir bíla leng- ur,“ bendir Gísli á. „Í Evrópu eru engin umboð lengur, heldur get- urðu keypt þér bíl hvar sem er. Þú getur keypt þér bíl í París og látið gera við hann, ef þörf krefur, á viðurkenndu verkstæði í Osló. Einkaleyfi til að selja bíla heyra því sögunni til. Við hjá Even nýt- um okkur það með því að taka yf- irbygginguna út úr jöfnunni hjá okkur, erum ekki einu sinni með bíla til sýnis heldur bara til að prufukeyra og þá lánum við fyrir bíltúr eða jafnvel yfir nótt ef fólk vill fá að prófa. En með þessu móti höfum við byggt upp skipu- lagið hjá okkur og seljum allar tegundir af rafbílum. Við vorum til að mynda að setja hinn nýja Re- nault Zoe inn á heimasíðuna hjá okkur, í kjölfar prófana. Við förum að taka pantanir á þann bíl og leyfum þá fólki að prófa hann, eins og aðra. Síðan kemur sendi- ferðabíllinn frá Nissan [innsk. Nissan e-NV200] og svo BMW- rafbílarnir. Í kjölfarið koma svo rafknúnu gerðirnar af Volkswagen Golf.“ Lagerinn er úti í Evrópu Gísli útskýrir að þetta sé meðal annars hægt með því að panta inn bíla í samfloti við Norðmenn sem séu verulega stórtækir í rafbíl- unum. „Þegar þeir panta 200 bíla þá pöntum við 20. Bílarnir eru svo á lager í útlöndum og þegar ein- hver kemur hingað inn og gengur frá kaupum á bíl, þá einfaldlega sendum við tilkynningu út, bíllinn fer um borð í skip og er hingað kominn eftir 3-4 vikur. En með því að lagerinn er erlendis fær viðskiptavinurinn bílinn sinn tals- vert ódýrari, enda látum við hann njóta sparnaðarins. Nákvæmlega sama bílinn. Þess vegna er það mín trú, eins og ég nefndi áðan, að hin hefðbundnu bílaumboð séu bú- in.“ Engar kostnaðarsamar endurkomur Að sögn Gísla á þetta sérstaklega við um rafbíla því þá þurfi ekki að koma með aftur og aftur í kostn- aðarsamar skoðanir og þar fram eftir götunum. „Öll hefðbundin bílaumboð byggja á því að þegar þau hafa einu sinni selt bílinn þá fá þau hann til sín í viðhald í mörg ár í kjölfarið. Þau ná svo aftur kannski 60-70% af verði bílsins á næstu sjö árum í viðhald, kostnað, breytingar, lagfæringar á hlutum eins og tímareim og þvíumlíkt. Þetta er óþekkt að kalla í rafbíl- unum. Við erum búnir að vera að selja rafbíla núna í fimm ár, og á þeim tíma höfum við einu sinni þurft að skipta um öryggi í einum bíl. Við höfum einfaldlega aldrei þurft að fara með bíl í viðgerð, sem kalla mætti svo. Stundum er talað um að viðhaldskostnaður raf- bíla sé þriðjungur af því sem ætla má með hefðbundna bíla knúna jarðefnaeldsneyti, en í raun hefur sá kostnaður eiginlega ekki verið neinn hjá bílum hjá okkur. Við- haldskostnaður er nánast núll enda þarf aldrei að fara í olíu- skipti, aldrei að skipta um kerti, viftureimar og hvaðeina. Þetta er frá, alltsaman. Þessvegna segi ég að rafmagnsbílar passa ekki í það viðskiptamódel sem venjuleg bíla- umboð eru byggð á. Fyrir þau er svo ferlegt að flytja inn bílinn, selja hann og sjá hann svo aldrei aftur. Hann er bara farinn,“ segir Gísli og kímir við. Ný gerð af viðskiptamódeli Framangreint er sumsé það við- skiptamódel sem Gísli og félagar hjá Even hafa verið að þróa og byggja upp og þar er meiningin að sérhæfa sig eingöngu í rafmagns- bílum. „Við erum með 24 tíma þjónustu, þú getur alltaf hringt í okkur. Þegar þú ert búinn að panta bílinn hjá okkur notum við afhendingarfrestinn til að leysa hleðslumálin fyrir þig og finnum út hvar er best að koma þeim við, með tilliti til þess hvernig húsnæði þú býrð í og svo framvegis. Ef það er vandkvæðum bundið að ganga frá þeim málum í heimahúsi þá er- um við þér innanhandar við um- leitanir hjá vinnuveitanda varð- andi að koma stöðinni fyrir í vinnunni. Þetta er sýn okkar á það hvernig rafbílar verða seldir í framtíðinni.“ Gott ef framtíðin er ekki núna? jonagnar@mbl.is AFP Eftirsóttur Tesla Model S er draumabíll margra í dag enda bæði glæsilegur, aflmikill og vel búinn. Þá spillir ekki fyrir að eldsneytiseyðslan er akkúrat engin því hann er hundrað prósent rafknúinn. Eftirvænting Þannig lítur jepplingurinn Tesla Model X út. Eintök af honum eru þegar farin að seljast hjá Even þó hann verði ekki afhentur viðskiptavinum fyrr en að ári liðnu, í september 2015. Allar tegundir af rafbílum Félagar Gísli sést hér með Elon Musk, stofnanda og forstjóra Tesla Motors, í Bandaríkjunum. AFP Rafmagnaður Nýi rafbíllinn frá BMW vekur hvarvetna athygli enda mögnuð kerra. Hann verður meðal annarra rafbíla fáanlegur hjá Even áður en langt um líður. Sífellt fleiri bílnotendur hérlendis ganga til liðs við rafbílavæðinguna og á síðustu vikum hefur drjúgur kippur komið í söluna sem gæti verið til marks um það sem koma skal, segir Gísli Gíslason hjá Even. Hann segir tíma gömlu bíla- umboðanna liðinn. „Málið, sem fáir fatta enn sem komið er, er að það eru í rauninni engin einka- umboð fyrir bíla lengur,“ bendir Gísli á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.